Morgunblaðið - 07.02.1998, Side 22

Morgunblaðið - 07.02.1998, Side 22
22 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Lög’gildingar- stofa og Fiskistofa aðstoða Sri Lanka GENGIÐ hefur verið frá samningi milli Fiskistofu og ráðgjafarfyrir- tækisins HIF AB í Svíþjóð um þátttöku Fiskistofu í þróunarverk- efni á Sri Lanka sem HIF AB hef- ur tekið að sér að vinna fyrir sænsku þróunarstofnunina SIDA. Verfkefnið felst í því að sðstoða sjávarútvesgráðuneytið á Sri Lanka við að breyta lögum og reglugerðum til samræmis við þær kröfur, sem gerðar eru af Evrópu- sambandinu og á öðrum markaðs- svæðum til þess að selja megi sjáv- arafurðir þar. Þá verður Fiskistofa til ráðuneytis um uppbyggingu á stjómsýslustofnun á Sri Lanka, sem beri ábyrgð á því að farið verði eftir hinum nýju reglum og haíi eftirlit með framleiðslu og meðferð sjávarafurða. Einnig verður veitt ráðgjöf í sambandi við starfsemi rannsókn- arstofnana á sviði sjávarútvegs og loks verður sérstök áherzla lögð á meðferð afla um borð í fiskiskipum, á uppbyggingu gæðakerfa í fisk- vinnsluhúsum og á menntum starfsfólks til sjós og lands. Verk- efninu skal í heild lokið á tveimur árum. I starfshópi þeim sem tekur þátt í þessu þróunarverkefni eru ís- lenzkir, danskir og sænskir ráð- gjafar, en af hálfu Fiskistofu eru það Þórður Asgeirsson, fiskistofu- stjóri, Halldór 0. Zoega, forstöðu- maður gæðastjómunarsviðs, og Sigurlinni Sigurlinnason, deildar- stjóri. Löggildingarstofan tekur einnig þátt í þróunarverkefni þessu og er Gylfí Gautur Pétursson, forstjóri Löggildingarstofu, í starfshópnum. Morgunblaðið/Guðlaugur Wíum Fiskur á hverjum krók SMABÁTAR frá Ólafsvík hafa fískað mjög vel að undan- fömu. Dæmi em um 5 tonn í róðri á aðeins 20 bala og einnig fóm þeir með 10 bala og fengu rúm fjögur tonn. Segja má að nánast hafi verið fískur á hveijum krók. Smá- bátarair halda hlutunum því gangandi í Ólafsvík núna með- an á verkfalli þeirra stóru stendur og Öm Alexandersson á Kristínu SH er himinlifandi með aflabrögðin. Fiskmarkaður Aust- urlands stofnaður Reyðar^örður. Morgunblaðið. FISKMARKAÐUR Austurlands hf. var stofnaður á Reyðarfirði fyr- ir skömmu. Á stofnfundinn mættu yfir 40 manns og safnaðist hlutafé að upphæð 4,1 milljón króna. Hlut- hafar era 25 og meðal þeirra stærstu eru Islandsmarkaður, Fiskmarkaður Vestmannaeyja, Hafnarsjóðimir á Reyðarfirði, Eskifirði og í Neskaupstað og Síld- arvinnslan hf. í Neskaupstað. Á fundinum var kjörin fimm manna stjóm. Formaður stjómar var kjörinn Andrés Hallgrímsson, framkvæmdastjóri íslandsmarkað- ar, en aðrir í stjóm eru Vilbergur Hjaltason, Unnar Björgúlfsson, Friðrik Rósmundsson og Gísli Gíslason. Fyrsta verkefni stjómarinnar er að leita að hentugu húsnæði fyrir starfsemina og er helzt horft til Reyðarfjarðar en einnig er athug- að með hús á Eskifirði. Reuters Skothríð á krýningardegi HERMAÐUR með bjarnarskinns- húfu var meðal þeirra, sem héldu upp á gærdaginn með mikilli skothríð, 62 fallbyssuskotum, en 6. febrúar er krýningardagur Elísabetar Bretadrottningar. Allt frá því á dögum Túdoranna hefur meiriháttar atburða verið minnst með skothríð frá Lundúnaturni. Umdeild lög um auknar rannsóknar- heimildir lögreglu í Þýzkalandi Lög'in samþykkt í Sambandsráði Bonn. Reuters. SAMBANDSRÁÐIÐ, efri deild þýzka þjóðþingsins, samþykkti í gær umdeilt stjómarfrumvarp til breytinga á stjórnarskránni, sem veitir lögreglu auknar heimildir til rannsóknaraðgerða, svo sem til að koma fyrir hlemnarbúnaði í einka- húsnæði. Þýzka lögreglan hefur ekki haft slíkar heimildir frá því á tímum Þriðja ríkisins. í Sambandsráðinu sitja 69 full- trúar