Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Smíði Gígjukvíslarbrúar á áætlun
Óánægja meðal íbúa við Kringluna og Ofanleiti
Búið að steypa
tvo stöpla af sjö
Morgunblaðið/Þorkell
FYRIRHUGAÐAR breytingar á skipulagi Kringlunnar voru kynntar á
fundi með íbúum í gær.
NÍTJÁN manna flokkur frá Ár-
mannsfelli og annar eins hópur frá
Hjarðarnesbræðrum vinna nú við
smíði brúar yfir Gígjukvísl á Skeið-
arársandi og jarðvinnu í því sam-
bandi. Búið er að steypa 5 sökkla og
tvo stöpla en alls verða þeir sjö.
Gert er ráð fyrir að brúin verði til-
búin um mitt sumar.
Guðmundur Helgi Gunnarsson,
byggingastjóri hjá Armannsfelli,
sagði framkvæmdir hafa gengið vel
og sagði næstu steyputöm ráðgerða
í byrjun næstu viku. „Við höfum
verið heppnir með veður og lítið um
dauðan tíma vegna veðurs en það
sem getur helst tafið okkur er rok-
ið. Þá getur orðið erfitt að hemja
krana með stóra mótafleka og ann-
að sem þarf að hífa,“ sagði Guð-
mundur.
Vinnuflokkurinn er að 11 daga í
senn og tekur þá langa fríhelgi.
Flestir eru úr Reykjavík en nokkrir
úr nágrenninu. Hópurinn býr á
Hótel Skaftafelli og segir Guð-
mundur yfirleitt unna 11 tíma á dag
og stundum lengur á steypudögum.
BM Vallá er með steypustöð á
staðnum og sendir menn austur til
að stjóma henni þegar steypt er.
Guðmundur sagði brúna vera
mikið steypumannvirki, í brúargólf-
ið fæm til dæmis um þrjú þúsund
rúmmetrar. Hún er 300 metra löng
auk 18 metra landbrúa, sem svo era
nefndar, við báða enda þannig að
brúin er alls 336 metrar. Guðmund-
ur segir tilgang landbrúnna þann að
taka fyrst við stóram áhlaupum og
að þær myndu þá gefa sig fyrst.
Landbrýrnar era á stálbitum með
steyptu gólfi en sjálfir brúarbitarnir
era steyptir og með steyptu gólfi.
Ánni er veitt framhjá brúarstæðinu
að austanverðu meðan framkvæmd-
ir standa yfir en þær hófust 24. nóv-
ember.
Vilja
breyta inn-
keyrslu
ÓÁNÆGJA rfldr meðal íbúasam-
taka í Kringlunni og við Ofanleiti
vegna fyrirhugaðrar stækkunar
bflastæða við Kringluna og að-
komu að þeim austan megin við
Borgarleikhúsið, en við það mun
umferð um íbúðahluta Kringl-
unnar aukast talsvert frá því sem
nú er.
Borgarskipulag og umferðar-
nefnd borgarinnar stóðu fyrir
kynningu á skipulaginu í gær og
að sögn Ólafs Guðmundssonar,
formanns íbúasamtaka Kringl-
unnar 15 til 41, kom fram að ekki
verður hægt að taka tillit til óska
íbúanna af tæknilegum ástæðum.
„Það kom fram tillaga frá
þeim um að auka innkeyrsla yrði
frá Listabraut á móts við Versl-
unarskólann, en við viljum að
inn- og útkeyrslan sé alfarið það-
an og sjáum eiginlega ekki rök
fyrir því af hveiju svo megi ekki
vera,“ sagði Ólafur.
Hann sagði að frá íbúunum
hefðu komið ýmsar tillögur og
skapast um þær talsverðar um-
ræður, en óvíst væri hvaða tillit
yrði tekið til þeirra.
„Það er óánægja meðal allra
íbúðafélaganna fjögurra við
Kringluna og við Ofanleiti og þá
fyrst og fremst neikvæðni gagn-
vart því að það skuli vera farið út
í ráðstafanir sem auki umferð-
ina,“ sagði Ólafur.
tsme
■ V ■'
Morgunblaðið/Rax
FRAMKVÆMDIR við brúna yfir Gígjukvísl hafa gengið vel í haust og hafa litlar frátafir orðið vegna veðurs.
fslensk erfðagreining
Starfsfólks leitað
um allan heim
ÍSLENSK erfðagreining er að leita
að alls kyns starfsfólki vegna auk-
inna umsvifa fyrirtækisins í kjölfar
samnings þess við svissneska lyfja-
fyrirtækið Hoffmann-La Roche, en
fram hefur komið að tvöfalda þurfi
starfsmannafjölda fyrirtækisms á
næstu misserum.
