Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 29 $SS0smMs$gmk Morgunblaðið/Golli n fiskiskipaflotanum nema smábátum þar sem eigendur þeirra eru sjálfir við stjórnvölinn. Þessir trillukariar voru að landa í Grindavík í gær, en vinnslustöðvun þar vegna hráefnisskorts er engu að síður yfirvofandi. 1 aflaheimilda bitbeinið í deilu sjómanna og útvegsmanna viðskiptum við útgerð og sjómenn telji hún verðið óviðunandi. Sé út- gerð og viðskiptum haldið áfram skal fara að niðurstöðu nefndarinn- ar. I fyira komu fjögur mál til kasta nefndarinnar og tókst að ljúka þremur þeirra. Framsal aflaheimilda Framsal aflaheimilda, bæði leiga innan hvers kvótaárs og sala varan- legra veiðiheimilda, er frjálst, hvort sem er milli skipa innan sömu út- gerðar, sömu verstöðvar eða óskyldra aðila. Verð á aflaheimildum ræðst á frjálsum markaði, en nokkr- ir aðilar stunda kvótamiðlun og eru slík viðskipti öllum frjáls. Nú er leiguverð á hverju kílói af þorski nímlega 70 krónur og verð á varan- legum heimildum um 700 krónur. Al- gjörlega er óheimilt að láta sjómenn taka þátt í kvótakaupum, enda fá þeir ekki hlut í sölu- eða leiguhagn- aði veiðiheimilda. Skylt er að veiða að minnsta kosti helming úthlutaðra aflaheimilda á hverju tveggja ára tímabili. Framkvæmdin Framsal aflaheimilda á sér stað með ýmsum hætti, tilfærslu milli skipa innan sömu útgerðar, skipti á aflaheimildum að jöfnu, bein leiga aflaheimilda og tonn á móti tonni, eða að ein útgerð taki að sér að veiða fyrir aðra gegn föstu verði fyrir afl- ann. I fyrstu tilfellunum er ekki um beinar greiðslur að ræða, en svo er að vissu leyti í hinum síðari. Bein leiga er auðvitað bein útgjöld, en tonn á móti tonni eða veiði fyrir aðra er flóknara mál. Leiguverð á þorski er mjög hátt, svipað meðalverði á þorski upp úr sjó í öllum viðskiptum. Það stendur því lítið eftir þurfi út- gerð að leigja þorsk á 70 krónur þó hægt sé að fá vel yfír 100 krónur fyrir hann á mörkuðum. Þegar veitt er fyrir aðra, er yfii’leitt samið um fast verð á aflanum, gjarnan um eða yfir 60 krónur fyrir hvert kíló af þorski. Astæða þess að útgerðir leigja til sín veiðiheimildir eða veiða fyrir aðra er sú að þær vilja auka verkefni sín. I aðferðinni tonn á móti tonni, leggur útgerðin fram eigin veiði- heimildir og fær jafnmikið á móti frá annarri útgerð, sem venjulega á fiskvinnslu jafnframt. í samstarfi af þessu tagi er oftast um það að ræða að sá sem leigir aflaheimildir út, stundar frystingu, en sá sem tekur á leigu stundar saltfiskverkun eða landar á mörkuðum. Þá landar leigj- andinn smærri fiski sem hæfir til frystingar til leigusalans á fóstu verði, en selur sinn hlut, oftast stærri fiskinn á markaði eða tekur til eigin vinnslu, þá á verði sem hann hefur samið um við sjómenn sína. Þannig tvöfaldar leigutakinn aflann, fær að meðaltali lægra verð fyrir hann en ella, en eykur heildai’verð- mætið. I öðrum tilfellum, þar sem um beina leigu aflaheimilda er að ræða, er algengast að útgerðin hafi litlar sem engar aflaheimildir, en taki þorsk á leigu til að geta stundað veiðar á tegundum utan kvóta eða tegundum sem kostar mjög lítið að leigja, til að hafa heimildir á móti þeim þorski, sem kemur með öðrum fiski. Þar eru þekkt dæmi