Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 35 -
sjúkt fólk, ekki fyrir heilbrigt fólk.
Við, sem störfuðum með Guðjóni
Guðnasyni um árabil, munum ávallt
minnast hans sem prúðmennis, sem
sýndi öllu starfsfólki heimilisins
sama hlýlega viðmótið, en það var
ekki sjálfgefið á þeim tíma.
Við minnumst einnig margra hæfi-
leika sem Guðjón bjó yfir, þótt hljótt
færi. Oft fór hann á kostum á góðri
stund, penninn lék einnig í höndum
hans þegar svo bar við og sýndi
hæfileika sem með honum bjuggu að
ógleymdu náttúrubaminu sem
spurði sjálft sig, hversvegna varð ég
ekki bóndi?
Leið hans lá oft norður þar sem
hann undi sér vel í kyrrðinni, þessari
voldugu kyrrð sem Island á svo mik-
ið af fyrir þá sem skynja, taka eftir .
. . kyrrð, sem gerir okkur kleift að
heyra okkar eigin hjartslátt og
kynnast okkur sjálfum, okkar innri
manni.
Ég veit ég tala fyrir hönd okkar
allra sem störfuðum með Guðjóni
Guðnasyni þegar ég segi: Þökk fyrir
samfylgdina, þökk fyrir gleði- og sig-
urstundimar þegar lífið og fegurðin
blasti við í dýpstu dýpt sinni. Barns-
fæðing mun ávallt verða kóróna
sköpunarverksins - í flóknu ferli
ólýsanlegrar fegurðar og mikilleik.
Að fara af heimi með reisn, er einnig
fegurð. Blessuð sé minning Guðjóns
Guðnasonar.
Friðný, ég sendi þér hugheilar
samúðarkveðjur, bið Guð að styrkja
þig og bömin þín á erfiðri stund.
Viltu faðma ljósubömin mín sérstak-
lega fyrir mig. Guð blessi ykkur öll.
Hulda Jensdóttir.
Hið snögglega fráfall Guðjóns
Guðnasonar kom öllum mjög á óvart,
en það seinasta sem ég frétti af
gömlum vini og kunningja, var það
að hann hefði tekið að sér starf
heilsugæslulæknis á Ólafsfirði.
Ég kynntist Guðjóni fyrst sem
ungur stúdent og læknakandidat,
bæði á slysavarðstofunni gömlu,
sem þá var til húsa í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur, og síðar á
Kvennadeild Landspítalans eða fæð-
ingadeildinni eins og hún þá hét.
Komu þar strax í ljós kostir Guð-
jóns, en hann var einstaklega þægi-
legur í allri umgengni, hlýr, glettinn
og traustvekjandi. Þegar sýnt var að
Fæðingardeild Landspítalans gæti
ekki annað því álagi sem komið var
er líða tók á 6. áratuginn, var ákveð-
ið að stofna fæðingarheimili hér í
Reykjavík og starfaði Guðjón við
það frá upphafi. Fæðingarheimilið
varð strax mjög vinsælt, sem þakka
má góðri forystu Guðjóns og sam-
starfsfólks hans, Huldu Jensdóttur
og Andrésar Asmundssonar, sem
þar starfaði frá árinu 1961. Eftir að
Guðjón hætti störfum á Fæðingar-
heimili Reykjavíkur starfaði hann
áfram við mæðravernd, sem hann
raunar hafði gert meira og minna öll
árin, en hóf síðan hlutastarf hjá
Krabbameinsfélagi íslands við
krabbameinsleitina. Var Guðjón
mjög vinsæll af þeim sem þangað
leituðu og er nú saknað af mörgum
frá þeim vettvangi. Ég vil fyrfr hönd
stjórnar Krabbameinsfélags íslands
þakka Guðjóni Guðnasyni vel unnin
störf og bið blessunar guðs Friðnýju
og fjölskyldunni allri.
Jón Þ. Hallgrímsson,
formaður Krabbameins-
félags íslands.
