Morgunblaðið - 05.03.1998, Page 35

Morgunblaðið - 05.03.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 35 LISTIR Hvað uugur nemur BÆKUR Skólaútgáf'ur ÍSLENSKAR BÓKMENNTIR TIL 1550 eftir Baldur Jónsson, Indriða Gísla- son og Ingólf Pálmason. 2. útg. 123 bls. IÐNÚ. Reykjavík, 1997. UVENÆR er kennslubók úrelt orðin? Úrelt er hún þegar nýjar rannsóknir eða ný viðhorf hafa vikið til hliðar eldri vísdómi, íyrr ekki. Fombókmenntasaga þeirra Bald- urs, Indriða og Ingólfs kom út fjTÍr röskum tuttugu árum. Síðan hafa margir rýnt í fræðin og sett fram nýstárlegar kenningar sem vakið hafa athygli, þeirra á meðal Her- mann Pálsson sem minnt hefur á keltnesku áhrifin sem talið er að átt hafi drjúgan þátt í að skapa hér hina margrómuðu, islensku bókmenn- ingu. Fleiri hafa að sjálfsögðu lagt sinn skerf til fræðanna, sumir ólít- inn. Ekkert hefur þó komið fram sem beinlínis kollvarpar fyrri við- horfum. Ritið heldur því enn gildi sínu sem kennslubók. Vitanlega halda höfundar á lofti því sem efst var á baugi um miðja öldina. Gerð er grein fyrir sagnfestukenningu og bókfestukenningu. I samræmi við hlutleysiskröfur skólakerfisins er lesendum ráðið að fara bil beggja: ,;Virðist ekki óskynsamlegt að líta á Islendingasögur sem blending af sagnfræði og skáldskap, og eru hlut- fóll mjög mismunandi eftir sögum,“ segir þar. Sögurnar eru þarna flokk- aðar eftir áætluðum ritunartíma. Er sú flokkunin hvergi verri en hver önnur en engan veginn einhlít. Vit- anlega má telja fleira sem greinir sögurnar hverja frá annarri. Meðal annars má nefna uppruna, það er að segja hversu margar tengjast hverju héraði, og þar fram eftir göt- unum. Sakna ber að ekki skuli farið nánar ofan í stílfræði sagnanna, t.d. með hliðsjón af máli og stfl annarra lausamálsrita sem færð voru í letur á sama tima eða skömmu síðar. Hver var orsök þess t.d. að höfund- um sagnanna tókst að skrifa þennan tæra, klassíska stfl á sama tíma og erlend áhrif settu meh-i svip á ann- ars konar rit? Fomaldarsögum og riddarasögum eni gerð viðhlítandi skil, dönsum og rímum síður. Einkum ber að sakna að rímurnar skuh ekki teknar til ítar- legri umfjöllunar þar sem þær áttu eftir að eiga sér lengri sögu en nokk- ur önnur bókmenntagrein, eða fímm aldir óslitið. Skíðaríma Svarts á Hof- stöðum er listaverk ekki síður en ým- is þekktari og virtari verk. Þess er getið til að Skiðarímu hafi Svartur ort til að skopstæla rímnakveðskap- inn og má það rétt vera. Urmull lé- legra rímna, sem ortar voru síðar, mega engan veginn varpa rýrð á það sem best var gert í þeirri grein. Ekki má heldur gleyma þætti þeim, sem rímurnar áttu í varð- veislu tungunnar. Rím- urnar voru sú málfræði sem kynslóðimar námu frá miðri 14. öld til miðr- ar 19. Minna má nú gagn gera! Ef farið er út í sam- anburð einstakra kafla verður niðurstaðan sennilega sú að bestur sé Eddukvæðakaflinn. Þar er líka vélt um hluti sem fjarlægh- hljóta að teljast, bæði í tíma og rúmi, sögulegar stað- reyndir fáar við að styðjast og ágreinings- mál varpa engum skugga á fræðin. Þessi ævafornu