Kári Stefánsson, forstjóri Is-
lenskrar erfðagreiningar, segir að
leitað sé eftir starfski-öftum sam-
eindalíffræðinga, mannerfðafræð-
inga, tölvufræðinga, tölvunarfræð-
inga og jafnvel mannfræðinga. Þeir
séu fyrst og fremst að leita eftir Is-
lendingum til starfa sem hafi metn-
að, vilja og dugnað til að starfa hjá
fyrirtækinu og leiti þeirra um allan
heim.
Þá sé hans hugmynd sú, og henni
hafi verið vel tekið af starfsmönn-
um, að 10-20% starfsfólksins séu út-
lendingar. Það sé mikilvægt fyrir
fyrirtækið, því útlendingar flytji
með sér þekkingu þegar þeir komi
til starfa, auk þess sem það myndist
tengsl við þær stofnanir erlendis
sem þeir hverfi til að loknum störf-
um hér á landi.
Gengur vel
Kári sagði að það gengi mjög vel
að ráða fólk til starfa. Fullt af fólki
væri þegar á skrá hjá þeim, sem
farið yrði í að hafa samband við á
næstunni nú þegar fjölga þyrfti
starfsfólki.
Kári sagði einnig að starfandi
væri ættfræðideild hjá fyrirtækinu
þar sem ynnu sex manns, auk þess
sem keypt hefði verið þjónusta af
ættfræðingum annars staðar frá.
Þessi starfsemi kæmi til með að
aukast.
Barnaverndarnefnd og Hafnarfjarðarbær dæmd í barnaverndarmáli
Skaðabætur og
ákvörðun um athugun
á högum barna ógilt
MEÐ dómi í Héraðsdómi Reykja-
ness fyrir nokkra var felld úr gildi
ákvörðun barnavemdamefndar
Hafnarfjarðar um að hefja könnun á
högum tveggja drengja í kjölfar
skilnaðar foreldra þeirra og deilu um
umgengni og Hafnarfjarðarkaup-
staður dæmdur til að greiða fóður
þeirra og drengjunum 100 þúsund
krónur í skaðabætur. Einnig er bær-
inn dæmdur til að greiða honum 80
þúsund krónur í málskostnað.
Málavextir eru þeir að í kjölfar
skilnaðar stefnanda og eiginkonu
hans fékk hann forræði yfir tveimur
sonum þeirra en móðirin þeim
þriðja. í maí 1995 leitaði konan til
sýslumanns og krafðist umgengni
við drengina og taldi að faðirinn
tálmaði umgengni með innrætingu.
Málið var sent bamaverndamefnd
sem fékk foðurinn á fund sinn. Tjáði
hann nefndinni að hann vildi sem
mesta umgengni drengjanna við
móður sína og samþykkti að Aðal-
steinn Sigfússon sálfræðingar kann-
aði hag þeirra, m.a. hvort ásakanir
móðurinnar um slæma hagi þeirra
og innrætingu væra á rökum reistar.
Hvekktir á afskiptum yfirvalda
I skýrslu sálfræðingsins kemur
fram að faðirinn hafi ekki á nokkum
hátt reynt að tálma umgengni. Lagði
hann fram tillögur um umgengni og
að tilsjónarmaður yrði skipaður þar
sem málið væri erfitt viðureignar. í
framhaldi af því kvað sýslumaður
upp úrskurð um umgengni.
Umgengni samkvæmt honum
komst ekki á og lýsti faðirinn
áhyggjum vegna hegðunar fyrrver-
andi konu sinnar við tilsjónarmann-
inn og óskaði milligöngu hans til að
tala um fyrir henni og kynna henni
tillögur sínar til úrbóta. Konan hafn-
aði öllum tillögum mannsins. Tilsjón-
armaðurinn óskaði þá eftir að ræða
við drengina en því hafnaði faðirinn,
sagði þá þegar hafa gengið gegnum
erfitt sálfræðimat vegna forsjár-
málsins og aftur vegna umgengnis-
málsins og taldi þá orðna hvekkta á
afsldptum yfirvalda.
