Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Biblíulestur í safnaðarheimilinu kl. 20.30. Dómkirkjan. KI. 14-16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir börn 9-10 ára. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgeltónlist. Léttur hádegis- verður á eftir. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn kl. 17 í safnaðarheimilinu. Kvöldsöngur með Taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endumæring. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Foreldra- og dagmömmumorgunn kl. 10-12. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu á eftir. Sam- verustund fyrir eldri borgara kl. 14. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Neskirkja. Biblíulestur kl. 15.30. Ferðir Páls postula. Sr. Frank M. Halldórsson. Árbæjarkirkja. Starf fyrir 10-12 ára stráka og stelpur kl. 16.30-17.30 í Ártúnsskóla. Æskulýðsfundur eldri deildar kl. 20.30-22. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn á morgun kl. 10-12. Digraneskirkja. KI. 10 mömmumorgunn. Leikfimi aldr- aðra kl. 11.15. Bæna- og kyrrðars- stund kl. 18. Bænaefni má setja í bænakassa í anddyri kirkjunnar eða hafa samband við sóknarprest. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Ath. borðum saman þorramat. Æskulýðsfélag, eldri deild fyrir 9. og 10. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12 ára stráka kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 11-12 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu. Æskulýðsfund- ur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í Vonar- höfn, Strandbergi. Opið hús í Von- arhöfn, Strandbergi fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Biblíulestur kl. 21. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15-18.30. Akraneskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúk- um. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin frá kl. 16-18. Starfsfólk kirkjunnar á sama tíma í Kirkjulundi. Kyrrð- ar- og fræðslustund kl. 17.30. Fyr- irbænir. Sr. Sigfús B. Ingvason. Landakirkja, Vestmannaeyjum. TTT-starf fyrir 10-12 ára börn. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 kvöld- vaka í umsjá systranna. Allir hjart- anlega velkomnir. pjóðlegur Þorramatu ems og þú vilt hafa hann. Ráögjöf og pantanir i sima: S KU TAN Hólshrauni Hafnarfirði VEISLUSALUR OG ÞJONUSTA MATARLITIR fyrír kökur, marsipan og skreytingar. /fþ mismunandi litir Kr. 150 pr. stk. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 S: 562 3614 Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! 1 1 ..................... ' Safnaðarfélag Langholtskirkju veröur stofnað í Safnaðarheimili Langholts- kirkju sunnudaginn 8. febrúar kl. 20.30. Félagið er opið öllum sóknarbörnum, jafnt körlum sem konum, sem og öðrum þeim sem áhuga hafa á að styðja og efla safnaðarstarf Langholtskirkju, þó að þeir búi utan sóknar. (kaffiveitingar - Söngkvartettinn „Út í vorið“ skemmtin) Sóknarbörn og annað áhugafólk um safnaðarstarf Langholtskirkju er hvatt til að fjölmenna og kynna sér hið nýja félag. s ......... Undirstöðunámskeið um duljrœði og þróunarheimspeki Námskeiðið verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á miðvikudagskvöldum kl. 20.00 til 22.20 og hefst 11. febrúar. Áætlað er að námskeiðið standi til loka aprílmánaðar. Þátttökugjald er 2.000 kr. á mánuði. Bókakynning á erlendum fræðiritum samhliða námskeiðinu. Stuðst verður við efnisatriði bóka Trans-Himalaya skólans. Sérstaklega má nefna tvær bækur sem til eru á íslensku, bækurnar: Vitundarvígsla manns og sólar og Bréf um dulfræðilega hugleiðingu eftir tíbetska ábótann Djwhal Khul, skrásettar af ritara hans A.B. Upplýsingar og innritun í síma 557 9763. Ahugamenn um Þróunarheimspeki Pósthólf 4124, 124 Reykjavík, sími 557 9763 Ahugamenn um þróunarheimspeki starfa ekki í ágóðaskini. í DAG VELVAKAM)! Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Matarskattur á sjúkra- húsum MIG langar tii að fá svör við örfáum spurningum frá heilbrigðisráðherra varð- andi svokallaðan matar- skatt á sjúkrahúsum. Hvemig má það vera að það sé dýrara að borða á sjúkrastofnunum en á mat- sölum? Samanber að það eru uppi áætlanir um að láta sjúklinga borga 1.000 kr. á dag í matarkostnað á meðan öryrkjum eru greiddar 505 kr. á dag í svokallaðan örorkustyrk. Af þeim styrk á hann bæði að fæða sig og klæða. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá þvílíkt ranglæti er hér á ferðinni. Mér finnst það hróplegt ranglæti að það séu alltaf þeir verst settu í þjóðfélaginu sem eru látnir borga brúsann þegar upp er staðið. Mig iangar því til að spyrja: Er alltaf reiknað með þeim hæstlaunuðu þegar reiknað er út hvað sé hæfilegt gjald sem fólk á að borga þegar það er svo óheppið að veikjast, en með læstu launum þegar örorkubætur og aðrar bætur eru reiknaðar út? Ennfremur langar mig til að vita hvað ráðherra treystir sér til að lifa lengi á 15.315 kr. á mánuði, en það er sú upphæð sem ég fæ greidda frá Trygginga- stofnun mánaðarlega af mikium rausnarskap. Með öðrum orðum að ef öryrki eins og ég þarf að leggjast inn á sjúkrastofnun þá þarf hann að greiða 2.900 kr. í innritunargjald þannig að hann eða hún hefur efni á að borða í 12 daga af þeim 30 sem eru í svokölluðum reiknings- mánuði. Þetta hlýtur að spara útgjöld til heilbrigð- ismála því að það lifir það enginn af að borða bara 12 daga í mánuði. Eg tala nú ekki um ef viðkomandi er vannærður fyrir. Mér þætti vænt um að fá við- hlítandi skýringu á þessu ósamræmi ef hún er þá til. Vilhjálmur Guðbjörnsson, Hesthömrum 16a, R. Þakklæti til blaðbera Morgunblaðsins ÍBÚA í Frostafold langar til að koma á framfæri þakklæti til þeirra aðila sem bera út Morgunblaðið í Frostafold. Segir hann að blöðin komi mjög snemma, þau eru komin fyrir klukkan sjö á morgn- ana. Slysatrygging á skattskýrslu ÁBENDING til þeirra sem eru að gera skattský- sluna sína. Fólk ætti að merkja við á skattskýrsl- unni sinni að það vilji slysatryggingu við heimil- isstörf. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu gott er að hafa slíka tryggingu. í þessari tryggingu sem boðið er upp á að merkja við í skattskýrslunni eru bæði hjónin tryggð, tryggð á heimilinu, í bílskúrnum, við heimilið, í garðinum og í sumarbústaðnum. Þetta á við um öll heimilisstörf og viðgerðir á heimilinu. Tryggingin gildir fyrir báða aðila. Þetta er mjög ódýr trygging og á sl. ári kostaði trygging fyrir hjón rúmlega þúsund krónur. Tryggð húsmóðir. Tapað/fundið Svart lakkveski týndist SVART, lítið lakkveski, hliðartaska, týndist sl. laug- ardagsnótt. I veskinu voru snyrtivörur o.fl. Veskisins er sárt saknað. Skilvis finn- andi vinsamlega hringi í síma 587 2187. SKAK Umsjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á Hoogovens stórmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi sem lauk um helgina. Heimamaðurinn Jeroen Piket (2.580) var með hvítt og átti leik, en Búlgarinn Veselin Topalov (2.740), hafði svart. 