Morgunblaðið - 07.02.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 07.02.1998, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR SVO virðist sem þær leiðir sem hingað til hafa verið farnar til þess að sporna við vímuefnaneyslu ungs fólks hafi ekki skilað þeim árangri sem flestir vilja. Framtíð- arsýn mín, líkt og þús- unda landsmanna, er eiturefnalaust samfé- lag, samfélag lífsgleði og bjartsýni í stað firringar og lífsflótta. Spurningin er hvort ekki sé rétt að huga að fleiri ráðum í barátt- unni við vímuna en hingað til hafa verið reynd. Margoft hefur verið bent á hlutverk íþrótta í þessu sam- bandi. Vitað er einnig að börn sem læra snemma dans verða frjálsari í umgengni sinni við hitt kynið á unglingsárum. Þau þurfa því ekki á vímuefnum að halda til að hleypa í sig kjarki. Framtíðar- sýn mín er að í skólum verði dans, tónlist og annað skapandi starf jafn sjálfsagt og lestur og reikningur. Það er ef til vill við hæfi að leiða hugann að tónlist- inni, nú þegar við sjáum menn- ingarmiðstöð vera að rísa hér á Kópavogshálsi. Eg sé fyrir mér að öll böm njóti /jafnréttis til tónlistamáms. Kópa- vosgsbær styrkir Tónlistarskólann með framlagi sem nemur launagreiðslum til skólastjóra og kenn- ara, eða rúmum 40 milljónum á ári. Fram- tíðarsýn mín er að slíkt framlag nýtist með þeim hætti að tónlist- arkennarar komi frá Tónistarskólanum í grunnskólana til að kenna 6-9 ára bömum. Þar sem allir skólar bæjarins era einsetnir myndi tónlistarnám verða viðbót við skyldunámið og þar með lengja skólatíma bama um sem því nem- ur, tvo til þijá tíma á viku. Þessi aldurshópm- hefur getað nýtt sér framhaldsdvöl eftir skólatíma. Vel mætti hugsa sér að gera alvöra úr hugtakinu „heilsdagsskóli" með því að lengja skólavist bama, bjóða upp á tungumálanám, dansnám og myndlistamám, auk þess sem böm- in nýttu tímann í skólanum til að vinna verkefni sem nú era unnin heima. Þar með fengju böm jafnan rétt til þess að kynnast þessum greinum þegar í upphafi skóla- göngu, auk þess sem við foreldrar myndum losna við þennan eilífa akstur með bömin úr og í sér- kennslutíma. Mér er ljóst að ef slík draumsýn ætti að verða að veruleika þyrfti ýmislegt annað að fylgja með eins og t.d. skólaeldhús, annaðhvort í hverjum skóla eða miðlægt fyrir fleiri en einn. Að sjálfsögðu er þetta ekki ódýrt, allt kostar pen- inga, en nú hefur sitjandi meiri- hluti að mestu leyti lokið við frá- gang gömlu gatnanna og breytt bænum okkar í alvörubæ sem eng- inn skammast sín fyrir. Jafnframt því sem við höldum áfram að borga niður skuldir er brýnt að huga að forgansröð næstu verk- efna. Þótt menningarmiðstöð á hálsin- um veki með okkur vonir um að Kópavogur verði fyrirmynd í list- um og menningu skulum við ekki gleyma því sem vel hefur verið gert í þeim efnum á undanfömum Framtíðarsýn mín er, segir Margrét Björns- dóttir, að í skólum verði dans, tónlist og annað skapandi starf jafn sjálfsagt og lestur og reikningur. áram; Tónlistarskólinn, Skóla- hljómsveit Kópavogs og Kárs- neskórinn eru talandi dæmi um frábæran árangur. Slík dæmi geta orðið okkur leiðarvísar til bjartrar og vonandi vímulausrar framtíðar ungs fólks. Vegna tæknilegra mistaka við vinnslu greinar Margrétar sem birtist í blaðinu í gær, lenti hluti af þessari grein inni í þeirri grein. Beðist er velvirð- ingar á því. Höfundur tekur þátt f prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi og stefnir á 5. sætí listans. Fjölskylda, dagvistun, skóli Margrét Björnsdóttir Allt sem skiptir máli! ÞEGAR við spyrj- um okkur þeirrar spurningar, hvaða kosti við teljum æski- legasta í fari stjórn- ' Jlmálamanna, hafa svörin tilhneigingu til þess að verða býsna einhlít. Við krefjumst þess að stjórnmála- menn séu