um að áhöfnin fái mjög lágt verð fyrir þorskinn, en markaðsverð fyrir ann- an afla, þótt slíkt sé ólöglegt. Bátar sem engar aflaheimildir hafa innan lögsögunnar skipta mörg- um tugum og eftir því sem fleiri fisk- tegundir hafa verið felldar undir kvótakerfið, eiga útgerðir þeiira eff- iðara uppdráttar nema með framan- gi-eindum hætti. Þar má segja að út- gerðin og áhöfnin standi frammi fyr- ir því, að sætta sig við að hafa ekkert út úr þorskinum til að geta stundað aðrar veiðar og haft atvinnu og lífs- viðurværi af þeim. Þrátt fyrir að þátttaka sjómanna í kvótakaupum sé ólögleg, eru nokkur mál þess efnis nú rekin fyrir dóm- stólum eða á rannsóknarstigi. Tenging við afurðaverð Nokkuð hefur verið rætt um að tengja verð á fiski upp úr sjó í beinum viðskiptum við fiskvinnsluna verði af- urðanna á mörkuðum okkar úti í heimi. Þessi tenging er í raun virk í veiðum á loðnu til bræðslu. Þessi tenging er óbeint virk í öllum kaup- um á fiski. Allir fiskkaupendur reikna út frá afurðaverði, vinnulaun- um og öðrum fóstum kostnaði, hve mikið þeir geti greitt fyrir fiskinn með það í huga að hafa einhvern hagnað af vinnslunni. Þetta á bæði við um kaup á mörkuðum og í bein- um viðskiptum, þó kaupendur teygi sig á stundum dálítið lengra til að ná hráefni til að geta staðið við um- samda afhendingu afurðanna eða halda vinnslunni gangandi. Tenging við afurðaverð er ein leið verðmyndunar til að koma í veg fyrir að hlutur sjómanna sé skertur vegna kvótakaupa. Beint opinbert lág- marksverð þjónar sama tilgangi, en þá yrði bannað að gera upp við sjó- menn á lægra verði en lágmarks- verðinu. Það kann að vera flókið að finna tengingu við afurðaverð, en ljóst er að Þjóðhagsstofnun býr yfir upplýsingum um verð á öllum út- fluttum fiskafurðum og fylgist jafn- framt með heimsmarkaðsverði á fiskafurðum. í Bandai-íkjunum em gefnar út verðski’ár fyrir helztu fiskafurðir oft í hvem viku og verð á mörkuðum í Evrópu liggur jafn- framt nokkuð ljóst fyrir, hvort sem um er að ræða bolfisk, skelfisk, upp- sjávarfisk eða mjöl og lýsi. Hugmyndir um afurðaverðsteng- ingu em því á þá leið, að sé þorski landað til vinnslu, hvort sem er söltunar eða fryst- ingar, sé greitt fyrir fisk- inn ákveðið hlutfall af þá- verandi afurðaverði til bráðabirgða, en endan- legt uppgjör komi síðar. Aldrei verði greitt fyi’ir fiskinn minna en ákveðið hlutfall, sem væntanlega gæti verið á bilinu 50 til 60% afurðaverðs eftir því hvort um frystingu eða söltun væri að ræða. Svo tO engin fullvinnsla á saltfiski til útflutnings á sér stað hér á landi, aðeins svokölluð frumvinnsla, en hann er ýmist fluttur út blautverk- aður, flakaður, flattur eða þurrkað- ur. Því myndi afurðaverð miðast við Fá mjög lágt verð fyrir þorskinn þá framvinnslu. Hins vegar er full- vinnsla frystra botnfiskafurða vax- andi og þar gæti verið erfiðara að finna rétta viðmiðun við afurðaverð. Líklega væri rétta viðmiðunin vi<5^ flakapakkningar, þar sem segja má að fullvinnslan sé úrvinnsluiðnaður sem taki við af fmmvinnslunni, það er að flökuninni lokinni. Munurinn á fóstu opinbera lág- marksverði, eða afurðatengdu lág- marksverði er sá að hið síðarnefnda yrði væntanlega sveigjanlegra. Sjó- menn og útgerð fengju þá alltaf