Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 T--------------------------- MINNINGAR GUÐJÓN GUÐNASON + Guðjón Guðna- son, yfirlæknir, var fæddur í Reykja- vík 23. júní 1923. Hann lést í Reykjavík 28. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðni Eyjólfs- son, verkstjóri í Gas- stöðinni í Reykjavík, og Sigrún Sigurðar- dóttir, húsmóðir. Systkini hans voru Njáll, Kjartan Ragn- ar (dáhm 1991), Her- dís Jóna, Gunnar Baldur, Hrefna Guð- ríður, Sigríður, Jó- hann og Agnar. Guðjón kvæntist 8. september 1946 Friðnýju Guðrúnu Péturs- dóttur sagnfræðingi, fædd 4. janú- ar 1922, foreldrar hennar voru Pétur Siggeirsson og Þorbjöm Jónsdóttir. Böm þeirra era: 1) Pétur, f. 23. júní 1946, maki Helga Óskarsdóttir. 2) Snævar Guðni, f. 15. ágúst 1949,3) Ámi Pétur, f. 19. ágúst 1951, maki Þóra Ámadóttir. 4) Herdís Maríanne, f. 28. apríl 1957, maki Trausti Valdimarsson. 5) Kjartan, f. 2. febrúar 1965, maki Svava Ingimarsdóttir. Guðjón átti m'u bamaböm og tvö bamabama- böm. Guðjón lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum f Reykjavík 1944. Hann lauk almennu embætt- isprófí frá Háskóla íslands 1952, hlaut almennt lækningaleyfi 1954 og sérfræðingsleyfí í kvensjúk- dómum og fæðingarhjálp 1957. Árið 1952 var hann aðstoðarlækn- ir héraðslækiús í Borgameslæknishér- aði og héraðslæknis- ins í Reykhólahéraði. Á ámnum 1952-1957 var hami við nám og störf í Danmörku og Svíþjóð, síðast við kvensjúkdóma- og fæðingardeild sjúkra- hússins í Gávle í Sví- þjóð. Guðjón var starfandi læknir í Reykjavík frá haustinu 1957, jafti- framt aimar aðstoð- arlæknir á Borgar- spftalanum 1958-1959 og staðgöngumaður deildarlæknis á slysavarðstofú Heilsuvemdarstöðvar Reylqavík- ur. Hann vann á Landspitala, fæð- ingardeild, fyrrihluta ársins 1960, jafnframt var hann læknir á mæðradeild Heilsuvemdarstöðv- arinnar, þar sem hann varð seinna yfírlæknir í áratugi. í ágúst 1960 varð Guðjón yfirlæknir á Fæðing- arheimili Reykjavfkur og þar starfaði hann þar til því var lokað. Hann var í hlutastarfi við Leitar- stöð Krabbameinsfélagsins um árabil og allt til dánardags. I nóv- ember og desember 1997 var hann heilsugæslulæknir á Ólafsfirði. Guðjón var formaður Félags ís- lenskra kvensjúkdómalækna 1973-1977 og í stjóm Nordisk Förening för Gynekologi och Obstetrik frá 1974-1982. Útför Guðjóns fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin ldukkan 13.30. Árin líða og fleiri og fleiri félagar kveðja. Samband og vinátta sem staðið hefur frá fjórða áratugi slitn- ar. Haustið 1942 var minn bekkjar- 4&bgangur í Menntaskólanum í Reykjavík sem næst fullskipaður. Heilmikill liðsauki kom, aðallega úr Ingimarsskóla, þá um haustið. I fyrsta sinn varð máladeild í tveimur bekkjum, karla og kvenna. Stúlkurn- ar okkar knúðu fram slíka skiptingu. I upphafí vorum við aðeins 25 haust- ið 1938. Við Guðjón vorum þannig orðnir bekkjarfélagar 1942 og héldum sam- bandi nokkurn veginn samfellt eftir það nema þau ár sem hann var við framhaldsnám