Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VERKFALL SJOMANNA FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 11 Það má alls ekki þrengja framsalið „VIÐ viljum alls ekki að framsal á kvóta verði þrengt. Eg sé ekki að þess þurfi til að koma í veg fyrir kvótaleigu. Ef samkomulag næst um að ávallt verði gert upp á mark- aðsverði er búið að koma í veg fyrir aila kvótaleigu," sagði Hólmgn'mur Sigvaldason, útgerðarmaður Mar- ons frá Grindavík, sem er 9,9 tonna smábátur. Maron er einn þein'a báta sem hafa treyst á að geta leigt til sín veiðiheimildir. Báturinn fékk út- hlutað um 70 tonna þorskkvóta á síðasta fiskveiðiári, en auk þess veiddi hann um 120 tonn fyrir aðra. Hólmgrímui’ sagði að meðalupp- gjörsverð hefði á síðasta ári verið um 70 kr. á kfló. 3-4 menn eru í áhöfn bátsins. „Við fáum 8 milljónir fyrir þessi 70 tonn á markaði, en með því að leigja til okkar heimildir tekst okk- ur að veiða 300 tonn og fáum fyrir það 21 milljón. Með þessu móti get- um við haft vinnu af þessu allt árið. Ef okkur væri gert ómögulegt að leigja til okkar kvóta værum við á sjó í 2-3 mánuði og myndum ganga um atvinnulausir það sem eftir er ársins," sagði Hólmgi-ímur. Hólmgrímur sagðist vera afar óánægður með yfirlýsingar Sævars Gunnarssonar, formanns Sjó- mannasambandsins, en hann hefur lýst því yfír að kvótalaus skip eigi ekki að fá að vera á sjó og veiða fyr- ir aðra. „Sævar segir að önnur skip eigi að veiða þennan fisk. Hann virðist ekki átta sig á því að það er nógur mannskapur á hinum skipun- um og ef við fáum ekki að taka þátt í að veiða hann er ekkert fyrir okk- ur að gera annað en að mæla göt- urnar. Það myndi hafa mjög slæmar afleiðingar ef framsal á kvóta yrði takmarkað." Hólmgrímur sagðist ekki sjá að samninganefndir deiluaðila leystu þann ágreining sem er á milli þeirra. Það miðaði gi’einilega ekkert í Karphúsinu. Hann sagðist ekki sjá fram á annað en að verkfallið yrði leyst með lagasetningu. Rikissáttasemjari segir frost ríkja í deilu sjómanna og útgerðarmanna Sjómenn segja veiðar Smá- eyjar vísvitandi herbragð / / Formaður LIU segir að lagasetning sé útgerðarmönnum óljúf „í MÁLINU er frostmark en yfii’leitt kemur þíða eftir frost,“ sagði Þórir Einarsson ríkis- sáttasemjari eftir að sjómenn ákváðu að slíta viðræðum við útgerðarmenn um miðjan dag í gær. Deiluaðilar mættu á fund hjá ríkis- sáttasemjara klukkan 14 í gær en yfirgáfu húsakynni embættisins fjörutíu og fimm mínútum síðar án þess að til viðræðna hefði komið. Til að flýta lagasetningu „Við munum ekki mæta til sáttafunda aft- ur fyrr en útgerðarmenn virða að fullu lög- lega boðað verkfall sjómanna," segir Sævar Gunnarssonar, formaður Sjómannasam- bands Islands, og skírskotar þar til Smáeyj- ar VE sem hélt til togveiða á þriðjudag með áhöfn yfirmanna frá Vestmannaeyjum. Veið- ar skipsins séu skýlaust verkfallsbrot að hans mati. „Eg lít svo á að Magnús Kristins- son, útgerðarmaður Smáeyjar VE, formaður félags útgerðarmanna í Vestmannaeyjum, í stjóm LIU og í samninganefnd útgerðar- manna, sé að leika vísvitandi leik til að tefja deiluna og flýta því að stjórnvöld komi að henni að þeirra ósk. Svo skýrt er það. Þetta er leikflétta til að ýta á stjómvöld til að út- gerðarmenn geti sagt að óþarft sé að bíða lengur, nú sé tímabært að setja á lögin sem þeim var lofað.