Morgunblaðið - 05.03.1998, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 05.03.1998, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Tónlistarhúsið Iktsýki og er á næsta leiti þjálfun Birna Margrét Gunnlaugsdóttir Stefánsdóttir Við fögnurn nýjum liðsmönnum UNDANFARNA daga höfum við tónlistar- menn orðið varir við umræðu um tónlistar- hús og finnst okkur ekki laust við að hún hafi pólitískan keim. Ekki hefur undirritaður á móti því að stjómmála- menn komi að málinu enda er það svo að bygging tónlistarhúss verður ekki að veruleika fyrr en stjómmála- menn, sem hafa póli- tískt þor og framsýni, taka málið að sér. Nú hefur það gerst að Björn Bjarnarson menntamálaráðherra, sem hefur unnið mikið að undirbúningi málsins, hefur fengið liðsstyrk frá flokksbróð- ur sínum. Um er að ræða Júlíus Vífil Ingvarsson framkvæmdastjóra en hann er tilbúinn að stefna að sama marki og Björn. Sýnist mér svo að ef fleiri innan hans flokks koma að mál- inu verði hafist handa við byggingu tónlistarhúss árið 2000. Við tónlistar- menn fögnum hverjum þeim stjórn- málamanni sem er tilbúinn að gera byggingu tónlistarhúss að sínu máli. Fyrir hverja? En fyrir hverja er þessi bygging? Oft hefur umræða um tónlistarhús leiðst út í karp um að húsið sé mont> hús og að einungis sé verið að byggja utan um fámenna „elítu“ sem sækir tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands. Umræða þessi er oft á mjög lágu plani og virðist tengd ákveðnum hópi stjómmálamanna. Tónlistarhús í Reykjavík verður höfuðaðsetur ís- lensks tónlistarlífs. Húsið verður op- ið allri tónlist og verður mikil lyfti- stöng fyrir öflugt og fjölbreytilegt tónlistarlíf landsmanna. Samkvæmt könnunum sem hafa verið gerðar má gera ráð fyrir að um 26.600 manns iðki tónlist reglulega eða um 10% þjóðarinnar. Talið er að fjöldi tón- leika á ári sé um 1.400 þar af 900 á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt síðustu könnun, sem gerð var 1995 er talið að á höfuðborgarsvæðinu einu saman séu tónleikagestir um 180.000 á ári. Með tilkomu tónlistar- húss má gera ráð fyrir að aðsókn á tónleika aukist og um leið þátttaka almennings í tónlistarlífinu. Pátttaka almennings í menningarlífi er eftir- sóknarverð og endurspeglar um leið menntunar- og velmegunarstig sam- félagsins. Má benda á að þessir tveir þættir vega oft þungt þegar erlendir fjárfesU ar eru annars vegar. Tónlistarhús er í for- gangi hjá Bandalagi ís- lenskra listamanna yfir menningarbyggingar. Óviðunandi vinnuaðstaða Húsið verður heimili Sinfóníuhljómsveitar Is- lands sem býr nú við gjörsamlega óviðunandi aðstæður í Háskólabíói hvað varðar tónlistar- flutning og starfsum- hverfi hljómlistar- manna. Myndir hafa birst í fjölmiðlum þar sem hljóðfæra- leikarar eru kappklæddir við störf sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að æfingar fara fram innan dyra og flestir þekkja hver áhrif kuldi hefur á fing- urna. Þeir stirðna og það hefur slæm áhrif á leik hljóðfæraleikarans, þótt Við tónlistarmenn fögn- um hverjum þeim stjórnmálamanni, segir Björn Th. Arnason, sem er tilbúinn að gera byggingu tónlistarhúss að sínu máli. það komi ef til vill ekki að sök við aðra erfiðisvinnu. Hljómburður er slæmur í Háskólabíói og hefur fjöldi