Það birti jafnan yfir Leitarstöð
Krabbameinsfélags Islands í Skóg-
arhlíð þegar Guðjón Guðnason lækn-
ir kom í hús. Um árabil sinnti hann
krabbameinsleit á Leitarstöðinni af
stakri prýði og nærgætni svo aldrei
bar skugga á. Tryggð hans og alúð í
starfi var viðbrugðið og naut Leitar-
stöðin starfskrafta hans fram á síð-
asta dag. Hann mótaði umhverfi sitt
með glaðlegu yfirbragði, hressilegu
fasi og hlýlegu viðmóti, ómetanlegir
eiginleikar í starfi sem kallar á skiln-
ing á þeirri viðkvæmu starfsemi sem
fram fer á Leitarstöðinni. Honum
var vel ljóst hversu mikilvægt það er
að sinna vel hverjum einstaklingi í
hraða hópleitarferilsins og hagaði
hann störfum sínum í samræmi við
það. Oft þurfti að leita til Guðjóns er
forföll urðu hjá öðrum læknum, var
hann ávallt fús að hlaupa undfr
bagga þegar á þurfti að halda og því
einstaklega gott að leita til hans.
Okkur samstarfsfólki hans þótti
einkar vænt um er hann við upphaf
eða lok vinnudags staldraði við og
miðlaði okkur einhverjum fróðleik
gjarnan á þann kankvíslega hátt sem
honum var einum lagið. Hans verður
sárt saknað bæði sem læknis við
Leitarstöðina og góðs félaga. Um
leið og við kveðjum Guðjón með
þakklæti í huga fyrir samfylgdina
sendum við fjölskyldu hans samúð-
arkveðjur og biðjum þeim Guðs
blessunar.
Samstarfsfólk á
Leitarstöð KÍ.
Ég vil segja nokkur orð við fráfall
mannsins sem tók á móti öllum börn-
unum mínum og þakka honum fyi’ir
alúðina sem hann ætíð sýndi mér
bæði sem ungri og óreyndri og síðar
sem miðaldra konu sem nálgaðist
vissan aldur sem hefur óumflýjan-
lega breytingar í för með sér.
Ég varð eldri, bráðum þrjátíu ár
síðan ég leitaði til hans fyrst, en það
var eins og Guðjón eltist ekki en ef
til vill er svo gjöfult að vera fæðing-
ai'- og kvenlæknir að tíminn virðist
standa í stað. Eitt sinn þegar að fæð-
ingu var komið, gekk hann inn í fæð-
ingarstofuna og mér fannst hann
vera eins og sjóliðsforingi með hvíta
húfu og ég skammaði hann fyrir að
koma svona seint, allt væri að verða
búið en alltaf var hann til staðar.
Fæðingarheimilið var eins og lítill
heimur út af fyrir sig. Fyrir fimmtán
árum kom ég í skoðun til hans og var
komin eitthvað framyfir í meðgöngu.
Hann ætlaði að koma af stað fæð-
ingu og sagði mér að koma hinn 23.
Þegar allt var lukkulega afstaðið
sagði hann mér að það væri afmælis-
dagurinn hans í dag. Við héldum upp
á hann saman í þetta sinn. Við töluð-
um um allt milli himins og jarðar
þegar ég kom til hans, matarupp-
skriftir, ferðalög og ýmislegt óvænt
og ég mun sakna hans mikið vegna
þess að ég veit að enginn kemur í
hans stað. Það er ekki hægt að end-
urtaka þrjátíu ára ævintýri.
En það eru samt síðustu samtölin
sem ég átti við hann sem ég vil
þakka sérstaklega. Hann var svo
ungur í sér en jafnframt talaði hann
svo viturlega og var trúr ævistarfi
sínu. Vildi að hlutimir gengju eðli-
lega fyrir sig. Hann leit á börn sem
blessun, hvenær sem þau kæmu inn í
veröldina og ekki var hann fylgjandi
þessari gífurlegu hormónanotkun
sem orðin er hjá konum í dag.
Það er ekki lengra en þrjár vikur
síðan ég fór til hans. Líklega eru
engin samtöl lík samtölum konu við
kvenlækninn sinn, þegar hún treyst-
ir honum fullkomlega. Við hlógum
bæði að því hvað ég væri orðin mið-
aldra og lífið væri fallegt og undar-
legt.
Ég kveð hann og þakka honum af
öllu hjarta. Fyrir allt.
Anna S. Björnsdóttir.
„Mér er það ljúft og skylt að gefa
Maríu Marteinsdóttur bestu með-
mæli.“
Ég hef alltaf verið sannfærð um að
það voru þessi ummæli Guðjóns
Guðnasonar sem tryggðu mér náms-
vist í snyrtifræðinámi 1975 og lögðu
hornstein að starfsferli mínum sem
snyrti- og fótaaðgerðafræðings. Þá
hafði ég starfað á Fæðingarheimili
Reykjavíkur í tvö ár, þar sem hann
var yfirlæknir og Hulda Jensdóttir
forstöðukona.
