Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSINS
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 43
Viðurværi þjóðarinnar
Frá Valdimar Kristinssyni:
í TÆP 1000 ár lifðu íslendingar á
landbúnaði. Það mun hafa gengið
vel fyrstu aldirnar, en eftir því sem
landkostir rýrnuðu og veðurfar
kólnaði leiddi þetta til fátæktar og
| síðan örbirgðar meginhluta lands-
| lýðsins. Nokkuð var veitt við
I strendur landsins, en ekki var hægt
’ að sækja langt á opnum bátum. Af
samskiptum við erlenda fiskimenn
var þó vitað að sá guli var utar, en
varla var gerlegt að komast yfir þil-
skip í trjálausu landi.
Auk þess segir sagan að skipu-
lega hafi verið unnið gegn varan-
legri búsetu við sjávarsíðuna.
Þetta tók að breytast á síðari
helmingi 19. aldar og eftir aldamótin
I síðustu varð sjávai-útvegur og skyld-
( ar greinar mikilvægasti atvinnuveg-
ur þjóðarinnar, enda tók ægivald
hans við íyrra hlutverid landbúnað-
arins. Gengisfellingar voru stjóm-
tækið sem ekki tók tillit til annarra
atvinnuvega, en þó óx upp nokkur
iðnaðui’, einkum í skjóli innflutnings-
hafta. Ef imprað var á annarri upp-
byggingu var hlegið og sagt að hagn-
| aðurinn yrði rýr á móti gróðanum af
síldinni, og þegai- bent var á í út-
| varpserindi á 6. áratugnum að reisa
( mætti hótel fyrir andvirði eins tog-
ara, þá var útvarpsráð skammað fyr-
ir að hleypa flóni að hljóðnemanum.
Þrátt fyrir þetta tókst ferðaþjón-
ustu að hasla sér völl og hún eign-
aðist sína eldheitu áhangendur,
sem telja að hagsmunir annarra at-
vinnugi-eina eigi að víkja ef í odda
skerst. Hálendið er sagt í stór-
( hættu af því að fólk á fjallabílum
^ þoli ekki að sjá önnur mannanna
<
verk þar en eigin farartæki. Hinu
er sleppt, að þeim kröfuhörðustu
finnst nú þegar of margir vera á
ferð um hálendið og að ferðatíma-
bilið þar sé víða aðeins um tveir
mánuðir á ári. Að þessum forsend-
um gefnum verður ekki feitan gölt
að flá á fjöllum. Hins vegar eru þeir
miklu fleiri, sem þola að sjá annað
fólk til fjalla og hefðu áhuga á dags-
ferðum til ýmissa staða hálendisins
og gætu skapað drjúgt sóknarfæri í
ferðaþjónustu. En til þess þarf
bærilega vegi og sæmilega akfæra
slóða, sem um leið mundi lengja
ferðatímann nokkuð. Jafnframt
gætu landsmenn sjálfir ekið víða á
eigin fólksbílum. Þessir bílar munu
hvorki skilja eftir hjólför né sund-
urskornar brekkur sem getur tekið
náttúruna aldir að bæta. I þessu
sambandi má benda á að fjöldi fólks
ekur árlega inn í Þjórsárdal og um
virkjanasvæðin við Tungnaá vegna
þess hve þau eru orðin aðgengileg.
Er vitað til þess að nokkur mað-
ur hafi hætt við Þjórsárdalsferð
vegna Búrfellsvirkjunar?
Fróðlegt væri að fá vitnisburð
þar um.
Hvað atvinnuvegina varðar er
margt breytingum undirorpið. Lík-
lega hafa öfgar stórskaðað naut-
griparækt á Bretlandseyjum. Sjáv-
arútvegur er í hættu vegna ímynd-
aðrar og raunverulegrar mengunar
og áróðurs sjálfskipaðra náttúra-
verndara. Alkunnar eru sveiflur í
afurðaverði áls og járnblendis og
ekki eru ferðamálin á traustum
grunni heldur. Þótt vel gangi í dag
getur alltaf brugðið til beggja vona,
eða hver hefði trúað því að Pan
American legði upp laupana?
