Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Grunnskólinn í Grindavík Opin vika á alnetinu Grindavík - Opin vika eða þema- vika var haldin dagana 23.-27. febr- úar í Grunnskólanum í Grindavík. Verkefnið var mjög fjölbreytt, enda ekki annað hægt þegar við- fangsefnið er hafíð. Afi-aksturinn er hægt að sjá að hluta til á alnet- inu á heimasíðu skólans en slóðin er http:\\rvik.ismennt.isVgrinda. 011 hefðbundin kennsla féll niður þessa daga og nemendur og kenn- arar einbeittu sér að hinum ýmsu verkefnum, m.a. að hreinlega bera fjöruna inn á skólalóðina, en þar var útbúin fjara með öllu því sem þar fannst. Þá var starfrækt út- varpsstöð, gefíð út blað, teknar ljósmyndir, myndband gert, eldað úr sjávarfangi ýmsu og margt fleira, enda hóparnir alls 23 sem unnu mismunandi verk en þó öll tengd hafinu. títvarpið stóð upp úr Mikil sýning var síðan haldin föstudaginn 27. febrúar og sýning- artíminn hafður frá kl. 16-19 þannig að allir kæmust nú örugg- lega, enda kom mikið fjölmenni á sýninguna. A þessari sýningu var hægt að sjá afrakstur þessara daga Nýr vél- hermir tekin í notkun Neskaupstað - Nýlega var nýr vélhermir formlega tek- inn í notkun við Verkmennta- skóla Austurlands. Vél- hermirinn, sem keyptur vai- frá Englandi, er mjög full- kominn og nákvæmur og get- ur líkt eftir starfsemi vélar allt að 1.500 kW. Þá er hann tengdur við tölvu sem sýnir ástand vélarinnar hverju sinni. Kostnaður á þriðju milljón króna Jóhann Zoéga, kennari við Verkmenntaskólann, hefur ís- lenskað texta fon-itsins sem fylgir herminum og mun það auðvelda mjög vélstjóranám við skólann en áætlað er að það standi til boða á næstu önn. Vélahermirinn kostaði á þriðju milljón króna og er hann einn fjögurra slíkra sem keyptir voru til landsins sam- an og náðist við það um 25% lækkun á verði. Morgunbíaðið/Ágúst Blöndal HELGA Steinsen, skóla- meistari Verkmenntaskól- ans, og Jóhann Zoega, kennari, við vélherminn. og eins og áðm- sagði er hluti sýn- ingarinnar á alnetinu í gegnum heimasíðu skólans. Krakkamir voru mjög lukkuleg- ir með dagana og afraksturinn. Þegar myndbandshópurinn sem vann að stuttmynd var spurður um vikuna sagði Brynjar, sem hafði orð fyrir hópnum: Áhugasamir nemendur „Þetta hefur verið fínt, gaman og skemmtilegt. Eg held að útvarpið standi upp úr þó að sumir þættirn- ir hafi verið alveg hrikalegir." Auk Brynjars voru tveir aðrir lO.-bekk- ingar í myndbandahópnum, þeir Gulli og Heiðar. Sjómannalög ómuðu um gang- ana meðan á sýningu stóð og þegar Anna Lilja Sigurðardóttir skóla- stjóri var spurð um markmiðin og reynsluna af þessum dögum sagði hún: „Þessi vika var sett upp með það að markmiði að láta fnimkvæði og sköpunargleði nemenda njóta sín og þannig efla hæfni þeirra til sjálfstæðra vinnubragða. Reynsla mín er sú að hér voru virkir og áhugasamir nemendur að vinna og athyglisvert er hve vel gekk að vinna í aldursblönduðum hópum, en 1.-4. bekkur voru sam- an, 5.-7. bekkur saman og þá 8.-10. bekkur. Svona vinna byggist á öfl- ugum og skapandi kennurum, enda mikil undirbúningsvinna sem þarf að fara fram áður en verkefnið fer af stað. Þá vil ég geta þess að fyrir- tækjum í bænum var skrifað bréf og þau beðin að taka vel á móti nemendum sem þyrftu hugsanlega á aðstoð að halda og gekk sú sam- vinna sérlega vel.