í læknisfræði utan- lands og starfandi sem læknir í Sví- þjóð. Guðjón var frábær félagi og snemma náðum við saman, sérstak- lega í útiveru og veiðiskap. Man ég eftir kvöldverði á æskuheimili hans á •Meðalholti hjá foreldrum hans Guðna, sem kenndur var við Gas- stöðina, og móður hans Sigrúnu. Hún framreiddi gæs fyrir okkur fé- lagana, sem við höfðum skotið. Við bekkjarfélagarnir vorum allir komnir í rífandi vinnu á sumrin frá 1941. Guðjón dreif sig snemma á síld á Raufarhöfn. Þar hitti hann konu- efni sitt, Friðnýju Guðrúnu Péturs- dóttur frá Oddsstöðum. Eigum við bæði ættir að rekja til Schevinga á Sléttu. Friðný og Guðjón voru búin að stofna heimili skömmu eftir stríð og eignuðust sitt fyrsta barn af fimm árið 1946. Ef ég man rétt var heimil- ið bak við Fríkirkjuna. Glatt var jafnan á hjalla hjá Friðnýju og Guð- ■"íóni og gestkvæmt með einstakri gestrisni frænku minnar. Það var svo um árið 1960 sem við félagarnir átta stofnuðum spilaklúbb sem enn er við lýði að nafninu til. Sex félaganna ásamt Guðjóni eru dánir en nýir félagar komnir til skjalanna. Jafnan er háð sveita- keppni á tveimur borðum. Fyrr á ár- um fórum við í einn almennilegan sveitatúr í júní eða júlí ár hvert. Var jafnan tjaldað og gjarnan farið á sveitaball í leiðinni. Aðalsamskipti okkar Guðjóns voru sem fyrr veiðitúrar og fjallaferðir, fcinkum um Rangárþing, Fjallabak austur á Síðu, aðallega í Holtsdal, meira og minna tengt frábærum samskiptum sem við áttum við hjón- in á Hvammi í Landsveit, Eyjólf og Dúnu. Komu þau oft með okkur austur á Síðu og þó sérstaklega Eyjólfur. Guðjón var eins og heima- gangur á Hvammi. Hafði verið lækn- ir fyrir fjöiskylduna og tekið á móti barnabörnum þeirra. Hápunkturinn var þó dvöl hjá hjónunum eða með Guðjóni einum á Oddsstöðum á Sléttu við heims- skautsbauginn á ströndinni austan Rauðanúps og Núpskötlu. Þar undi Guðjón sér best, a.m.k. einn mánuð á hverju sumri, gjarnan síðustu árin með Baldri bróður sínum. Unnu þeir að viðhaldi hins gamla húss sem Pét- ur tengdafaðir Guðjóns mun hafa reist snemma á öldinni. Þetta er enn myndarbygging. Því miður er stóra AGA-eldavélin horfin, enda úrelt. Þetta er eins og útgerðarjörð með bátakosti bæði á vötnum og í sjó með fengsæl fiskimið, selalátur og hvers konar fuglager. Læknisstörf Guðjóns voru víðtæk og á mörgum sviðum hér heima í höfuðstaðnum og víða úti á landi. Var gaman að ferðast með honum á fornum slóðum hans í Borgarfirði, Snæfellsnesi og Austur-Barða- strandarsýslu. Alls staðar var vel tekið á móti okkur. Kvenfólkið kom hlaupandi út á hlað til að fagna hon- um. Það sýnir best kraft og áræði Guð- jóns að hann tók að sér Olafsfjarðar- læknishérað nóvember og desember sl. Guðjón hafði þægilega framkomu við öll tækifæri, og bar þetta hlýja fas sem einkenndi hann, bræður hans og ekki síst fóður þeirra er mér sagt. Elsti bróðirinn, Kjartan, dó 1991. Hann átti merkilegan feril í forystusveit SÍBS, með mönnum er reistu Reykjalund í Mosfellssveit. Gunnar