Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UNGIR VISINDAMENN
SNÚA HEIM
ISLENZK erfðagreining, undir forustu Kára Stefánssonar,
hefur gerbreytt vísindalegu umhverfi á íslandi. Fyrirtækið
hefur starfað í rúmt ár og á þeim tíma hefur fjöldi íslenzkra vís-
indamanna fengið þar vel launuð störf og, sem ekki er síður um
vert, þeir hafa fengið áhugaverð störf, sem veita útrás vísinda-
legum metnaði þeirra og áhuga. Þá er engin hætta á því, að
þetta unga vísindafólk dagi uppi í vísindalegri einangrun, því
fyrirtækið er framsækið og býr yfir tækni og aðstöðu sem er
með því besta sem þekkist í heiminum um þesssar mundir.
Einn helzti kosturinn við ævintýralegan samning íslenzkrar
erfðagreiningar og lyfjarisans F. Hoffmann-La Roche er sá, að
hann tryggir starfsemi fyrirtækisins til frambúðar og umfang
samningsins kallar á tvöföldun á starfsliði. Ungir íslenzkir vís-
indamenn á erlendri grundu fá því tækifæri til að snúa heim
ásamt fjölskyldum sínum. Þetta er ómetanlegt fyrir íslenzkt
þjóðfélag.
I viðtölum Morgunblaðsins við unga vísindamenn, sem þegar
hafa snúið heim til starfa hjá Islenzkri erfðagreiningu, kemur
fram, að þeir fagna tækifærinu að mega starfa á heimaslóðum,
því þeir höfðu ekki reiknað með því að fá hér störf né laun við
hæfi að námi loknu. Allt þetta unga fólk var við störf hjá fram-
sæknum erlendum stofnunum og fyrirtækjum. Ummæli eins
þeirra, Þorgeirs Þorgeirssonar, sem lokið hefur doktorsprófi í
lífefnafræði, lýsa þessu vel:
„Að fá starf hjá Islenzkri erfðagreininugu er hins vegar frami
og opnar ný tækifæri. Eg ætlaði að vinna í útlöndum, því ég
vildi ekki verða ríkisstarfsmaður eða vera á svipuðum launum
og námsmaður úti. Þessi vinna hér er hins vegar spennandi
glíma við eitthvað nýtt og hér er góð aðstaða og því sló ég til og
kom heim með fjölskylduna."
Efnahagslegar framfarir á næstu öld munu byggjast á vísind-
um og hugviti. Það er því mikilvægt, að þjóðin búi sem bezt að
menntun og þjálfun vísindamanna sinna og geri þeim kleift að
búa og starfa á Islandi. Uppbygging fyrirtækis eins og Is-
lenzkrar erfðagreiningar er fordæmi og hvatning fyrir aðra at-
hafnamenn til að hefjast handa.
FRAMHALDSNÁM VIÐ
HÁSKÓLA ÍSLANDS
AFORM Háskóla Islands um að margfalda þann fjölda nem-
enda er stundar framhaldsnám við skólann eru mikilvæg og
að mörgu leyti nauðsynleg eigi Háskólinn að fá að dafna sem
akademísk vísindastofnun. Sem stendur stunda einungis um 130
nemendur framhaldsnám við HÍ en stefnt er að því að fjölga
þeim í allt að fjögur hundruð á næstu fimm árum.
í samtali við Pál Skúlason háskólarektor í Morgunblaðinu í
gær kemur fram að eftirspurn eftir framhaldsnámi við háskól-
ann sé mikil og fari vaxandi. I byrjun vikunnar var auglýst eftir
umsóknum um framhaldsnám í flestum deildum skólans og seg-
ir háskólarektor að reynt verði að nýta 35 milljón króna auka-
fjárveitingu til að mæta eftirspurn eftir náminu. Hins vegar
myndi kostnaðurinn við það, að veita 400 nemendum aðgang að
framhaldsnámi í framtíðinni, nema um 200 milljónum króna.
Háskólarektor bendir jafnframt á að þarna sé vaxtarbrodd-
inn í starfi Háskólans að finna. Framhaldsnám væri til dæmis
oft hægt að tengja við hagnýt verkefni, sem stofnanir og fyrir-
tæki kölluðu eftir. Hefði það færst í vöxt að fyrirtæki og stofn-
anir legðu framhaldsnámi lið með þeim hætti.
Það myndi styrkja stöðu Háskólans verulega ef rétt verður
staðið að eflingu framhaldsnáms, ekki síst í ljósi þeirra gífur-
legu breytinga er orðið hafa á menntunarstigi þjóðarinnar.