heimsfrægra gesta hljómsveitarinn- ar lýst yfir vanþóknun á honum og vinnuumhverfi hljóðfæraleikaranna. Lélegur hljómburður hefur ekki að- eins neikvæð áhrif á leik hljómsveit- arinnar, heldur getur hann einnig skaðað heyrn hljóðfæraleikarans. Það kom fram á ráðstefnu í York á Englandi á síðastliðnu ári sem bar yfirskriftina Health and the Musici- ans. A þessari ráðstefnu kom greini- lega fram að nauðsynlegt er að búa vel að hljóðfæraleikurum svo að and- leg og líkamleg vellíðan skili sér í tónlistinni til áheyrandans. Starf hljóðfæraleikarans er mjög krefj- andi, þar sem unnið er af ýtrustu ná- kvæmni. Starfið gerir kröfur til margra ára þjálfunar og háskóla- menntunar. Þar nægir ekki 50% hittni á nóturnar ef talað er á lík- ingamáli. Þær kröfur eru gerðar til hljóðfæraleikarans í dag að spila- mennska hans sé óaðfinnanleg á tón- leikum. Menn bera saman lifandi tónlistarflutning við hljómdiska þar sem búið er að margtaka upp og klippa saman. Því er nauðsynlegt að vinnuaðstaða hljóðfæraleikarans sé fyrsta flokks svo hann geti staðið undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar. Islendingar eiga mikil verðmæti í tónlistai-mönnum sínum. Fjöldi ís- lenskra tónlistarmanna hefur gert garðinn frægan í útlöndum. Þar rís stjama Bjarkar Guðmundsdóttur hæst. Sinfóníuhljómsveit Islands fær frábæra gagnrýni, einsöngvarar og hljóðfæraleikarar hafa starfað víða og verið iandi og þjóð til sóma og um leið reynst ómetanleg landkynning. I tónlistinni hafa íslendingar náð al- þjóðlegum staðli og þeir hitta í mark. Hér er ekki miðað við fólksfjölda. Enn er Hljómskálinn eina húsið sem reist hefur verið og fullklárað undir tónlistarflutning á landinu öllu. Ef knattspynumenn æfðu og lékju við líkar aðstæður væru þeir enn á gamla Melavellinum. Tónlistarhús byggt til framtíðar Við tónlistarmenn gerum okkur vel grein fyrir því að ef byggt verður hús fyrir tónlistarmenn og tónlist- arunnendur, verða ekki fieiri tónlist- arhús byggð a.m.k næstu fimmtíu árin í Reykjavík. Reykjavík er að öll- um líkindum eina höfuðborgin í Evr- ópu sem ekki hefur tónlistarhús. Því er mikilvægt að vel verði vandað til verka og húsinu valinn góður staður. Tónlistarmönnum er ekki sama hvernig húsið lítur út eða hvar það er. Líta verður á það tónlistarhús, sem reist verður í höfuðborg íslend- inga, sem andlit þjóðarinnar út á við og það þarf að endurspegla þann menningarlega metnað sem ríkir hjá þjóðinni. Tónlistarhús erlendis ein- kennast af virðuleika og glæsileika, eru miðpunktur menningarlífs, um leið og þessar byggingar hafa mikið aðdráttarafl. Þess vegna er það óraunhæft og rangt að grafa slíkt hús í jörðu niður. Það gera menn við jarðgöng undir Hvalfjörð en ekki tónlistarhús. Tónlistarhús verður að hafa rými, vera vel sýnilegt og þar verður að vera gott aðgengi. Það er því æskilegt að staðsetja Tónlistar- húsið miðsvæðis í Reykjavík. Tónlistarhús verður að byggja til framtíðar. Höfimdur er fagottleikari og for- maður Félags íslenskra htfómlistar- manna. ORÐIÐ liðagigt lýsir sjúklegu ástandi í lið- um og vefjum. Iktsýki er langvinn liðagigt, sem getur lagst á nær hvaða lið líkamans sem er. Orsökin er óþekkt en talið er, að röskun verði á ónæm- iskerfinu, sem fer að ráðast á eigin vef. Afleiðingarnar eru bólgubreytingar í lið- um. Iktsýki hrjáir u.