Á vissan hátt lýsa þessi orð Guð-
jóni betur en mér. Hann var tryggur
samstarfsfólki sínu og skjólstæðing-
um. Hann var einstaklega traustur
læknir og mér er minnisstætt öryggi
hans bæði á stofugangi og við fæð-
ingar, sem ég fékk sjálf að njóta.
Mig setti hJjóða þegar vinkona
mín sagði mér frá andláti Guðjóns.
Með honum er farinn heilsteyptur
persónuleiki og margra vinur. Ég
votta eiginkonu hans, Friðnýju, og
fjölskyldu innilega samúð.
María Marteinsdóttir (Mallý).
• Fleiri minaiagargreinar um
Guðjón Guðjónsson bíða birtingar
og munu birtast i blaðinu næstu
daga.
VILHJÁLMUR K.
GUÐMUNDSSON
+ Vilhjálmur K.
Guðmundsson
fæddist í Reykjavík
13. maí 1913. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 27. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Ingibjörg
Gísladóttir hús-
freyja, f. 4. nóv. 1882
á Syðri-Brúnayöll-
um, Skeiðahr. Árn.,
d. 25. júm' 1965, og
Guðmundur Magnús-
son sjómaður og síð-
ar fiskmatsmaður, f.
15. nóv. 1883 í Ánanaustum í
Reykjavík, d. 29. jan. 1932. Systk-
ini Vilhjálms eru: Magnús, f. 17.
júh' 1910, d. 8. okt. 91, Óskar, f. 9.
okt. 1911, d. 9. sept. 1977, Bjöm,
f. 17 júní 1914, d. 24. júh 1972,
Margrét, f. 27. des. 1915, Gi'sli, f.
12. júlí 1917, Guðbjörg, f. 18.
mars 1919, d. 20. ágúst 1945,
Haukur, f. 4. júlí 1920, Guðmund-
ur, f. 10. maí 1922, Baldur, f. 9.
júh 1924.
Hinn 27. febrúar 1948 kvænt-
ist Vilhjálmur Ingibjörgu Bjarna-
dóttur, f. 5. júní 1922 í Reykjavík,
Það er erfitt að trúa því að hann
Villi afi sé dáinn. Hann afi sem gat
alltaf sagt manni sögur úr sveitinni
og svo þegar hann var leigubílstjóri,
en þó sérstaklega sögur úr íþróttun-
um. Ég dáðist að veiðisögunum,
þegar hann veiddi tugi fiska á einum
degi og líka þegar hann mætti gal-
vaskur í einhverja á, sem lítið hafði
gefið, en þegar hann fór heim var
bíllinn hans tvöfalt þyngri út af öll-
um fiskunum sem hann hafði veitt.
Afi var mikill dansmaður og dansaði
eins oft og hann gat. Spilamennska
var alltaf ofarlega í huga hans. Þó
hann spilaði ekki Olsen, Olsen, þá
hafði ég alltaf yndi af því að horfa á
hann spila.
Úr íþróttunum er það að segja að
afi var margfaldur íslandsmeistari i
kúluvarpi og sleggjukasti. Hann var
harður stuðningsmaður KR og í
enska boltanum var Arsenal liðið
hans.
Þeir ferðuðust mikið saman, afi og
Sveinn vinur hans, og þá alltaf til
heitu landanna. Fram að síðasta
degi keyrði hann sinn ljósgræna
Opel og kom í heimsókn á hverjum
sunnudegi og borðaði með okkur.
Afi var góður vinur vina sinna og ég
mun sakna hans mikið.
Vilhjálmur Ingi
Halldórsson.
Nú þegar bróðir minn og mágur
hefur kvatt þetta jarðlíf koma marg-
ar minningar í hugann, allar góðu
stundirnar þegar hann og Ingibjörg
konan hans komu í heimsókn eða
hann einn eftir lát hennar.
Umræðuefnin voru mörg. Vil-
hjálmur var mikill dugnaðar- og fé-
lagsmálamaður. Hann var einn af
stofnendum samvinnufélagsins
Hreyfils og um tíma í stjórn þess.
Hann var tillögugóður og vildi félag-
inu og félögum sínum vel. Hann var
traustur vinur og hjálparhella
margra og það fengum bæði við og
fleiri í fjölskyldunni að reyna. Allt
var þetta gert án margra orða og
einskis krafist í staðinn.
