Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 33
< 1 4 J 4 1 4 MORGUNBLAÐIÐ FÍMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 33 “Gaman er að ganga á fund við gleði þína/ og láta hana á sálu sína/ sumarlangan daginn skína,“ segir í kvæðinu „Ljóðabréf til lítillar stúlku" eftir Jóhannes úr Kötlum. Fátt lýsir myrkrið betur upp en glöð börn á góðum degi en það er misjafnt hvað það er sem veitir hverjum og einum gleði. Hér áður fyrr þurfti oft lítið til að gleðja barnshugann enda fá- tæktin mikil og börn nægjusöm. I jólalaginu er það „bara“ myndu margir segja í dag, kerti og spil sem gleðja á jólunum. I bókinni Is- lenskir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili er margt skemmtilegt að finna varðandi hina ýmsu siði er varða prjónaskap og hvernig börnunum var haldið að verkinu. „Undir eins og börnin fóru að geta skriðið, voru þau sett við prjónana; þeim var sett fyrir, úr því að þau voru 8 vetra, að skila einhveiju ákveðnu eftir daginn eða vikuna og hert að sem mest mátti. Ef þau voru lin við prjónaskapinn, máttu þau eiga það víst, að Grýla gamla eða jólasveinarnir hirtu þau í pok- ana sína, og var það allþung hræðsluþröng á börnin, ekki sízt ef vel útilátinn snoppungur fylgdi tilbót. En það var daglegt brauð að kalla mátti í þá daga. Oft voru börn látin tæja ull. Og til þess að þau tæðu vel, var þeim sagt, að konan eða maðurinn þeirra yrði eftir því fríður til, sem tásan þeirra væri hnykla- eða hnökralítil til. Stundum voru þau og látin kemba, einkum dreng- ir, er þeir stálpuðust, og ef ókembur voru í kembunum, áttu konurnar þeirra að verða ekki frýnilegar.“ Aldeilis ástæða það, að vanda sig við verkin. Hver vill svo sem eignast „ekki frýni- Iega“ konu. Hún Grýla gamla hefur aldrei þótt frýnileg en hún hefur áreiðanlega staðið skyldu sína í gegnum árin en eitthvað er henni nú farið að förlast greyinu í starfí sínu því ekki þykir hún lengur góð til sama brúks og áður. f þessum Spuna er ekki eingöngu boðið uppá „Ljóðabréf til lítillar stúlku“ heldur einnig litríkan og glaðlegan peysukjól. Kjóllinn er úr Sisu-garni sem er blönduð ull og er einstaklega gott að vinna með hana. Litirnir minna á ljósið og litlar sætar stúlkur að leik. „Það er líkt og ljós- ið streymi úr lófa fínum,/ þegar þú hvítum höndum þúium/ hjúfrar upp að vanga mínum“. Miðja á ermi Byqið hér Munstur C □ = Hvítt nr. 217 [•] = Dökkblátt nr. 770 0 = Blátt nr. 638 [5] = Rautt nr. 742 0 = Órans nr. 720 ■ = Grænt nr. 789 0 = Ljósgrænt nr. 788 4 1 4 J STÆRÐIR: 6mán. 1 2 4 6ára Yfirvídd: 59 65 71 80 86 cm Sídd.m/b- lúnduk.: 26 30 33 36 40 cm Ermalengd: 18 21 24 27 30 cm Handvegur: 13 14 15 16,5 17 cm GARN: SISU Rautt nr. 742 1 2 2 2 2 d Hvítt nr. 217 1 1 2 2 2 d. Órans nr. 720 1 1 2 2 2 d. Dökkbl. nr. 770 1 dokka í allar stærðir Blátt nr. 638 1 dokka í allar stærðir Grænt nr. 789 1 dokka í allar stærðir Ljósgi'. nr. 788 1 dokka í allar stærðir Einnig er hægt að nota Mandarin Petit PRJONAR 50 eða 60 cm hringprj. nr. 2,5 (blúnda) 50 eða 60 cm hringprj. nr. 3 (bolur) 40 cm hringprj. nr. 2.5 og 3 (hálslíning) Sokkaprjónar nr. 2.5 og 3 (ermar) PRJÓNFESTA: 27 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 3= 10 cm BOLUR: Byrjað er á rauða blúndukantinum. Fitjið upp með rauðu á hringprjón nr. 2,5, 211-235-259-291-307 lykkjur og prjónið 2 prjóna slétta fram og til baka= garður. Prjón- ið munstur B fram og til baka. Byrjið eins og teikningin sýnir, endurtakið eins og sýnt er og endið eins og sýnt er. A næst síðasta prjóni eru teknar úr 2 lykkjur á milli hvers munsturs eins og sýnt er á teikningunni= 159-177-195- 219-231 lykkja. A síðasta prjóni er tekin úr 1 lykkja í byrjun og enda prjónsins. Leggið blúnduna til hliðar. Fitjið upp með dökkbláu á hringprjón nr. 3,156-174-192-216-228 lykkjur. □ = Slétt á réttu, brugðið á röngu. EÖ = Brugðið á