þ.b. 1-3% fullorðinna og er sjúkdómurinn þrisvar sinnum algengari hjá konum en körlum. Hans verður yfirleitt fyrst vart á aldrinum 40-60 ára. Sjúkdómseinkenni koma yfirleitt í köstum og er talað um virk tíma- bil þegar merki eru um bólgur í lið- um en óvirk tímabil þegar einkenni minnka eða hverfa í ákveðinn tíma. Dagleg hreyfing/ þjálfun er fólki með iktsýki nauðsynleg, segja Birna G. Gunnlaugsdóttir og Margrét Stefánsdóttir, og þarf að verða sjálfsagður þáttur í daglegu lífi. Algengustu sjúkdómseinkennin eru verkir í liðum, bólga, skert hreyfigeta og morgunstirðleiki. Einnig koma oft fram almenn sjúk- dómseinkenni svo sem þreyta, lyst- arleysi, þyngdartap og hitavella. Sjúkdómurinn byrjar oft í smáliðum handa, úlnliðum, hnjám eða tábergsliðum. Við endurteknar bólgur getur orðið skemmd í brjóski og beinend- um. Afleiðingarnar verða verkir, minnkuð hreyfigeta í liðum, minni vöðvastyrkur og minna úthald. Hvað er til ráða? Þjálfun er besta leiðin til að við- halda eðlilegum hreyfiferli liða, auka stöðugleika og hindra aflag- anir. Hæfileg hreyfing eykur blóð- flæði til liða, liðbanda og vöðva og stuðlar að viðhaldi brjósksins. Rannsóknir hafa sýnt að styrkt- arþjálfun fólks með iktsýki gefur góða raun. Með réttri þjálfun er hægt að bæta þol þeirra án þess að gigtareinkenni aukist. Mikilvægt er að hefja þjálfun undir handleiðslu fagfólks. Oft þarf að byrja á að endurvekja kjark fólks og fræða það um hina ýmsu möguleika til líkamsræktar. Sjúkraþjálfarar veita fólki með gigt nauðsynlega fræðslu og ráð- gjöf. Meðferð þeirra er byggð á ná- kvæmri skoðun og miðuð við þarfir hvers og eins. Markmiðið er að draga úr sársauka og viðhalda hreyfigetu og stöðugleika. Ymsar aðferðir eru notaðar, s.s. meðferð til að auka hreyfiferil og draga úr spennu í vöðvum og sin- um, styrkjandi og liðkandi æfingar, rafmagnsmeðferð, td. með hijóð- bylgjum eða laser, og bakstrar. Til að viðhalda árangri sjúkra- þjálfunar er nauðsynlegt að við- komandi haldi áfram að þjálfa eftir að meðferð lýkur. Kemur þá ýmis- legt til greina og má þar nefna gönguferðir, styrkjandi og liðkandi heimaæfingar, sund eða vatnsþjálf- un og hópæfingar. Almenn leikfimi reynist mörgum of erfið og hentar því sérhæfð leikfimi fyrir gigtar- fólk oft betur. Að lokum er gott að hafa í huga að dagleg hreyfing/þjálfun er fólki með iktsýki nauðsynleg og þarf að verða sjálfsagður þáttur í daglegu lífi. Höfundar eru sjúkraþjálfarar á Gigtlækningastöð Gigtarfélags íslands. Alnetið í innstungunni UNDANFARIÐ hef- ur verið umræða á Is- landi um gagnaflutn- ing um raforkudreifi- kerfið, nokkuð sem kalla mætti rafmagns- net. Þetta rafmagns- net á að gera heimilum og fyrirtækjum mögu- legt að tengjast alnet- inu á hraðvirkari og ódýrari hátt en hingað til. I umræðuna hefur sárlega vantað allar staðreyndir og er grein þessi viðleitni mín til að bæta þar úr. Það er aðeins eitt lítið fyrirtæki, NORWEB í Bretlandi, sem er að þróa þessi rafmagnsnet. Allar upplýsingarnar um raf- magnsnetið í þessari grein eru fengnar frá NORWEB. Rafmagnsnetið er ekki í notkun neinstaðar í heiminum, að undan- skildum tólf tölvum í skóla í Manchester, sem tengdar voru saman á vegum