Baldur er vel kynntur Reykvíkingum, keyrði með þá í strætisvagni um áratugi. Agnar, yngstur átta systkina, hefur unnið fyrir bændasamtökin um áratugi, m.a. að ferðaþjónustu. Guðjón var stilltur mjög og hæverskur, hann var eins og hinn vinsæli og vel kynnti faðir hans Guðni Eyjólfsson, verkstjóri. Báðir vinstrisinnaðir, fylgjandi Alþýðu- flokknum gegnum þykkt og þunnt. Þeir fylgdu stefnu vinstrimanna, sem t.d. drifu upp verkamannabú- staði á fjórða og fimmta áratugnum, þ. á m. í Holtunum þar sem krakka- hópurinn ólst upp, neðan fiskreit- anna upp að vatnstönkum bæjarins. Mótunarár Guðjóns voru á fjórða áratug, þar með í kreppunni sem bjó í okkur öllum sem voru að alast upp þá, áður en stríðsgróði og nýsköpun gerði okkur ringlaða. Það var 28. janúar sl. þegar spila- klúbbur okkar kom saman hér hjá mér í Laufási. Guðjón átti sögn í lokaspili kvöldsins og meldaði 4 spaða, sem var doblað. Hann vann spilið með tveimur umframslögum. Hann var sigri hrósandi yfir þessu, þegar kallið kom. Greinilegt vai- að Guðjón fór inn í algleymið án sárs- auka á sigurstundu í íþrótt sem við félagarnir höfum stundað með hon- um í áratugi. Eg flyt kveðju frá félögum og bekkjarsystkinum í menntaskólaár- gangi 1944. Við sjáum á eftir okkar besta bróður, sem gekk lífsgönguna með glæsibrag. Við færum Friðnýju, fjölskyldunni og eftirlifandi systkin- um Guðjóns okkar hlýjustu samúð- arkveðjur. Bjöm Tryggvason. Lengi býr að fyrstu gerð voru orð, sem flugu um huga minn, þegar mér var tilkynnt að vinur minn Guðjón Guðnason yfirlæknir væri allur. Hann helgaði líf sitt viðkvæmasta og tilfinningaríkasta þætti læknisfræð- innar, göngu fósturs til fæðingar, og var þannig í senn beinn þátttakandi og fyrsti leiðbeinandi þúsunda Is- lendinga sem nú byggja landið. Það voru hlýjar, öruggar hendur og geislandi bros þessa góðvinar, sem sköpuðu það andrúmsloft sem allar fæðandi mæður heitast óska. Guðjón var vel menntaður læknir. Eftir glæst sérnám og starfsferil er- lendis, flutti hann heim fyrir rúmum fjórum áratugum. Hann vann fyrstu árin á mismunandi deildum og sjúkrahúsum í Reykjavík jafnframt því sem hann tók við yfirlæknisstöðu á mæðradeild Heilsuverndarstöðvar- innar. Hann gerðist einnig yfirlækn- ir á Fæðingarheimili Reykjavíkur við stofnun þess 1960. Þessum störf- um gegndi hann með einstakri prýði og sóma uns pólitísk óveður og and- stæðingar eðlilegra fæðinga knúðu fram lokun á Fæðingarheimilinu í ársbyrjun 1992. Þá höfðu þar litið sitt fyrsta dagsljós hátt í þrjátíu þús- und Islendingar. Þessi endalok Fæð- ingarheimilisins voru ekki sái'sauka- laus fyrir Guðjón enda knúin fram af ódrenglyndi þrátt fyi’ir óskir og vilja þúsunda kvenna að þessari frábæru starfsemi yrði haldið áfram. Jafnframt þessum umfangsmiklu störfum rak hann eigin læknastofu í kvenlækningum til dauðadags og var á því sviði virtur og dáður fyrir góða fagmennsku og prúða framkomu. Guðjóni kynntist ég fyrst fyrir al- vöru er ég kom heim frá sérnámi um mitt ár 1988 