Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÍBÚI ítalska Qallaþorpsins Cavalese kemur kerti fyrir á slysstað, þar sem
20 manns fórust með kláfferju í fyrradag.
Reuters
••
Bandarísk herþota veldur slysi í ítölsku Olpunum
Reiði og hneyksl-
un meðal Itala
Cavalese. Reuters.
GREMJA og hneykslun réð ríkjum
meðal ítala í gær, daginn eftir að 20
manns létu lífið á vinsælu skíða-
svæði í austanverðum ítölsku Ölp-
unum er kláfferja hrundi til jarðar
eftir að bandarísk herþota í lágflugi
snerti burðarvíra ferjunnar.
í sama mund og lögregla var önn-
um kafin við að bera kennsl á síð-
ustu fómarlömb slyssins í bænum
Cavalese sem næstur er slysstaðn-
um í Dólómíta-fjöllum á Norðaust-
ur-ítalíu lýstu stjómmálamenn og
fréttaskýrendur fjölmiðla reiði sinni
í garð þess sem þeir nefndu
„heimskulegu heræfingar" og
hvöttu til þess að aðdragandi slyss-
ins yrði rannsakaður til hlítar.
„Þessir „Rambóar" nota fjöllin
okkar sem æfíngasvæði (...) Hverjir
halda þeir eiginlega að þeir séu?“
spurði blaðið La Stampa sem gefíð
er út í Tórínó. „Hvað era þeir að
reyna að sanna með slíku lágflugi,"
bætti leiðarhöfundur blaðsins við.
Beniamino Andreatta, vamar-
málaráðherra Ítalíu, sagði greini-
legt að flugmenn þotunnar hefðu
brotið reglur og bæra ábyrgð á hinu
hörmulega slysi. Og Lamberto Dini
utanríkisráðherra krafðist ýtarlegr-
ar rannsóknar.
Orsökin leikaraskapur?
Romano Prodi, forsætisráðherra
Ítalíu, lýsti því yfír í gær að
„hörmulegu kæruleysi" væri um að
kenna. Fleiri ítalskir stjómmála-
menn tóku undir harðorð ummæli
Oscars Luigis Scalfaros forseta,
sem krafðist þess að reglur um lág-
flug herflugvéla yrðu tafarlaust
teknar til endurskoðunar. Áður
hafði yfirmaður í ítölsku lögregl-
unni látið þau orð falla að hugsan-
lega hefði flugmaðurinn ætlað að
reyna að fljúga undir vírana.
Scalfaro sagðist vona að hættu-
legur leikaraskapur hermanna hefði
ekki orsakað slysið. „Það væri
hræðilegt til þess að hugsa að annar
eins harmleikur og þessi hafí or-
sakast af því að einhverjir stóðu í
þeirri trú að þeir gætu gert sér að
leik að tefla lífi annarra í hættu,“
sagði forsetinn.
Rannsóknardómarar í Cavalese
hófu rannsókn á þvf þegar í gær
hvemig það gat gerzt að herþotan,
af gerðinni EA-6B Grumman, köll-
uð „Prowler", flygi á ferjuvírana við
beztu flugskilyrði í heiðskíra og
björtu veðri.
Flest fómarlömbin
erlent skíðafólk
ítölsk yfirvöld greindu frá því í
gærmorgun að tekizt hefði að bera
kennsl á öll fórnarlömbin 20. Flest
þeirra vora erlendir ferðamenn sem
vora á leið með ferjunni frá skíða-
svæðinu Cermis til Cavalese, sem
er um 50 km norður af Trento í
austanverðum ítölsku Ölpunum.
Meðal hinna látnu vora að sögn
talsmanns stjómvalda í Cavalese
átta Þjóðverjar, fimm Belgar, þrír
ítalir, tveir Ungverjar, pólsk
mæðgin, Austurríkismaður og
Hollendingur.
