Morgunblaðið - 07.02.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 07.02.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 33 MARGMIÐLUN Spjallað í beinni Eitt helsta aðdráttarafl netsins er hversu það auðveldar fólki að tala saman. Arni Matthíasson segir frá IRC-inu og hvernig tengjast megi því. FÁTT er betur til þess fallið að glæða áhuga á netinu og skilning á möguleikum þess en spjallrásirnar svo- nefndu, IRC, sem er skammstöfun á Internet Relay Chat. Á IRC-rás hittist hópur fólks, spjallar um heima og geima, er jafnvel inni á fjölda rása í einu og getur eins átt einkasamtal sýnist honum sem svo. Algengt er að fólk nýti sér IRC til að tala við ættingja úti í heimi, enda má lengi skrifast á á netinu á innan- bæjartaxta. Sagan hermir að 1988 hafí ungur finnskur forritari, Jarkko Oikar- inen, ákveðið að skrifa forritsstúf fyrir gagnabanka sem hann rak, OuluBox, en með forritinu hugðist hann gera notendum kleift að skrif- ast á í rauntíma, en ekki bara senda póst á milli. Hann notaði íyrirbæri á Bit-netinu sem kallaðist Relay sem fyrirmynd, en eftir því sem verkinu miðaði áfram varð það umfangs- meira. Snemma var hugmyndin um OuluBox lögð á hilluna og hann fór að fá kunningja viða um Finnland í lið með sér að setja kerfið upp þar i landi. Síðla árs 1988 voru fyrstu IRC-þjónamir settir upp utan Finnlands og í dag skipta notendur milljónum á hverjum degi og fjölgar ört. IRC er vinsæl leið íyrir ungt fólk að hittast og æ algengara verður að það hittist á IRC-inu frekar en yfir ánum, þó nánari kynni verði eðli- lega að vera augliti til auglitis. Að auki nota fjölmargir IRC-ið til að afla sér þekkingar og fróðleiks, kerfisstjórar og forritarar eru margir jafnan með IRC-glugga í gangi á tölvunni hjá sér til að geta spjallað við aðra kerfisstjóra og for- ritara; ef eitthvað kemur upp á er fljótlegt að segja frá því á viðkom- andi IRC-rás og áður en varir er komið svar eða tillögur að svari ut- an úr heimi. Hvernig má tengjast? Til þess að tengjast IRC-inu þarf vitanlega nettengingu og IRC-forrit sem sér um að tengja viðkomandi tölvu IRC-þjóni. IRCnet EU, IS Reykjavik heitir sá þjónn sem við- komandi myndi tengjast hér heima, en til þess má til að mynda nota for- ritið mlRC, sem er líkast til vin- sælasta IRC-forritið. Það er svo- nefndur deilihugbúnaður, þ.e. not- andi getur sótt það á netið og reynt það og ef honum líkar við fomtið er ætlast til að hann kaupi það fyrir einhverja smáupphæð. Skráning mlRC kostar um 1.000 krónur og má finna það á slóðinni http://www.mirc.co.uk/. Þegar inn er komið er sitthvað sem þarf að sinna, til að mynda þarf að velja sér viðurnefni, eða nick, og um að gera að hafa það skemmtilegt og jafnvel svolítið glannalegt. Þannig má finna á rásinni #icelandl8+ viðurnefni eins og haplo, A-Jingo, pavarotti, U-God, smari36, koddi, kvk24, kk26, disa22, TYSON-S og svo mætti telja. Kem- ur einnig í ljós þegar komið er inn á rás að tungutak þar getur verið álíka skrautlegt og oft harla ensku- skotið. Þannig er ekki óalgengt að sjá spurningunni hvernig hefurðu það svarað svo: ok en u, sem út- leggst, ég hef það ágætt, hvernig hefur þú það? Það er erfitt fyrir óvana að átta sig á því sem fram fer á IRC-rás, en best er að lýsa því eins og að vera staddur í fjölmennu matarboði. Þar eru kannski margar samræður í gangi í einu og talar hver upp í ann- an. Það kemur ekki að sök, því vilji einhver tala við sessunaut sinn tek- ur hann einfaldlega ekki eftir því hvað aðrir við borðið eru að segja; leiðir það hjá sér. Þannig geta verið tugir manna inni á rás og tugir sam- tala í gangi í einu. Ef aftur á móti á að ræða eitthvert prívatmál er hægt að mynda eigin rás og loka henni eða einfaldlega nota DCC, sem ger- ir kleift að senda einkaskeyti á milli manna og ýmis gögn, til að mynda forritsbúta, hljóð eða myndir. DCC er innbyggt í mlRC. Það er hægðarleikur að koma sér af stað á IRC-inu og til að mynda fylgir afbragðs hjálpartexti með mlRC þar sem sagt er frá IRC-inu og því hvemig best er að nota það, aukinheldur sem almennustu skip- anir eru kenndar, sagt frá op-um og bot-um og script-um svo fátt eitt sé talið. Einnig þarf að hafa í huga að þó að tjáningarfrelsi á IRC-inu sé meira en gengur og gerist manna á meðal, gilda þau gömlu sannindi að hver og einn má segja og gera það sem hann vill svo framarlega sem hann gangi ekki á rétt annarra. Þannig eru ýmsar sanngjarnar reglur á IRC-inu um framkomu og hegðun sem er fylgt fast eftir og best að læra þær utanað þegar 1 upphafi. Þeir sem hyggjast kynna sér IRC-ið ættu að gefa sér góðan tíma til að fylgjast með áður en viðkom- andi blandar sér í einhverja umræð- una, en eftir að komið er útí er eins gott að hafa nóg aflögu af frítíma, því IRC-ið verður oftar en ekki árátta. 