Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 23 „Eins og fuglar sem berjast um í fjötrum...u Nýtt íslenskt leikrit, Kaffi, eftir Bjarna Jónsson verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins annað kvöld, föstudaginn 6. febrúar. Hulda Stefánsdóttir fékk sér tíu dropa með höfundinum og leikstjóran- um Viðari Eggertssyni. HARÐNESKJAN í sögu þjóðarinnar situr eins og sigg á sálum íslendinga. Við höfum tileinkað okk- ur lífsstíl hins kappsama efnis- hyggjufólks en hugsunarháttur okkar einkennist af vanmátta- kennd og ótta við eigin tilfinning- ar. Kennileitin eru svartur sandur, hafið, brennivín... og kaffi. Leiki'it Bjarna Jónssonar lýsir helgi í lífi fjölskyldu í litlu sjávarplássi úti á landi. Kaffi er leikrit um vænting- ar og ást, sársauka og alþýðlegt andrúmsloft. Ástarlíf óstýrlátrar eiginkonu er til umræðu á sljórn- arfundi knattspyrnufélagsins, rit- höfundurinn kemur í heimsókn með fortíðina í farteskinu, eigin- konan tekur slátur og gamli mað- urinn býr sig undir ferðalag. „Persónur verksins minna mig einna helst á fugla sem berjast um í fjötrum sínum í flæðamálinu, ná ekki flugi en neita að gefast upp,“ segir Viðar Eggertsson leikstjóri. Þetta er íslenskt baráttufólk sem stendur ráðþrota andspænis ólg- andi tilfinningum. Leikendur verksins eru Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Theodór Júlíusson, Valur Freyr Einarsson, Sigurður Skúlason, Atli Rafn Sigurðsson, Bryndís Pétursdóttir og Róbert Arnfinnsson. Lýsingu hannar Ás- mundur Karlsson og höfundur leikmyndar og búninga er Helga I. Stefánsdóttir. Kaffi er þriðja leikrit Bjarna Jónssonar. Árið 1989 tók hann þátt í leikritasamkeppni Leikfé- lags Reykjavfkur í tilefni af flutn- ingi LR í Borgarleikhúsið og varð í öðru til þriðja sæti með verk sitt Korkmann. Leikritið var síðar flutt í leiklestri hjá Þjóðleikhúsinu árið 1992. Haustið 1994 sýndi svo Skagaleikflokkurinn leiki'itið Mark eftir Bjarna en Kaffi er fyrsta verk höfundar sem fært er upp hjá atvinnuleikhúsi. Bjarni er menntaður leikhúsfræðingur frá Þýskalandi og hefur starfað sem dramatúrg og aðstoðarmaður leik- stjóra þýðandi við Þjóðleikhúsið frá 1994. Hann var dramatúrg við jólasýningu Þjóðleikhússins, Ham- let og við Listaverkið og aðstoða- maður leikstjóra í Taktu lagið Lóa og Glerbrot. Þá þýddi hann leik- ritið Hátíð eftir Georges Tabori sem Nemendaleikhúsið sýndi og Sannur karlmaður eftir Tankred Dorst sem sýnt var hjá Þjóðleik- húsinu. Kaffi er fyrsta leiksljórn- arverkefni Viðars Eggertssonar hjá atvinnuleikhúsi hér á landi frá því að honum var vikið úr starfi leikhússtjóra Borgarleikhússins. Viðar hefur fylgst náið með gerð leikritsins og segir kost höfundar helstan þá ást sem hann beri til persóna sinna. „Skrif Bjarna minna mig að því leyti á verk Guð- bergs Bergssonar að virðingin fyr- ir íslensku alþýðufólki sem berst við vanmáttarkennd skín í gegn og þess vegna getur hann leyft sér að sýna persónurnar svo naktar og blátt áfram.“ Hann segir að það hafa verið sérstaklega ánægjulegt hversu fagnandi leik- ararnir tóku á móti verkinu strax við fyrsta leiklestur. „Þau þekktu þessar persónur og gátu því auð- veldlega gefið af sjálfum sér við sköpun þeirra. Eg held reyndar að allir áhorfendur eigi eftir að finna sér málsvara í hópi þessara ólíku einstaklinga." „Verkið lýsir baráttu fólks við eigin tilfinningar, - væntingum og togstreitu íjölskyldunnar," segir Bjarni. „Það sem sameinar þau er örvæntingarfull leit að ást.