Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNB LAÐIÐ Huggunarorð um Englaborg INGA Jóna Þórðar- dóttir, borgarfulltrúi, fjallaði í grein sl. laug- ardag um áform sem ekki gengu eftir um kaup Reykjavíkurborg- ar á Englaborg, húsinu sem Jón Engilberts list- málari byggði. Að vanda sér Inga Jóna hvarvetna myrkur og skynjar ótíðindi í öllu. Málsatvikin eru þessi: Fyrir margt löngu buðu eigendur Englaborgar- innar borginni húsið til kaups þai- sem þeir höfðu áhyggjui' af því að húsið færi ella undir starfsemi sem ekki væri í samræmi við eðli þess og uppruna. Húsið var skoðað og mikið bollalagt um það hvernig nýta mætti það ef af kaupum yrði, jafnframt því sem í húsinu væri minningu Jóns Engil- berts haldið á lofti og myndlist hans sýndur sómi. Þetta var gert vegna þess að núverandi borgaryfírvöld hafa engan áhuga á að safna að sér húsum, með æmum tilkostnaði fyrir skattgreiðendur, sem litlar eða engar hugmyndir eru um hvemig eigi að nýta. Ymsar hugmyndir vora reifað- ar en lengi vel fannst engin nýtileg. Því olli með öðra að húsið er óað- gengilegt fyrir fatlaða og erfitt úr að bæta. Samstarf við SÍM A síðasta ári kom fram sú hug- mynd að húsið yrði bækistöð Sam- bands íslenskra myndlistarmanna, með svipuðu móti og Gunnarshús hefur nú verið gert að bækistöð Rit- Borgin hafði alla burði til að yfírbjóða einstak- lingana sem gerðu kauptilboð í Engla- borgina en mér fannst það ekki sanngjarnt, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í svari til Ingu Jónu Þórðar- dóttur. höfundasambands íslands eftir að hafa verið áram saman í hálfgerðu reiðileysi. I hugmyndinni fólst að seld yrði listamannaíbúð sem borgin keypti á sínum tíma við Engjateig og hefur verið látin erlendum lista- mönnum í té til ívera. Þetta var þeim mun aðgengilegra sem seljendur Englaborgar vora reiðubúnir til þess að íbúðin gengi upp í kaupin. Gerð voru drög að samningi við SÍM um að samtökin fengju húsið til ráðstöf- unar og reksturs. Jafnframt tækju samtökin að sér að reka listamannaí- búð í Englaborg og samráð væri milli SIM og borgarinnar um ráð- stöfun hennar. Þegar hér var komið sögu var langt hðið á árið 1997 og öllu fé borgarinnar til fasteignakaupa hafði þegar verið ráðstafað. Ekkert benti heldur til þess að menn væra í neinu kapphlaupi við tímann enda hafði Englaborgin verið til sölu í tvö til þrjú ár. Til- boð í eignina var því ekki gert fyrr en í upp- hafi árs 1998, nánar tíl- tekið hinn 16. janúar og gefinn frestur til 21. jan- úar til að svara tilboð- inu. I tilboðinu fólst að hstamannaíbúðin að Engjateigi gengi upp í kaupin á 10,6 milljónir króna, en fasteignasal- inn sem annaðist sölu Englaborgar hafði metið hana á 10 milljónir í september 1997. Minnug þess að fyrir þessa sömu íbúð með vinnustofu hafði borgin, undir stjóm Sjálfstæðisflokksins, greitt rúmar 14 milljónir árið 1991, og þá aðeins til- búna undir tréverk, þóttí hæfilegt að setja þetta verð fram í tilboðinu. Auk þess bauðst borgin til að borga 7 milljónir króna á milli, en Englaborg- in hafði verið boðin borginni á 18 milljónir króna. Borgin bauð því sam- tals 17,5 milljónir króna. Hver býður betur? En nú gerðist hið óvænta. Hinn 20. janúar gerir fasteignasahnn sem hafði milhgöngu í málinu viðvart um að skyndilega sé