Morgunblaðið - 07.02.1998, Page 4

Morgunblaðið - 07.02.1998, Page 4
4 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svona gerum við ÞAÐ ER víst engin vanþörf á að kenna börnunum að bursta tennurnar rétt. íslendingar eiga víst heimsmet í gos- drykkjaþambi og sælgætisáti og því er hættan meiri sem steðjar að tönnum íslenskra barna en annarra. Hrafnhildur Pétursdóttir tannfræðingur fræddi börnin í Austurbæjar- skóla um tannhirðu og tann- burstun í gær, en þá var hinn árlegi tannverndardagur, sem jafnan er haldinn fyrsta föstu- dag í febrúar. Morgunblaðið/Kristinn H.B. hf. tekur fiskverka- folk ekki af launaskrá Félagsmálaráðherra beitir sér fyrir breytingu á lögum um Atvinnu- leysistryggingasjéð SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ H.B. hf. hefur ákveðið að taka starfs- fólk í fiskvinnslu ekki af launaskrá, heldur greiða laun með hefðbundn- um hætti, þegar starfsfólk skortir verkefni vegna hráefnisskorts. Jafn- framt hefiu- fyrirtækið óskað þess, að atvinnuleysissjóður endurgreiði fyrirtækinu með þeim hætti að þeir dagar, sem til greiðslu koma, verði ekki dregnir frá rétti fyrirtækisins til greiðslna frá sjóðnum síðar á ár- inu. Beiðni þessi er studd af físk- vinnsludeild Verkalýðsfélags Akra- ness. í frétt frá sjóðnum eru gefin fyrirheit um að félagsmálaráðherra beiti sér fyrir því, að endurgreiðsla nú skerði ekki rétt fyrirtækja til slíkrar greiðslu síðar á árinu. Endurgreiðsla í allt að 60 daga á ári Samkvæmt gildandi lögum fá fisk- vinnslufyrirtæki, sem greiða starfs- fólki laun þrátt fyrir verkeftialeysi vegna hráefnisskorts, endurgreiðslu frá Atvinnutryggingasjóði fyrir allt að 60 daga á hveiju ári. Hins vegar er í gildi samkomulag þess efnis að heimilt sé að taka starfsfólk í fisk- vinnslu af launaskrá með sólar- hringsfyrirvara og setja það á at- vinnuleysisbætur, sé um hráefnis- skort vegna verkfalls sjómanna að ræða. Eins og staðan er í dag eru því tveir kostir, taka fólk af launaskrá eða greiða því laun og taka á sig skerðingu á fyrrnefndri endur- greiðslu. Sé starfsfólki haldið á launaskrá, ber það meira úr býtum en á atvinnuleysisbótum, þó kaupaukar komi ekki ofan á launin. í bréfi H.B. hf. til stjómar At- vinnuleysistryggingasjóðs segir með- al annars svo: „Það er alveg Ijóst að við þær viðkvæmu aðstæður sem ávallt fylgja verkfóllum sjómanna og réttindum fiskverkafólks, myndi þetta fyrirkomulag koma að öllu leyti betur út fyrir fólkið, sem nýtur kaup- tryggingaréttar og auðvelda allt starf vinnumiðlana. Við leggjum áherzlu á að ímynd sérhæfðs fiskvinnslufólks sé virt og kauptryggingaréttur kjara- samningsins beri ekki hnekki“ Fyrirtækið tekur á sig auknar byrðar Elínbjörg Magnúsdóttir, formaður fiskvinnsludeildar Verkalýðsfélags Akraness, tekur undir þessi sjónar- mið í bréfi til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. I bréfi hennar segir svo: „Það eru eindregin tilmæli til stjóm- ar sjóðsins að hún verði við þessari beiðni fyrirtækisins og rökstyður stjóm deildarinnar beiðni sína með eftirtöldum rökum. Með þessu er fyrirtækið að tryggja starfsfólki sínu dagvinnulaun meðan þetta ástand varir, dagvinnu- laun sem í öllum tilfellum era hærri en þær bætur sem Þetta starfsfók ætti kost á frá sjóðnum. Af þessu má ráða að fyrirtækið er að taka á sig auknar byrðar til að fiskvinnslufólk skaðist ekki meira en nauðsynlegt er.