35. Hd8! - gxh5 36. Bxh5! - axb4 37. axb4 - b6 38. Bd4 - bxc5 39. bxc5 - Kg8 40. Bxe8 Bc4 og Búlgarinn gafst upp án þess að bíða eftir svari andstæðingsins sem hefði vafalaust orðið 41. h5. Topalov, sem er fjórði stigahæsti skákmaður heims á Piket grátt að gjalda þessa dagana. Auk þessa sló Piket hann út úr heimsmeistarakeppninni í Groningen, strax í annarri umferð. Búist var við að Topalov myndi ná langt í keppninni. Skákþing Garðabæjar hefst í kvöld kl. 19.30 í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI /,þiS e/úid ab deila, rn-eb yktun k&tbCLmabuVK- /♦ Víkverji skrifar... SKERANDI ískur vekur Vík- verja fyrir allar aldir þessa dagana. Nágranninn er að gang- setja bifreið sína og ískrið hefst þegar vélin er í hægum gangi. Stundum gefur nágranninn vélinni aðeins inn og ískrið breytist í hræðilegt væl sem vekur ung böm Víkverja ef þau eru ekki vöknuð þá þegar. Víkverji hefur þá trú að út um alla borg og bæi landsins vakni fólk við álíka ískur og þá einkum að vetrarlagi. Svo vel vill til að húsbóndinn á heimili Víkverja hef- ur átt marga bíla um ævina og þar á meðal bíla sem ískraði í. Hann þekkir því vandamálið af eigin raun. Iskrið stafar af því að viftureim- in í bifreiðinni er orðin gömul. Þá kemur þreyta í gúmmíið sem hún er gerð úr, örfínar sprungur mynd- ast í það og það slaknar á reiminni. Þegar kalt er í veðri slaknar enn frekar á henni og hún snuðar þegar vélin er gangsett. Þegar reimin hitnar hættir hún að snuða og ískrið þagnar. XXX SÍÐAST þegar Víkverji lenti í þessu fór hann með bílinn á smurstöð og bað um nýja reim. Rétta reimin var ekki til á smur- stöðinni en starfsmaður smur- stöðvarinnar þreifaði á reiminni og taldi hana vera í góðu lagi. Ekki sætti Víkverji sig við það heldur fór á annan stað þar sem menn voru betur að sér í þessum fræð- um. Þar fékk hann nýja reim, enda reyndist sú gamla handónýt. Morg- uninn eftir ískraði ekki í bifreið- inni! Þar sem Víkverji reynir að um- gangast samferðamenn sína af kærleika gaf hann sig á tal við ná- granna sinn og vildi miðla honum af víðtækri reynslu sinni af reim- um og ískri. En karlinn sá við Vík- verja og sagði einfaldlega að það væri engin viftureim í sínum bíl! Við slíkum rökum eru engin svör. Síðar átti Víkverji viðskipti við bifreiðaumboðið þar sem sama bíl- tegund og nágranninn á er seld. Notaði hann tækifærið og spurði hvort það gæti verið að þaðan hefðu verið seldir bílar án viftu- reimar. Nei, ekki héldu sölumenn það, en ef engin viftureim væri í bíl nágrannans ætti hann að fá sér eina sem fyrst! Víkverji skorar á alla þá sem eiga ískurbíla að gera nágrönnum sínum og sjálfum sér þann stóra greiða að láta skipta um viftureim í bflum sínum. xxx UR því Víkverji er byrjaður að ræða rúmrusk að morgni dags er rétt að skýra frá raunum kunningja hans. Sá býr í Þing- holtunum, nánar til tekið í ná- grenni við Hallgrímskirkjuna. Þar á bæ hafa menn þann leiða sið að gangsetja klukkur kirkjunnar klukkan 9 á sunnudagsmorgnum. Þetta er yfirleitt sá dagur sem fólk reynir að sofa út en það er lífsins ómögulegt þegar klukkurn- ar hringja hátt og snjallt á kortersfresti. Væri ekki í lagi að fresta gangsetningunni fram til hádegis?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.