Morgunblaðið - 28.02.1998, Page 44

Morgunblaðið - 28.02.1998, Page 44
44 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR SNORRASON + Sigurður Snorrason fæddist í Stóru-Gröf á Langholti í Skagafirði 6. aprfl 1919. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki 20. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Snorri Stefánsson, bóndi í Stóru-Gröf, f. 1878, d. 1967, og Jórunn Sigurð- ardóttir, f. 1882, d. 1960. Börn þeirra hjóna voru fimm og náðu þrjú fullorðinsaldri: Sigrún Ólöf, Sigurður og Guð- rún. Sigurður lauk prófi frá gagn- fræðaskóla í Reykjavík. Hann hóf störf við málaraiðn ungur að árum og starfaði við þá iðn til starfs- loka. Hann lauk sveinsprófi í málara- iðn á Sigiufirði 20. ágúst 1956 með ieyfi iðnaðarráðuneytisins og meistararéttindi fékk hann 1971. Jafnframt málarastörfum var Sig- urður bóndi í Stóru- Gröf framan af ár- um. Hinn 8. okt. 1949 kvæntist Sig- urður Þorbjörgu Þorbj arnardóttur frá Geitaskarði, f 10. sept. 1928. Þau eignuðust fimm böm: 1) Snorri Bjöm, f. 23.7. 1950, eiginkona Ágústa Eiríksdóttir, eiga þau þrjú börn. 2) Jórann Guðlaug, f. 21.11. 1951, sambýl- ismaður Haraldur Bjargmundsson, hún á þrjú böm. 3) Hiidur Sigfríður, f. 9.1. 1953, eig- inmaður Jóhann Friðriksson, eiga þau tvo syni. 4) Kristrún, f. 24.10. 1955, hún á eina dóttur. 5) Eva, f. 1.12. 1958, eiginmaður Haraldur Jón Arason, þau eiga tvær dætur. Utför Sigurðar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Andlátsfregn Sigurðar Snorrason- ar frá Stóru-Gröf kom okkur tengda- fólki hans nokkuð á óvart þótt hann + hefði ekki gengið heill til skógar um alllangt skeið. Söknum við nú vinar í - stað og kærs tengdabróður. Hann ólst upp með foreldrum sínum og tveim systrum, Sigrúnu og Guðrúnu í Stóru-Gröf og átti hann þar heima þangað til hann fluttist til Sauðár- króks með konu sinni tyrir nokkrum árum. Að honum stóðu á báða bóga traustar bændaættir. Strax í æsku kom í ljós að dreng- urinn hafði mjög gaman af því að teikna og mála og einnig hreifst hann mjög af söng og tónlist. Sigurður lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla í Reykjavík 1936 og hóf þá störf við málaraiðn sem aðalstarf, bjó jafnframt að hluta til heima í Stóru-Gröf. Þá lauk hann sveinsprófi á Siglufirði með leyfi iðnaðarráðu- neytisins. Eins og áður segir var Sigurður snemma listrænn og var hann tvo vetur í námi hjá Freymóði Jóhann- essyni listmálara á árunum 1935-37 í teiknun og í meðferð lita. Hafði Sig- urður ótvíræða hæfileika sem list- málari og gerði hann talsvert af því framan af ævi að mála fallegar lands- lagsmyndir sem víða er að finna á heimilum Skagfirðinga. Einnig eru veggskreytingar hans á nokkrum stöðum í Skagafirði, þar sem þær eru hafðar í heiðri. Það kom fljótt í ljós að erfitt var að sameina í sömu persónu listmálara og bónda sem þurfti að hafa góðan arð af búi þvi að nú skyldi ráðist í að byggja steinhús í Stóru-Gröf. Það gekk eftir því að þegar hann tók á móti sinni ungu eiginkonu, Þorbjörgu Þorbjamardóttur frá Geitaskarði, 1949 var húsið risið eftir teikningum sem Sigurður hafði sjálfur unnið. Er óhætt að segja að þar hafi vel til tek- ist, því að þetta fallega hús var út- fært af smekkvísi listamannsins og var verðugur rammi um heimilið sem þau hjón bjuggu sér og fimm bömum sínum í Stóru-Gröf og varð með tim- anum þekkt fyrir myndarskap og hlýleika. Síðar óx upp fallegur trjá- garður í kringum húsið og hefir ekki verið sársaukalaust fyrir þau hjón að yfirgefa þennan indæla stað er þau seldu og fluttu til Sauðárkróks. Einhverju sinni sagði gestur hjá þeim hjónum: „Hvar er að finna feg- urra útsýn en úr gluggunum í Stóm- Gröf, þar sem sér til allra átta um Skagafjörð?" Eftir að