germönsku kvæði sanna þó öðru fremur að arfsagnir gátu varðveist öldum saman. Húnar herjuðu á Mið-Evrópu á 5. öld. Sjö til átta öldum síðar eru kvæði um konung þein-a skráð hér í norðrinu. Minnt er á að Eddukvæðin hljóti að hafa brenglast í aldanna rás. Varla er að furða! Sumir hafa jafnvel líkt þeim við hálfhrundar vörður. Undravert er eigi að síður hvflíkan óratíma þau hafa varðveist í munn- legri geymd þar til þau að lokum voru skráð. Þar sem höfundar þessarar bók- menntasögu voru þrír gefur auga leið að textinn er hvorki einsleitur né allur jafnlipurlega saman settur. Eigi að síður stendur bókin enn fyr- ir sínu. Fáeinar myndir eru í bókinni, ein af Agli Skallagrímssyni, tekin upp úr 17. aldar handriti. Minnir hún á að sérhver öld ljær hetjunni svipmót í samræmi við eigin ásýnd. Skáldið Egill er þarna eins og hver annar durgur, kauðslega búinn og illilegur, en varla til stóiræðanna í hjörva hríð. Til hönnunargalla verður að telja að iesmálið á síðunum nær alltof langt inn að kilinum sem er harður og stífur. SKUGGA-SVEINN eftir Matthías Jochumsson. 143 bls. Þuríður J. Jóhannsdóttir bjó til pr. IÐNÚ. Reykjavík, 1997. Skugga-Sveinn stendur á kápu, „Skugga-Sveinn eða Útilegumenn- irnir á titilsíðu, prentað með sama letri. Betur hefði farið á að prenta síðara heitið sem undirtitil eins og gert var í útgáfu Menningarsjóðs frá 1952. Leikritið er eitt. En gerð- irnar eru tvær! Matthías breytti því mikið fyrir aðra útgáfu sem prentuð var íyrir réttum hundrað árum, meðal annars heiti þess. Lárus Sig- urbjörnsson kvað svo fast að orði að það hefði þar með mátt heita „annað leikrit". Umsjónarmaður þessarar útgáfu, Þuríður J. Jóhannsdóttir, skrifar inngang og „hugmyndir að verkefn- um“. Minnt er á að Matthías hafi átt heima í sama húsi og þeir Jón Árna- son þjóðsagnasafnari og Sigurður Guð- mundsson málari þeg- ar hann samdi Skugga- Svein. Hefur þess oft verið getið til að leikrit hafi Matthías skrifað að áeggjan Sigurðar. En þjóðsagnaefnið hafi hann svo valið sakir áhrifa frá Jóni. Eflaust kann eitthvað að vera til í því þó fátt verði fullyrt um það nú. Frumgerðin, Úti- legumennimir, sem sýnd var í Gildaskálan- um í Reykjavík á þorr- anum 1862, var mjög sniðin að smekk og orðfæri skólapilta. Þegar leikritið var svo orðið þjóðareign færði skáldið textann nær al- þýðusmekk. Breytingin varð því gagngerðari en nafnið eitt! Efnið - útilegumannasögu - hefði Matthías svo sem getað valið þótt hvatningar þjóðsagnasafnarans hefði hvergi notið við. Útilegu- mannatrúin var svo ofarlega á baugi á seinni hluta 19. aldar að jafnvel lærðir prestar deildu um það í blöð- um hvort útflegumannabyggðir væru í raun og veru til! Umsjónar- maður útgáfunnar hefði gjarnan mátt útskýi-a nánar hvers eðlis sú trá var, hvað orsakaði það raunveru- lega að þjóðin hafði slíkar mætur á útilegumannasögum og þar með á Skugga-Sveini strax með fýrstu sýn- ingu. Frumsýning Útilegumannanna var einhver merkastur viðburður í ís- lenskri leiklistarsögu fyrr og síðar. Það var í fýrsta skipti sem íslenskum