annar kaupandi kominn til og borgin þurfi að hækka tilboð sitt veralega en verða af kaup- unum ella. Mér er fullljóst að borgin hafði alla burði til að yfirbjóða ein- staklingana sem höfðu augastað á húsinu, en fannst það ekki sann- gjamt, og ef ég man rétt umræðu um kaupin á Asmundarsal á sínum tíma, þá finnst Ingu Jónu Þórðar- dóttur það ekki heldur. Ég ákvað því að tilboð borgarinnar yrði ekki hækkað. Niðurstaðan er því þessi: Seljend- ur Englaborgar höfðu um tvo kosti að velja og völdu þann kaupandann sem hærra greiddi. Englaborg er komin í nýjar hendur. Mér er tjáð að kaupendumir séu hið mætasta fólk og líklegir tO að virða sögu og sér- stöðu hússins. Ég óska þeim til ham- ingju með kaupin. Seljendur og kaupendur geta því verið hinir ánægðustu. Tveir aðilar eru hins vegar stúrnir yfir þessu, annar hefur til þess ástæðu, hinn ekki. Það er í fyrsta lagi SÍM en hjá félagsmönnum höfðu kviknað vonir sem bragðust. Við þá vil ég segja að samningsdrögin sem gerð höfðu verið era ágæt og von- andi gefast önnur og ný tækifæri til að gera samstarf SÍM og Reykjavík- urborgar að veraleika. í öðru lagi er Inga Jóna Þórðar- dóttir stúrin, en því er hún mjög vön. Henni tO huggunar vO ég segja: Englaborg er enn á sínum stað og mun gegna svipuðu hlutverki og áð- ur, engin menningarverðmæti era týnd. Reyndu að létta lund þína og þá verður allt gott á ný. Höfundur er borgarstjóri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Áhugamenn um dulfrœði! Grunnnámskeið haldin vikulega M.a. verður farið í efnisatriði bókanna: Vitundarvigsla manns og sólar og Bréf um dulfræðilega hugleiðingu eftir tíbetska ábótann Djwhai Khul. Báðar bækurnar eru til í íslenskri þýðingu. Einnig verður farið í efnisatriði ritverka, sem sum eru í þýðingu, skrifuð af leiðandi kennurum Trans-Himalaya-skólans. Stjörnukortagreining og rannsóknir verða kynntar með glærum. Bókakynning á erlendum fræðiritum samhliða námskeiðinu. Námskeiðið verður haldið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á miðvikudagskvöldum kl. 20.00 til 22.20 og hefst 11. febrúar. Þátttökugjald er 2.000 kr. á mánuði. Rafpóstlisti fyrir opnar umræður og fræðileg efni. ____ Upplýsingar og innritun í síma 557 9763. (MkjÁhugamenn um Þróunarheimspeki V--- Pósthólf 4124, 124 Reykjavík, sími 557 9763 Áhugamenn um þróunarheimspeki starfa ekki í ágóðaskyni. Um sveigjanlegan starfslokaaldur FRIÐRIK Sophus- son fjármálaráðherra skrifar grein í Morg- unblaðið 24. jan. sl. um þetta efni. Ég gef hon- um fjórar stjörnur fyr- ir þessa grein og hvet sem flesta til að lesa hana. Hann bendir m.a. á að með sömu þróun verða eftir 30 ár aðeins 3-4 vinnandi einstaklingar fyrir hvem einstakling á eftirlaunaaldri. Þetta hlýtur að verða of kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið. En af hverju eru þeir fordómar ríkjandi að um sex- tugt sé fólk orðið gamalt og ófært um að sinna störfum sínum, þrátt fyrir að á þeim aldri eru flestir búnir að öðlast dýrmæta reynslu og þekkingu á sínum starfsvett- vangi. Þeir sem mest hafa látið í sér heyra koma yfirleitt úr heil- brigðis- eða félagsmálageiranum og hafa unnið með gömlu-gömlu fólki, en það nefni ég gamalt fólk sem því miður af ýmsum ástæðum hefur orðið að leita til þessara stétta. Þrátt fyrir það er í