Færa má rök fyrir því að fyrrihlutanám á háskólastigi gegni nú
svipuðu hlutverki og stúdentspróf á árum áður. Það má því
segja að forsenda þess að Háskólinn standi undir nafni sem vís-
indastofnun, sé að framhaldsnám til meistara- og doktorsgráðu
verði eflt til muna.
Nú verða flestir nemendur að sækja framhaldsnám til út-
landa og vissulega má segja að það hafi verið íslensku þjóðfélagi
verðmætt að fá til liðs við sig einstaklinga er numið hafa við
virta háskóla víða um heim. Tryggja verður að sú verði áfram
raunin, t.d. með áframhaldandi fyrirgreiðslu í gegnum Lánasjóð
íslenskra námsmanna. Eigi íslenskt vísindastarf hins vegar að
fá að blómstra verður hér að vera til staðar vísindaháskóli. Það
mun kosta tíma og fé að byggja upp nám, sem getur keppt við
nám í virtum erlendum menntastofnunum, en þeim fjármunum
er vel varið. Ekki má heldur útiloka þann möguleika að námið
verði að hluta til fjármagnað með skólagjöldum. Þeir sem sækja
framhaldsnám við erlenda háskóla greiða flestir slík gjöld, í
sumum tilvikum mjög há. Þrátt fyrir að skólagjöld yrðu jafn-
framt innheimt vegna framhaldsnáms við HI má vel vera að það
myndi þegar upp er staðið reynast ódýrari kostur, jafnt fyrir
nemendur sem samfélagið.
„Kvótabrask“ og framsal
Felst
lausnin í
lágmarks-
verði?
Kjaradeila útgerðar og sjómanna stendur nú
sem hæst, enda verkfall sjómanna hafíð.
Deilan er flókin en megininntak hennar virð-
ist snúast um framsal aflaheimilda og þátt-
töku sjómanna í kvótakaupum. Hjörtur
___Gíslason leitast hér við að birta_
mynd af stöðunni eins og hún er í dag og
hvaða leiðir til lausnar séu helzt til umræðu.
Felst lausnin í takmörkuðu framsali afla-
heimilda eða lágmarksverði?
Laun sjómanna byggj-
ast á hlutaskiptakerf-
inu sem hefur verið
við lýði öldum saman í
svipaðri mynd. Sam-
kvæmt því fá sjómenn
ákveðinn hlut úr aflanum á móti út-
gerðinni. Hlutaskiptakerfið í dag
byggist á því að fyrst er tekin frá
ákveðin kostnaðarhlutdeild útgerð-
ar, sem meðal annars byggist á mikl-
um olíukostnaði við útgerðina. Þessi
kostnaðarhlutdeild hækkar og lækk-
ai' með beinni tengingu við heims-
markaðsverð á olíu. Nú nemur þessi
kostnaðarhlutdeild um fjórðungi af
aflaverðmæti. Því koma um þrír
fjórðu hlutar aflaverðmætis til
skipta, helmingur til áhafnar og
helmingur til útgerðar. Útkoman er
því sú að um 37% heildaraflaverð-
mætis koma í hlut sjómanna.
Verðlagning aflans
Fram til ársins 1991 var fiskverð
ákveðið í Verðlagsráði sjávarútvegs-
ins. I yfimefnd þess sátu 4 fulltrúar
fiskvinnslu, sjómanna og útgerðar
auk opinbers oddamanns og var fisk-
verð (iágmarksverð) ákveðið með at-
kvæðum fiskseljenda og oddamanns
eða fiskkaupenda og oddamanns.
Fiskverð var síðan gefið frjálst enda
sala fisks á mörkuðum þá þegar vax-
andi. Nú er ekkert lágmarksverð á
fiski í gildi. Fiskverð ræðst annars
vegar á innlendum fiskmörkuðum
eða erlendum og hins vegar í beinum
viðskiptum milli útgerðar og fisk-
vinnslu. Eðli málsins samkvæmt
geta sjómenn og útgerð ekki ákveðið
fiskverð einhliða. Laun sjómanna
ráðast því annars vegar af því á
hvaða verði fiskurinn er seldur og
hins vegar á hlutaskiptunum. I
kjarasamningum er ákvæði þess efn-
is að útgerðin skuli ætíð leitast við
að ná hæsta mögulegu verði fyrir
aflann. I síðustu kjaradeilu buðu út-
gerðarmenn sjómönnum ákveðið
lágmarksverð á þorski, um 60 krón-
ur að meðaltal, og skyldi ekki gert
upp við þá á lægra verði. Þessu til-
boði höfnuðu sjómenn.
