Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998
VERKFALL SJOMANNA
MORGUNBLAÐIÐ
Fiskvinnslufyrirtæki á Suðurnesj-
um eru að verða hráefnislaus
Morgunblaðið/Golli
JÓNA Þorkelsdóttir (t.v.) og Sigríður S. Gunnarsdóttir voru óánægðar
með að vera sendar á atvinnuleysisskrá.
Fiskvinnslufolk á
atvinnuleysisskrá
eftir helg’i
FISKVINNSLUHÚS á Suðurnesj-
um eru að verða búin með allt hrá-
efni og verða fæst þeirra með
vinnslu eftir helgina. Fiskvinnslu-
fólk, sem er að fara á atvinnuleysis-
skrá, er óánægt með þetta og vill að
verkfallið verði leyst sem fyrst.
Fólk virðist almennt ekki styðja
lagasetningu, en vill að samninga-
menn deiluaðila leysi þann ágrein-
ing sem er á milli þeirra.
Nóg hefur verið að gera hjá
Fiskanesi hf. í Grindavík fram að
þessu. í gær var verið að vinna
fersk flök sem send verða með flugi
á markað í Bandaríkjunum. Halldór
Sigurðsson verkstjóri sagði að þess-
ari vinnu lyki í dag og enginn fiskur
yrði til að vinna eftir helgina. 70-80
manns færu þá á atvinnuleysisskrá,
en samkvæmt kjarasamningum
fiskvinnslufólks má senda það á at-
vinnuleysisskrá með sólarhringsfyr-
irvara ef verkfall kemur í veg fyrir
vinnslu.
Halldór sagði að þeir sem störf-
uðu við niðursuðu á lagmeti væru
þegar farnir heim. Ekkert væri fyr-
ir þá að gera. Hann sagðist vonast
eftir að hægt yrði að halda uppi
vinnu fyrir fólk í saltfiskvinnslu í
einhverja daga til viðbótar.
„Þetta er auðvitað skelfilegt
ástand. Það versta er þó að það
virðist enginn sjá hvernig eigi að
leysa þessi verðmyndunarmál og
kvótabraskið. Manni skilst á sjó-
mönnum að verkfallið sé boðað
vegna framkomu nokkurra útgerð-
armanna. Mér heyrist að menn bíði
bara eftir því að ríldsstjómin leysi
þetta. Það er kannski ekki um ann-
að að ræða ef menn geta ekki fundið
leið til að leysa þetta,“ segir Hall-
dór.
Fiskanes fjárfesti á síðasta ári í
búnaði til að geta fryst loðnu. Fyrir-
tækið ætlar sér stóran hlut í loðnu-
frystingu á þessarí vertíð, en nú er
óvíst hvort einhver loðna verður
veidd. Halldór sagði erfitt að sætta
sig við ef engin loðna yrði veidd á
þessari vertíð.
Fiskvinnslufólk
ekki spurt álits
„Ég er er mjög ósátt við að þurfa
að hætta að vinna. Þetta verkfall
kemur illa við mig og ég er óánægð
með að vera sett á atvinnuleysis-
bætur. Við erum hins vegar ekki
spurð álits áður en verkfall er boð-
að,“ sagði Sigríður S. Gunnarsdótt-
ir, fiskverkunarkona hjá Fiskanesi.
Sigríður sagðist ekki vilja að
þetta verkfall yrði leyst með laga-
setningu. Menn ættu að leysa þetta
með samningum en ekki lagasetn-
ingu.
Jóna Þorkelsdóttir fiskverkunar-
kona sagðist vera sammála því að
það ætti ekki að setja lög á sjó-
menn. Menn ættu að leysa þetta við
samningaborðið. Hún sagðist aftur
á móti óttast að lagasetning yrði
niðurstaðan. „Ég vona bara að það
finnist loðna sem fyrst. Það hlýtur
að ýta við mönnum svo þeir ljúki
samningum sem fyrst.“
Erlendir kaupendur
áhyggjufullir
Staða mála í Sandgerði er svipuð
og í Grindavík. Fiskur til vinnslu er
á þrotum og ekkert fyrir fisk-
vinnslufólk að gera annað en að fara
heim. Sigurbjörn Pálsson, verk-
stjóri hjá Haraldi Böðvarssyni hf. í
Sandgerði, sagði að vinnslu á þeim
fiski sem væri til myndi ljúka á
morgun. Hráefni hjá HB á Akranesi
væri einnig að verða búið. Hann
sagðist ekki vita hvort fólk yrði sett
á atvinnuleysisskrá eða hvort það
yrði áfram á launaskrá hjá fyrir-
tækinu.
Sigurbjörn sagði að fiskvinnslu-
fyrirtæki á Suðurnesjum væra al-
mennt ekki að vinna Rússafisk og
því myndu þau loka á næstu dögum
ef verkfallið leystist ekki. Það væri
því að skapast slæmt ástand hjá
fyrirtækjum og fiskvinnslufólki.
HB í Sandgerði var í gær verið að
vinna ferskan fisk sem sendur er
með flugi til kaupenda í Þýskalandi
og Belpu. „Okkar kaupendur hafa
auðvitað áhyggjur af því að fá ekki
fisk og það má búast við að þeir
muni fljótlega leita annað eftir fiski.
