Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 57 FRÉTTIR i ( i ( ( i ( i i i ( Forysta ASI fundar á Norðurlandi GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASI, og aðrir forystumenn verka- lýðshreyfmgarinnar halda fundi með félagsmönnum ASÍ á Norður- landi 8.-14. febrúar nk. Yfirskrift fundanna er „Verkalýðshreyfmg framtíðarinnar“. A milli almennra funda verða fundir forseta ASÍ með stjómum og starfsmönnum stéttarfélaganna á hverjum stað auk heimsókna á vinnustaði. Fundirnir verða sem hér segir: í Eyjafirði verður fundur með fé- lagsmönnum Einingar og Iðju sunnudag 8. febrúar kl. 16 á Skipa- götu 14, Akureyri. Mánudaginn 9. febrúar kl. 20 með félagsmönnum Félags byggingamanna Eyjafírði, Rafiðnaðarsambands íslands og Félags málmiðnaðarmanna Akur- eyri, á Skipagötu 14, Akureyri. Þriðjudaginn 10. febrúar kl. 20 með félagsmönnum Félags verslunar- og Kosið um sameiningn á vestan- verðum Flóa ÍBÚAR Selfossbæjar, Sandvíkur- hrepps, Eyrarbakkahrepps og Stokkseyrarhrepps kjósa um sam- einingu sveitarfélaganna laugar- daginn 7. febrúar. A Selfossi er kosið í Sólvalla- skóla frá kl. 9-22; í Sandvíkur- hreppi á heimili oddvita í Litlu-Sandvík frá kl. 12-22; á Eyr- arbakka verður kosið í samkomu- húsinu Stað frá kl. 10-22 og á Stokkseyri í barnaskólanum frá kl. 10-22. Stjórnstöð og aðsetur samstarfs- nefndar sveitarfélaganna um þessa sameiningu verður í stjórnunar- álmu Sólvallaskóla, Selfossi, kenn- arastofu. Upp úr kl. 20 mun sam- starfsnefndin mæta á staðinn ásamt fulltrúm í sveitarstjórnum viðkomandi sveitarfélaga. Samstarfsnefndin safnar saman niðurstöðum frá einstökum kjör- stjómum og mun formaður nefnd- arinnar tilkynna um sameiginleg úrslit sameiningarkosninganna milli kl. 23 og 24. Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr skoðanakönnun um nafn á hið nýja sveitarfélag liggi frammi um kl. 1. Menningar- málaþing í Hafnarfirði MENNINGARMÁLAÞING, á vegum Listafélags Hafnarfjarðar og Menningarmálanefndar, verð- ur haldið í Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar, Strandbergi, í dag kl. 14-18. Að þingi loknu mun Menn- ingarmálanefnd afhenda styrki. Á menningarmálaþinginu verða þrjú umræðuefni: Á Hafnarfjarð- arbær að setja fé í menningu og listir? Á að halda fleiri listahátíðir í Hafnarfírði? Er hafnfírsk list öðmvísi? Þátttakendur í umræð- unni em Guðmundur Arni Stef- ánsson, Halldór Árni Sveinsson, Skarphéðinn Orri Björnsson, Sig- rún Ágústsdóttir, Kristinn Ander- sen, Jónína Guðnadóttir, Ellert Borgar Þon'aldsson, Jónatan Garðarsson, Örn Óskarsson, Aðal- steinn Ingólfsson, Árni Ibsen og Kolbrún Benediktsdóttir. Fundar- stjóri er Guðrún Helgadóttir. Um skemmtiatriði sjá hljóm- sveitin Botnleðja, Elín Ósk Óskarsdóttir, Ása Marín Haf- steinsdóttir, Flensborgarskólinn og nemendur í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Aðgangur að þing- inu er ókeypis. skrifstofufólks á Akureyri, á Skipa- götu 14, Akureyri. Fundur verður á Siglufírði mið- vikudag 11. febrúar ki. 20, með fé- lagsmönnum Verkalýðsfélagsins Vöku og RSÍ, á Suðurgötu 10, Siglufirði. I Skagafirði verður fundur með félagsmönnum Verkalýðsfélagsins