Sigurður fékk iðnaðar- mannsréttindi 1961 var hann húsa- málari með aðsetur í Stóra-Gröf en konan annaðist búskapinn og tók börn til dvalar í nokkur sumur. Var sonur okkar meðal þeirra barna sem nutu áhyggjulausra æskudaga sumar eftir sumar í skjóli móðursystur sinn- ar á þessum yndislega stað. Sigurður var eftirsóttur í starfi og tók verkefni víðar en í Skagafirði. Heima tók hann að sér málningu á Hóladómkirkju eftir breytingar og viðgerð á henni. Einnig var hann fenginn til að mála aðra fagra kirkju, Þingeyrakirkju í Húnaþingi svo eitt- hvað sé nefnt. Eins og allir sannir Skagfirðingar hafði Sigurður unun af góðri tónlist og hafði sjálfur fallega söngrödd með þýðum hljómi og minnumst við hjón- in ótal ljúfra stunda í söng og gleði. I sjóði minninganna er að finna stórskemmtilega ferð sem við fjögur fórum saman um Evrópu. Þá kom í ljós hve Sigurður var víðlesinn og vel heima í sögu þjóðanna. Hafði hann greinilega sótt fróðleik í sitt góða og mikla bókasafn heima í Stóru-Gröf. Hann átti trúlega óvenju marga titla íslenskra bóka sem komið hafa út síð- ustu áratugina og naut þess á ferða- laginu hve hann vissi margt um það sem fyrir augu bar. Þótt honum fyndist afar athyglis- vert allt sem hann sá í Þýskalandi, Frakklandi og víðar var hann í eng- um vafa um hvar honum fannst veldi listarinnar rísa hæst, en það var í borgum Italíu, en ekki t.d. söfnum né kastölum Frakklands og um Louvre eða Versali vildi hann lítið segja. Bóndinn frá Stóra-Gröf bar ekki með sér að þar færi maður frá nyrstu mörkum hins byggða heims - hann bar mikið fremur - ómeðvitandi - fas heimsmannsins sem lítur yfir sviðið með stóískri ró - metur og vegur og myndar sér skoðanir sem fylgja hon- um allt á leiðarenda. Sigurður gat ef svo bar undir haft sterkar skoðanir í umræðu dagsins og átti þá til að nota sterk orð en alltaf gat þessi eiginleiki frekar vakið kátínu en sárindi vegna þess að það lá eiginlega í loftinu að þetta var hans máti að lyfta umræðu upp úr lágkúru hversdagsins og eitt er víst að þegar um var að ræða mál mannúðar þá var hann réttum megin og þeir sem gerst þekktu hann vissu, að hann vildi eng- an særa. Gegnum veikindi af ýmsu tagi síð- ustu árin var Sigurður í umsjá konu sinnar, alltaf heima. Hann vildi ekki annars staðar vera. Þó mun hann hafa þegið mánaðartíma á síðasta sumri í hvíldarinnlögn á Sjúkrahúsi Skagfirðinga sem þau höfðu bæði mjög gott af. Tæpri viku fyrir andlát Sigurðar fór fram síðasta símtal okkar tengda- systkinanna. Fóra orð á þá leið að mikið væri að þakka, þegar hallaði undan fæti - ef makinn væri traustur og brygðist ekki, er mest á reyndi. Var slegið á létta strengi og minnt á að hann væri nú einn af þeim sem ættu því láni að fagna að hafa bæði góða og skemmtilega „hjúkrunar- konu“ sem hugsaði vel um hann í öll- um aðstæðum og brygðist aldrei. Svar Sigurðar sem um leið voru hans síðustu orð við okkur vora: „Já, og það er ekki hægt að gera það betur.“ Aðeins fjóram dögum síðar kom óvænt áfall sem batt enda á líf hans eftir aðeins sólarhrings sjúkra- hússvist. Nú kveðjum við kæran vin og góðan félaga og biðjum þann sem útdeilir öllum gæðum að blessa eigin- konuna sem eftir lifir og bömin þeirra öll. Gleymum að syrgja - en munum gleðistundirnar. í nafni fjölskyldu okkar þökkum við allt, elsku systir og mágkona. Blessuð sé minning Sig- urðar Snomasonar. Hiidur og Agnar Tryggvason. Mig dreymir enn ljúfa drauma um gömlu sveitina mína í Skagafirði, þar sem ég fékk að vera sem bam í mörg sumur hjá móðursystur minni Þor- björgu og Sigurði Snorrasyni manni hennar, sem nú er allur. Og þegar ég dregst á spinnhjólið í líkamsræktinni og loka augum hjóla ekki um Vestur- bæinn í huganum heldur Langholtið norðan