Morgunblaðið - 07.02.1998, Side 32

Morgunblaðið - 07.02.1998, Side 32
32 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HEIMILISVÉLIN ..er nokkur spuming? v« TXturn ooaxwi 200 MMX Minnl 32 MB D»kur 3200 MB Skjér 15" skjákon Tseng Labs ET6000 Geisiadni 24 hraöa Híóðkort Soundblaster 64 Hótrtarar 180 WÖtt Mótaw 33.6 bás fax & símsvari Netáskrft 4 mánaða stýnkerfl Windows 95b & bók Win 95 lyklaborð & mús HP690c+ prentari og kapali Lon og Don - 6 íslenskir leikir FEBRÚAR DAGAR Schneider MP140 hljómflutningstæki 0MB Virkadaga 10-19 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 13-17 www.bttolvur.is B.T. Tölvur Grensásvegur 3 - Sími 588 5900 Fax 588 5905 MARGMIÐLUN LEIKUR Wing Commander: Propheey krefst 166 MHz Pentium örgjörva án þrívíddarskjákorts, en 133 MHz með slíku korti, Ijögurra hraða geisladrifs og 32 Mb innra minnis. Origin framleiðir og gefur út. leiknum bráð- vel heppnuð og lýsing nánast gallalaus. Spreng- ingar eru skemmti- lega eðlilegar, með við- eigandi höggbylgjum og ljósadýrð, og leikurinn bráð- spennandi. Hönnuður Blade Runner kom við sögu í grafík- inni, og stóð sig vel sem vonlegt er, og þó að risapöddurnar séu ekki ógurlegri í sjálfu sér en risavaxnir rykmaurar, þá líta þær vei út. Hnökrar eru helst á kvikmyndaskeiðunum, sem verða leiðigjöm eins og áður er getið, og segja verður eins og er að frammistaða leikar- anna í þeim er í slöku meðallagi, sagan óspennandi og umhverfið ótrúverðugt. Þetta varpar þó engri rýrð á leikinn sjálfan, sem geimflugshermar næstu mánaða verða bornir saman við, en enn betri hefði hann orðið ef hægt væri að spila hann yfir net. Árni Matthíasson Glímt við risapöddur WING Commander-leikirnir eiga sér langa sögu, en fyrir skemmstu barst hingað til lands fímmti leikurinn í þeirri röð. Þeir hafa og tekið nokkrum breyting- um en stærsta stökkið var likiega í þriðja leiknum þar sem Mark Hamiil lék stórt hlut- verk. f Wing Comm- ander III var geisla- diskurinn nýttur tii liins ýtrasta og þeg- ar ijórði skammtur kom út var gengið enn lengra í þá átt, því diskarnir voru sex og nánast heii kvikmynd á bak við alit saman. Þetta var reyndar á þeim tíma sem Hollywood-furst- ar hugðust græða vel á tölvu- leikjum og helltu ómældu fé í hít- ina, en gleymdu aðalatriðinu; Ieiknum. Þannig þótti mörgum, þar á meðal undirrituðum, sem Wing Commander IV væri mikið fyrir augað, en lítil skemmtun þegar á reyndi. Mannaskipti urðu í brúnni áð- ur en vinna hófst við Wing Commander: Prophecy sem merkja má af leiknum. Meiri áhersla er nú lögð á leikinn sjálf- an og grafík og vélin sem knýr hann áfram hafa verið samhæfð aðdáunarlega. Ekki er lengur glímt við Kilrathi-ketti, heldur eru risapöddur viðfangið, sem breytir reyndar litlu. Töluvert er um myndskeið í Ieiknum, sem er og aðal Wing Commander leikj- anna í seinni tíð, en heldur þreyt- andi til lengdar. Þá er þó hægt að slá á Esc-hnappinn, sem gerist æ oftar eftir því sem líður á leik- inn. Það skiptir þó ekki |w máli, þvf Ieikjahlutinn Wm sjálfur er meistaralega vel ■1 af hendi leystur og tekur H§r aðra geimflugsherma wm —? í nefið. ,1S!Á Lifandi grafík Leikjavélin á bak við Wing Commander: Prophecy, kjarni forritsins, er endurhönnuð frá grunni og frábærlega vel heppn- uð. Grafíkin er Iifandi, hraðinn mikill og grúi smáatriða gerir umhverfíð Iifandi og eðlilegt. Leikurinn var reyndar prófaður í 200 MHz MMX tölvu með 64 Mb innra minni og 4 Mb 3Ðfx-skjá- korti, en gengur bráðvel á minni vél, 166 MHz tölvu með 24 Mb innra minni og slarkfært tvívídd- arskjákort. Það tekur tíma að læra að fljúga í Ieiknum, þó grunnhreyfíngar séu auðlærðar. Eftir því sem færnin eykst kann maður betur að meta hversu ná- kvæm stýringin er og eðlileg og ekki líður á löngu að sá sem leik- ur er farinn að stinga óþokkana af og stinga sér til og frá með sveiflum og fléttum. Eins og getið er er grafíkin í V =1 ýú M í J ---1 J J -J J ■ ■ Líkja má veraldarvefnum við bókasafn þar sem þúsundir vörubfla keppast við að sturta inn bókum allan sólarhringinn, og öllum óbundnum. Þá koma til leitarvélar og síðusöfn. Flestir þekkja Yahoo-vefinn, http://www.yahoo.com/, og reyndar una margir hag sinum harla vel þar. ■ Yahoo er svokallað síðusafn og ekki eigin- leg leitarvél, enda nær það ekki nema yfir brot af vefnum. Altavista, sem Digital setti upp til að monta sig af Alpha örgjörva sín- um, er aftur á móti leitarvél. Altavista er byggt upp af forriti sem fer um vefínn og safnar síðum í sérstakan gagnagrunn. For- ritið kalla menn þar á bæ Scooter og safnar það sex milljónum