Að sögn vitna var önnur kláfferja
enn hangandi uppi skammt frá þeim
stað sem ferjan með farþegana 20
skall til jarðar í fjallshlíðina. Einn
farþegi hafði verið í þeirri ferju sem
enn hékk þrátt fyrir slitinn burðar-
vír. Honum hafði verið bjargað með
þyrlu og liggur hann nú á sjúkra-
húsi þar sem hann fær aðhlynningu
vegna taugaáfalls.
Franskt blað fjallar um kvenna-
mál stjórnmálaleiðtoga
Forsetar Frakk-
lands ekki síður
berskjaldaðir
Lundúnum. The Daily Telegraph.
ATLAGA var gerð að andvara-
leysi franskra stjórnmála-
manna, sem hafa vanizt því að
ástamál þeirra fái frið fyrir
kastljósi fjölmiðla, með þeirri
„afhjúpun" að forsetar Frakk-
lands séu engu síður berskjald-
aðir fyrir hneykslismálum en
forsetar Bandaríkjanna.
I ögrandi tón lýsti hið rót-
tæka pólitíska vikurit Marianne
því yfir í nýjasta hefti sínu að
enginn hinna þriggja síðustu
forseta fimmta lýðveldisins
hefði staðizt slíka smásjárum-
fjöllun sem þessa dagana gerir
Bill Clinton Bandaríkjaforseta
lífið leitt.
I hinni sex síðna löngu grein
er fátt tínt til sem gæti komið
meðal Parísarbúanum sem
fylgist sæmilega með á óvart,
en greinin hefur vakið athygli
vegna hins yfirlýsta tilgangs að
brjóta hefðina og láta á það
reyna hvort franskur almenn-
ingur kunni að meta bragðið af
„engilsaxneskum" aðferðum
við að fjalla um pólitísk mál-
efni.
Á meðal mála sem franskir
fjölmiðlar hafa á liðnum áram
látið hjá líða að gera mál úr rifja
blaðamenn Marianne upp þann
vana Valery Giscard d’Estaings
að taka með sér í utanlandsferð-
ir leikkonuna Sylviu Kristel,
sem var víðfræg fyrir að leika
titilhlutverkið í kvikmyndunum
um ævintýri Emmanuelle.
I greininni er fullyrt að í
starfsliði Giscards hafi verið
maður sem hafði það hlutverk
að kynna leikkonur fyrir forset-
anum og koma í kring leynileg-
um stefnumótum á gistihúsi úti
í sveit.
„Hjákonur Giscards" fóra
ekld allar hljótt með reynslu
sína, að sögn Marianne. Þannig
hefði til dæmis snotur ung kona
sem starfaði sem ljósmyndari
látið ljóð sem forsetinn hefði til-
einkað sér falla í hendur tiltek-
inna stjómmálamanna í Norð-
ur-Afríku, þar á meðal Gaddafis
nokkurs í Lýbíu. Þrátt fyrir að
vitneskja um þetta væri nokkuð
almenn í París þótti hún ekki
sérstakt fréttaeM.
Ástarsambönd Francois Mitt-
errands, sem tók við af Giseard
Sylvia Claudia
Kristel Cardinale
d’Estaing, þóttu almennt ekki
eiga erindi í fjölmiðla, þar til
hann gaf tímaritinu Paris Match
leyfi til að gera þjóðinni kunn-
ugt um tilvist laundóttur sinnar
Mazarine, sem hann átti með
hjákonu sinni til margra ára,
Anne Pingeot.
Þá er greint frá því sem varð-
ar núverandi forseta, Jacques
Chirac. I ítölskum blöðum hefur
verið sagt ítarlega frá meintu
ástarsambandi Chiracs við kvik-
myndastjömuna Claudiu Card-
inale.
Efni í kvöldverðarspjall
Aðstoðarmaður Jean-
Francois Kahn, ritstjóra blaðs-
ins, sagði í fyrradag að þeir
gerðu ekki ráð fyrir að fá neinar
kvartanir vegna þeirra mála
sem rakin væru í umfjölluninni.