12/12, ...— 1/ SnmHMpMHHpHpMHpBnynMpMHHMBHHKnHHmHHnnn iiPUiri' D-a 2'JAjiA*) SPilRT: Hvernig getur maður fengið fleiri brautir og bfla í Need For Speed 2? Er einhver munur á Need for Speed 2 eða Need for Speed 2 SE? jm(a>eldhorn.is SVAR: Need for Speed II er til fyrir PC-samhæfðar tölvur og einnig PlaySation. Svokölluð SE-útgáfa er aftur á móti aðeins til fyi-ir PC- tölvur og er með stuðningi við 3Dfx-kort en einnig er þar auka- borð, The Last Resort. I hinni út- gáfunni eru borðin sex. I báðum leikjunum er leyniborð, þar sem keppt er að næturlagi og meðal annars glímt við þórseðlur, geim- flaugar og álíka. I leiknum er einnig aukabíll, Ford Indigo, fyrir þá sem ná lengst, en honum má hka ná fram með því að slá inn REDRACER í aðalvalmyndinni, en aukaborðið með því að slá inn HOLLYWOOD. Fleiri svindl má finna á slóðinni http://www.pcga- mer.com/stra- tegyAieed-for-speed-2.html, þar á meðal hvernig komast má yfir ýmis sérkennileg farartæki, þórseðlur, trékassa, mjólkurbíla og Unimoog ti-ukka, svo fátt eitt sé talið. Lesendum Morgunblaðsins gefst kostur á að leita svara við spurn- ingum um margmiðlun og tölvu- mál. Spurningar skal senda með tölvupósti til spurt@mbl.is, eða í hefðbundnum pósti til Margmiðl- unarsíðu Morgunblaðsins, Kringl- unni 1,103 Reykjavík. Reiknað með Glókolli TÖLVUR verða æ algengari sem kennslutæki í skólum og forritum fjölgar sem nota má við kennslu. Hrafnkell S. Gíslason hefur fengist við forritun nokkra hríð og meðal annars samið nokkur kennsluforrit, þar á meðal Glókoll, sem kennir margfóldun, eins og Glókollur ævin- týrisins. Hrafnkell segist semja kennslu- forrit mikið til sér til gamans. Hann segist og hafa gaman af kennslu, enda hafi hann kennt í fimmtán ár þó hann starfi við annað sem stendur. Forritið heitir Glókollur II og er ætl- að til margföldunarkennslu, eins og getið er. Það er samið í Visual Basic og ætlað fyrir PC-samhæfðar tölvur með Windows 3.1 eða betra. Nemendur fá upp valmynd sem gefur þeim kost á að velja tvo sams- konar leiki, annan þar sem keppst er við kökuát og þarf að svara rétt til að fá köku, en síðan er leikur sem kall- ast meistarinn og þá er keppt við tímann um að svara margfóldunar- spurningum. Hægt er að velja ólíka töflur eftir því sem vih og hafa þær fleiri en eina í einu. Hrafnkell S. Gíslason Sérstakur kennarahluti er í forritinu, en í honum er hægt að prenta út kannanir í töflum og æfingablöð, en búin er til ný könnun í hvert sinn, aukinheldur sem kennari getur haldið til haga frammistöðu nemenda. Hrafnkell segir að þeir sem kaupi Glókoll fái í kaupbæti annað forrit sem hann hefur samið og heitir Reikningskappakstúr, en þegar skóli kaupir Glókoll fær hann um leið leyfi til að dreifa Reikningskappastri eins og honum sýnist til nemenda sinna. MIKIÐ hefur verið rætt um framtíð Sega Saturn-leikjatölv- unnar og reyndar framtíð Sega almennt á leikjatölvu- markaði. Getgátur hafa verið uppi um að fyrirtækið hyggist slá sér saman við Microsoft í tölvusmíðinni, aukinheldur sem þrívíddarstaðlar hafa komið við sögu. Á heimasíðu Sega má lesa að fyrirtækið hyggist senda frá sér nýja leikjatölvu á næsta ári Ný Sega- tölva og endurskipuleggja rekstur- inn, meðal annars með því að segja upp þriðjungi af starfsliði sínu vestan hafs. Á sama stað má lesa að Sega muni halda áfram þröun og stuðningi við þær tölvugerðir sem þegar eru á markaði. Um 300 leikir eru til fyrir Saturn-tölvuna og að sögn stjöra fyrirtækisins verða leikir framleiddir fyrir þá vél af full- um krafti út árið að minnsta kosti. Til viðbótar við þetta hyggst fyrirtækið leggja enn meiri áherslu á PC-samhæfða leiki, en einnig hefur það hasl- að sér völl í netleikjum í sam- starfi við Heat.net og rekur víða um Bandarikin leikjamið- stöðvar í samvinnu við Dream- works.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.