sama hlutfaU afurðaverðsins fyrii’ aflann, líkt og í loðnunni, og myndi það ýmist hækka eða lækka eftir því sem markaðurinn segði til um. Fast opinbert lágmarksverð myndi tæffe lega verða jafnsveigjanlegt, þó það hlyti einnig alltaf að taka verulegt mið af afurðaverðinu. Markaðstenging Mikið er nú rætt um mark- aðstengingu fiskverðs í beinum við- skiptum. Hvort það er gert til að ná fram hækkun á fiskverði eða tryggja ákveðið lágmarksverð til sjómanna liggur ekki Ijóst fyrir. Markaðsteng- ingin er flókið mál, en í dag era dæmi um að fjórðungur þorsks og ýsu af lönduðum afla í beinum við- skiptum sé verðlagður á meðalverði á fiskmörkuðum. Hinn hluti aflans sé á fóstu verði sem samið er um við sjómenn. Um 40% botnfiskaflans fóru um innlenda fiskmarkaði á síð- asta ári, en lítið sem ekkert er um að aðrar tegundir séu seldar á mörkuð- unum. Verð á fiskmörkuðum byggist á framboði og eftirspm’n og í dag er staðan sú að eftirspurn er meiri en framboðið. Flestir þein-a sem kaupa fisk á mörkuðum era með sérhæfða vinnslu, sem oft á tíðum miðast við útflutning á ferskum flökum með flugi, eða aðra sérhæfða framleiðslu. Þessir aðilar geta oft á tíðum borgaéfc hærra verð en svokallaðii’ hefð- bundnir framleiðendur, sem eru að vinna heilu farmana af eigin skipum. Ljóst er að meðalverð á mörkuð- unum er hærra en hin hefðbundna landfrysting ræður við. Verð á mörk- uðunum er mjög mishátt, afar hátt í upphafi árs, þegar mikil eftirspurn er eftir fiski til að flytja utan ferskan með flugi. Þá virðist verð á ýsu á þessum mörkuðum að miklu leyti miðast við það hvað fiskbúðir og út- flytjendur á ferskum flökum með flugi ráða við. Markaðstenging virð- ist því geta verið anzi flókin, sérstak- lega með tilliti til þess að mikið af því sem selt er á mörkuðunum er unnið og selt á mun hærra afurðaverði ett,- það sem unnið er í frystihúsunum. Þannig geta sveiflur á verði á fisk- mörkuðum verið í miklu ósamræmi við það sem er er að gerast á mörk- uðum fyrir frystar eða saltaðar af- m-ðir á mörkuðum erlendis. Þátttaka sjómanna í kvótakaupum í yfirstandandi kjaradeilu útvegs- manna og sjómanna virðist það mik- ilvægast að komið sé í veg fyrir þátt- töku sjómanna í kvótakaupum. Slík þátttaka viðgengst þrátt fyrri að hún sé ólögleg. Ljóst er að nokkrar leiðir era færar til þess að tryggja að aldrei sé gert upp við sjómenn undi% ákveðnu lágmarksverði. Mikilvægt hlýtur að vera að ná sáttum um þá leið, sem talin er tryggja þessa nið- urstöðu sem bezt. Aldrei verður komið í veg fyrir að lög séra brotin, en sé slíkt gert verða að vera viður- lög við brotunum með þeim hætti að þau verði ekki ástunduð. Nú er einnig rætt um aukna veiði- skyldu. Samkvæmt gildandi lögum er hverri útgerð skylt að nýta að minnsta kosti helming aflaheimilda sinna á tveimur áram. Itrastu kröfur sjómanna era á þá leið að hverri út- gerð sé skylt að nýta 90% aflaheim- ilda sinna ár hvert. Nú hefur verið rætt um að auka veiðiskylduna upp í 60-70% á hverju ári. Við það mun draga verulega úr framsali veiði- heimilda. Hvort sú leið er betri en lágmarksverð eða aðrar leiðir til að koma í veg fyrir kvótabraskið svo- kaUaða skal ósagt látið. ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.