“ Fyrirheit um lagabreytingu I frétt frá Vinnumálastofnun vegna þess máls segir að Páll Péturs- son félagsmálaráðherra muni beita sér fyrir breytingu á lögum um greiðslu Átvinnutryggingasjóðs vegna fiskverkafólks, ef þörf krefur, vegna yfirstandandi sjómannaverk- falls. Samkvæmt þessum lögum fá fiskvinnslufyrirtæki endurgreiddan mestan hluta launakostnaðar, þegar starfsfólk er sent heim vegna hráefn- isskorts af hvaða sökum sem það er, í allt að 60 daga á ári. Þrátt fyrir end- urgreiðslu sjóðsins bera fyrirtækin nokkum kostnað af því að halda fólk- inu á launaskrá. Fyrirhugaðar breyt- ingar á lögum um áfengisgjald Gjald af léttu víni lækkar um 10% SAMKVÆMT frumvarpi til laga um breytingar á lögum um gjald af áfengi munu gjaldflokkar áfengis verða þrír og mun gjald af léttu víni lækka um 10% en gjald af öli verða óbreytt frá því sem nú er. Gjald af öðra áfengi mun hins vegar hækka og leggst það á allt vínandamagn, en þannig verður komið í veg fyrir að svokallað áfengis- gos og annað blandað áfengi njóti hagstæðari gjaldtöku en óblandað áfengi. Ríkisstjórnin ákvað síðastliðinn vetur að skipa nefnd til að setja fram tillögur um lagabreytingar í áfengis- málum og skilaði nefndin niðurstöð- um sem ríkisstjómin hefur sent þing- flokkum stjómarflokkanna. Um er að ræða frumvarp til nýrra áfengislaga og framvarp til breytingar á lögum um gjald á áfengi, sem fjármálaráð- herra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær, og auk þess frumvarp til laga um áfengis og vímuvamaráð sem til stendur að endurflytja, og kynnti heUbrigðis- og tryggingamálaráð- herra það á ríkisstjómarfundinum. Horfið verður frá skil- yrðum um staðgreiðslu Helstu breytingar sem framvörpin miða að fyi-ir utan breytingar á gjald- töku af áfengi era þær að rekstur áfengisútsalna verði háður eftirliti og sambærilegum skUyrðum og rekstur vínveitingastaða. Leyfisveitingar vegna innflutnings og heUdsölu áfeng- is, svo og yfiramsjón eftirlits með allri áfengisverslun verði á vegum ríkislög- reglustjóra, en jafnframt verði leyfí tU rekstrar vfnveitingahúsa og áfengis- útsalna veitt af viðkomandi sveitar- stjóm. Horfið verður frá þeim skUyrðum að ekki megi opna áfengisútsölu nema íbúar séu fleiri en 1.000 og að einungis megi selja áfengi gegn staðgreiðslu. Þá verður skemmtanaskattur afhum- inn. Gert er ráð fyrir að stofnað verði áfengis- og vímuvamarráð í þeim tíl- gangi að efla og styrkja áfengis- og vímuvamir sérstaklega meðal bama og ungmenna. Á ráðið að taka við hlutverki áfengisvamarráðs og stjóm- ar forvamasjóðs, auk þess sem því er ætlað að samhæfa eftirlit heUbrigðis- og lögregluyfirvalda og forvamarstarf rUds, sveitarfélaga og félagasamtaka. Hráefnisverð hefur verið að hækka Hlutfall hráefniskostnadar af tekjum í fiskvinnslu 80% Miðað er við FOB skilaverð til framleiðenda '92 ‘94 '96 '92 '94 '961 '92 '94 '96 'i 2 '94 Aaétl. Aætl. Áætl. 1997 1997 1997 MJOL&LYSI IHfHP 80 70 a'92 '94 '961 Áætl. 1997 1997 HRÁEFNISKOSTNAÐUR sem hlutfall af tekjum botnfiskvinnslunn- ar hefur hækkað stöðugt undanfarin þijú ár. Þetta hlutfall var 56% árið 1994, en var í fyrra 64,7%. Hráefnis- verð í öðram greinum sjávarútvegs hefur einnig hækkað frá árinu 1994, nema hvað hráeftiisverð í rækju- vinnslu lækkaði í fyrra. Þessar tölur era fengnar frá Samtökum fisk- vinnslustöðva. 