höfundi tókst að setja saman leikrit sem talist gat fullkomlegá sýningar- hæft og staðist hefur breyttan smekk, allt til þessa dags. Fjalla-Ey- vindur Jóhanns Sigurjónssonar, varð svo annað í röðinni til að ná slíkri hylli - einnig um útilegumenn! Þar sem þetta er skólaútgáfa er bent á „valdar heimildir um Matthí- as Jochumsson", tíu greinar alls. Virðast þær þó fremur gripnar upp af handahófi. Ekki er þar að finna, svo dæmi sé tekið, þátt Sigurðar Nordals, Matthías við Dettifoss, sem er einhver albesta hugleiðing sem skrifuð hefur verið um inntakið í verkum skáldsins. Æfingaverkefnin, sem nemendum er ætlað að vinna eftir, verða sum hver að teljast harla frumleg svo ekki sé meira sagt. Dæmi: „ - hverj- ir eru glæpamennirnir - hver er for- ingi glæpagengisins og hvert er hlutverk hans? - hvert flýja glæpa- mennirnir undan réttvísinni?" Ef nemendur eiga að hugsa sér Skugga-Svein sem persónu í bófa- hasar - hví þá ekki að stíga skrefið til fulls, varpa atgeirnum út í hafs- auga, innleiða gunsmoke og láta karlinn tala ensku! Erlendur Jónsson Matthías Jochumsson Ljóðskáld gestur Rit- listarhóps Kópavogs GESTUR Ritlistarhóps Kópavogs fimmtudaginn 5. mars verður ljóð- skáldið Oskar Arni Oskarsson. Hann hefur gefið út fimm ljóðabæk- ur ásamt þýðing- um. Síðasta bók Óskars, Ljós til að mála nóttina, kom út árið 1996. Geir- laugur Magnússon flytur inngang um skáldið. Upplesturinn verður í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs og hefst kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Óskar Árni Óskarsson ljóðskáld. Bók Mapplethorp- es gerð upptæk London. The Daily Telegraph. BRESKA lögreglan gerði fyrir skemmstu upptæka bók eftir Ijósmyndarann Robert Mapp- lethorpe í háskóla í Birming- ham og óskaði eftir leyfi til að eyðileggja hana þar sem inni- hald hennar væri óviður- kvæmilegt. Réðust Iögreglumennirnir inn í herbergi nemanda á loka- ári sem hafði tekið myndir úr bókinni og látið afrita þær til að nota í ritgerð sem hann kallaði „Fagrar listir og klám“. Aðstoðarrektor háskólans segir að skólinn eigi yfir höfði sór málssókn fyrir að hafa veitt nemendum aðgang að bókinni. Sagði hann að háskól- inn myndi ekki verða við ósk lögreglunnar um að eyðileggja bókina. „Mapplethorpe myndaði alls kyns fyrirmyndir og ekki leik- ur vafi á því að sumar mynda hans eru óvenjulegar, þar sem kynfæri karla og ástir homma eru í aðalhlutverki, en ég man ekki eftir vandamáli þessu líku á þeim 30 árum sem ég hef starfað við háskóla," sagði að- stoðarrektorinn, dr. Peter Knight. Kvað Knight háskólann hafa glatað bókum í hendur þjófóttra nemenda en þetta væri í fyrsta sinn sem hann glataði bók í hendur lögreglu. Hefur hann þegar keypt annað eintak af bók Mapplethorpes. 