Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 36
,. 36 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær faðir okkar,
INGI SIGURÐSSON
húsagerðarmeistari
frá Merkisteini
í Vestmannaeyjum,
sem lést föstudaginn 30. janúar, verður
jarðsunginn frá Aðventkirkjunni [ Reykjavík
föstudaginn 6. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Systrafélagið Alfa, Suður-
hlíð 36, 105 Reykjavík.
-4
Inger Smith,
Dagný Burke
ásamt fjölslyldum.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
JÓN E. HELGASON,
Hrafnistu Hafnarfirði,
áður Hörpugötu 7,
lést á St. Jósefsspítala mánudaginn 2. febrúar.
Margrét Jóhannesdóttir,
Sigurrós Jónsdóttir, Gunnlaugur Jónsson,
Jóhannes Jónsson, Magnús Jónsson.
t
Systir mín,
GUÐRÚN KLARA JÓAKIMSDÓTTIR
frá ísafirði,
til heimilis á Skúlagötu 74,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum að kvöldi 2. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þorsteinn Jóakimsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
AXEL GUÐJÓNSSON,
Munaðarhól 9,
Hellissandi,
lést á Landspitalanum þriðjudaginn 3. febrúar.
Útförin auglýst síðar.
Jóhanna Davíðsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR M. GUÐMUNDSSON,
Grundargerði 18,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Blóm og
kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim,
sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna.
Vilborg Ása Vilmundardóttir,
Jón Árni Einarsson, Auður Friðriksdóttir,
Guðmundur Einarsson, Alda Elíasdóttir,
Þorgerður Einarsdóttir, Valdimar Valdimarsson,
Einar Einarsson, Sigrún Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
ERNA
SIGURJÓNSDÓTTIR
+ Erna Sigurjóns-
dóttir fæddist í
Leifshúsum á Sval-
barðsströnd 8. mars
1928. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 22. janúar síð-
astliðinn. Hún var
dóttir Sigurjóns
Valdimarssonar,
bónda í Leifshúsum,
f. 28.2. 1901, d.
16.12. 1977, og Aðal-
heiðar Níelsdóttur,
ljósmóður og hús-
freyju í Leifshúsum,
f. 11.11. 1901, d.
23.9. 1987. Erna var elst þriggja
systkina, næst er Ásta húsfreyja
á Breiðabóli á Svalbarðsströnd,
gift Stefáni Júlíussyni bónda og
eiga þau átta börn. Yngstur er
Árni bóndi í Leifshúsum, kvænt-
ur Þórönnu Björgvinsdóttur og
eiga þau þijú börn. Erna ólst
upp í Leifshúsum við almenn
sveitastörf þess tíma, gekk þar í
barnaskóla og sótti síðar nám í
Hérðasskólanum að Laugarvatni
og í Húsmæðraskóla á Akureyri.
Synir Ernu og Garðars Lofts-
sonar eru tvíburarnir Skírnir, f.
13.11. 1950, sóknarprestur í
Þrándheimi í Noregi, kvæntur
Torill Albrightsen, iðjuþjálfa, og
eiga þau þijú börn, Ánitu, David
og Eline. Baldur, f. 13.11. 1950,
líffræðingur og kennari, búsettur
í Kópavogi, sambýliskona hans er
Herdís Hóhnsteinsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur, börn þeirra Ása
og Davíð Arnar. Sonur Baldurs
og fyrri konu hans, Jóhönnu Ó.
Gestsdóttur, er Gestur.
Árið 1954 fluttist
Erna suður að
Skollagróf í Hruna-
mannahreppi og í
desember 1957 gift-
ist hún Jóni Sigurðs-
syni bónda í Skolla-
gróf, f. 6.9. 1921,
þeirra börn eru þijú:
1) Aðalheiður, fædd
25.11. 1957, húsmóð-
ir á Flúðum, gift
Reyni Guðmunds-
syni, skrifstofu-
stjóra, börn þeirra
eru Unnur Rán, Dan-
fel og Atli Þór. 2)
Siguijón Valdimar, fæddur
19.10. 1960, skrifstofumaður á
Selfossi, sambýliskona hans er
Sigrún Guðmundsdóttir, mjólk-
urfræðingur, þeirra sonur er Jó-
hann Örn, frá fyrra hjónabandi
á Sigrún einn son, Friðgeir Pét-
ursson. 3) Sigurður Haukur,
fæddur 20.3. 1965, bóndi í
Skollagróf, kvæntur Fjólu
Helgadóttur, bónda. Þeirra börn
eru Jón Hjalti, Þorbjörg Helga
og Guðjón Örn. Erna og Jón
slitu samvistir 1973.
Erna bjó áfram í Hruna-
mannahreppi eftir skilnaðinn og
settist fljótlega að á Vesturbrún
á Flúðum. Hún starfaði við
ferðaþjónustu, barnagæslu og
ýmis önnur tilfallandi störf eftir
því sem starfsgetan leyfði, en
hún varð öryrki eftir Iangvar-
andi veikindi á sjöunda áratugn-
um.
Utför Ernu fór fram í Hruna
laugardaginn 31. janúar í kyrr-
þey að hennar ósk.
Við vinkonur Emu viljum minn- það bil tuttugu árum og þá sem ná-
ast hennar með örfáum orðum. Við grannakonu, og fundum við þá
kynntumst henni fyrst íyrir um fljótt að gott var að leita til hennar
+
Elskuleg dóttir mín, systir, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR,
Flúðaseli 12,
verður jarðsungin frá Vídalínskirkju á morgun,
föstudaginn 6. febrúar, kl. 13.30.