Þetta er slæmt fyrir okkur, en mað-
ur vonar bara að verkfallið leysist
sem fyrst.“
Sigurbjörn sagðist ekki vilja að
þetta verkfall yrði leyst með laga-
setningu. Stjórnvöld þyrftu að
koma að málinú, en samningsaðilar
ættu að hafa forystu um að leysa
deiluna.
Útilokað að vera háður
mörkuðum um hráefni
Sigurbjörn sagði að það væri úti-
lokað fyrir stærri fyrirtæki að reka
fiskvinnslu ef landa ætti öllum físki
um fiskmarkaði. „Við þurfum að
staðfesta allar pantar við okkar
kaupendur nánast jafnóðum og þær
berast. Hvernig eigum við að geta
gert það ef við þurfum að sækja all-
an fisk á markað og vitum aldrei
hvort við fáum fisk til vinnslu eða
ekki? Við erum í stöðugu sambandi
við okkar skip og vitum hvernig
afiabrögð eru og getum þess vegna
sagt kaupendum okkar hvað við
getum útvegað þeim mikinn fisk.
Þetta væri útilokað ef við þyrftum
að vera háðir fiskmörkuðum. Það
yrði heldur ekki hægt að tryggja
atvinnuöryggi fiskvinnslufólks ef
við væru háðir mörkuðum um hrá-
efni.“
Sigurbjörn sagði að Haraldur
Böðvarsson hf. hefði gert samning
við sjómenn um að ákveðið hlutfall
af fískverði tæki mið af verði á fisk-
mörkuðum. Hann sagðist ekki vita
betur en allgóð sátt væri um þetta
fyrirkomulag.
SIGURBJÖRN Pálsson vonar
að verkfallið leysist sem fyrst.
HALLDÓR Sigurðsson er að
verða búinn með allan fisk.
Minna
að gera
í löndun
VERKAMENN voru í gær að
landa úr frystitogaranum Ólafi
Jónssyni frá Sandgerði, sem Har-
aldur Böðvarsson hf. gerir út.
Lítið verður að gera hjá þeim á
næstunni ef sjómannaverkfallið
leysist ekki.
JMorgunblaðið/Golli
GERÐAR Þórðarson og Þorbjörn Asgeirsson vél-
stjórar voru að dytta að vélinni í Sóleyju Sigurjóns.
Morgunblaðið/Golli
HÓLMGRIMUR var að landa úr Maron í gær. Hann
tók veiðarfæri upp vegna slæms veðurútlits.
Vélstjórar á minni skipum eru ekki 1 verkfalli
A
Utgerðin á að borga hæsta verð
„ÞAÐ þarf að tengja verð á fiski við
fiskmarkaði eða láta allan físk fara
um markaði. Þetta kerfi sem við bú-
um við er ómögulegt. Eins og það er
í dag geta útgerðarmenn ráðið verð-
inu. Samt segir í lögum að þeir eigi
að borga okkur hæsta mögulega
verð, en það gera þeir ekki í dag.
Maður skilur ekki af hverju útgerð-
armönnum líðst að fara ekki eftir
lögum,“ sagði Þorbjörn Ágeirsson,
yfirvélstjóri á ísfiskskipinu Sóleyju
Sigurjóns úr Garði.
Vélstjórar
vanmetnir
Þorbjörn og Gerðar Þórðarson
vélstjóri vora í gær að dytta að í
vélarrúmi. Þeir eru ekki í verkfalli,
en sögðust búast við að hætta að
vinna um helgina því útgerðarmenn
hefðu boðað verkbann á sjómenn
sem ekki hafa samþykkt verkfall.
Vélstjórafélagið hefur krafist
þess að skiptahlutur vélstjóra á
stærri skipum verði hækkaður.
Krafan snertir ekki skip eins og
Sóleyju Sigurjóns vegna þess að
hún nær aðeins til skipa sem era
með yfir 1500 kv aðalvél. Þorbjörn
og Gerðar sögðu að áhöfnin hefði
talsvert rætt þessa kröfu vélstjóra
og sitt sýndist hverjum. Þorbjörn
sagði að krafa vélstjóra væri sann-
gjörn. Starf þeirra væri einfaldlega
vanmetið í launum. Hann sagði að
ekki væri hægt að bera saman starf
vélstjóra í dag við það sem það var á
áram áður. Þegar hlutaskiptakerfið
hefði verið tekið upp hefðu menn
verið að gera út á bátum með litlum
vélum. I dag væru vélstjórar að
stýra verksmiðjum um borð í skip-
unum. Frystitogaramir væra í
reynd fljótandi frystihús. Þessara
tæknibreytinga sæi ekki stað í laun-
um vélstjóra.
Sóley Sigurjóns veiddi á síðasta
fiskveiðiári um 2.100 tonn af fiski,
en kvóti skipsins er aðeins 300 tonn.
Útgerð skipsins byggist því að
miklu leyti á aflaheimildum sem
koma frá öðrum skipum. Gerðar og
Þorbjörn viidu lítið tjá sig um hvort
þeir væru ekki látnir taka þátt í
kvótakaupum. Þeir sögðust ekkert
vitað um hvaðan aflaheimildir á Sól-
eyju Sigurjóns væra komnar eða
hvernig væri greitt fyrir þær. Al-
mennt mætti segja að ef útgerðir
væra ekki að versla með veiðiheim-
iidir sín á milli væri fiskverð til sjó-
manna hærra.