1 ! %; mm Siis i if f 5 jÍ! U ' '•¥>;'"> :'l lfij W 6' þ 4æJ. KLÆÐIÐ hvíta í bjartasal. Brúðkaup MYIVDLIST IVýlistasalnið, Vatnsstfg 3Ii SAMSTILLING ANNA LÍNDAL Opið frá kl. 14-18. Til 8. mars. Að- gangur ókeypis. ÞAÐ vill stundum gleymast að bakvið listamanninn Ónnu Líndal stendur saumakonan Anna Líndal, sem lauk sveinsprófi frá Iðnskólan- um í Reykjavík árið 1978. Nú þegar þetta rifjast upp með aðstoð ein- blöðungs sem fylgir Brúðkaupi, nýj- ustu sýningu hennar - í bjarta- og svartasal Nýlistasafnsins - skýrist margt í framsögn hennar. An þess að deila beint á siði og venjur dregur Anna upp kankvísa mynd af lögmálum þeim sem stjórna lífi okkar og atferli. A ekk- ert er maðurinn eins blindur og furður eigin atferlis. Burðargrind samfélagsins verndar hann fyrir flestum efasemdum sem vaknað geta með honum um ágæti sinnar rótgrónu hegðunar. Oftastnær þarf glöggan aðkomumann til að kveða upp úr um firn ákveðins atferlis hafi það á annað borð öðlast blessun samfélagsins. Brúðkaup er að vísu svipað hvar- vetna í hinum vestræna heimi. Karl- inn er svartklæddur - í kjól eða smóking - meðan konan er hvít- klædd, með slör og fald, eins og til að ítreka skyldleikann við vel skreyttan jólapakka. Enda þótt brúðarskart eigi að kallast hlutlaus klæðnaður fer það vart framhjá gestum Önnu Líndal að slíkur fatn- aður er mun skyldari lögleiddum búningum á yfirráðasvæði Talibana í Afganistan en venjulegum, vest- rænum kvenfatnaði. Það er eitthvað óumræðilega óþjált, ofhlaðið og heftandi við hinn klassíska brúðarkjól og allt sem honum tilheyrir; eitthvað sem haml- ar þokkafullum hreyfingum bi'úðar- innar, dylur líkamsvöxt hennar og kemur henni í þann sérkennilega vanda að geta ekki aðhafst neitt umfram það að passa sig að flækj- ast ekki í öllu gallaríinu og detta kylliflöt. Eini karlmannafatnaður- inn sem raunverulega getur keppt við brúðarkjólinn á þessum vafa- sama grundvelli er hempa prestsins og kragi. Kórónan í þessarar rannsókn Önnu Líndal á eigindum brúðar- skartsins er að finna í hvíta klæðinu sem þekur drjúgan hluta bjartasal- ar og minnir sumpart á brúðarslör, sumpart á lak og sumpart á efni í viskustykki. Klæðið er alsett undur- fögrum, bróderuðum myndum í ýmsum litum og gerðum sem sýna ótvírætt vald listamannsins yfir efniviði sínum og aðferðum. Þannig er sýning Önnu Líndal hárfín og hárbeitt þegar öll kurl koma til grafar. Halldór Björn Runólfsson Jónas Ingi- mundarson á Akranesi JÓNAS Ingimundarson píanóleik- ari heldur tónleika í safnaðarheimil- inu Vinaminni á Akranesi fimmtu- daginn 5. mars kl. 20.30. A efnisskrá eru fjórar píanó- sónötur eftir jafnmörg tónskáld; Sónata í C-dúr eftir Baltasar Gal- uppi, Sónata eftir Beethoven (Tunglskinssónatan) og Sónata í B-dúr D960 eftir Schubert. Jónas hefur að undanförnu leikið þessa efnisskrá í Hveragerði, Stykkishólmi, Skálholti og nú síðast í Digraneskirkju. Aðgöngumiðar eru seldir við inn- ganginn. Við færum ríkisstjórn íslands þakkir fyrir þá virðingu sem hún sýndi minningu Halldórs Kiljans Laxness með því að kosta útför hans og Ólafi Ragnarssyni, forleggjara Halldórs, fyrir ómetanlega aðstoð við undirbúning útfararinnar. Jafnframt þökkum við öllum sem minntust skáldsins og sendum sérstakar kveðjur og þakkir til starfsfólks D-deildar á Reykjalundi. Auður Sveinsdóttir Laxness og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.