sambandslandanna 16, sem mynda Sambandslýðveldið Þýzka- land. Við atkvæðagreiðsluna í gær náðist tilskilinn tveggja þriðju hluta meirihluti eftir að þrír full- trúar Brimaborgar ákváðu að styðja frumvarpið, en þeir höfðu áður lýst efasemdum og viljað sjá frekari breytingar á því áður en þeir gætu samþykkt það. Fulltrúar fimm sambandslanda, þar sem jafnaðarmenn og græn- ingjar em í stjórnarsamstarfi, sátu hjá. Neðri deild þingsins, Sambands- þingið, hafði samþykkt fmmvarpið í síðasta mánuði, en hart hafði ver- ið um það deilt í langan tíma. Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Helmuts Kohls kanzlara, hafði um árabil lagt mikla áherzlu á að lögregla fengi þessar heimild- ir til að vera betur í stakk búin til að vinna gegn skipulagðri glæpa- starfsemi, en samkomulag tókst loks milli CDU og Jafnaðarmanna- flokksins (SPD), stærsta flokks stjórnarandstöðunnar, um málið í janúar. Aðeins græningjar börðust heiftarlega gegn finmvarpinu. I Bremen era „stóm ílokkarnir“ tveir, CDU og SPD, saman í stjóm. Til að tryggja stuðning hennar við frumvarpið var ákveðið að sett yrði á fót endurskoðunar- nefnd sem hefði það hlutverk að leita leiða til að blaðamenn, læknar og lögmenn yrðu taldir til starfs- stétta sem ekki mætti beita hler- unum nema í sérstökum undan- tekningartilvikum. I lögunum, eins og þau hafa nú verið afgreidd, em einu starfsstéttfrnar sem slíkrar verndar njóta prestar og þing- menn. Lögin taka gildi um leið og þau hafa formlega verið birt. Bangsím- on er alls heimsins London. Reuters. STOFNANDI Bangsa- safnsins í Bretlandi reyndi í gær að komast að sam- komulagi við Borgarbóka- safnið í New York um að Bangsúnon fái að skreppa til Bretlands í frí, og jafn- vel í heimsreisu. Gyles Brandreth, stofnandi safnsins, segir Bangsímon ekki eiga heima í neinu sérstöku landi, heldur tilheyri hann heiminum öllum. Deila er risin milli Breta og Bandaríkjamanna um leikfangabangsann sem A.A. Milne skrifaði um sögumar af Bangsúnon, en bangsinn hefur dvalið á Borgarbókasafninu í New York í ellefu ár. Hafa margir málsmetandi Bret- ar beitt sér fyrir því að hann verði fluttur heim. Brandreth sagði engan vafa leika á því að Bangsúnon og félagar hans ættu að vera áfram í New York, en hann til- heyrði engu landi, heldur heiminum öllum. EMU-undirbúiiingur ESB-ríkja 011 nema eitt uppfylla verðbólguskilyrði ÖLL aðildarríki Evrópusambands- ins, ESB, nema Grikkland, upp- íylltu á árinu 1997 skilyrði Ma- astricht-sáttmálans um hámarks- verðbólgu fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Þetta kom fram í opinberam tölum hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem birtar vora í gær. Aðeins í Grikklandi var verð- bólgan á síðasta ári hærri en sem nemur því hámarki sem kveðið var á um í Maastricht-sáttmálanum, í öllum hinum ríkjunum fjórtán var hún innan settra marka, en þau miðast við meðaltalsverðbólgu í þeim þremur löndum þar sem hún er minnzt, að viðbættum einu og hálfu prósentustigi. Þau þrjú lönd þar sem verðbólga mældist minnst á liðnu ári var Ir- land, Austurríki og Finnland, en í þeim öllum mældist hún 1,2%. Það þýðir að hámarksverðbólga til að uppíylla aðildarskilyrði mynt- bandalagsins er 2,7%. í Grikklandi var hún 5,4% á árinu 1997. Framkvæmdastjórn ESB á að skila af sér mati sínu á EMU-aðild- arhæfni ESB-ríkjanna 25. marz næstkomandi. Yves Thibault de Silguy, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjóminni, staðfesti fyrr í vikunni að hún myndi miða matið á aðildarhæfninni hvað varð- ar verðbólgu við verðbólgutölur síðustu 12 mánaða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.