og gerðist hans nánasti samstarfsmaður meðan lokaorustan um Fæðingarheimilið stóð yfir. Þrátt fyrir harða hríð að rekstrinum voru þetta gleðirík og gefandi ár. Guðjón bjó yfir ótrúlegri reynslu í fæðinga- fræði, sem fáir ef nokkrir núlifandi læknar munu öðlast á sinni ævi. Hann lagði ekki illt orð til nokkurs manns, var einstakur félagi, hafði létta lund og var ríkur húmoristi. Áhugamálin voru mörg og brenn- andi, spilamennska, leiklist, veiðitúr- ar og sumardvalir við ystu strönd norður á Melrakkasléttu. Þar undi hann hag sínum vel og kom þaðan jafnan útitekinn og endurnærður til að takast á við fleiri fæðingar og vökunætur. Að mínu mati var Guðjóni ekki sýnd sú virðing af ráðamönnum í lif- anda lífi sem honum bar. En verkin töluðu sínu máli. Þúsundir glaðra mæðra með fríska nýbura í fangi voru í senn laun hans og heiður. „Ó, elsku barn, með blys í dökku auga og bros á rauðri vör! Þú mikla spuming, framtíð lífs og listar, þúljósávorrifór! Þú hjartahreini vinur vors og blóma, - í veru þinni sé ég markið þóma. (Jóhannes úr Kötlum.) Mark Guðjóns var alla tíð ljómi nýburans og gleðin í kringum hverja einstaka fæðingu. Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld fyrir hans merka framlag á þessu sviði. Guð blessi minningu hans og fjöl- skyldu. Benedikt Ó. Sveinsson. „Og mundu að láta hana aldrei servera þér kaffið í eldhúsinu!" Tengdapabbi kom mér á óvart með þessum orðum þegar ég hitti hann fyrst um jólin 1975 eftir að hafa þekkt dóttur hans, Herdísi, í nokkr- ar vikur. Fljótlega kom í ljós að hann var „bara að spauga" því að kaffiser- vering og önnur heimilisstörf voru ósjaldan í hans verkahring. Eg lofaði að vera góður við Dísu og var fljót- lega tekinn inn á heimilið í Sigtúni 21. Þremur ánim seinna var „nafni“, Guðjón Karl, fai-inn að vaxa í kvið Dísu og ég fann að ég varð að axla ábyrgð föður og „verða eitthvað". Trúlega hefur tengdapabbi, sem góð fyrirmynd, átt mestan þátt í því að ég valdi sömu menntun og hann. Guðjón var yfirlæknir og stofnandi Fæðingai'heimilis Reykjavíkur og þar vorum við viðstödd fæðingu „nafna“ haustið 1978 og ég fékk sam- tímis mína fyrstu leiðsögn i fæðing- arhjálp! Mörg eru þau börnin sem hafa litið dagsins ljós undir vakandi auga Guðjóns og oft þurfti hann að fara upp á Fæðingarheimili meðan aðrir sváfu. Afahlutverkið var Guðjóni líka far- sælt. „Nafni“ lærði snemma að meta afa sinn og mörg sumrin áttu þeir saman á „paradís Guðjóns á þessari jörð“, Oddstöðum á Melrakkasléttu, fæðingarstað Friðnýjar Pétursdótt- ur, eftirlifandi eiginkonu hans. Og mörg fleiri afabörnin munu sakna afa Guðjóns sem gaf sér alltaf tíma til að hlusta og spjalla og viður- kenndi ekki unglingavandamál. Guð- jón hafði lengi átt sterkan „héraðs- læknisdraum". Og loksins í haust rættist „draumurinn" því Ólafur landlæknir bað Guðjón að bjarga málum í læknislausum Ólafsfirði. Guðjón ráðfærði sig m.a. við mig og fékk lánaðar nokkrar nýjai’ bækur! Um tveggja mánaða skeið fékkst hann við flest