Fram, Verkakvennafélagsins Öld- unnar, Verslunarmannafélags Skagfirðinga, Iðnsveinafélags Skagafjarðar og RSÍ, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20 á Sæmundargötu 7a, Sauðárkróki. í Húnavatnssýslu verður fundm' með félagsmönnum Samstöðu, Iðn- sveinafélags Húnvetninga og RSÍ, á Þverbraut 1, Blönduósi, laugardag- inn 14. febrúar kl. 14. Einnig verður fundur með félagsmönnum Verslun- armannafélags V-Húnvetninga og RSÍ laugardaginn 14. febrúar kl. 17 á Strandgötu 1, Hvammstanga. Fræðslu- fundur um smitsjúkdóm FRÆÐSLUFUNDUR á vegum fræðslunefndar Meinatæknafélags Islands verður haldinn þriðjudag- inn 10. febrúar nk. í Eirbergi kl. 20. Fyrirlesari verður Sigurður B. Þorsteinsson sérfræðingur í smit- sjúkdómum og mun hann fjalla um Chlamydia pneumoniae. ■ STJÓRN Sjálfsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu býður þeim félögum sem komast á sýningu Halaleik- hópsins á leikritinu Búktalaranum þriðjudaginn 10. febrúar kl. 20 að sjá sýninguna endurgjaldslaust. Fé- lagar eru hvattir til að skrá sig á skrifstofunni til að tryggja sér miða og sækja þá mánudaginn 9. febrúar. Aðeins eru sæti fyrir 50 í húsinu þannig að skráið ykkur sem fyrst. SÖNGSVEITIN Drangey heldur sitt árlega þorrakaffi í Drangey, Stakkahlíð 17, sunnudaginn 8. febrúar nk. Húsið opnað kl. 14.30. Eins og alltaf áður verður Fræðslufundur um forvarnir gegn krabba- meini STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, heldur fræðslufund í Skógarhlíð 8 í Reykjavík þriðjudaginn 10. febrúar kl. 20.30. Bryndís Eva Birgisdóttir, næringarfræðingur og næringar- ráðgjafí ræðir um forvarnir gegn ki'abbameini. I frétt frá Styrk segir að allir séu velkomnir. Ný ÓB-stöð opnuð við Snorrabraut NÝ bensínstöð, ÓB-ódýrt bensín, verður opnuð í dag, laugardaginn 7. febrúar, kl. 13 við Snorrabraut í Reykjavík við Domus Medica. I tilefni af opnun stöðvarinnar við Snorrabraut verður boðið upp á 7 króna afslátt af hverjum lítra bens- íns og díselolíu. Afslátturinn gildir fyrstu vikuna. Starfsmaður ÓB verður við sjálfsalann fyrstu vikuna frá kl. 9-17 og kennir viðskiptavin- um notkun hans. Stöðin við Snorrabraut er sjötta ÓB stöðin sem tekin er í notkun. Öllum 6 stöðvunum er stjórnað af einum starfsmanni og allur rekstr- arkostnaður er því í lágmarki. Því getur ÓB boðið lægra verð. Fimm kórar syngja fyrir sjúka og aldraða KVENNAKÓR Reykjavíkur, Vox feminae, Léttsveitin, Senjoritumar og Gospelsystur syngja á sjúkra- stofnunum og dvalarheimilum fyrir aldraða í Reykjavík sunnudaginn 8. febrúar. Tilefnið er að nú í janúar voru fimm ár frá því að Kvennakór Reykjavíkur var stofnaður. Að söngnum loknum er öllum fé- lögum í kórunum fímm, auk eldri kórfélaga, boðið að þiggja kaffiveit- ingar í félagsheimili skólans, Ægis- götu 7. veisluhlaðborð að skagfirskum sið og söngsveitin mun taka lagið fyrir gesti undir stórn Snæbjarg- ar Snæbjarnardóttur. Undirleik- ari verður Árni Elvar. Leikfélag MH sýnir Macbeth LEIKFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýnir Macbeth eftir William Shakespeare í kvöld kl. 20. Leikstjóri leikfélagsins að þessu sinni er Björn Ingi Hilmarsson. Lif- andi