Vilhjálmur var mikill íþróttamað-
ur á yngri árum sínum. Hann var ís-
landsmeistari í boxi í þungavigt og
sleggjukasti og góður skákmaður og
bridsspilari. Laxveiði stundaði hann
á sumrin og minnast dætur hans
ennþá þeirra ferða, þegar tjaldað
var við árnar og þess notið að vera
úti í náttúrunni.
Ekki er hægt að tala um Vilhjálm
án þess að minnast á konu hans,
Ingibjörgu Brandsdóttur, sem lést
langt um aldur fram. Þau byggðu
upp saman glæsilegt og gott heimili
fyrir sig og dæturnar tvær, Elínu og
Erlu. Þetta heimili bar vott um
snyrtimennsku þeirra beggja og
listhneigð húsfreyjunnar. Það var
stórt skarð höggvið við lát Ingi-
bjargar, en Vilhjálmur stóð eins og
d. 10. ágúst 1976.
Foreldrar hennar
voru Elín Jónasdótt-
ir, f. 14. nóv. 1896, d.
19. nóv. 1965, og
Bjarni Brandsson
sjómaður, f. 10. sept.
1889, d. 9. jan. 1968.
Dætur þeirra eru: 1)
Elín, f. 30. maí 1948.
Maki hennar er Hall-
dór Sigurðsson og
eiga þau tvö börn,
Vilhjálm Inga og
Svövu. 2) Erla Ingi-
björg, f. 18. okt.
1951. Maki hennar
er Friðbjörn Berg, dóttir Erlu er
Ingibjörg Betty Bustillo og dóttir
hennar er Karen Erla Kristófers-
dóttir.
Vilhjálmur stundaði nám við
Héraðsskólann á Laugarvatni og
vann við sjómennsku og ýmis
verkamannastörf og síðar var
hann einn af stofnendum
Bifreiðastöðvarinnar Hreyfils og
starfaði þar síðan sem bifreiða-
stjón.
Útför Vilhjálms fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
klettur við það áfall, studdur af
dæti-unum tveimur og seinna
tengdasonunum, Halldóri og Frið-
birni, sem hann dáði og virti og vildi
allt gera fyrir og var það gagn-
kvæmt.
Það er bjart yfir minningunum
um Vilhjálm og við kveðjum hann
með söknuði og þakklæti fyrir allt.
Guðmundur Guðmundsson,
Anna Pálmadóttir.
Sumum mönnum er erfitt að lýsa,
vegna þess hve vel þeir lýsa sér
sjálfir. Vilhjálmur Guðmundsson,
fóðurbróðir minn, eða Villi frændi,
var einn af þeim. Slíkir menn gefa
ekki stórar yfirlýsingar að fyrra-
bragði, en eru blátt áfram og eðli-
legir, taka á málum þegar á þarf að
halda og eru afdráttarlausir ef því er
að skipta. Ég ræddi oft við Villa og
lagði fyrir hann margar spumingar.
Villi kom sér beint að efninu og
svaraði þeim öllum og ég sat uppi
með tilfinninguna: Það var bara
svona.
Villi kom sér jafnan að kjarnan-
um. Hann fegraði hvorki né skreytti
og talaði ekkert rósamál. Þó var
hann aldrei stóryrtur. Hjá honum
giltu agi hugarins og temprun til-
finninganna.
Vilhjálmur Guðmundsson var
fæddur í Reykjavík árið 1913, þriðji
elstur í stórum systkinahópi. Að-
stæður höguðu því til þannig að
systkinin ólust ekki nema að litlu
leyti upp saman. Vilhjálmur var átta
ára þegar hann fór burt að Orms-
stöðum í Grímsnesi.
Vilhjálmur mundi gömlu tímana í
Reykjavík, fátæktina í kjallaranum,
frostaveturinn mikla, túnin í vestur-
bænum og torfbæina við sjávarsíð-
una. Hann var ekki að troða þessum
tímum upp á mig. Það var ég sem
leitaði til hans. Þetta voru erfiðir
tímar og fólk var fátækt. En lífið bjó
engu að síður yfir sínum töfrum og
bömin sem ekki þekktu neitt annað
áttu sínar gleðistundir. Þegar Villi
sagði frá dró hann ekkert undan.
Samt örlaði aldrei á viðkvæmni eða
vorkunnsemi í frásögnum hans.
