Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LANPIÐ
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 15
Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar samþykkt
Framkvæmt
fyrir 40 milljón-
ir á árinu
FJÁRHAGSÁÆTLUN Eyjafjarð-
arsveitar fyrir árið 1998 var sam-
þykkt á fundi hreppsnefndar ný-
lega. Áætlaðar skatttekjur nema
tæpum 145 milljónum króna en í
rekstur málaflokka fara tæp 82%
eða rúmar 118 milljónir króna. í af-
borganir lána eru áætlaðar 4,4
milljónir króna.
Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri
Eyjafjarðarsveitar, sagði að á árinu
yrði ráðist í miklar fjárfestingar og
framkvæmt fyrir um 40 milljónir
króna, sem þýddi að farið yrði fram
úr skatttekjum ársins.
„Sveitarfélagið stendur vel og við
ætlum að fjármagna þessa framúr-
keyrslu með því að ganga á pen-
ingalegar eignir að stærstum hluta,
eignir sem við höfum verið að
byggja upp á síðustu árum. Einnig
koma til greina einhverjar lántök-
ur.“
Leikskólinn í viðunandi
húsnæði
Pétur Þór sagði að stærstu fram-
kvæmdamáhn sneru að leikskólan-
um, grunnskólanum og bættri
íþróttaaðstöðu. í forgangi er að
koma leikskólanum í viðunandi hús-
næði og verður ráðist í þær fram-
kvæmdir í sumar. Til þeirra fram-
kvæmda verður varið um 8 milljón-
um króna. Leikskólinn er nú í einni
kennaraíbúð í heimavist Hrafnagils-
skóla en verður fluttur í annað hús-
næði í skólanum.
Einnig verður hafist handa við
breytingar á grunnskólanum á
Hrafnagili, fyrir tæpar 15 milljónir
króna, sem m.a. lúta að því að koma
skóla- og almenningsbókasafni á
einn stað í skólanum. Þá eru áætl-
aðar 5,5 milljónir króna til íþrótta-
mannvirkja og því til viðbótar verð-
ur endurbótum á félagsheimilunum
haldið áfram, sem þetta árið eru
bundnar við Sólgarð og Freyvang.
Pétur Þór sagði einnig orðið að-
kallandi að ráðast í endurbætur á
sundlauginni á Hrafnagili, þótt ekld
væri gert ráð fyrir fjárveitingu í það
verkefni á þessu ári. íbúar í Eyja-
fjarðarsveit eru nú um 930-940 tals-
ins.
Morgunblaðið/Kristján
KLAUS Otto Kappel sendiherra Danmerkur hengir
orðuna á Sigurð Jóhannesson.
Sigurður Jóhannesson
sæmdur Riddarakrossi
Dannebrogsorðunnar
SIGURÐUR Jóhannesson,
ræðismaður Dana á Akureyri,
hefur verið sæmdur Riddara-
krossi Dannebrogsorðunnar
fyrir mikið og gott starf í
þágu Dana. Það var hennar
hátign, Margrét II Dana-
drottning, sem sæmdi Sigurð
Riddarakrossinum en Klaus
Otto Kappel sendiherra af-
henti hann í mótttöku á Foss-
hótel KEA sem efnt var til af
þessu tilefni.
Siguður Jóhannesson hefur
unnið að hagsmunamálum
Dana á margvíslegan hátt.
Hann hefur veitt dönskum rík-
isborgurum aðstoð, t.d. sjúk-
lingum frá Austur-Grænlandi
sem lagðir hafa verið inn á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri. Hann hefur komið á mik-
ilvægum samböndum bæði á
sviði atvinnumála og einnig
útflutnings. Þá hefur hann að-
stoðað danska flotann þegar
skip hans hafa komið til Akur-
eyrar og enn fremur hefur
hann lagt sitt af mörkum til
eflingar dönskukennslu og
danskrar menningarmiðlunar
á íslandi.