heiðarlegir, bæði gagnvart við- fangsefnum sínum og umbjóðendum, stefnu- fastir, til að láta stýr- ast af málefnalegri umræðu framar dæg- urþrasi, séu framsýnir og hafi til að bera það innsæi er þarf til réttrar ákvarð- anatöku. Laugardaginn 7. febrúar næst- wikomandi, er það hlutskipti sjálf- stæðismanna í Kópavogi að velja það fólk, er skipa á forystusveit flokksins í komandi sveitarstjómar- kosningum. Flokksmenn eiga erfitt val fyrir höndum; margt góðra manna hefur boðið fram krafta sína, Sjálfstæðisflokknum til heilla. Mér er þó ljúft og skylt að drepa niður penna, til að lofa einn frambjóðanda öðrum fremur. Einn þeirra, er gefa kost á kröftum sínum í fyrrgreindu prófkjöri, er ungur maður að nafni Ar- mann Kristinn Olafs- son. Armanni kynntist ég á þeim tíma er ég gegndi embætti for- manns Týs, félags ungra sjálfstæðis- manna í Kópavogi. Ar- mann var þá gjaldkeri Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Áttum við mikið samstarf í kringum sveitarstjórnar- og Al- þingiskosningar og urðu þau kynni til að vekja með mér mikið traust og álit á Ármanni. Verkefn- um þeim er ljúka þurfti, lauk Ár- mann með sóma auk þess að leggja öðrum gott til við lausn á verkefnum þeirra. Þórður Ólafur Þórðarson MATARLITIR fyrir kökur, marsipan og skreytingar. /fímismunandi litir Kr. 150 pr. stk. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 S: 562 3614 í sambandi við neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! Ármann er stjórnmálafræðing- ur að mennt. Að námi loknu stofn- aði hann, í samstarfí við félaga sinn, Jón Sæmundsson, auglýs- ingastofuna Nonna og Manna ehf., sem nú er ein stærsta auglýsinga- stofa landsins. Ármann starfaði sem framkvæmdastjóri hennar fram í júní 1995 er hann tók við starfi aðstoðarmanns samgöngu- ráðherra er hann hefur gegnt síð- an. Armann hefur gegnt ýmsum Armann Kristinn Olafs- son, er í senn frambæri- legur og verðugur fnll- trúi þess unga fólks, segir Þórður Qlafur Þórðarson, sem unn- vörpum byggir nú Kópavog. trúnaðarstörfum í forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Hann sat t.a.m. í stjórn og framkvæmda- stjórn Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, flokksráði Sjálfstæðs- flokksins og hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum fyrir hönd flokksins. Að ofan minnist ég á þá kosti er ég tel að góður stjórnmálamaður verði að vera búinn. Persónuleg kynni mín af Ármanni hafa fært mér heim sanninn um það, að hann er gæddur þeim kostum, er starf það sem hann nú býður sig fram til, krefst. Ármann er ungur maður sem sýnt hefur í verki hvers hann er megnugur, og er í senn frambærilegur og verðugur fulltrúi þess unga fólks sem unn- vörpum byggir nú Kópavog. Tryggjum Ármanni Kristni Ólafs- syni glæsilega kosningu í 4. sæti framboðslista Sjálfstæðisfélag- anna í Kópavogi. Höfundur er riíarí Sambands ungra sjálfstæðismanna. Nýtt afl með framtíðarsýn FRAMSÓKNAR- ÍHALDIÐ hefur ráðið ríkjum í Reykjanesbæ nær látlaust síðustu 30 árin og ber bæjarfélag- ið þess merki. Enginn metnaður virðist vera fyrir hendi, engin fram- tíðarsýn til og aðeins er farið að byrgja brann- inn þá er barnið er dottið ofan í. Eini ljósi punkturinn í þessari sorgarsögu eru árin fjögur þegar Jafnaðar- menn réðu Keflavík. Reykjanesbær þarf- nast þess og íbúar bæj- arins eiga það skilið að fram komi nýtt afl jafnaðar og fé- lagshyggju sem sýni metnað. Nýtt afl sem byggir á framtíðarsýn þar sem uppeldi og fjölskyldan skipa mikilvægasta sessinn í umhverfi okkar. Framtíðarsýn sem byggist á raunverulegu lýðræði þar sem bæjarbúar fá að leggja orð í belg og tillit sé tekið til þess við stjórn bæjarins. Framtíðarsýn sem bygg- ist á metnaði fyrir hönd bæjarfé- lagsins og vilja til