Lilja Ólafsdóttir,
Ragnhildur Kjartansdóttir, Hilmir Þorvarðarson,
María Kjartansdóttir, Þór Hauksson,
Guðmundur Ingi Ingason, Þóra Þorvarðardóttir,
Lilja Gunnarsdóttir, Birgir Bjarnason,
Rósa Gunnarsdóttir, Eriing Hafþórsson,
Högni Gunnarsson
og barnabörn.
+
Eiginkona mín,
RAGNHEIÐUR JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR,
Selvogsbraut 23,
Þorlákshöfn,
verður jarðsungin frá Þorlákskirkju laugar-
daginn 7. febrúar kl. 14.00.
Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast
láti Þorlákskirkju njóta þess.
Fyrir mína hönd og fjölskyldunnar,
Björgvin Guðjónsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
SÍMONÍU SIGURBERGSDÓTTUR,
Hrafnistu í Reykjavík.
Halldór Ásgeirsson,
Jón Einar Halldórsson,
Ásgeir Símon Halldórsson,
Jónína S. Sigurbergsdóttir.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR BENEDIKTSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 6. febrúar kl. 15.00.
Sturla Þórðarson, Ásta Garðarsdóttir,
Benedikt Þórðarson, Ingibjörg Sigurðardóttir,
Lilja, Kjartan, Halldór og Guðný.
fyrir ungar húsmæður. Hún var
alltaf tilbúin að rétta okkur þessum
óreyndu stelpum sem voru að
byrja búskap hjálparhönd. Hvort
sem um var að ræða kleinugerð,
prjónaskap, sláturgerð eða önnur
hollráð. Við eigum margs að minn-
ast með þessari einstöku konu sem
var full af glettni, hlýju, hjálpsemi,
snyrtimennsku og svo mætti lengi
telja. Oft komum við til hennar í
kaffi og kleinur og ræddum þar
okkar hjartansmál, því trúnaðinn
áttum við hjá henni. Það var svo
gott að koma til hennar og fá and-
lega upplyftingu því hún vissi svo
margt um okkur vandræðageml-
ingana og svo var hún alltaf tilbúin
að líta eftir börnunum okkar þegar
þannig stóð á og ekki þurfti að
ganga á eftir henni með það frekar
en annað sem hún gerði fyrir okk-
ur, sem aldrei verður fullþakkað.
Þessi kæra vinkona okkar þurfti
að ganga í gegnum ýmsa sjúkdóma
og var búin að reyna margt. Þökk-
um þér samfylgdina í gegnum árin,
Erna okkar, og við trúum að þín
bíði ný hlutverk á æðri stöðum.
Við sendum samúðarkveðjur til
fjölskyldu þinnar.
Þínar vinkonur, Flúðum.
Mig langar að minnast kærrar
tengdamóður minnar í fáeinum
orðum. Hún var fædd norður á
Svalbarðsströnd, en var búin að
vera hér í Hrunamannahreppi í um
30 ár er við kynntumst, árið 1983,
er ég tók að rugla saman reitum
við yngsta son hennar Sigurð
Hauk. Þegar í upphafi fór vel á
með okkur og smá saman þróaðist
samband okkar upp í sterkt vin-
áttusamband, með miklu trúnaðar-
trausti.
Erna safnaði ekki veraldarauði á
lífsleiðinni, hennar auður lá í
hjartahlýju og velvild, enda löðuð-
ust böm að henni. Seinni árin sner-
ist líf hennar mest um bamaböm-
in, velferð þeirra og vellíðan. Sótt-
ust þau enda eftir því að koma til
ömmu, fá eitthvað gott í munn og
maga, því alltaf var eitthvað til í
eldhússkápnum hjá ömmu. Topp-
urinn á tilverunni var þó að fá að
gista hjá ömmu um nótt, umvafinn
ást hennar og umhyggju. Margar
góðar stundir átti ég og við hjónin
bæði í eldhúsin hjá Ernu í notalegu
spjalli yfir góðum veitingum og eft-
ir því sem árin liðu styrktust bönd-
in á milli okkar. Eins og áður sagði
safnaði Ema ekki veraldarauði, en
ótrúlegt var hve hennar lágu ör-
orkubætur og síðar ellilífeyrir ent-
ust vel. Pyngjan var aldrei tóm,
sem byggðist ekki á neinum nirfils-
hætti, því hún gaf börnum, tengda-
börnum og bamabömum veglegar
og smekklega valdar gjafir á jólum,
afmælum og við önnur tækifæri.
Að ógleymdum öllum sokkunum,
vettlingunum og húfunum sem hún
prjónaði og gaf okkur. Gmnnurinn
að því hve hennar lágu tekjur ent-
ust vel, var sjálfsagt nægjusemi og
algjör skilvísi, en Ema vildi ekki
skulda neinum neitt.
Síðustu tvö árin hrakaði heilsu
tengdamóður minnar stöðugt, sér-
lega vegna tíðra blóðtappa í lung-
um. Vom síðustu mánuðimir henni
erfíðir, sérstaklega veittist henni
erfitt að sætta sig við að geta ekki
gert meira fyrir sína nánustu en
um þá hugsaði hún ávallt meira en
sjálfa sig.
Að lokum þakka ég þér, Erna,
fyrir samfylgdina í þessi rúmlega
14 ár. Þrátt fyrir að söknuðurinn
sé sár er mér efst í huga þakklæti
fyrir að hafa fengið að kynnast þér.
Jón Hjalti, Þorbjörg Helga og
Guðjón Om kveðja ömmu sína með
söknuði og þakklæti.
Hafðu þökk íyrir allt og allt.
Hvíldu í friði.
Þín tengdadóttir,
Fjóla Helgadóttir.
Blað allra landsmanna!
-kjarni málsins!