Ráðstöfun aflans
Miklar breytingar hafa orðið á
ráðstöfun fiskaflans á undanförum
árum. Fram til 1980 má segja að hún
hafi aðeins verið með tvennum
hætti. Löndun til fiskvinnslu heima,
oftast eigin vinnslu, og löndun er-
lendis. Upp úr 1980 koma frystiskip-
in til sögunnar og útflutningur á
óunnum fiski í gámum verður mjög
mikill, en jafnframt dregur úr sigl-
ingum skipa með eigin afla til hafna
erlendis. Nú eru siglingar nánast úr
sögunni og mjög mildð hefur dregið
úr útflutningi á óunnum fiski í gám-
um. Ráðstöfun aflans er því að
mestu með þrennum hætti. Hann fer
á innlenda markaði, hann er unninn
um borð tilbúinn til útflutnings og
honum er landað til vinnslu, þar sem
flskvinnslan semur við útgerð og sjó-
menn um verð fyrir aflann.
Verðmyndun
Verðmyndun fiskaflans er sam-
kvæmt þessu með þrennum megin-
hætti. Verð á sjófrystum afurðum og
afurðum söltuðum um borð ræðst af
afurðaverði á mörkuðum út í heimi
og fá sjómenn gert upp miðað við
það. Verð á fiski, sem fer á innlenda
markaði (og erlenda) ræðst af fram-
boði og eftirspum hverju sinni og fá
sjómenn gert upp í samræmi við
það, að frádregnum kostnaði við sölu
aflans. I þriðja lagi semur svo fisk-
vinnslan við sjómenn og útgerð um
verð í beinum viðskiptum.
Loðna og sfld til bræðslu
Eins og er miðast verð á loðnu til
bræðslu við afurðaverð. Útgerð og
sjómenn fá nú um 55% af verði
þeirra afurða sem fást úr hverju
tonni af loðnu til bræðslu. Yfirleitt
hefur verið miðað við um 50% eða
rúmlega það undanfarin ár og hefur
verðið því ýmist hækkað
eða lækkað í samræmi við
heimsmarkaðsverð á af-
urðunum, en það liggur
ætíð nokkuð ljóst fyrir.
Svipaða sögu er að segja af
síld úr norsk-íslenzka sfldarstofnin-
um, sem landað er til bræðslu á vor-
in og í upphafu sumars. Á hinn bóg-
inn hefur verið greitt nokkru hærra
verð fyrir sfld til bræðslu á haustin.
Skýiást það meðal annars af því að
síldarmjölið á haustin er notð til
íblöndunar við loðnumjöl til að auka
gæði þess og um leið afurðaverð.
Einnig hefur samkeppni milli
vinnslugreina, frystingar, söltunai-
og bræðslu áhrif á verðið. Þetta er í
NÚ er verkfall á öllui
raun eina dæmið, fyrir utan afurðir
vinnsluskipanna, þar sem verð til út-
gerðar og sjómanna tengist heims-
markaðsverði afurðanna beint.
Fiskverð
Engar deilur standa um verð-
myndun á afla frystiskipanna og
sömu sögu er að segja um verð á
fiskmörkuðum. I beinum viðskiptum
milli útgerðar og sjómanna annars
vegar og fiskvinnslu hins vegar skal
gera skriflegt samkomulag um verð
á fiskinum. I flestum tilfellum er um
að ræða að skip og vinnslan séu í
eigu sama eða sömu aðila og því er í
raun aðeins verið að semja við sjó-
menn um verðið. Yfirleitt er um
samninga um fast verð að ræða, en í
einhverjum tilfellum markaðsteng-
ingu á hluta aflans. Þá miðast til
dæmis verð á fjórðungi þorsk- og
ýsuafla við meðalverð á innlendum
fiskmörkuðum en fast verð er á
þremur fjórðu hlutum afl-
ans.
Náist ekki samkomulag
um verðið er hægt að
skjóta deilunni til sér-
stakrar úrskurðarnefnd-
ar, sem skal skera úr deilunni. í slík-
um úrskurði er miðað við fiskverð í
viðskiptum annarra aðila, afkomu
veiða og vinnslu og fleiri þætti. Aðil-
um er síðan skylt að hlíta útskurði
nefndarinnar sé viðskiptunum haldið
áfram. Reyndar geta sjómenn geng-
ið úr plássi líki þeim ekki niðurstað-
an og á sama hátt getur útgerð og
vinnsla ákveðið að halda skipi sínu
ekki til veiða, verði niðurstaðan þeim
ekki að skapi. Vinnslan getur hætt
Tenging við
markaðsverð
snúin