Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 38
.38 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BJÖRN LÚTHERSSON
bóndi,
Ingunnarstöðum,
Kjós,
er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti,
mánudaginn 26. janúar sl., verður jarð-
sunginn frá Reynivaliakirkju í Kjós föstu-
daginn 6. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaöir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Parkinsonssamtökin á íslandi.
Arndís Einarsdóttir,
Guðný Guðrún Björnsdóttir, Birgir Hannesson,
Kristín Björnsdóttir, Guðmundur Karl Stefánsson,
Einar Björnsson,
Lárus Björnsson, Eva Erlingsdóttir,
Finnbogi Björnsson, Ásrún Atladóttir
og barnabörn.
f
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SJAFNAR ÞORGEIRSDÓTTUR,
Flúðaseli 89.
Hafsteinn Gunnarsson,
Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, Gunnar Þór Geirsson,
Elsa Hafsteinsdóttir,
Ingi Þór Hafsteinsson, Ragnhildur Anna Jónsdóttir,
Hrönn Hafsteinsdóttir, Jón Ingi Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+ Ingunn Lára
Jónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík hinn
24. september 1914.
Hún iést á Landa-
kotsspítala 30. janú-
ar siðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jón Guðmundsson,
stýrimaður og segla-
gerðarmaður, fædd-
ur í Hlíð í Garða-
hverfi 24.11. 1875,
og eiginkona hans
Elísabet Bjarnadótt-
ir, húsmóðir og
saumakona, fædd á
Saurum í Miðfirði 1.10. 1880.
Systkini hennar sem upp komust
voru Karl Óskar, f. 13.6. 1906,
látinn, Guðmundur, f. 14.9. 1907,
látinn, Anna Sigríður, f. 14.9.
1907, látin, Bjarni, f. 13.8. 1909,
látinn, og Elísabet, f. 8.9. 1924.
Tvö systkini hennar, Bjarni og
Ingunn Lára, létust í bemsku.
Elísabet er ein eftirlifandi þeirra
systkina. Ingunn hóf nám í hár-
greiðslu 15 ára gömul eftir hefð-
bundna skólagöngu og lauk prófi
í þeirri grein. Hún starfaði við þá
iðn í Reykjavík um árabil.
Ingunn giftist eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Helga Helgasyni
Nú þegar þú ert farin, systir mín
góð, hellast minningar yfir mig.
Fyrst bemskuárin heima á Bræðra-
borgarstíg, þar sem við ólumst upp
saman ásamt bræðrum og
frændsystkinum, því oft var glatt á
hjalla í svo stórum fjölskylduhóp.
Þannig liðu unglingsárin. Svo kom að
því að ungamir fóru úr hreiðrinu,
einnig þú, systir mín góð, þegar þú
iðnaðarmanni, hinn
21. maí 1938. Helgi
er fæddur í Reykja-
vfk 24. febrúar 1911.
Foreldrar hans voru
Ámi Helgason,
skipasmiður, og
kona hans Anna
Helgason, fædd Ped-
ersen, húsmóðir.
Ingunn Lára og
Helgi stofnuðu heim-
ili í Reykjavík og
bjuggu lengst af að
Hraunteigi 5 í Laug-
arneshverfi þar sem
þau byggðu sér hús
1942. Böm Ingunnar og Helga
em: 1) Anna Sigríður, f. 1943.
Hún er gift Halldóri Hjaltested,
og eiga þau þijú böm og fimm
barnabörn. 2) Jóna Hulda, f.
1949. Hún er gift Pálma Þór Vil-
bergs og eiga þau þrjú böm og
tvö barnabörn. 3) Ámi Helgi, f.
1952, og á hann þrjú böm og eitt
barnabarn. 4) Gylfi Þór, f. 1954.
Hann er kvæntur Jónu Pálínu
Brynjólfsdóttur og eiga þau fjög-
ur böm. Gylfi á að auki eina dótt-
ur og tvö barnaböm.
Utför Ingunnar Lám fer fram
frá Áskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
kynntist mannsefni þínu, Helga
Helgasyni, og fluttir í ykkar fyrstu
íbúð á Öldugötu. Síðan keyptuð þið
hús í Skerjafirði og fljótlega urðuð
þið að víkja þaðan vegna flugvalla-
framkvæmda vegna hernámsins og
fenguð út á það lóð á Hraunteig 5,
sem varð ykkar framtíðarheimili.