heiða. Mér finnst að þessi elskulegu hjón þau Hobba frænka og Siggi, húsráð- endur í Stóru-Gröf, hafi reynst mér þá og reyndar alla tíð, eins og bestu foreldrar og standa fáir nær hjarta mínu en þetta góða fólk og niðjar þess. A ég þeim allt að gjalda og bara gott eitt. Ég álít það gæfu mína að hafa fengið að kynnast íslenskri sveit eins og ég gerði þarna. Hugur minn er stútfullur góðra minninga frá þessum tíma. Þarna fékk ég, borgarbamið, sem hafði auk þess alið aldur minn erlendis að kynnast svo mörgu áhugaverðu og skemmtilegu. Kátt var á hjalla. Mikið var sungið. Fátt held ég að Siggi hafi gert skemmti- legra en að syngja fullum hálsi og ekki einungis með öðram. Þau hjón vora bæði gott söngfólk. Ég held að ánægja mín af því að þenja radd- böndin í góðra vina hópi sé mest arf- ur frá Stóra-Gröf. Ég kynntist Soffa gamla, sem var óskyldur heimilis- fólkinu, en átti heimili þama í skjóli + Frændi minn, GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON frá Gaularási, Austur-Landeyjum, lést á elliheimilinu Grund fimmtudaginn 26. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Ingólfur Þórir Hjartarson. + Elskuleg eiginkona mín, ELÍN RÓSA VALGEIRSDÓTTIR, Miklaholti II, lést á Sjúkrahúsi Stykkishólms að kvöldi fimmtudagsins 26. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Guðbjartur Alexandersson. INGIBJÖRG STEPHENSEN + Ingibjörg Steph- ensen fæddist í Hafnarfirði hinn 8. júní 1897. Hún lést á Sólvangi í Hafnar- firði 10. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hcnnar voru hjónin Guðmundur Böðvarsson kaup- maður og Kristín Stephensen frá Við- ey. Þau bjuggu lengst af á Grundar- stíg 9 í Reykjavík. Kristín og Guð- mundur eignuðust fjórar dætur: Áslaugu, Guðrúnu Elísabetu, Ingibjörgu og Sigríði, en dóttir Áslaugar, ída Sigríður, var fóstursystir þeirra. Þær Sig- ríður og fda Sigríður eru eftirlifandi. Eiginmaður Ingi- bjargar var Stephan Stephensen, d. 1988, kaupmaður í veiðar- færaversluninni Verðandi, en þau hjónin voru systkina- börn. Stephan var sonur sr. Ólafs Steph- ensen, bróður Krist- ínar. Ingibjörg og Stephan eignuðust einn son, Ólaf Steph- ensen, markaðsráð- gjafa og tónlistar- mann. Utför Ingibjargar Stephensen var gerð í kyrrþey frá Fossvog- skapellu hinn 18. febráar. + Ástkær konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA BJÖRGVINSDÓTTIR fyrrum prestskona á Raufarhöfn og Skinnastað, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. mars kl. 13.30. Eiginmaður, dætur, dætradætur og tengdasynir. Þegar Ingibjörg Stephensen lést hinn 10. febrúar sl. var hún komin á 101. aldursár og búin að dvelja á hjúkrunarheimili í mörg ár. Hún hélt þó alltaf þeirri reisn og mynd- ugleik, sem bar persónuleika henn- ar svo sýnilegt vitni, þegar ég sá hana fyrst á tröppunum að Bjarkar- götu 4 um þetta leyti árs fyrir röskri hálfri öld. Þá leit hún á mig hlýjum en rannsakandi augum móð- ur, sem var að líta skólafélaga einkasonarins í fyrsta sinn. Eftir að ég hafði kynnt mig bauð hún upp á efri hæðina til Olafs, augasteins þeirra hjóna, sem sat þar á bakvið 120 bassa harmoniku, svo varla sást annað en freknótt, brosandi andlit- ið. Það var að hefjast æfmg í nýju skólahljómsveitinni okkar. Þann dag hófst vináttusamband mitt við þessa fjölskyldu. Ingibjörg og mað- ur hennar Stefán heitinn Stephen- sen, kaupmaður í Verðandi, reynd- ust mér og öðrum félögum Óla frá- bærlega vel. Gestrisnin var mildl og ósjaldan var mér boðið til kvöld- verðar, þegar við félagar komumst ekki yfir verkefni dagsins íyrr en kvölda tók. þeirra hjóna. Mér fannst hann raun- ar alltaf vera af annarri öld. Sigga frænka var 1. hjálparkokkur Soffa við bústörfin, á meðan hans naut við en að honum gengnum