Á ferð með frú Daisy
Sýningum fer fækkandi
SÝNINGUM Leikfélags Akureyrar
á bandaríska leila'itinu Á ferð með
frú Daisy eftir Alfred Uhry fer nú
fækkandi. Um næstu helgi verða
tvær sýningar á verkinu og síðustu
sýningar verða um aðra helgi,
fóstudaginn 13. og laugardaginn 14.
febrúai-.
Leikritið var frumsýnt milli jóla
og nýjárs og segir frá frú Daisy
Werthan, bandariskri konu af
gyðingaættum, þeldökkum bflstjóra
hennar, Hoke Coleburn og þá
kemur sonur Daisyar, Boolie, við
sögu. Sigurveig Jónsdóttir leikur
titilhlutverkið, Þráinn Karlsson
bílstjórann og Aðalsteinn Bergdal
soninn.
Vímulaust
kaffihús
unga
fólksins
Selfossi - Á dögunum stóð nem-
endafélag Fjölbrautaskóla Suð-
urlands fyrir kaffihúsa- og
menningarkvöldi í Hm Kaffi á
Selfossi. Húsfyllir var á sam-
komunni og notaði Jafningja-
fræðslan sér tækifærið og kom
á framfæri óskum sínum um
vúnulaust kaffihús á Selfossi
fyrir aldurshópinn 15-20 ára.
Að sögn Jens Bárðarsonar,
tengiliðs Jafningjafræðslunnar,
heppnaðist kaffihúsakvöldið
mjög vel. Jens segist þess full-
viss að unga fólkið á Selfossi
muni nýta sér aðstöðu sem
þessa.
„Umræðan hefur öll verið
mjög jákvæð og ég vona að
þessi draumur okkar verði að
veruleika. Unga fólkið þarf
einhvern annan samastað en
sveitaböll og vínveitingastaði.
Þessi aldurshópur er of gamall
fyrir starfsemi Félagsmið-
stöðvarinnar og of ungur fyrir
vínveitingahúsin,“ segir Jens.
Hann telur jafnframt að auka
verði við þá afþreyingu sem er
í boði fyrir þennan aldurshóp.
„Það er alltof algengt að
krakkar á þessum aldri
skemmti sér eingöngu þannig
að áfengi er haft um hönd. Það
sannaðist á menningarkvöldinu
að svo þarf ekki að vera og
Morgunblaðið/Sig. Fannar
VÍMULAUST menningar- og
kaffihúsakvöld var vel sótt af
unglingunum á Selfossi.
JENS Bárðarson, talsmaður
unglinganna.
vonandi verður kaffihúsið okk-
ar að staðreynd,“ segir hann.
Málið hefur verið kynnt fyrir
bæjarstjórn Selfoss og hafa
viðbrögð þar á bæ verið já-
kvæð. Þessa dagana er verið
að Ieita að hentugu húsnæði
undir reksturinn.
Yestmanna-
eyjalistinn
býður fram
TEKIN hefur verið ákvörðun
um að Vestmannaeyjalistinn
bjóði fram við bæjarstjómar-
kosningarnar í vor og er undir-
búningur fyrir framboðið þegar
hafínn.
Alþýðubandalag, Alþýðu-
flokkur og Framsóknarflokkur
standa að baki framboðinu en að
auki hafa bæst við óflokks-
bundnir einstaklingar sem fram
til þess hafa sumir hverjir lítt
eða ekki tekið þátt í pólitísku
starfi, segir í frétt frá listanum.
Ofangreind stjómmálasamtök
og aðilar munu stofna sérstakt
bæjarmálafélag um framboðið
og starf Vestmannaeyjalistans
og verður stofnfundur félagsins
haldinn í Þórsheimilinu fimmtu-
daginn 12. febrúar nk. kl. 20.
Við uppröðun á framboðslista
Vestmannaeyjalistans er áform-
að að halda skoðanakönnun
meðal bæjarbúa.