Þangað var alltaf gott að koma og vel
tekið á móti manni. Einnig var gam-
an að fylgjast með hvað þið voruð
dugleg að ferðast um Evrópu, sem
þótti frekar óvenjulegt á þessum tím-
um. Gaman var að fá kort frá hinum
ýmsu stöðum sem þið dvölduð á. Svo
eftir að ég gifti mig fórum við hjónin
með ykkur í margar ferðir til Dan-
merkur, Italíu, Þýskalands, Sviss og
víðar, sem voru hver annarri betri og
eigum við margar góðar minningar,
sérstaklega þegar við ferðuðumst um
Danmörku, því Helgi hafði búið lengi
í Danmörku og þekkti hvern krók og
kima sem vert var að skoða.
Elsku Inga mín, sem söknuði
kveðjum við þig og þökkum ljúfar
minningar um góða konu. Guð veri
með þér á þessari leið er þú nú hefur
tekið þér fyrir hendur.
Kæri Helgi, börn, tengdabörn og
barnabörn. Guð gefi ykkur allan
styrk sem þið þurfið á að halda.
Elísabet og Carl.
Elsku besta amma mín. Ég vil ekki
trúa því að þú sért búin að yfirgefa
þennan heim. Og ég hefði aldrei hald-
ið að ég ætti eftir að skrifa minning-
arorð til þín svona fljótt.
Nú þegar ég sest niður og ætla að
kveðja þig með nokkrum orðum, rifj-
ast upp endalausar yndislegar minn-
ingar um þig. Það er svo margt og
mikið að segja að ég veit ekki hvar
byrja skal.
Ég man strax eftir mér sem smá
hnátu niður á Hraunteigi, er afi var
að vinna við fiskabúrin og fuglana.
Ég var mikið hjá ykkur á sumrin, þá
sagðist ég fara í sveit til ykkar því
það var miklu betra en að vera að
fara langt út á landi. Þú varst okkur
barnabömunum yndislega góð og
það var heldur betur kátt á hjalla er
viðstundum gistum fjögur hjá ykkur.
Áián liðu og það kom að því að þið
minnkuðuð við ykkur og fluttuð niður
í kjallarann en alltaf var jaíh gott að
koma til ykkar, hlýjar móttökur sem
INGUNN LARA
JÓNSDÓTTIR
RAOAUGLVSINGA
ATVIIMMU-
A U G LÝ B I M G A R
Lyfjafræðingur
Samstarfsráð sjúkrahúsanna í Reykjavík óskar
að ráða lyfjafræðing til starfa. Um er að ræða
heilsdagsstarf fyrir apótek sjúkrahúsanna eink-
um í Reykjavík. Starfið felst í gerð útboðsgagna,
samninga og fleiru er lýtur að sameiginlegum
innkaupum og samstarfi sjúkrahúsapóteka.
^Launakjör samkvæmt kjarasamningi VSÍ og
:3ÍL. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf
sem fyrst. Umsóknarfresturertil 23. febrúar
nk. og skal umsóknum skilað á skrifstofu Ríkis-
spítala, Rauðarárstíg 31, merktum: Pétri Jóns-
syni, framkvæmdastjóra.
Upplýsingar um starfið veita Kristján Linnet,
forstöðulyfjafræðingur, Sjúkrahúsapóteki
Reykjavíkur, í síma 525 1280 og Rannveig Ein-
arsdóttir, forstöðumaður Apóteks Landspítal-
ans í síma 560 1617.
Afgreiðslustarf
Afgreiðslumaður óskast. Þarf að hafa þekkingu
á tölvum.
Ajmsóknirsendisttil afgreiðslu Mbl. fyrir kl.
18 þriðjud. 10. febrúar, merktar: „J — 16848".
ÝMISLEGT
Trjáklippingar
Fræðslukvöld um tjárklippingar fyrir áhugafólk
verður haldið í húsnæði Landgræðslusjóðs,
Suðurhlíð 38, Reykjavík föstudagskvöldið 6.
febrúarfrá kl. 20—23. Fyrirlesari verður Krist-
inn H. Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur.
Þátttaka tilkynnist í síma 483 4340 frá kl. 8—16.
Garðyrkjuskóli ríkisins.