„Greinin fjallar um það hvemig
franskir fjölmiðlar og almenn-
ingur völdu að leiða hjá sér
einkalíf stjómmálaleiðtoga,"
sagði hann. „Eingöngu þegar
framhjáhald tengist stjórnmál-
um beinlínis er það metið sem
eitthvað sem skiptir máli.“
Fjaðrafokið sem meint ástar-
samband Monicu Lewinsky við
Clinton Bandaríkjaforseta hef-
ur valdið í fjölmiðlum vestra
hefur gefið frönsku fjölmiðla-
fólki og þeim sem kanna skoð-
anir almennings kærkomið
tækifæri til að hæla sjálfum
sér. Hverju smáatriði í Clinton-
Lewinsky-málinu hefur verið
fylgt eftir í frönsku blöðunum,
en í forystugreinum hafa rit-
stjórar verið óþreytandi við að
ítreka að „svona nokkuð gæti
aldrei gerzt í Frakklandi“, þar
sem „hjartans mál eru ekki
hneyksli, heldur aðeins efni í
spjall yfir kvöldverðarborðinu.“
Hollendingar vilja
halda gyllininu
Bretland og Evrópski seðlabankinn
Gefa von um sæti í „innri
stjórn“ upp á bátinn
Brussel. The Daily Telegraph.
Amsterdam. Reuters.
YFIR helmingur hollenzku
þjóðarinnar kýs helzt að fá að
halda sínum gjaldmiðli, gyllin-
inu, frekar en að skipta því út
fyrir nýju Evrópumyntina
evró. Þetta kemur fram í nið-
urstöðum skoðanakönnunar
sem gerð var fyrir hollenzka
sjónvarpsstöð.
Samkvæmt könnuninni vilja
51 af hundraði Hollendinga
halda gyllininu en 37% Igósa
njgu Evrópumyntina. Til stend-
ur að taka upp evróið í flestum
aðildarríkjum Evrópusam-
EVRÓPA^
bandsins (ESB) um næstu ára-
mót.
Könnunin leiddi ennfremur í
ljós að 30 af hundraði Hollend-
inga telur að evróið verði veik-
ari gjaldmiðill en gyllinið, þótt
42% sæu fleiri kosti en galla á
því að taka upp nýju myntina.
BREZKA ríkisstjómin hefur gefið
upp á bátinn alla von um að sæti
verði haldið fráteknu fyrir fulltrúa
Bretlands í „innri stjóm“ Evr-
ópska seðlabankans (ECB) í
Frankfurt eftir að Efnahags- og
myntbandalagi Evrópu (EMU)
verður hleypt af stokkunum, án
þátttöku Bretlands, eftir næstu
áramóti.
Samkvæmt frásögn The Daily
Telegraph hefur stjómin sætt sig
við að henni takist ekki að telja
ríkisstjórnir hinna ESB-landanna
14 á að halda sæti í þessum hópi
„heitu“ fyrir fulltrúa Bretlands
þangað til það gengur til liðs við
myntbandalagið. Bretar lögðu
mikla áherzlu á að eiga greiðan að-
gang að þessari „innri stjórn" hins
nýja yfirseðlabanka ESB ef og
þegar Bretland gerist aðili, þar
sem hún verður helzti vettvangur-
inn fyrir ákvarðanir um peninga-
mál sem varða öll ESB-löndin. Að-
eins sex manns fá sæti í þessari
stjóm, en nú er gert ráð fyrir að
ellefu ESB-lönd verði meðal stofn-
ríkja EMU.
Þrátt fyrir að Helmut Kohl
Þýzkalandskanzlari hafi fallizt á
hugmyndina í haust sem leið hafa
brezku ráðherramir nú varpað
henni fyrir róða eftir að flest ESB-
ríkin gáfu skýrt til kynna að land
sem heldur sig viljandi fyrir utan
myntbandalagið eigi ekki að fá að
njóta neinna hlunninda sem ann-
ars fylgja aðild.