varð hún röggsöm bústýra og ég og Eva, syst- ir hennar, þegar hún stækkaði, vor- um til aðstoðar við verkin, en eldri systkinin Snorri Bjorn og Jóa voru mikið að heiman. Ég held að þau systkini hafi nú í fyrstu haft allan fyrirvara á mér, fulltráa góðu barn- anna hennar Hildar, sem sögð voru svo (óþolandi) práð og hlýðin. Sigurður, sem var málari að at- vinnu og listamaður að upplagi, fór um alla sýslu og víðar að draga björg í bú. Ég var alltaf ákaflega stoltur af myndunum hans Sigga. Botnaði aldrei í því af hverju svona góður listamaður lagði ekki fyrir sig að mála myndir og selja. Það varð að ná heyi í hús og gæta reglulega að búsmalanum niðri á Mýram, þar sem grimmir krummar sátu fyrir litlu lömbunum okkar. Fyrstu sumrin dró hestur sleða hlaðinn heyi heim í hlöð- ur og byggðar af torfi, eins og gert hafði verið á Islandi síðustu 1000 ár- in. Vegna þessa finnst mér stundum ég muna tímana tvenna. Hundurinn Skuddi var lifandi vekjaraklukka, sem sleikti snáðann morgunkátur. Hundarnir Hnoðri og Bjana standa líka glaðlegir í minningaflaumnum. Og fallega góða folaldið, alið heima, sem dó vegna þess að það komst í til- búna áburðinn. En það fékk virðu- lega útför við garðsendann. Vinalegir klárar, Gamli Gráni, Sjúss og Lýs- ingur voru alltaf tilbúnir í útreiðar. Bjössi frændi að keppa í sundi á 17. júní. Girnilegar kjötbollur Hobbu og ljúfur kvöldskattur, kökusneið og mjólkurglas. Kaupa karamellur í Holtsmúla. Og bralla ýmislegt. Eftir að sumardvölum lauk, var það ætíð sérstakt tilhlökkunarefni að koma í heimsókn. Þegar ég kom með Helgu Lilju mína og börnin okkar fannst mér eins og ég væri að sýna þeim óð- al mitt. Ég játa að mér fannst ég missa einhvers þegar Stóra-Gröf var seld. Sigurð vin minn kveð ég með sökn- uði og þakka honum það sem hann gaf mér. Ég harma það að hafa ekki getað hitt hann og hans fólk síðustu áratugina meira en raun hefur orðið á. En ég held að hans tími hafi verið kominn og hann hafi vitað það og sætt sig vel við það. Ég bið Guð að gæta Hobbu, fóranautar hans í næst- um 50 ár og besta vinar og banda- manns, sem alltaf sá það besta í hon- um og stóð góð og trá og trygg með honum til hinstu stundar. Tryggvi Agnarsson. Þótt Ingibjörg hefði í mörg horn að líta, gaf hún sér alltaf tíma til að sinna okkur strákunum og fylgdist með því, sem við vorum að gera og hugsa. Henni var einkar lagið að tala við okkur unglingana sem jafn- ingja og láta okkur fínna, að við værum málsmetandi persónur. Við urðum auðvitað í kjölfarið að haga okkur samkvæmt því. Ingibjörg var listelsk og las mik- ið. Hún reyndi að hafa áhrif á það, sem við lásum. Þegar við tókum að halla undir flatt og flissa í návist kvenna lánaði hún okkur fallegar ástarsögur, svo við gætum kynnst rómantíkinni örlítð. Það bar m.a. þann árangur, að Óli kvæntist henni Klöra, sem bæði hefur reynst góð eiginkona og afbragðs tengdadóttir. Ungu hjónin hafa nú komið mann- vænlegum börnum sínum fjórum á legg og fagna nú þegar fyrstu barnabörnunum. Bamaauðurinn var Ingibjörgu mikið fagnaðarefni. Fyrir röskum áratug dó Stefán 88 ára, en skömmu síðar vistaðist Ingibjörg á Sólvang í Hafnarfírði, ekki langt frá heimili sonar síns og fjölskyldu. Þar hittumst við nokkram sinnum og alltaf mundi hún mig, þótt hún væri orðin blind og nærri heyrnarlaus. Hún var enn- þá jafn áhugasöm um hag annarra eins og á meðan hún starfaði af fullri atorku fyrir Kvenfélagið Hringinn í fyrri tíð. Ef til vill sá hún mig ennþá fyrir sér sem ungviði, sem hlúa þyrfti að. Góð vinkona er gengin, en andi hennar og um- hyggja mun Iifa með okkur, sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga hana að. Hrafn Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.