síðna á dag, vistar í grunninn og þegar þangað er komið sér sértilgert forrit um að vinsa úr það sem tvítekið er og úrelt, en tölvukostur þeirra Digital-manna er harla góður. Altavista er á slóðinni http://altavista.digital.com/, en vert er að benda á islenska útgáfu á slóðinni http://altavista.telia.com/cgi- bin/query?mss=is/about&country=is sem vistuð er hjá sænska símafyrirtækinu Telia eins og slóðin ber með sér. ■ Nýjung hjá Altavista er að hægt er að láta þýða síðumar sem leitað er að með því að smella á viðeigandi tengil, en einnig er hægt að láta sérstakan hugbúnað þýða texta með því að slá hann beint inn. Slóðin er http://babelfish.altavista.digital.com/, en þar er þýtt úr ensku á frönsku, þýsku, ítölsku, portúgölsku og spænsku og úr sömu málum á ensku. Þýðingin er ekki alltaf kór- rétt og jafnvel kátleg á köflum, en dugir yf- irleitt til að skilja megi innihald síðunnar. Þeir sem þekkja til Douglas Adams og sagna hans um geimputtalinginn átta sig strax á hvaðan nafnið er fengið. Picrd World " - bfsmet Séjecf kdn w i Searck Btuþt ■ Getið er Yahoo-síðusafnsins, en fleiri síðu- söfn em til, þar á meðal Nerd World. Þar á bæ reyna menn að bjóða up á meira en hreint síðusafn, til að mynda gefst notend- um kostur á að setja upp „korktöflu“, leita að netföngum og þar fram eftir götunum., en gamansemi er í hávegum á slóðinni. Slóð Nerd World er http://www.nerd- world.com/. ■ Faq heita skjöl á netinu sem em mikil upplýsingauppspretta. I þeim er að finna svör við algengustu spurningum um ýmis málefni, hvort sem er um tölvur, matvæli eða mannleg samskipti, enda er samheitið skammstöfunin Frequently Asked Qu- estions, eða algengar spumingar. A slóðinni http://mailserv.cc.kuleu- ven.ac.be/faq/faq.html má leita að slíkum skjölum en heildarlistinn er 2 MB. ■ Hjá Altavista er einnig hægt að leita í póstlistasafni, Usenet, er þar er að finna grúa upplýsinga um ólíklegustu málefni og svör við flestu á milli himins og jarðar. Betra er þó að leita hjá DejaNews á slóðinni http://www.dejanews.com/info/top- level.shtml, en þar er gríðarlegt safn skjala. Hægt er að leita beint í bunkanum, eða reika um skjalasöfn ákveðinna rása. Til að mynda má leita svara við allskyns tölvuvandamálum með því að fletta í alt.computers og rekja sig þaðan eftir viðkomandi tölvugerð, hugbúnaði eða jaðartæki. ■ Yahoo hefur liaslað sér völl víða um heim, er meðal annars með slóð í Bretlandi, http://www.yahoo.co.uk/, og aðra í Frakk- landi, http://www.yahoo.fr/. I Bretlandi er helsti keppinautur um hylli veflesenda UKplus síðusafnið á slóðinni http://www.-ukplus.co.uk/uk- plus/owa/pkghome.-p_home. UKplus segist skera sig úr frá öðr- um síðusöfnum í því að allar slóðir sem birtar eru í safninu eru yfír- farnar af safnvörðum og því megi treysta því að þar sé ekki að finna klám og álíka óáran. ■ Eftir því sem leitarvélum hefur fjölgað hafa ýmsir séð sér leik á borði og sett upp leitarvélar sem leita í leitarvélum. Til að mynda er Inference Find, á slóðinni http://www.in- ference.com/ifind/, þannig upp byggl að það leitar með fttforence aðstoð helstu _> ~ ~~ leitarvéla og síðusafna, WebCrawler, Yahoo, Lycos, Alta Vista, InfoSeek og Excite, fiokkar niðurstöðurnar og eyðir tvö- földum leitarniðurstöðum. Á heimasíðunni má lesa að þó Inference Find skili færri síðum en til að mynda Altavista þá séu þær síður marktækari og líklegri til að falla að því sem leitað var eftir. ■ Whatis.com heitir upplýsingalind á netinu sem fer nokkuð aðra leið en þær sem þegar hefur verið getið. Á slóðinni eru 1.200 atrið- isorð og grúi tilvísanasíðna. Alls eru 5.000 tilvísanatengingar um 3.000 tengingar á aðrar slóðir. Á heimasíðu whatis.com kem- ur fram að upphaf fyrirtækisins hafi verið orðalisti með tenglum sem félagar hafi sett saman sér til hægðarauka. Slóðin er http://www.whais.com/default.htm. mming company ■ Nýlegt síðusafn kallast The Mining Company og státar af einskonar safni undirsiðna eða slóða sem hver er helguð sérstöku málefni. Hverri slóð stýrir sérfræðingur í viðkomandi málefni, hvort sem um er að ræða listir, menntun, tölvutækni, trúarbrögð, menningu, heilsu, íþróttir eða fréttir og fréttaskýringar, en alls eru atriðin 13 sem getið er á forsíðu og reyndar sitthvað smálegt sem fellur ekki undir þá flokkun. Til viðbótar við síðu-söfnun stýra sérfræðingar fyrirtækisins umræðum um hvaðeina viðkomandi sérsviði þeirra, gefa út fréttabréf og svara tölvupósti. Slóð námafélagsins er http://www.whais. com/default.htm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.