réttu, slétt á röngu. [5] = Sláið bandi upp á prjóninn. LTI = Prjónið 2 sléttar saman. m = Prjónið 2 sléttar snúnar saman. L-Kl = Sláið bandi upp á pijóninn, prjónið 2 sléttar saman. |g£3 = Prjónið 2 sléttar snúnar saman, sláið bandi upp á prjóninn. = Takið 2 lykkjur óprjónaðar fram af, prjónið 1 slétt, steypið óprjónuðu lykkjunum yfír = 1 lykkja. a c ;p 'O •c> D. U 3EZ PQ \| >1 s Endið hér Endurtakið Byijið hér lil s ^ m MunsturD Endurtakið Miðja að framan Prjónið stroff 3 sl. 3 br. í hring 2 cm. Leggið þá rönguna á blúndunni við réttuna á stroffmu og prjónið slétt saman með dökkbláu 1 lykkju af hvoru stykki. Þegar 2 lykkjur eru eftir af blúndunni er 1 lykkja eftir af stroffinu. Prjón- ið þær saman. Haldið áfram að prjóna með dökkbláu. Prjónið fyrst 1 prjón sléttan og síð- an stroff 3,5 cm. Leggið stykkið til hliðar og prjónið aðra blúndu með órans. Prjónið blúnduna við stroffið á sama hátt og áður. Prjónið þá í hring með órans þannig: 1 prjón brugðinn, 1 prjón sléttan, aukið jafnframt í 4- 2-0-0-4 lykkjum með jöfnu millibili = 160-176- 192-216-232 lykkjur, 1 prjón brugðinn. Setjið merki í báðar hliðar með 80-88-96-108- 116 lykkjur á hvoru stykki. Prjónið munstur C. Þegar mælast 21-25-27-30-33 cm frá neðri brún rauðu blúndunnar er komið að hálsmál- inu að framan. Slítið frá í hliðinni. Setjið 12-12- 14-18-20 lykkjur í miðju að framan á nælu. Byrjið að prjóna vinstra megin við hálsmálið og prjónið fram og til baka yfir allar lykkjurn- ar. Fellið jafnframt af í byrjun prjóns við háls- málið 3 lykkjur 2 sinnum, 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 3 sinnum= 21-25-28-32-35 lykkjur á öxl. Prjónið áfram þar til mælast 26-30-33- 36-40 cm. Fellið af lykkjurnar á öxlum. Setjið lykkjurnar í hálsmálinu að aftan á nælu. ERMAR: Fitjið upp með rauðu á hringprjón nr. 2,5, 67-67-67-75-75 lykkjur. Prjónið munst- ur B fram og til baka. Á næst síðasta prjóni eru teknar úr 2 lykkjur á milli hvers munsturs= 51-51-51-57-57 lykkjur. Á síðasta prjóni er tekin úr 1 lykkja í byrjun og enda prjónsins. Leggið blúnduna til hliðar. Fitjið upp með dökkbláu á sokkaprjóna nr. 3, 48-48- 48-54-54 lykkjur. Prjónið stroff 3 sl. 3 br. í hring 3 cm. Prjónið þá blúnduna og stroffið saman með rauðu eins og á bolnum. Haldið áfram að prjóna 3 sl. 3 br. með rauðu 2-2-2-3-3 cm. Prjónið þá munstur C. ATHUGIÐ: Síö-j* asta lykkjan á hringnum er alltaf prjónuð brugðin= merkilykkja. Aukið í 1 lykkju báð- um megin við hana þannig: Á st. 6 mán. og 1 árs er aukið í með 0,5 em millibili 6 sinnum og síðan með 1 cm millibili þar til 78-84 lykkjur eru á erminni. Á st. 2 ára er aukið í með 1 cm millibili þar til 86 lykkjur eru á erminni. Á st. 4 og 6 ára er aukið í til skiptis með 1 og 1,5 cm millibili þar til 88-94 lykkjur eru á erminni. Þegar mælast 18-21-24-27-30 cm frá neðri brún blúndunnar er erminni snúið við og prjónaðir 6 hringir sléttir (kantur). Fellið af. FRÁGANGUR: Mælið breidd ermarinnar við handveginn= 13-14-15-16,5-17 cm og merkið. Saumið í saumavél 2 beina sauma með smáu spori báðum megin við handveginn. Klippið á milli saumanna og sik-sakkið þétt yfir sár- kantinn. Saumið axlir saman. Saumið ermarn- ar í innan við kantinn efst á erminni og notið hann til að hylja sauminn. HÁLSLÍNING: Byrjið við aðra öxlina og prjónið upp með rauðu á ermaprjón nr. 2,5, 90-99-99-108-108 lykkjur. Skiptið yfir á erma- prjón nr. 3 og prjónið munstur D. Teljið út frá miðju að framan hvernig á að byrja á munstr- inu. Þegar hálslíningin mælist 4-4-5-5-6 cm er skipt yfir á ermaprjón nr. 2,5. Prjónið 1-1-1,5- 1,5-2 cm slétta= rúllukantur. Fellið af. Útsalan Nýjar í fullum gangi vörur daglega Ioppskórinn Veltusundi við Ingólfstorg ♦ Sími 5521212 Opið langan laugardag frá kl. 10 -16 Ath.: Vörur frá Steinari Waage skóverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.