Þrítug kona — íslandsvinur
býður 24—30 ára konu að gista á heimili henn-
ar á Ítalíu til að æfa sig í ensku.
Via Terravecchia Inferiore nr. 226,
88018 Vibo, Valenzia (CZ)
•‘sími OO 39 96 34 1608.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur
Opið húsföstudaginn 6. febrúar í sal félagsins
á Háaleitisbraut 68 kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Þorrinn, hákarl og með því.
2. Veiðileiðsögn um Krossá.
Umsjón: Jón Bjarnason.
3. Goretex, hvað er það?
Fróðleikurfrá Lárusi Gunnsteinssyni.
4. Veiðileiðsögn um Fáskrúð.
Umsjón: Kjartan Guðmundsson.
5. Happahylur, fullur af stórglæsilegum vinn-
ingum.
Félagar fjölmennum og tökum með okkur
gesti. Góða skemmtun.
Skemmtinefndin.
Fræðslufundur
Meinatæknafélags íslands
verður haldinn þann 10. febrúar nk. í Eirbergi
kl. 20.00. Fyrirlesari verður Sigurður B. Þor-
steinsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum, og
mun hann fjalla um: Chlamydia pneumoniae.
Fræðslunefndin.
TIL. SÖLU
Kynnist verkum Alþingis
hvers meirihluti leynir starfsháttum lögregl-
unnar og þegir um glötun opinberra skjala um
fíkniefnasala. Bókin Skýrsla umsamfélag upp-
lýsir um stjórnarfar íslendinga. Hún fæst í Les-
húsi, Bókhlöðustíg 6b, frá kl. 16—19.
VEIÐI
Úlfarsá (Korpa)
Sala veiðileyfa í Korpu er hafin.
Veiðileyfi seld í Hljóðrita, Laugavegi 178.
Sími 568 0733.
Visa og Euro greiðslur.
SMAAUGLYSIMGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 5 = 1782058 = Sp.
Landsst. 5998020519 VIII
I.O.O.F. 11 = 178258V2 = 9.1
Góðtemplarahúsið,
Hafnarfirði
Félagsvist í kvöld. Byrjum aö
spila kl. 20.30 stundvíslega.
Allir velkomnir.
KFUM
V
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
Hugleiðslunámskeið
Meðal efnis: Tengingin við æðra
sjálfið, orkustöðvar,
sálarlexíur, karma,
sjálfskarma, fyrri líf
o.fl. Námskeiðið
hefst mánudaginn
9. feb. kl. 20 á
Sjúkranuddstofu
Hjördísar, Austurströnd 1, Seltjn-
esi. Skráning og uppl. hjá Björgu í
síma 565 8567.
Björg Einarsdóttir,
sjúkranuddari/reikimeistari.
I kvöld kl. 20.30
Nýjar Biblíuþýðingar:
Sr. Sigurður Pálsson.
Upphafsorð: Narfi Hjörleifsson.
Allir karlmenn velkomnir.
Hjálpræðis-
" herinn
Kirkjustræti 2
Kl. 20.30 Kvöldvaka í umsjá
systranna.
Allir hjartanlega velkomnir.
Myndakvöld verður haldið í
kvöld, fimmtudaginn 5. febrúar í
Fóstbræðraheimilinu kl. 20.30.
Sýndar verða myndir frá ferðum
jeppadeildar um Gæsavatnaleið
o.fl. og hið margrómaða kaffi-
hlaðborð verður að sjálfsögðu í
umsjón kaffinefndar.
centrum.is/utivist
FERÐAFELAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SÍMI 568-2533
Ferðaáætlun Ferðafélagsins
1998 er komin á heima-
síðu: http://www.fi.is
Myndakvöld og ferðakynn-
ing á miðvikudagskvöldið
11. febrúar kl. 20.30.
Þorrablót á Hótel Höfða-
brekku Mýrdal 14.—15. feb.
Frá Sálar-
I? >1 rannsóknar-
félagi
fslands
Spíritistasamkoma verður
haldin sunnudaginn 8. febrúar kl.
14 á Sogavegi 69. Söngur, hug-
leiðsla, heilun, fyrirbænir o.fl.
Umsjón hefur Þórunn Maggý
Guðmundsdóttir miðill. Allir vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir.
Aðgangur ókeypis.
SRFÍ.