Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni i (SBRISTNÖ FKeðíUfi V. Ll TÍE> HJ'A BUBBA > V * r SÍM PAVte 10-15 •‘“ú*-' BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 PersóiMupplýsingar og fataverzlun Frá Sigurði Herlufsen: FYRIR jólin fór ég í innkaupaferð og kom meðal annars inn í nýja glæsilega fataverzlun. Mér var þar mjög vel tekið og spurður um nafn og heimilisfang og kennitölu, mittis- mál og hálsstærð og allt saman var það samvizkusamlega ritað inn í tölvu. Meðan á þessu stóð hugsaði ég margt. Það gæti nú verið sniðugt hjá þeim að hafa geymt hin ýmsu mál sem mig varðaði, eins og hvaða skyrtustærð ég þyrfti o.s.frv. þó svo að slík mál geti orðið úrelt á stutt- um tíma ef viðkomandi viðskipta- vinur breytist í útliti! Einnig datt mér í hug að fleira gæti legið að baki og það kannski ekki eins ákjósanlegt að mínu mati, eins og t.d. að í kjölfarið hæfíst reglubundin heimsending á alls kyns söluefni. Þess ber að gæta að ekki var ég spurður álits hvort ég vildi móttaka sölubæklinga eða annað efni. Eg vil benda viðkomandi kaup- manni á að vel má hugsa sér að við- skiptavini sé gefið tækifæri á að svara því hvort hann vilji mótttaka upplýsingar um það nýjasta frá verzluninni, segjum t.d. - oft - sjaldan - eða - aldrei - og þá hefði verzlunin gætt fyllstu kurteisi og ekki verið of aðgangshörð. Nokkru seinna fóru að berast sendingar frá téðri verzlun og þá þótti mér ein saklaus verzlunarferð hafa dregið of langan dilk á eftir sér. Það er nú svo að sjónarmiðin em mörg og ég þori að fullyrða að fjöl- margir þeirra sem heimsóttu fata- verzlanir fyrir jólin hafí ekki gert ráð fyrir að lenda inni í póstskrá hjá viðkomandi án þess að vera spurðir álits. Verzlunareigandinn ætti að gæta að þeim möguleika að ákveðið hlut- fall hans viðskiptavina vilja vera friðhelgir og fá að ráða sjálfír hversu náin og tíð viðskiptin eiga að vera. Einnig er fjöldi fólks sem ekki kærir sig um að fá heimsenda sölu- bæklinga. Best er því að vinna slíkt sölustarf í góðu samkomulagi við viðskiptavinina. í mínu tilviki þá verð ég að viður- kenna að þessi annars ágæta verzl- un nær ekki til min með póstlista aðferðinni og ég kann betur að meta hefðbundnar verzlanir. Verzlunar- eigandinn hefur ábyggilega ekki séð það fyrir að þessi snjalla hugmynd hans hefur leitt af sér þá furðulegu þversögn að nú legg ég ekki í að heimsækja verzlun hans næst þegar mig vanhagar um föt! SIGURÐUR HERLUFSEN, Hverfisgötu 35, Hafnarfirði. Verkfallsdeila sjómanna - útboð kvótans Frá Alfreð Haukssyni: í DEILU útgerðarmanna og sjó- manna virðist drifkraftur yfirvof- andi verkfalls ekki virka eins og fólk á að venjast. í fréttum hefur komið fram að Landssamband ís- lenskra útgerðarmanna bíði sallaró- legt eftir því að verkfall skelli á vit- andi að deilunni verði frestað með bráðabirgðalögum frá Alþingi. Út- gerðarmenn halda því laununum niðri eins lengi og kostur er. Fólk bíður átekta eftir viðbrögðum ríkisstjómarinnar. Enginn virðist búast við niðurstöðum frá sáttafund- um deiluaðila. Sumir hafa þó að orði að verkfall sé eina leiðin til að taka á rót vandans þótt það kosti mikið tekjutap fyrir ríkið og þjóðfélagið. Eg er þó með hugmynd sem ég veit ekki hvort áður hafí verið íhug- uð. Hún er sú að ríkisstjómin setji bráðabirgðalög sem veiti henni auk- inn rétt yfír aflakvótanum. Ríkisstjórnin gæti einfaldlega boðið kvótann út tímabundið til Færeyinga, Norðmanna, Dana eða annarra sem væru tilbúnir að taka veiði loðnunnar að sér ef deilan leysist ekki. Ef þetta er mögulegt, þá m.t.t. al- þjóðalaga og stjómarskrár, þá hef- ur þetta eftirfarandi kosti: Ríkisstjómin verður ekki af nein- um tekjum. Þvert á móti gæti þetta orðið hin besta tekjulind á meðan verkfallið stæði yfir enda er ríkið eiginlega að leigja út kvótann, sem útgerðarmenn hafa hingað til eign- að sér. Þetta er í samræmi við þær hugmyndir að lögbinda eignará- kvæði landsmanna á kvótanum. Völd kvótans myndu tryggja hags- muni þjóðarinnar en ekki útgerðar- manna. Ríkið getur sett þau skilyrði við „útboðið" að löndun aflans skuli fara fram hér á landi. Vegna þessa yrði þjóðfélagið, í heild sinni, ekki eins vart við áhrif verkfallsins. Einnig gæti ríkið sett þau skilyrði að veiðirétturinn gilti í fyrirfram ákveðinn tíma með möguleika á framlengingu. Ríkisstjórnin er ekki undir neinni pressu að fresta deilunni með lög- um. Þeir sem mest tapa á deilunni eru deiluaðilar. Þeir em því þving- aðir að samningaborðinu með vilja um lausn á deilunni. Verkfallið þarf aldrei að eiga sér stað. Hótun ríkisstjórnarinnar um að bjóða kvótann út, ein og sér, ætti að vera nóg til að koma í veg fyrir verkfallið. Útgerðarmenn hafa ekki lengur tangarhald á ríkisstjórninni og þjóðinni. Þeir átta sig á því að stétt útgerðarmanna er ekki lengur sú stétt sem allt snýst um þegar at- vinnumál eiga í hlut. ALFREÐ HAUKSSON, nemandi í rafmagns- og tölvu- verkfræði, skiptinemi í Berlín. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.