“ Þegar persóna rithöfundarinns heimsæk- ir plássið í leit að því sem er áþreifanlegt hefur atburðarás verksins þegar verið hrundið af stað. Þarna mætast tveir ólíkir heimar. Heimur rithöfundarinns sem er á valdi tilfinninganna og beinlínis gælir við ástarsorgina og smábæjarbragurinn þar sem meintur samhugur ríkir og sam- tryggingin gerir þá kröfu til ein- staklingsins að hann beri sorgir sínar í hljóði. „Allir standa þessir einstaklingar á bjargbrún örvænt- ingarinnar og reyna að fóta sig. Og þegar þeir ráða ekki lengur við að bæla niður tilfinningar sín- ar og fortíðin sækir á fer allt úr skorðum.“ Afstaða okkar til tilfinninga mótaðist á tímum þegar aðstæður fólks voru gjörólíkar þeim sem við búum nú við. Oft var nauðsynlegt að sýna af sér hörku og dugnað til þess einfaldlega að komast af. „Ég held að það búi með okkur mikil vanmáttarkennd. Ekki bara sem þjóð heldur er vanmáttarkenndin svo rík í einstaklingnum. Hinar öfgarnar koma einnig fram í stór- mennskubrjálæðinu sem stundum heltekur okkur,“ segir Bjarni. „Ástæður þessa má rekja til h'fsins í landinu. Við lífum ekki sama lífi í dag og áður fyrr þegar það þýddi ekkert að mögla og valkostir fólks í Iífinu voru fáir. Þó svo að mögu- leikar einstaklingsins í dag séu nánast ótæmandi þá hefur afstaða okkar lítið breyst. Við trúum ekki á þessa möguleika og erum enn þeirra skoðunar að betra sé að lifa litlu og afmörkuðu lífi. Gamli mað- urinn í verkinu segir að lífið sé mörgum númerum of stórt fyrir sig en hann hefur líka aldrei gert tilraun til þess að lifa því og kannski gat hann ekki annað en fetað hinn þrönga veg. Yngri kyn- slóðin er að vissu leyti að beijast við drauga fortíðarinnar, forræð- ishyggju hinna eldri sem gera kröfu til þess að afkomendurnir lifi þeirra fortíð. Móðirin ber mikl- ar væntingar til dóttur sinnar en það eru hennar eigin væntingar og eiga lítið skylt við hugmyndir dótturinnar sjálfrar." annig er Kaffi fullt af orð- um en samt eru fæstir að tala saman. „Þessar per- sónur nota miklu fremur orð til að veija sig en til að orða raunverulegan sársauka sinn,“ segir Viðar. „Dramatík verksins felst í þvi' sem ekki er sagt og þannig er því einmitt oft farið í lífi okkar.“ Bjarni segir enga tilviljun hversu gagntekin þjóðin er af rök- „MÉR hefur alltaf fundist eins og lífið væri okkrum númerum of stórt fyrir mig,“ segir gamli maðurinn áður en hann leggur upp í ferðalag sitt. Róbert Arnfinnsson og Atli Rafn Sigurðsson. „ÞEGAR ég hugsa og efast langar mig strax í áfengi og ég legg ekki í fortíðina ódrukkin." Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverki dótturinnar Margrétar og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir f hlutverki móðurinnar. Morgunblaðið/Kristinn KAFFI er fyrsta leikrit Bjarna Jónssonar sem fært er á svið hjá at- vinnuleikhúsi. Höfundur ásamt leik-stjóra verksins, Viðari Eggerts- syni. hugsun; vísindum og fræðum. „Við íslendingar höldum að öll vanda- mál megi leysa með rökhugsun. Við erum hins vegar hrædd við að treysta á tilfinningarnar og trúa því að þær geti hjálpað okkur út úr þrengingum. En um leið og við reynum að bæla niður tilfinning- arnar þá erum við gjörsamlega of- urseld þeim. I raun eru persón- urnar í verkinu alveg blindar á hvað þeim finnst og þó að þær ætli ekki að láta stjórnast af tilfinning- unum þá gera þær það. Egill Skallagrímsson sýndi okkur svo snilldarlega með Sonatorreki að það er hægt að beita fyrir sig til- finningum til að komast í gegnum erfiðleikana. Við verðum að trúa því og hætta að safna tilfinningun- um upp í hauga og dansa svo fram af bjargbrúninni. Þetta viðfangs- efni er í raun efni í mörg leikrit!" REYSTI arnafatnaður á tilboði SKEIFUNNI19 - S.568-1717 Kuadt:i.L ATHLETIC m a r x J EIKFIIVl IFATI\I AÐU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.