dag mik- ill meirihluti gamals fólks það sem ég vil kalla ungt-gamalt fólk sem nýtur ágætrar heilsu og á enga ósk heitari en að fá að vera í friði í sínu starfi og virkt í lífinu. Nýtur þess að fá að lifa í erli síns starfs og hlakkar til að komast tímabundið í burt til að hvíla sig, en hlakkar einnig til að koma aftur til starfa eftir hvíld og afslöppun og takast á við starfið aftur. Skýringanna má kannski leita til þess að um 1960 komu fram sál- fræðikenningar þess efnis að bæði gamalt fólk og þjóðfélagið væru viljandi að fjarlægjast hvort annað. Rökin voru m.a. þau að þegar fólk- ið eltist yrði það áhugalaust um líf- ið og starfsframa sinn og það vildi helst koma sér vel fyrir og verða áhorfandi fremur en virkur þátt- takandi í lífinu. Þjóðfé- lagið á að virða þessar kröfur og koma til móts við þær. Á seinni árum hefur þessu ver- ið kröftuglega mót- mælt af öldrunarfræð- ingum sem benda á að þetta geti átt við gam- alt-gamalt fólk en ekki ungt-gamalt fólk sem er í miklum meirihluta í þessum aldurshóp. Það hefur reynst erfitt að kveða í kútinn þessa kenningu og ein af ástæðunum er að margir eiga beinna hagsmuna að gæta að þessi kenning verði sem lífseigust. Samkvæmt bandarískum lögum mega atvinnuflugmenn þar í landi ekki þjggja laun lengur en til sex- tugs. Itrekað heur verið reynt að breyta þessum lögum, en þing- menn hafa ekki treyst sér til að breyta þeim vegna þess að harð- asta andstaðan kemur frá Félagi Það er fyllilega tímabært, segir Rúnar Guðbjartsson, að setja lög sem banna að fólki sé sagt upp starfi vegna þess að það hefur náð ákveðnum aldri. bandarískra atvinnuflugmanna, þrátt fyrir að bandaríska flug- málastjórnin sjái ekkert athuga- vert við að atvinnuflugmenn fljúgi eftir sextugt, svo fremi þeir stand- ist ákv. heilbrigðiskröfur. I um- ræðunni finnst mér að oft séu lögð að jöfnu launamál og lögbundinn réttur hvers einstaklings til að starfa eins lengi og hann hefur getu og áhuga til. Nefni ég sem dæmi nýgerðan samning Norður- áls við forustumenn nokkurra verkalýðsfélaga, þar sem samið var um starfslok starfsmanna Norðuráls við 62 ára aldurinn. Ég efa stórlega að verðandi starfs- menn Norðuráls verði þessu sam- þykkir þegar á reynir. Ég undrast einnig ummæli fram- kvæmdastjóra VSI, Þórarins V. Þórarinssonar, í Morgunblaðinu 16. jan. sl. en þar er haft eftir hon- um m.a.. „Við höfum verið að berj- ast við að ná starfslokaaldri úr 70 árum og þaðan af hærri aldri niður að 67 árum.“ Hér eru í báðum til- fellum forustumenn samtaka launafólks og atvinnurekanda að opinbera aldursfordóma samtaka sinna. Það er fyUilega tímabært að setja lög sem banna að segja fólki um starfi vegna þess að það hefur náð ákveðnum aldri, eins og Frið- rik Sophusson getur um í sinni grein, að búið sé að gera í Nýja- Sjálandi. Að lokum er í umræðunni oft notuð þau rök gegn hækkuðum starfslokaaldri, að þegar um at- vinnuleysi sé að ræða eigi gamalt fólk að víkja fyrir yngra fólki. Unga fólkið sé að koma undir sig fótunum og sé með börn á fram- færi o.s.frv. Ég skal fúslega játa að þetta er mikið vandamál en þar sem þessi lausn hefur verið notuð hefur hún ekki skilað raunhæfum árangri eins og Friðrik Sophusson bendir á í grein sinni. Ef við fórum að meta rétt fólks til mannréttinda, eins