Nýjasta bjargráðið er hugbúnað-
argerð. Vonandi á hún eftir að vaxa
og dafna, en áreiðanlega hentar
hún ekki nema hluta þjóðarinnar
hversu vel sem búið verður að
skólakerfinu, og á hugbúnaðarsvið-
inu erum við í samkeppni við alla
veröldina.
Um álver er það að segja, að nú
þegar Grundartangi hefur skákað
Keilisnesi út af borðinu, þá stendur
Reyðarfjörður einn eftir, enda hef-
ur aldrei verið ástæða til að hafa
fleiri en þijú slík í landinu. En álver
við Reyðarfjörð, miðlungi stórt eða
stórt, ásamt olíuhreinsun á sama
stað, ef hún býðst, eru grundvallar-
atriði til að snúa mannfjöldaþróun-
inni eystra við, enda vill enginn sjá
Austurland koðna niður. A hinn
bóginn gefur magnesíumvinnsla á
Reykjanesi vonir um vinnslu úr
léttmálmum í landinu, en þar hefur
álið brugðist til þessa.
Engin þeirra atvinnugreina sem
hér hafa verið nefndar á að koma í
stað annarrar. Við þurfum á þeim
öllum að halda til að nýta hæfileika
þjóðarinnar.
Og margt fleira þarf að koma til.
Líftæknin gefur góðar vonir, erfða-
greining getur dregið úr kröm
mannfólksins, barra- og lúðueldi er
komið af tilraunastiginu, farið er að
þurrka harðvið við jarðhita og nýtt
byggingarefni unnið úr innlendum
efnum er í alvarlegri athugun.
Þetta eru aðeins dæmi um greinar
sem geta stuðlað að öflugra at-
vinnulífi nú þegar 21. öldin er að
ganga í garð.
VALDIMAR KRISTINSSON
Reynimel 65, Reykjavík.
i
:
(
i
i
(
(
■3
(
I
(
Cuðrún fflsmundsdúttir leikkona
Fiolnir Þorgeirsson fær
Zancaster
KYNNING
í dag og á morgun,
föstudag.
kynningarafsláttur
og kaupauki
Ástúðleg umhyggja
og lifandi litir í
litalínunni frá
MARBERT.
Þú getur valið um 6 tegundir af
andlitsfarða frá MARBERT allt
eftir því hvemig húð þín er.
Andlitsfarðinn inniheldur vítamín
og UV filter sem virkar gegn
skaðlegum áhrifum í umhverfinu.
Við bjóðum upp á skemmtileg
tilboð í litalínunni í næstu
MARBERT verslun.
Kynning í dag, fimmtudag.
Brá
Laugavegi 66, sími 551 2170
Kynning á morgun, föstudag
Kringlunni, sími 588 1001
Skattaþjónustan ehf.
Bergur Guðnason hdlv
Suðurlandsbraut 52, Reykjavík
Undirritaður hefur verið í skattamálunum frá því á
sjöunda áratugnum og telst vera oðinn nokkuð sjóaður í
þeim efnum. Allan þann tíma hefur verið tekist á um
frádrætti og tekjur.
Leiðin til einföldunar hefur verið hnökrótt hjá skatt-
yfirvöldum.
Núna er fjármagnstekjuskatturinn orðinn að veruleika.
Halda menn að nú sé endanlega búið að ná fullkomnun
í skattheimtunni?
Nýtið ykkur reynslu mína til að tryggja bestu útkomu
fyrir ykkur sjálf þegar talið er fram.
Innifalið er að leiða ykkur í gegnum sífelldar breytingar
á skattalögunum, endurgjaldslaust, allt árið 1998.
Tímapantanir kl. 09-17 í síma 568 2828
Skattaþjónustan ehf.
Bergur Guðnason hdl.
(
(
(