200 milljónir tapast á dag Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, segir að reikna megi með að tapaðar tekjur í loðnuvinnslu verði um 200 milljónir á dag í sjó- mannaverkfaliinu. Reikna megi með veralegu tjóni í markaðsstarfi erlend- is ef verkfallið dragist á langinn, en erfitt sé að meta það til fjár. „Það er mikið í húfi fyrir þjóðarbú- ið. Tapið fer hægt af stað, en við telj- um að reikna megi með að tapið verði um 200 milljónir á dag, bara í loðn- unni. Sé litið til reynslu fyrri ára má ætla að verðmæti loðnuafurða í febrú- ar verði 6-7 milljarðar króna, en það er 6-7% af útflutningsverðmæti sjáv- arafurða á síðasta ári. Ef kostnaður við veiðamar er dreginn frá er nettótapið 4-5 milljarðar. 4-5 millj- arðar era 1,5% af ráðstöfunartekjum heimilanna. Við þetta bætist ýmiss konar óhag- ræði í botnfiskveiðum og vinnslu sem rekja má til verkfallsins. Líklegt er þó að það verði hægt að bæta það upp seinna ef verkfallið verður ekki þeim mun lengra. Þriðji þátturinn, sem nær ómögulegt er að meta til talna, er áhrif verkfallsins á fiskmarkaði er- lendis. Það er auðvitað mjög mikil- vægt að geta tryggt stöðugt framboð, birgðir era litlar og hvers konar trafl- un á mörkuðum getur valdið verulegu tjóni,“ sagði Þórður. Páll Pétursson félagsmálaráðherra Sé ekki að dómurinn hefði getað fengið aðra niðurstöðu PÁLL Pétursson, félagsmálaráð- herra, segist ekki fá séð hvemig Fé- lagsdómur hefði getið komist að annarri niðurstöðu, samkvæmt vinnulöggjöfinni, en þeirri að ógilda verkbann það sem útvegsmenn höfðu sett á þá skipverja á fiski- skipaflotanum, sem era ekki í verk- falh. Álits ráðherra var leitað í fram- haldi af ummælum Þórárins V. Þór- arinssonar, framkvæmdastjóra VSÍ, en hann sagði í Morgunblaðinu 1 gær að Félagsdómur væri fullkom- lega óhæfur til að leysa úr álitaefn- um á vinnumarkaðinum. Þórarinn sagði að hann hygðist leggja til við framkvæmdastjóm VSI að samtök- in beiti sér fyrir því að Félagsdóm- ur verði lagður niður. Aukið lýðræði „Vinnulöggjöfinni var breytt í þá veru að auka lýðræði og gefa félags- mönnum bæði meðal atvinnurek- enda og launþega tækifæri til að koma að meginákvörðunum," sagði félagsmálaráðherra. „Þetta hefur samviskusamlega verið gert í verkalýðsfélögunum. Það sama gild- ir að sjálfsögðu um atvinnurekenda- hliðina og ég sé ekki að Félagsdóm- ur hefði getað fellt öðruvísi dóm,“ segir ráðherra. Páll kvaðst ekki sjá tilefni til þess út frá þessum dómi að leggja Fé- lagsdóm niður, spurður hvemig hann myndi bregðast við hugsan- legri kröfu þess efnis frá VSÍ. „Eg er að sjálfsögðu tilbúinn að tala við fulltrúa VSÍ eins og ég er tilbúinn að tala við fulltrúa frá launþegum. En ég sé engin tilefni til þess út frá þessu máli að leggja Félagsdóm niður. Ég tel að Félagsdómur hafi hlutverki að gegna og að í þessu til- felli hafi hann farið eðlilega að,“ sagði Páll Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.