NORWEB í til- raunaskyni. Raftnagnsnetið teng- ir tölvur saman í stað- arnet (LAN), sem get- ur ekki verið stærra en lítið hverfi (færri en 200 tölvur), þar sem gögnin týnast í hverf- isspennistöðvum. Rafmagnsnetið get- ur ekki tengt tölvur beint við alnetið, held- ur þarf tengikassa til þess, sem gæti t.d. verið í hverfisspenni- stöðinni. Kassinn þyrfti að tengjast alnetinu um venjulega miðla, t.d. ljósleiðara. Flutningsgeta rafmagnsnetsins deilist á þær tölvur sem tengdar eru, þ.a. ef fleiri tengjast versnar þjónusta þeirra sem fyrir eru. Auglýst flutningsgeta er lMbs, þ.a. ef 20 tölvur eru tengdar raf- Fyrir utan að vera á algjöru tilraunastigi segir Ulfar Erlingsson rafmagnsnetin hvorki hraðvirk né ódýr. magnsnetinu getur hver tölva fengið svo lítið sem 50kbs, sem er minna en hraðvirk mótöld bjóða uppá í dag. Það eru ekki nein mótöld fyrir rafmagnsnetið í framleiðslu, enda engir staðlar fyrir þannig mótöld og ekki neinn markaður fyrir hendi (nema e.t.v. á Islandi). Reynslan sýnir að mótöld verða fyrst ódýr þegar markaðurinn er orðinn stór og mikil samkeppni er um framleiðslu þeiira. Því er við- búið að mótöld fyrir rafmagnsnetið verði dýr og ósamkeppnishæf við aðra algengari tækni. Eins og sjá má að ofan eru ýms- Úlfar Erlingsson ir vankantar á þessum rafmagns- netum. Fyrir utan að vera á al- gjöru tilraunastigi eru þau hvorki hraðvirk né ódýr. Það er undarlegt hversu mikið írafár tilraunanet milli tólf tölva í skóla í Manchester hefur skapað í íslenskum fjölmiðlum. En málefnið er þó gott, þ.e.a.s. að bæta alnets- þjónustu til heimila. Þar eru marg- ir raunhæfir valkostir: Hægt er að nota sjónvarps- kapla eða örbylgjuloftnet til að fá gögn hratt af alnetinu. Sú tækni hefur nú þegar verið í notkun víðsvegar um heim í nokkur ár. Þennan valkost gætu sjónvarps- stöðvar í leit að viðskiptavinum vel skoðað. Mörg stór símafyrirtæki í Norður-Ameríku bjóða nú not- endum sínum upp á ADSL þjón- ustu, en með ADSL tækni er hægt að fá l,5Mbs til 2,2Mbs tengingu við alnetið um venjuleg- ar símalínur. Þar sem notandinn situr einn að flutningsgetunni er ADSL tenging a.m.k. 30-falt hrað- virkari en venjuleg mótaldsteng- ing. ADSL mótöld nota annað tíðnisvið en talmál og má því nota símann samhliða alnetstengingu. Það er búið að leggja Ijósleiðara í um fjórðung heimila á landinu í svokölluðu breiðbandskeifi, og kosta til þess 600 milljónum króna. Sú tenging mun gefa þessum heim- iium nær ótakmarkaða flutnings- getu af alnetinu í náinni framtíð. Það er öruggt að heimili og smærri fyrirtæki munu bráðlega fá betri aðgang að alnetinu. Með þvi að tileinka sér vinsælar lausn- ir, eins og ADSL, geta Islendingar notið góðs af því lága verði sem fylgir fjöldaframleiðslu og mikilli samkeppni. Breiðbandskerfið er hinsvegar augljóslega framtíðar- lausn, sem má nýta strax og tengi- tæki við það eru orðin nógu ódýr. Rafmagnsnet virðast hinsvegar vera mjög óvænlegur kostur. Þegar Islendingar eru komnir með hraðvirkar tengingar við al- netið má síðan fara að athuga ann- að og stærra vandamál: hvort ís- land sé með nógu hraðvirka teng- ingu við alnetið. Höfundur stundar doktorsnám í tölvunarfræði við Cornel háskóla { Bandaríkjunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.