“ Fullyrðing sátta- semjara „ósönn“ Sjómenn leggja mikla áherslu á að þeir hafi gengið af fundi í gær en bæði ríkissátta- semjari og útgerðarmenn segjast líta svo á að búið hafi verið að slíta fundi áður en samninganefnd sjómanna gekk út. I tilkynn- ingu frá sambandinu í gær segir m.a. „sú fullyrðing sáttasemjara er því með öllu ósönn, að hann hafi slitið fundi, og að verk- fallsbrot útgerðarmanna séu því ótengd." Þórir Einarsson ríkissáttasemjai’i segir að fundinum í gær hafi verið slitið að beiðni sjó- manna og þeir síðan gengið út í kjölfar þess. „Tilefnið sem þeir gáfu er hið meinta verk- fallsbrot sem þeir hafa rætt um og er mikil reiði í mönnum vegna þess. Það mál er ekki á okkar borði og þær deilur á milli málsaðila koma embættinu ekki við,“ segh’ Þórir. Ki-istján Ragnarsson, formaður Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, segir að ríkissáttasemjari hafi ekki leyft sjómönnum að ganga af fundi og verið búinn að ákveða að slíta fundi talsvert áður en þeir gengu út. „Mér finnst þetta eins og grínsaga. I fyrsta lagi tala sjómenn um að þeir hafi gengið af fundi sem er ekki rétt. í öðru lagi að eitt skip hafi framið verkfallsbrot og að á sjó séu fimm manns meðan fimm þúsund manns eru í landi og tíu þúsund manns bíða þess að missa vinnuna. Síðan vilja þeir ekki semja út af þessum fimm mönnum, sem allir eru í fé- lögum sem ekki hafa boðað verkfall og era að sinna venjulegri vinnu samkvæmt lögum og reglum,“ segir Kristján. Furðuleg uppákoma sjómanna Hann neitar því að veiðar Smáeyjar VE séu til þess gerðar að storka forystumönnum sjó- manna og líti þeir svo á sé það þeirra eigin til- búningur. Foi’ystumenn sjómanna hefðu undir ég finn á viðbrögðum sjómanna er einhver óskaplegur órói á meðal þeirra sjálfra. Það hefur komið í Ijós frá því að viðræður hófust að sundrang þeirra er með þvflíkum endemum að þótt við gengjum að öllum þeirra kröfum myndum við ekki leysa verk- fallið. Enginn ann öðram neins í þessu efni. Við höfum aldrei getað talað við þá saman, þrátt fyrir að hafa lagt okkur fram um að finna lausn,“ segir Kristján. Hann segir LIU ekkert hafa með veiðar Smáeyjar VE að gera og ekki í verkahring þess að hindra menn sem ekki eru í verkfalli að vinna. „Við gætum þess að fara ekld út fyrir okkar verkahring og það er meginsjón- armið að menn stjómi sínum fyrirtækjum sjálfir," segir hann. Staðan óbreytt í meginatriðum Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að boða ekki til nýs fundar og segir Þórir samninga- viðræður í algerri biðstöðu. Aðspurður segir hann þungt hljóð í sér vegna núverandi stöðu og ekki sé bjart framundan miðað við að viðræður hafi lagst niður, að minnsta kosti í bili. „Staða manna hefur ekki breyst í meginmálum frá upphafi og til þessa tíma. í meginatriðum er kyrrstaða," segir hann. Þórir kveðst verða í beinu sambandi við samningsaðila til að fylgjast með og hvort tilefni verði til frekari fundahalda. Sævar kveðst þess fullviss að frá þeim tíma sem utanríkisráðherra frestaði fór sinni til Afríku vegna þá yfirvofandi sjómanna- verkfalls, hafi útgerðarmenn beðið eftir lagasetningu -á verkfallið. „Við viljum ekki lög og vonumst ekki eftir þeim, en við ótt- umst lagasetningu í ljósi þess að útgerðar- menn hafa einatt og alltaf haft stjómvöld með sér í öllum okkar deilum. Um það snýst þessi deila einnig. Stjórnmálamenn hafa hlaupið upp í vögguna hjá Kristjáni Ragn- arssyni og gert það sem hann biður um í einu og öllu. Hann