Á fundi í bamaverndarnefnd
Hafnarfjarðar 29. nóvember 1996
var lögð fram greinargerð Hreins
Hreinssonar tilsjónarmanns og
kemst hann að þeirri niðurstöðu að
vísa beri umgengnismáli aftur til
sýslumanns þar sem umgengni sam-
kvæmt úrskurði hafi ekki komist á.
Efasemdir hafi komið fram hjá móð-
ur og sálfræðingi um hagi og að-
stæður drengjanna. Á fundi 17. jan-
úar 1997 samþykkir barnaverndar-
nefndin að starfsmaður nefndarinn-
ar kanni hagi og aðstæður drengj-
anna á grundvelli 18. greinar laga
um vernd bama og ungmenna. Þar
segir að fái barnaverndarnefnd rök-
studdan gran um að líkamlegri eða
andlegri heilsu bams eða þroska geti
verið hætta búin sökum vanrækslu,
vanhæfni eða framferðis foreldris
geti nefndin hafið slíka könnun.
Faðirinn krafðist þess að ákvörð-
unin yrði felld úr gildi, taldi hana
bæði efnislega ranga og byggða á
misskilningi um hagi barnanna. Eftir
ítrekun fóðurins hafnaði nefndin
kröfu hans og höfðaði hann þá mál til
ógildingar á ákvörðun nefndarinnar
og að Hafnarfjarðarkaupstaður yrði
dæmdur til greiðslu á 350 þúsund
krónum í skaðabætur. Sagði hann
ákvörðun bamaverndamefndar vera
byggða á greinargerð Hreins
Hreinssonar sem aftur byggði á mati
Aðalsteins Sigfússonar og Hreinn
hefði mistúlkað hrapallega.
Sagði hann drengina vel setta, þefr
reyktu hvorki né drykkju, notuðu
ekki fíkniefni, stunduðu íþróttfr og
hefðu engar kvartanir borist vegna
þeirra frá skóla eða lögreglu. Taldi
hann skilyrði laganna um rökstuddan
grun hafa skort og að ekkert hefði
legið fyrir í málinu sem réttlætt hefði
þá „aðfór barnaverndarnefndar að
einkalífi stefnanda og barna hans“,
eins og segir í dómskjölum og að slík
könnun sé alvarlegt inngrip í líf fjöl-
skyldu sem valdið geti álitshnekki
fyrir viðkomandi foreldri og börn.
Taldi hann einnig að 6. grein barna-
vemdarlaga hefði verið brotin þar
sem einungis hefðu setið konur í
nefndinni í umrætt skipti.
Nefndin hafnar
skaðabótakröfum
Þegar málið kom fyrir dóm sam-
þykkti bamaverndamefnd þá kröfu
mannsins að ákvörðunin yrði úr gildi
felld en hafnaði skaðabótakröfunni á
þeirri forsendu að hún hefði ekki
brotið gegn lögum og faðirinn og
börn hans hefðu ekki orðið fyrir
miska þar sem málefni barnavemd-
amefndar væru trúnaðarmál.
í niðurstöðu dómsins segir m.a. að
tilefni hafi ekki verið til aðgerðar af
hálfu barnaverndarnefndar og að
enginn rökstuddur grur.ur hafi legið
fyrir um að líkamlegri eða andlegri
heilsu barnanna hafi verið hætta bú-
in. í því sambandi sé sérstaklega til
þess að líta að bamaverndaryfirvöld
höfðu undir höndum þegar ákvörð-
unin var tekin nákvæmar upplýsing-
ar um hagi bamanna. Talið var að
ákvörðunin hefði verið óþarflega
harkalegt ún-æði með hliðsjón af at-
vikum málsins.
Dæmt var að ákvörðun barna-
vemdamefndar um að hefja könnun
á högum barnanna væri brot á
miskabótaákvæði 26. greinar skaða-
bótalaga nr. 50/1993, sem áskilur
þeim bætur sem orðið hafa fyrfr
ólögmætri meingerð gegn æra og
friði. Bótafjárhæð var ákveðin 100
þúsund krónur og málskostnaður 80
þúsund krónur.