og að starfa, mismikinn eftir aldri erum við komin út á hálar brautir. Á til dæmis, ef fé er af skomum skammti, fertugur maður að hafa forgang fram yfir sextugan mann ef báðir þurfa á hjartaaðgerð að halda, þetta skilst mér að sé farið að gera í sumum nágrannalöndum okkar. Höfundur er flugstjóri og BA f sál- fræði. Rúnar Guðbjartsson Lýðræði, konur og- peningar FYRIR okkur sem aðhyllumst félags- hyggju og kvenfrelsi er átakanlegt að horfa upp á hvaða meðulum er beitt til að krækja í fjármagn og hvernig því er varið á hinum pólitíska leikvelli þessa dagana. Það er þversagnakennt að upplifa umræður um mikilvægi sameiningar félagshyggjuafla þeg- ar jafnhliða er ástund- uð takmarkalaus per- sónudýrkun og fé- græðgi. R-listinn hefur sam- einazt um leikreglur fyrir niður- röðun á lista í væntanlegum borg- arstjómarkosningum. Þær virðast sanngjamar og eðlilegar og aðild- arflokkamir ættu ekki að þurfa að berjast innbyrðis. Baráttan er þess í stað færð niður á persónulegt plan þar sem aðalatriðið er að hafa aðgang að auðmagninu og valdi þess. Innan R-listans hefur verið vakið máls á því að halda persónu- legum fjárútlátum á þeim grund- velli að fólk hafi nokloið jafna að- stöðu án tillits til fjárhagslegra bakhjarla. Umræðan sú þykir at- hyglisverð, punktur, og síðan held- ur hver um sig áfram að ota sínum tota. Hvaða félagshyggja er þetta og hvemig í ósköpunum á að fá ein- hverja breidd í mann- valið þegar rándýrt auglýsingaskrum er höfuðvopnið og síður Moggans vígvöllurinn? í þessari baráttu myndast sár sem aldrei gróa. Ekki lítur lands- málavettvangurinn betur út þótt lengra sé til kosninga þar. Það tókst að kljúfa Kvennalistann, sem auðvitað var markmið í sjálfu sér. Hvernig staðið var að þeim hildar- leik var rétt eins og karlveldið í gömlu flokkunum sæti með fjar- stýringu í hendi. Síðan klofningur- inn varð að staðreynd er vindurinn einhvern veginn úr vonbiðlum Kvennahstans. Kvennalistakon- urnar sem ekki gátu sætt sig við annað en að fara með samtökin í heilu lagi til sameiningarviðræðna létu hreinlega plata sig upp úr skónum. Sárindin og vonbrigðin birtast svo í hinum afkái-alegustu myndum, nú síðast í blindri græðgi í fjánnagn til útgáfumála og atlögu Sigríður Stefánsdóttir að þingkonunni okkar sem kaus að starfa áfram í nafni kvenfrelsisbar- áttu. Sú var tíðin að það var gaman að vera Kvennalistakona. Stöðugt var verið að reyna þanþol kerfisins og leyfa karlveldinu sem það skóp að klóra sér svolítið í höfðinu yfir því hvort þetta og hitt „vesenið" í kon- unum stæðist reglur. Við nýttum okkur möguleika lýðræðisins til að sem flestar konur fengju að spreyta sig og veita kvennaafli inn í stjórnir og ráð í þágu betra mann- lífs. Það er sorglegra en tárum taki að sjá þing- flokk Samtaka um kvennalista beita bók- stafstrú og kúgun reglufestunnar, segir Sigríður Stefánsddttir. Þannig öðlumst við ekki frelsi. Það er sorglegra en tárum taki að sjá þingflokk Samtaka um kvennalista beita bókstafstrú og kúgun reglufestunnar - þannig öðl- umst við ekki frelsi. En grasrótin lifir enn góðu lífi og mun fá nýja næringu, því enn er verk að vinna. Höfundur er réttarfélagsfræðing- ur, stuðningsmaður R-listans og fyrrverandi Kvennaiistakona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.