“ ÝMISLEGT var um að vera á þemaviku í Grunnskólanum í Grindavík. Morgunblaðið/Garðar Reyklaus 9. bekkur í Grunnskól- anum í Hveragerði Hveragerði - 9. bekkur Grunn- skólans í Hveragerði fékk ný- verið viðurkenningu frá Tó- baksvamaráði og Krabbameins- félaginu fyrir það að vera reyk- Iaus árgangur. Hefur þessi ár- gangur ávallt verið reyklaus og þykir það til mikillar fyrir- myndar. Bjarni Eiríkur Sig- urðsson, fulltrúi Tóbaksvarna- nefndar, afhenti fulltrúum bekkjanna viðurkenningamar. Ennfremur var hverjum nem- anda afhent viðurkenningar- skjal frá foreldrum fyrir árang- urinn. Af þessu tilefni buðu for- eldrar krökkunum í ferðalag og var ferðinni heitið til Geysis í Haukadal þar sem dvalið var í góðu yfirlæti yfir nótt. Foreldr- arnir gerðu það ekki enda- sleppt og komu með pizzur til ferðalanganna og haldin var mikil veisla. Að sögn Guðjóns Sigurðsson- ar, skólastjóra, em reykingar á miklu undanhaldi í Gmnnskól- anum. Annar 10. bekkurinn er reyklaus og báðir 8. bekkimir era taldir reyklausir þannig að bundnar era miklar vonir við það að Grannskólinn geti orðið reyklaus strax á næsta ári. ' . Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir BJARNI Eiríkur Sigurðsson, fuiltrúi Tóbaksvarnaráðs afhenti fulltrúum bekkjanna þeim Kolbrúnu Ósk Guðmundsdóttur og Heiðu Rún Sveinsdótt- ur viðurkenningarskjöl. - 9. bekkingar í Hveragerði á leið í ferðalag í boði foreldra. Iþróttamað- ur Borgar- byggðar 1997 valinn Morgunblaðið/Ingimundur BRAGI Hinrik Magnússon körfuboltamaður, íþróttamaður Borgarbyggðar 1997, er fyrir miðri mynd ásamt íþróttafólki sem valið var best í sinni íþróttagrein eða fulltrúar þeirra sem ekki voru viðstaddir. Við hlið hans sit- ur Elín Anna Steinarsdóttir er hlaut viðurkenningu úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar. Borgarnesi - Greint vár frá kjöri „íþróttamanns Borgarbyggðar" í íok íþróttadags í Borgarnesi 19. febrúar sl. Þáð er tómstunda- nefnd Borgarbyggðar sem valdi besta fþróttafólkið í hverri grein eftir tilnefningur frá íþróttafé- lagihu Kveldúlfi, Umf. Skalla- grimi, Umf. Stafholtstungna, Golfklúbbi Borgarness og Hesta- mannafélaginu Skugga. Við valið var árangur í íþróttum hafður til hliðsjónar en einnig félagslegur þroski og ástundun. Guðmundur Guðmarsson, for- seti bæjarstjórnar Borgarbyggð- ar, og Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfúlltrúi, greindu frá kjörinu og afhentu íþróttafólkinu viðurkenningamar. Eftirtaldir vora valdir íþrótta- menn þeirra íþróttagreina er iðkaðar era innan sveitarfélags- ins: fþróttir fatlaðra: Einar Tausti Sveinsson. Golf: Haraldur Már Stefánsson. Hestaíþróttir: Alex- ander Hrafnkelsson. Knatt- spyrna: Hilmar Þór Hákonarson. Fijálsar íþróttir: Kristín Þór- hallsdóttir. Badminton: Guðlaug- ur A. Axelsson. Körfuknattleik- ur: Bragi H. Magnússon, sund: Halldór Atli Þorsteinsson. tír hópi þessa íþróttafólks valdi tómstundanefnd Braga Hin- rik Magnússon sem íþróttamann Borgarbyggaðar árið 1997. En Bragi hefur verið ein styrkasta stoðin í úrvalsdeildarliði Skalla- gríms í körfuknattleik undanfar- in ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.