tónlist verður flutt á sýning- unni og er tónlistarstjóri Svavar Knútur Ki-istinsson. Með hlutverk Macbeths fer Orri Huginn Ágústs- son og frú Macbeth leiktir Ilmur Kristjánsdóttir. Fyrirhugaðar eru átta sýningar á Macbeth. SÖNGSVEITIN Drangey. Þorrakaffi Drangeyjar Athugasemd frá ríkisskattstj <5ra VEGNA ummæla framkvæmda- stjóra VISA Island í Morgunblaðinu á fimmtudag sl. (5. feb.) vill embætti ríkisskattstjóra koma á framfæri eft- irfarandi athugasemd: „Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri VISA Island, gerir lít- ið úr lagalegu áliti embættis ríkis- skattstjóra þar sem það „sé í full- komnu ósamræmi við álit færustu endurskoðenda. I mesta lagi sé þar aðeins spurning um útfærsluatriði eða bókhaldsfyrirkomulag en ekki skattskyldu“. Af þessu tilefni skal tekið fram að fyrirspurn barst frá endurskoðanda fyrirtækisins hinn 23. desember sl. um hvernig fara bæri með veittan afslátt í þessum til- vikum í bókhaldi kaupmanna. Á sama tíma barst reyndar fyrirspurn frá Kaupmannasamtökunum um sama efni. Ríkisskattstjóri svaraði báðum fyr- irspurnum 2. febrúar sl. og þykir ekki leika neinn vafi á því að afsláttur sem reiknaður er eftir á í gegnum yf- irlit greiðslukortafyrh'tækis getur aldrei komið til frádráttar við skil á virðisaukaskatti enda um svokallaðan óskilyrtan afslátt er að ræða. Það er hins vegar bent á að sé afslátturinn reiknaður til frádráttar söluverði strax við afhendingu vöru eða þjón- ustu (þ.e. tekjuskráning og útgáfa reikninga miðist við það) verði virðis- aukaskattsskil í samræmi við það. Það skal tekið fram að öll ákvarð- andi álit ríkisskattstjóra eru birt skattstjórum og teljast bindandi fyr- . h’ skattframkvæmd þar til þeim hef-' ur verið hnekkt með úrskurði yfir- skattanefndar eða dómstóla. Skatt- stjórar munu því við reglubundna skattframkvæmd ganga úr skugga um að virðisaukaskattsskil séu í samræmi við téð álit. Virðingarfyllst, Jón H. Steingrímsson, forstöðumað- ur virðisaukaskattsskrifstofu ríkis- skattstjóra. Athugasemd frá Visa Islandi EINAR S. Einarsson, fram- því að umræddur rafrænn afsláttur' kvæmdastjóri Visa Islands hefur óskað eftir að koma á framfæri eftir- farandi varðandi úrskurð embættis Ríkisskattstjóra um virðisaukaskatt af rafrænum afslætti, sem fjallað var um í viðskiptablaði Morgun- blaðsins á fimmtudag: „Vegna frétta af úrskurði emb- ættis ríkisskattstjóra við fyrirspum Kaupmannasamtaka Islands um virðisaukaskattskyldu af „eftirá- reiknuðum" rafrænum afslætti af Visa-viðskiptum er það að segja að úrskurðurinn er að nokkru leyti byggður á röngum upplýsingum frá Kaupmannasamtökunum en einnig ófullkomnum upplýsingum af okkar hálfu. Lýsingar á verklagsreglum vora ekki nógu nákvæmar, þ.e.a.s. hvernig að hlutunum/afgreiðslu er staðið, útreikningi og bókhaldsfyrir- komulagi o.s. frv. svo það kann að hafa valdið misskilningi um þann hátt sem hér er á hafður. Alla tíð hefur verið gengið út frá Heimildarkvik- mynd um heims- styrjöldina HEIMILDARKVIKMYNDIN „Föðurlandsstyrjöldin mikla“ verður sýnd sunnudaginn 8. febrúar kl. 15 í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Þetta er ein fjölmargra kvik- mynda