annað en kvensjúk- dóma og fæðingarhjálp og upplifði þá spennu og dramatík, sem hann sóttist alltaf eftir. Og síðasta spennan í lífi Guðjóns var á bridskvöldi í gamla spila- klúbbnum hans. Fjórir spaðar dob- blaðir urðu honum að aldurtila, en þannig endalok voru honum örugg- lega að skapi! Blessuð sé minning hans. Trausti Valdimarsson, Svíþjóð. Fréttin um andlát ástkærs bróður míns, Guðjóns Guðnasonar, kom mér sem reiðarslag. Eg mun geyma í huga mér minninguna um kæran bróður, glaðværð hans, háttvísi og jafnframt látleysi. Við vorum átta systkini og ég man þegar við vorum að alast upp voru lífsskilyrði á Islandi stundum erfið. Ótal minningar koma í hugann. Ég minnist köldu vetrarmorgnanna þeg- ar við Guðjón bárum út blöðin sam- an, hvernig sem viðraði. Ég minnist einnig fagurs sumardags þegar við sem börn töpuðum áttum okkar í berjamó úti í Vífilsstaðahrauni og vorum svo hrædd við að tófurnar í hrauninu kæmu og ætu okkur að við lögðumst á bæn og báðum Guð að bjarga okkur. Sem Hann og gerði. Minningar þessar eru sem greyptar í huga mér og vinátta okkar systkina hefur verið órjúfanleg síðan og þrátt fyrir aðskilnað milli landa hafa end- urfundir okkur alltaf verið jafnkær- ir. Eiginmaður minn, Gui de Bisschop, læknii', kunni einnig mjög að meta Guðjón, jafnt vináttu hans, sem fjölskyldumann og sem fag- mann í starfsgrein sinni, læknisfræð- inni. Guðjón og Friðný tóku einnig opnum örmum á móti börnum mín- um, Isabelle og Eric, sem og tengda- dóttur minni Kiran,_þegar þau höfðu sín fyrstu kynni af Islandi og mynd- uðust á milli þeirra sterk vináttu- bönd. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég Friðnýju og börnunum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur, Guð blessi minningu Guðjóns bróður. Sigríður Guðnadóttir - de Bisschop. Marseille, Frakklandi. „Hann pabbi dó svo fallega." Þessi orð Árna Péturs sonar Guðjóns afa sem við kveðjum í dag hljóma í eyr- um mér. Hann sat við spilaborð með gömlum góðum vinum, rétt eins og hann hafði gert svo ótal oft áður. Þarna hafði hann fengið glimrandi hönd, 4 spaða „doblaða11. Hann spil- aði til sigurs í þessu síðasta spili sínu. Hann naut augnabliksins, lék á als oddi og lét brandara fjúka en þá kom kallið mikla. Spámaðurinn Gibran segir: „Þú leitar að leyndardómi dauðans? En hvernig ættir þú að finna hann ef þú leitar hans ekki í æðaslögum lífs- ins?“ Afi Guðjón var einstaklega lifandi maðui', maður sem vildi lifa til að starfa og njóta. Hann var læknir og fékk að vinna sem slíkur til síðustu stundar. Lífið var honum gott. Það vai- einmitt læknirinn Guðjón sem ég kynntist fyrst. Árið 1962 og ég átti von á fyrsta barninu mínu. Ung var ég þá og þótti svo undurgott að hitta þennan ljúfa lækni. Ég vissi ekki að seinna - löngu seinna ætti hann eftir að verða afi yngsta barnsins míns og taka á móti því inn í þennan heim með sömu Ijúfmennskunni og örygg- inu sem einkenndu hann sem fæð- ingalækni alla tíð. Þennan sólskinsmorgun í ágúst þegar