þess að skapa okkur það umhverfi sem við kjós- um til handa okkur og bömum okkar. íbúar Reykjanesbæjar verða að hafna sinnuleysi eða hentistefnu núverandi meirihluta og velja sér bæjarstjóm sem hafa mun framtíðarsýn sem byggist um- fram allt á manngildi. Prófkjör Bæjarmálafélags jafnaðar- og fé- lagshyggjufólks í Reykjanesbæ er einstakur viðburður og næsta víst að litið verður til þess alls staðar að af landinu. Við frambjóðendur í prófkjörinu eram samhentur hópur sem vinna mun að hagsmunum bæjarbúa af fullum heilindum, hvar sem við lendum á lista. Hér er það heild- in sem ræður en ekki ákveðnar persónur eða flokksbrot. Þeir bæjarfulltrúar sem gefa kost á sér áfram, Jóhann Geirdal og Kristján Gunnars- son, eiga góða kosn- ingu skilið því auk verðleika þeirra þá er hið góða samstarf þeirra í bæjarstjórn í raun undanfarinn að því takmarki sem við höfum nú þegar náð. Ég hvet líka alla þá sem taka þátt í próf- kjörinu að gera þátt kvenna og ungs fólks sem mestan. Markmið okkar jafnaðar- og félagshyggju- Reykjanesbær þarfnast þess og íbúar bæjarins eiga það skilið, segir Eysteinn Eyjólfsson, að fram komi nýtt afl jafn- aðar og félagshyggju sem sýni metnað. fólks hlýtur að vera að velja lista sem undirstrikar það trausta sam- starf sem tekist hefur, endurspegl- ar það jafnrétti sem við viljum að einkenni samfélag okkar og ber með sér þá fersku vinda sem fylgja ungu fólki. Höfundur tekur þátt í prófkjöri Bæjarmálafélags jafnaðar- ogfé- lagshyggjufólks í Reykjanesbæ. Eysteinn Eyjólfsson Tryggjum fram- farir í Kópavogi í DAG ættu allir að vita hve Kópavogur er gott bæjarfélag. En vonandi gleymir því enginn að það er fyrst og fremst íbúunum sjálfum að þakka. Án þeirra væri enginn bær. Án þeirra væru engin bæjarstjóm. Án þeirra væra engir kjósendur sem hingað til hafa bor- ið gæfu til að velja öfl- uga fulltrúa til þjónustu við bæinn. Bæjarfull- trúi er að mínu mati einstaklingur sem er í þjónustu bæjarins, allra bæjarbúa og ber að gæta hagsmuna þeirra í hvívetna. Hagsmunir bæjarfulltrúans sjálfs eiga ekki að gilda meira en sem nemur einu atkvæði í kosningum. Upplýsingatækni er mér ákaf- lega hugleikin. Grípandi orð og áreiðanlega framtíðin. Rangt svar. Gamalt orð og nú þegar bæði nú- tími og fortíð. Tölvur og upplýs- ingatækni er eins og hvert annað verkfæri. Ef það er ekki ^ notað verður það ekki að gagni. Islend- ingar era stundum of nýjunga- gjarnir og era tilbúnir að kaupa alltaf það nýjasta vegna þess að þeir halda að það sé þar með betra og hagkvæmara. Hvað kunna margir lesendur þessarar greinar að stilla á upptöku fram í tímann á myndbandstækinu sínu? Upplýsingatækni er engin bylt- ing. Hún þróast eins og allt annað. Einn daginn í þessa áttina og hinn daginn einhverja aðra. Það er því ákaflega mikilvægt að taka skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu upplýsinga- tækninnar. Eða eins og einn góður maður komst að orði: „Söfnun upplýsinga er þekking, nýting þeirra er viska.“ Upplýsingar geta verið gulls ígildi séu þær nýttar á skyn- samlegan hátt. Þetta gildir jafnt um skóla sem stjórn fjármála í bæjarfélagi. Eitt af áherslumálum mínum er að tryggja skynsam- lega nýtingu upplýs- ingatækninnar í Kópavogi. Ég hef engan áhuga á að sóa fé bæjarbúa í Eitt af áherslumálum mínum er, segir Hall- dór J. Jörgensson, að tryggja skynsamlega nýtingu upplýsinga- tækninnar í Kópavogi. búnað sem ekki verður nýttur. Á þessum tímamótum er kominn tími til að stinga í samband við lýð- ræðið, nýta atkvæðisréttinn og tryggja framfarir í Kópavogi. Höfundur er tölvunarfræðingur og gefur kost á sér i 5. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi. Halldór J. Jörgensson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.