bíður þessarar stöðu nú,“ segir Sævar. Kristján segir að lagasetning væri útvegs- mönnum mjög óljúf og hafi LIU ekki óskað eftir íhlutun stjórnvalda. Hins vegar gætu sjómenn helst kallað hana yfir sig með við- brögðum sínum við veiðum Smáeyjar. „Við höfum aldrei talið það vera æskilega lausn í þesari deilu. Við vfljum semja því að þar liggur framtiðarlausn á okkar samskiptum við sjómenn,“ segir Kristján. Verkfallsbrot ekki liðin Formaður Sjómannasambands íslands segir sjóménn koma aftur að samningaborði um leið og sáttasemjari boði til fundar og „verkfallsbrjótar hafa lagt niður iðju sína. Það gildh’ um umrætt brot og almennt alla verkfallsbrjóta ef þeir reynast vera fleiri. Við munum ekki líða verkfallsbrot," segir hann. „Hins vegar gengur hvorki né rekur í samningaviðræðum ef annar aðilinn ætlar ekki að semja. Útgerðarmenn era ekki á samningabuxunum og hafa ekki verið að minnsta kosti ekki eftir ummæli utanríkisráð- herra. Sá maður væri blindur sem sæi ekki hvað hann var að segja." Kristján kveðst vona að sjómenn nái áttum og róist niður, þannig að ekki líði langur tími áður en ríkissáttasemjari geti boðað til nýs fundar. Morgunblaðið/Ásdís SJÓMENN á leið út úr húsakynnum sáttasemjara í gær, eftir stuttan fund. Sjómenn segjast hafa gengið af fundi, en Þórir Einarsson ríkissáttasemjari segist hafa slitið fundi. slíkum kringumstæðum átt að koma í veg fyrir veiðamar, enda séu félagar þeirra um borð í skipinu, ekki útgerðarmenn. „Mér finnst þessi uppákoma svo furðuleg að ég hef sjaldan upplif- að annað eins. Skipið er eðlilega mannað þótt þar vanti tvo háseta og engum lifandi manni dettur í hug að það sé verkfallsbrot. Eina skýringin sem Magnús Kristinsson segir yfírmenn í Eyjum ekki í verkfalli Smáey áfram á veiðum TOGBÁTURINN Smáey frá Vestmannaeyjum hélt á togveið- ar á þriðjudag og er fimm manna áhöfn bátsins skipuð yfirmönn- um. Magnús Kristinsson, útgerð- armaður Smáeyjar, segir menn sína að störfum í fullum rétti, enda ekki í verkfalli. Hann hafi ekki hugsað sér að kalla bátinn í land en sjómenn sögðu þetta meinta verkfallsbrot ástæðu þess að þeir neituðu að ræða við út- gerðarmenn á sáttafundi í gær. Magnús sagðist hafa fengið þær upplýsingar frá sínum mönnum að samningafundi í gær hefði verið slitið á öðrum for- sendum en þeim að sjómenn teldu sjósókn Smáeyjar verkfalls- brot. Yfirmenn eru ekki í verk- falli í Vestmannaeyjum, en Hólm- geir Jónsson, framkvæmdasljóri Sjómannasambands Islands, hélt því fram í samtali við Morgun- blaðið í gær að þetta væri klárt verkfallsbrot þar sem yfirmenn væru að ganga í störf undir- manna í verkfalli. „Það eru engin ákvæði, sem segja að það þurfi að vera svo og svo margir undirmenn um borð,“ sagði Magnús Kristinsson, út- gerðarmaður Smáeyjarinnar. „Á mörgum þessara skipa og minni báta ganga menn samhliða í verkin hvort sem þeir eru yfír- menn eða undirmenn þegar ekki er verkfall og yfirmenn hljóta því að geta gengið í þessi störf í verkfalli." Magnús sagði að yfirmenn og vélstjórar væru ekki í verkfalli og það hlyti því að vera fagnað- arefni að viðkomandi aðilar gætu aflað tekna: „Vonandi fagna Helgi Laxdal [formaður Vél- sljórafélagsins] og Guðjón A. Kristjánsson [formaður Far- manna- og fiskimannasamband- ins] þessu. Ekki er það þeirra stefna að láta sína menn hanga tekjulausa heima á bæ.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.