Við sátum gjarnan í eldhúsinu í
íbúð hans við Skúlagötuna og drukk-
um Neskaffi. Ég spurði og skráði en
Villi sagði frá. Eitt og annað þurft-
um við líka að rökræða. Þegar ég fór
sagði Villi: „Það er nú ekki margt
sem ég hef getað sagt þér.“ Daginn
eftir sló ég því inn á tölvu. Voru það
tólf síður, þéttprentaðar. Þó hafði ég
ekki náð öllu niður, því stundum
lagði ég mig eftir orðalagi og týndi
þræði. Við Villi vorum búnir að
spjalla mikið saman, en við vorum
rétt að byrja. Sá var skilningur okk-
ar beggja.
Vilhjálmur var á níræðisaldri, en
hann var ungur: ferðaðist, dansaði,
synti og gekk. Þegar hann fór í að-
gerð á hné þótti honum verst að
geta ekki dansað.
Frá átta ára aldri og fram undir
tvitugt dvaldi Vilhjálmur á Orms-
stöðum í Grímsnesi. Hann var tvo
vetur í Héraðsskólanum á Laugar^
vatni, en kom svo til borgarinnar,
vann almenna verkamannavinnu við
höfnina, var á síld á Eldborginni og
var síðar haft eftir skipstjóranum að
mikið hefði vantað þegar vantaði
Vilhjálm. Á sumrin var hann í
kaupavinnu og gegndi ýmsum störf-
um, var til að mynda dyravörður í
Iðnó á meðan það var dansstaður.
Þótti hann sérdeilis laginn við
baldna menn. Drukknir tröllkarlar
föðmuðu hann að sér, en ef slíkir
menn efndu til orustu hafði Vil-
hjálmur krafta í kögglum, tók þá
fang sér og fleygði þeim út í tjörn.
Arið 1942 keypti Vilhjálmur sér
sinn fyrsta bíl og gerðist leigubíl-
stjóri. Það varð hans ævistarf. Hann
hafði alla tíð sama bflnúmer: R 2345.
Sögðu honum útlendir ferðamenn,
Ameríkanar, að svona flott númer
hefðu aðeins þjóðhöfðingjar í öðrum
löndum. Ekki er ég viss um að Vil-
hjálmur hafi gefið mikið út á það en
ég get fullyrt að hann var höfðingi
og sjálfkjörinn leiðtogi systkina
sinna eftir að þau höfðu sameinast á
nýjan leik. Ég var alinn upp við það
að menn vitnuðu í Villa ekki síður en
þekkta þjóðarleiðtoga og skáld.
Vilhjálmur var einstakur dugnað-
armaður. Hann keyrði leigubíl þar
til yfirvöld settu lög um hámarksald-v
ur leigubílstjóra og hann varð að
hætta. Þá var hann fullfrískur og
vann ekki minna en ungu mennirnir
á stöðinni, en kominn á áttræðisald-
ur. En Vilhjálmur deildi ekki við
dómarann, en sneri sér í auknum
mæli að áhugamálum sínum, dansi
og ferðalögum.
Þrek Vilhjálms til vinnu þakkaði
hann ekki síst íþróttaiðkun sinni á
yngri árum. Vilhjálmur varð fyrsti
Islandsmeistari í hnefaleikum,
þungavigt, árið 1936. Þá sigraðiwi
hann vin sinn Aðalstein Þorsteins-
son, Alla Spánarfara, á stigum.
Fljótlega eftir það lagði Vilhjálmur
hanskana á hilluna og sneri sér að
sleggjukasti og var Islandsmeistari í
sleggjukasti fimmtán ár í röð.
Það segja mér fróðir menn,
íþróttasérfræðingar, að þó árangur
Vilhjálms í sleggjunni hafi verið
mikill hefði hann orðið enn meiri ef
íþróttagarpar einsog hann hefðu
haft rétta skó. Þeir kepptu í gadda-
skóm, en í sleggjunni er snúningur-
inn aðalatriðið og í gaddaskónum,
„sem nánast voru trúarbrögð"
einsog Vilhjálmur sagði, náðu menn
ekki nægjanlegum snúningi. Sleggj-
an væri jafnvel ekki enn kominn nið-
ur hefði Vilhjálmur haft almennilega-''
skó.
Vilhjálmur varð hálfníræður.
Hann lifði margbrotna tíma og átti
viðburðaríka og skemmtilega ævi.
Fyrir ári taldi ég hann eiga langt líf
fyrir höndum og hlakkaði til frekari
funda.
En skjótt skipast veður í lofti. Við
höldum ekki fleiri fundi í eldhúsinu
við Skúlagötuna, en ég vil nota tæki-
færið og þakka Vilhjálmi samfylgd-
ina.
Einar Már Guðmundsson.
Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
M H
Sími S62 0200
rx x x 111 xixtjö*