sem Sovétmenn gerðu um síðari heimsstyi-jöldina en hún er sett saman úr fréttamyndum sem teknar voru á vígstöðvunum beggja vegna víglínunnar. Roman Karmen, hinn kunni kvikmyndaleikstjóri, átti mestan þátt í því að setja myndina smaman en aðalstarfsmaður hans við það verk var S. Smirnov. Aðgangur að kvikmyndasýningu MIR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur um heimspeki GEIR Sigurðsson, MA í heimspeki, flytur opinberan fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki í dag, laugardaginn 7. febrúar, kl. 15 í Odda, stofu 101 sem ber yfirskriftina Lífsþjáningin, leiðindin og listin - heimspeki Leopardis. Fyrirlesturinn fjallar almennt um heimspeki Giacomos Leopardis (1798-1832). Beint verður sjónum að gagnrýni hans á upplýsinguna og þeÚTÍ frumspekilegu fagurfræði sem hann setti til höfuðs þeirri tóm- hyggju er vísindahyggjan olli að hans mati. Geir Sigurðsson lauk BA-prófi í heimspeki frá Háskóla Is- lands 1994 og MA-prófi frá Uni- versity College Cork á Irlandi vorið 1997. Fyrirlesturinn er að nokkru leyti byggður á MA-ritgerð hans. komi í fyrsta lagi fram á sölunótum til korthafa og í öðru lagi heildar- upplýsingar um frádreginn afslátt á niðurstöðulistum dagsins hjá sölu- og þjónustuaðilum til uppfærslu í bókhaldi. Þannig er einnig tryggt að nettóviðskipti af þessu tagi færist ekki milli mánaða eða vask-tíma- bila. Því miður hefur orðið nokkur dráttur á því að tölvuvæða þessa framkvæmd og því byggt á bráða- birgðalausnum sem stendur. Þv/ verður embætti ríkisskattstjóra nú beðið um nýtt álit hér á að fengnum fyllri upplýsingum um framkvæmd mála frá VISA og FRÍÐINDA- KLÚBBNUM sem annast samninga við sölu- og þjónustuaðila hér um. Eins og áður hefur verið látið i ljós er það álit færustu endurskoð- enda að rafrænn kreditkortaafslátt- ur af þessu tagi sé eins og annar af- sláttur af reikningsviðskiptum frá- dráttarbær frá virðisaukaskatti." Gengið á reka á Hafnarskeiði í ÞRIÐJA áfanga raðgöngu ÚtivisL ar, Gengið á reka, verða gengnar fjörur Þorlákshafnar og Hrauns í Olfusi í fylgd staðarmanna. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 á sunnudaginn. Gangan hefst í Skötubót kl. 11.15. Litið verður inn í Byggðasafnið í Þorlákshöfn og komið við á Hrauni í bakaleið. Hraunsfjara er einna þekktust fyrir strand danska herskipsins Giötheborg haustið 1718 en þar var framkvæmt af fáum mönnum eitt hið mesta björgunarstarf sem sögur fara af á Islandi, segir í fréttatil- kynningu. LEIÐRÉTT Flóabær VEGNA ummæla sem höfð eru eft- ir Kjartani Björassyni í grein í blað- inu í gær um sameiningu sveitarfé- laga í Flóanum vill Kjartan árétta að það sé ekki hans eigin skoðun að uppnefnið Flóafífl sé niðrandi. I gi'eininni var ranglega talað um Flóabyggð sem eitt af hugsanlegum nöfnum á nýja sveitarfélagið, það á að vera Flóabær. Kjartan getur þess að hann hafí sérstaklega til- greint Flóabæjarnafnið sem slæm- an kost en Árnesþing gæti komið til greina sem framtíðarnafn. Tónlistarskólinn í Reykjavík í frétt í gær var Tónlistarskólinn í Reykjavík rangnefndur Tónlistar- skóli Reykjavíkur. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.