Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Enn ekki
nægur
skíðasnjór í
Bláfjöllum
FRETTIR
I tölvusambandi við Hellissand á Barnaspítala Hringsins
Með bekkjarfélag-
ana á skjánum í
beinni útsendingu
Morgunblaðið/Ásdís
DAÐI Hjálmarsson og sjúkrakennarinn Jón Agnar Ármannsson í
beinu sambandi við 6. bekk Grunnskólans á Hellissandi.
DAÐI, hverjir eru bestir? heyrist
úr hátalara tölvu og á skjánum
sjást andlit nokkurra stráka í 6.
bekk Grunnskólans á Hellissandi.
Á Barnaspítala Hringsins í
Reykjavík situr Daði Hjálmars-
son, sem er þar í krabbameins-
meðferð og svarar án þess að
hika: „Manchester!“ og glottir
sigurviss framan í vinina, sem sjá
andlit hans á skjá tölvunnar í
einu horni kennslustofunnar.
I skólanum eru frímínútur og
líka hjá Daða, sem veikinda sinna
vegna getur ekki verið í skólan-
um með félögum sínum um þess-
ar mundir. A spitalanum nýtur
hann dyggrar aðstoðar Jóns Agn-
ars Armannssonar sjúkrakennara
og núna í vikunni tengdust þeir
skólanum á Hellissandi, með
hjálp fjarkennslubúnaðar, sem
Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna, með tilstuðlan mennta-
málaráðuneytisins, afhenti
Barnaspítala Hringsins á siðasta
ári til notkunar fyrir nemendur
grunn- og framhaldsskóla sem
vegna veikinda verða að vera
langdvölum á spitalanum.
Búnaðurinn gefur veikum nem-
endum kost á að vera í hljóð- og
sjónrænu sambandi við bekkjar-
félaga sína og kennara og þannig
er þeim gert kleift að taka virkan
þátt í kennslustundunum. Til þess
að nýta alla möguleika búnaðar-
ins er nauðsynlegt að samskonar
búnaður sé á hinum endanum,
þ.e. í skóla nemandans. Grunn-
skólinn á Hellissandi er enn sem
komið er sá eini á landinu sem
kominn er með búnað sem tengst
getur tölvunni á Barnaspítala
Hringsins á þennan hátt en það
var fyrirtæki í heimabyggð Daða,
Fiskverkun og útgerðarfyrirtæki
Kristjáns Guðmundssonar, sem
gaf búnaðinn.
Vonast til að aðrir skólar
fylgi í kjölfarið
Þegar Morgunblaðið heimsótti
Daða í gærmorgun sat hann við
tölvuna, beintengdur við Hell-
issand, og var rétt eins og bekkj-
arfélagamir að vinna verkefni
um kristnitökuna í sögutíma hjá
Ingveldi Ragnarsdóttur kennara,
sem einnig sendi honum spurn-
ingar í tölvupósti.
Þegar kom að frímínútum
flykktust bekkjarfélagarnir að
tölvunni og spjölluðu við Daða
um nokkur helstu áhugamálin,
svo sem íþróttir og uppáhalds-
hljómsveitina, Prodigy. Greini-
legt var að þeim þótti mikið var-
ið í að vera komnir í samband við
Daða, en hann hefur verið á spít-
alanum meira og minna frá því í
nóvember sl. Ekki leyndi ánægj-
an sér heldur hjá Daða sjálfum.
Foreldrar hans, Hjálmar Krist-
jánsson og Lydia Rafnsdóttir,
voru einnig himinlifandi yfir því
að sonurinn væri loks kominn í
samband við skólann og félag-
ana. Þetta var annar dagurinn
sem hann er í sambandi en að
sögn Jóns Agnars hefur tekið
sinn tíma að samræma búnaðinn.
Kvaðst Lydia vonast til þess að
aðrir skólar myndu fylgja í kjöl-
farið og sagði það ómetanlegit,
ekki síst félagslega, að geta verið
í sambandi á þennan hátt.
Líffræði og lýsingarorð
Að frímínútunum loknum tók
við líffræðitími hjá aðalkennara
bekkjarins, Sigurveigu Maríu
Kjartansdóttur. Viðfangsefnið
var meltingarfærin og horfði
bekkurinn á fræðslumyndband
um þau. Sigurveig bað Jón Agn-
ar um að útvega myndbandið hjá
Námsgagnastofnun, þannig að
Daði gæti horft á það á spítalan-
um og unnið tilheyrandi verkefni
upp úr því. Á meðan bekkurinn
horfði á myndbandið stóð kenn-
arinn við tölvuna og útskýrði fyr-
ir Daða hvemig hann ætti að
vinna verkefni um bókmenntir í
vinnubók, en hún hafði áður sent
honum nokkrar spurningar.
Hann tók svo til við að lesa ljóð,
finna í því öll lýsingarorð og stig-
breyta.
Ætlunin er að Daði verði í
tölvusambandi við skólann tvo til
þrjá tíma á dag, eða allt eftir því
sem heilsan leyfir. Á fimmtudög-
um er gat í stundatöflunni hjá
bekknum og þá er hugmyndin að
hafa fijálsan spjalltíma, þar sem
Daði og félagar geta talað saman
að vild með milligöngu fjar-
kennslubúnaðarins.
ÞRÁTT fyrir snjókomuna í fyrr-
inótt festi vart snjó í Bláfjöllum,
svo óþreyjufullt skíðafólk á höfuð-
borgarsvæðinu verður enn að sýna
biðlund. Þorsteinn Hjaltason, fólk-
vangsvörður í Bláfjöllum, kveðst
þó vonast til þess að hægt verði að
opna eina eða tvær lyftur um helg-
ina.