litli fallegi di-engurinn, Pétur Jakob, leit lífsins ljós, voru augu Guðjóns full af tárum - tárum gleði og stolts! Eftir þetta augnablik varð Guðjón læknir að Guðjóni afa í hjarta mér. Og tíminn leið - lífið okkar er svo margbrotið og hringirnir sem við förum ótrúlegir. Áiúð vai' 1997. Guðjón afi kominn norður í Olafsfjörð, að leysa af sem héraðslæknir í tvo mánuði. Bjöllur hringdu. Pétur Jakob í Menntaskól- anum á Akureyri og afinn hans, hann Guðjón, svo nærri. Sambandi var komið á. Afi Guðjón ljúfur og glaður sem fyrr tók vel á móti sonar- syninum. Þeir töluðu saman sem tveir fullorðnii' menn. Afi töfraði fram spennandi rétti í eldhúsinu, því þá list kunni hann manna best. Pétur Jakob spurði spurninga um ýmsa leynardóma lífsins og afi svaraði eft- ir bestu getu. Ég veit að þeir báðir nutu þessara stunda. Um leið og ég óska Guðjóni Guðn- asyni fallegrar ferðar til eilífðar- landsins, þakka ég honum af öllu hjarta fyrir drenginn minn, afa- drenginn hans - hann Pétur Jakob. Helga Mattína, Grímsey. Það er erfitt að átta sig á og sætta sig við að Guðjón Guðnason yfir- læknir Fæðingarheimilis Reykjavík- ur sé horfinn sjónum okkar. En þannig er lífsins saga. Einn fer og annar kemur. Guðjón Guðnason yfir- læknir helgaði stóran hluta ævi sinn- ar því að aðstoða þá sem voru að koma, - sem voru að hefja lífsgöng- una inn í þessa flóknu veröld. Guðjón aðstoðaði við lífsundrið mikla með þeirri auðmýkt og reisn, sem aldrei mun gleymast okkur sem með honum störfuðum. Það var eng- inn hávaði, bægslagangur eða „hér er ég, sem einn veit“, heldur sam- vinna sem einkenndist af rósemi og virðingu fyrir lífinu nýja og þeim, sem að því stóðu. Guðjón sá lengra en flestir kolleg- ar hans á þeim tíma, þegai' Fæðing- arheimilið opnaði dyr sínar. Þær dyr opnuðust uppá gátt fyrir nýjum víddum í fæðingarhjálp, um leið og þær opnu dyr opnuðu einnig nýjar íeiðir til handa íslenskum mæðrum, feðrum og bömum þeirra. Fram að þeim tíma voru allar dyr lokaðar feðrum, og mæðui- fengu ekki börn sín eftir fæðinguna fyrr en eftir „dúk og disk“. Allskonar hind- urvitni lokuðu á skynsemina og sjálf- sögð mannréttindi. Guðjón bauð þessu birginn og mörgu öðru í einok- unarstefnunni sem ríkti í fæðingar- hjálp á Islandi á þeim tíma. Guðjón þorði að standa við sannfæringu sína og fylgja henni eftir án þess að hafa hátt. Fæðingarheimilið var braut- ryðjandi. Fagfólk úr hinum stóra heimi kom gagngert til íslands til þess að kynna sér starfsemina. Ef Guðjóns hefði ekki notið við hefðu ís- lenskar konur trúlega þurft að bíða lengi eftii' þeim framfórum í fæðing- arhjálp, sem áttu sér stað á þessum tíma. Val á milli tæknisjúkrahúss annarsvegar og fæðingarheimilis hins vegar var að mati Guðjóns Guðnasonar jafnvægisleg nauðsyn, faglega sem og þjónustulega svo ekki sé talað um fjárhagslegu hlið- ina, sem vefst fyrir mörgum í dag, enda fór hann ekki dult með þá skoð- un sína að sjúkrahús væru fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.