I gærmorgun var níu stiga frost
og fimm til sex vindstig af suðsuð-
vestri í Bláfjöllum og snjórinn það
léttur að hann feyktist jafnóðum
úr fjallinu, að sögn Þorsteins.
„Þessi snjór er afskaplega léttur í
sér, svokallaður púðursnjór, sem
festir ekki.“ Sagði hann það hafa
verið mikil vonbrigði að líta út í
fjall og sjá að þar var nánast ekki
korni meira að sjá en deginum áð-
ur, nema í brekkum sem sneru
undan veðrinu, þar hefði örlítið
sest. Þorsteinn kveðst þó mjög
ánægður með að loks skuli vera
farið að snjóa.
Hann er vongóður um að nú
horfi til betri vegar, í dag sé spáð
suðaustanátt og snjókomu, og síð-
an slyddu og rigningu. „Við vor-
um reyndar ekki hrifnir af því að
heyra að von væri á rigningu en
við viljum gjarna fá snjókomu og
hita við frostmark, þá blotar og
snjórinn þéttist betur niður. Suð-
austanáttin er líka miklu betri,
svo ég er enn afskaplega bjart-
sýnn á helgina og vonast til að þá
verði hægt verði að opna eina eða
tvær lyftur," segir fólkvangsvörð-
urinn.
Viðhorfskönnun um sameiningu sveitarfélaga
77% hlynnt sameining’u
í Rangárvallasýslu
MIKILL meirihluti þeirra sem af-
stöðu tóku í viðhorfskönnun til sam-
einingar sveitarfélaga í Rangár-
vallasýslu voru hlynntir sameiningu
eða 77%. Andvígir voru 13% og
hlutlausir 10% og var stuðningurinn
írá því að vera 62% í Fljótshlíðar-
hreppi upp í það að vera 85% í Vest-
ur-Landeyj ahreppi.
Könnunin tók til allra sveitarfé-
laga í sýslunni en þau eru tíu tals-
ins. Þeir sem voru hlynntir samein-
ingu voru einnig spurðir um það
hvaða sameiningarmynstur þeir
vildu helst og vildu 44,4% eitt sveit-
arfélag í sýslunni og 46,6% tvö
sveitarfélög, en 9% einhvem annan
sameiningarkost.
90% svarhlutfall
Úrtak 1 könnuninni var 70-75%
Ma í hveiju sveitarfélagi á aldrinum
18-75 ára. 1.693 voru í úrtakinu og
svöruðu 1.596 Mar eða 90,5%, sem
er mjög hátt hlutfall að mati Gallup
sem framkvæmdi könnunina í gegn-
um síma 15.-21. janúar síðastliðinn.
Niðurstöður könnunarinnar voru
kynntar á fundi á Hellu í fyrra-
kvöld, en þangað voru boðaðir allir
sveitarstjórnarmenn í Rangárvalla-
sýslu. í frétt af þessu tilefni segir að
héraðsnefnd Rangæinga muni að
öllum líkindum koma saman síðar í
þessum mánuði og fjalla um hugs-
anlegt framhald málsins eftir að
niðurstöður könnunarinnar hafi
fengið umfjöllun í einstökum sveit-
arstjómum.
Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson
Glitský á Höfn
Vöktun
geisla-
virkra efna
RÍKISSTJÓRNIN hefúr sam-
þykkt tillögu Ingibjargar Pálma-
dóttur, heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra um að styrlqa Geisla-
varnir ríkisins til að tryggja vöktun
á geislavirkum efnum í matvælum
og umhverfi. Samþykkt var að veita
3,5 milljónir í stofnframlag og und-
irbúning á þessu ári en árlegur
rekstrarkostnaður er 3,9 milljónir.
Að sögn ráðherra standa vonir til
að norræna kjarnorkurannsókna-
nefndin styrki verkefnið með millj-
ón á ári næstu fjögur árin.
„Það er mjög mikilvægt fyrir
okkur sem fiskveiðiþjóð að við
verðum með hreinustu afurð í norð-
anverðu Atlantshafi," sagði Ingi-
björg. „Við þurfum að geta sýnt
það og sannað með þessari vöktun."
ÆGIFÖGUR glitský hafa borið
fyrir augu öðru hvoru að undan-
fömu eins og myndin ber með sér
sem tekin var á Höfn í Hornafirði
seinnihluta þriðjudagsins. Glitský
sáust einnig suðvestanlands á
sunnudagsmorguninn og voru ekki
síður falleg. En það er önnur hlið á
málinu, því Veðurstofan hefur
áhuga á að fá samband við þá sem
kunna að hafa tekið myndir af
þessum fyrirbærum. Þeir eiga í
samstarfi við Spánverja sem
stunda rannsóknir á ósonlaginu yf-
ir Islandi og eru myndir af þessum
fyrirbærum og upplýsingar um
hvenær þær em teknar vel þegn-
ar.
Símtd Isf lu tni ngu r
□□□
Þarftu aðflytja
símtöl úr þínum
síma í annan?
Með ehííaldri aðgerð get-
urðu flutt símtöl í venjulegan
síma, farsíma eða boðtæki.
Nánari upplýsingar um verð
og sérþjónustu Landssímans
færðu í síma 800 7000 eða
SÍMASKRÁNNI.
LANDS SÍMINN