Morgunblaðið - 05.03.1998, Page 47

Morgunblaðið - 05.03.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 4! Kristalskúla Byggðastofnunar í FRÉTTATÍMA sjónvarpsins 25. febrú- ar var ein aðalfréttin um framreikning á flutningi fólks af lands- byggð til höfuðborgar- svæðis. Með tilvitnun í framreikning Byggða- stofnunar og viðtali við starfsmann hennar var því slegið upp að íbúum landsbyggðar muni fækka það mikið á næstu árum að árið 2027 verði aðeins fjórð- ungur þeirra eftir úti á landi. Þessar tölur eru fundnar út af starfs- mönnum Byggðastofn- unar sem vinna m.a. við að reikna út hversu margir munu flytja af lands- byggð til höfuðborgarsvæðis á hverju ári. Starfsmaður Byggða- stofnunar tók hins vegar skýrt fram Önnur starfsemi eins og að reikna út reglu- lega hvað margir flytja af landsbyggðinni, seg- ir Halldór Halldórsson, getur varla verið nauð- synleg og nýtist varla öðrum en þeim sem hyggja á byggingu verslunar- og þjónustu- húsnæðis á höfuðborg- arsvæðinu. að þessum tölum verði að taka með miklum fyrirvara. Viðhorfskönnun og íbúaspá Viðhorfskönnun meðal íbúa landsins þar sem þeirra álit á bú- setuskilyrðum sínum er kannað er löngu þörf. Könnun Stefáns Olafs- sonar fyrir Byggðastofnun, sem kynnt var nýverið, var sem slík ágæt þó að auðvitað sé afstaða fólks huglæg til aðstæðna í sinni heima- byggð. Slík könnun er þó hjálpar- tæki þeirra sem vinna daglega við byggðamál til að fínna aðferðir er breytt geta núverandi ástandi. Við- horfskönnun er byggð á viðtölum við fólk sem lætur í ljós sínar skoð- anir. Þó auðvitað séu þær misjafnar eftir fólki er þó þama um ákveðnar staðreyndir að ræða. Sem dæmi um huglæga afstöðu fólks má nefna að í könnun Stefáns em Vestfirðingar óánægðastir með orkukostnað þrátt íyrir að sá kostnaður sé um 12% lægri en á RARIK svæðum sem em um land allt, utan nokkurra þéttbýl- isstaða, og orkukostnaðm’ á Vest- fjörðum hafi lækkað að raunvirði á undanfömum 4 ámm. Framreikn- ingur á íbúafjölda á landsbyggð byggir hins vegar á allt öðm en við- horfskönnun. I framreikningi em nótaðar tölur sem byggja á gömlum staðreyndum, flutning fólks undan- farin ár, og þurfa ekki endilega að segja neitt til um þróun næstu ára. Þó Byggðastofnun spái fækkun get- ur þess vegna fjölgað því gamlar tölm’ leiða einungis líkur að ákveð- inni niðurstöðu en verða ekki stað- reynd. Starfsemi Byggðastofnunar Áðurnefnd frétt leiðir hugann að margra ára starfsemi Byggðastofn- unar á sviði byggðamála. Hvað hef- ur stofnunin gert til að sporna gegn núverandi búsetuþróun? Hvaða hugmyndir hefur stofnunin kynnt landsmönnum og landsfeðmm til að gera búsetu út á landi raunveruleg- an valkost á móti höfuðborgarsvæð- inu? Ýmsar hugmyndir hafa verið kynntar af stofnuninni þó lítið fari fyrir þeim í daglegri umræðu um byggðamál. Þegar Byggðastofnun kemur að þeirri umræðu, er það helst um lánafyrir- greiðslu eða útreikn- inga á fólksflutningum, reyndar hefur lána- starfsemi stofnunar- innar verið nauðsynleg í tilfellum þar sem aðr- ar lánastofnanir hafa ekki fengist til að taka veð fullgild úti á landi þó starfsemin sem lána á til sé góð. Já- kvæð þróun hjá Byggðastofnun hefur verið fólgin í því að koma að rekstri at- vinnuþróunarfélaga úti um land í samstarfi við heimamenn. Þar er ábyrgð verkefna og áhugi heima- manna án fjarstýringar. Vitað er að stofnunin hefur unnið að ýmsum verkefnum en þau hafa ekki verið mjög sýnileg. Þá er vitað að starf- semi útibúa stofnunarinnar hefur verið undirmönnuð þó starfsmenn þeirra hafi staðið sig mjög vel. Önn- ur starfsemi eins og að reikna út reglulega hvað margir flytja af landsbyggðinni getur varla verið nauðsynleg og nýtist varla öðrum en þeim sem hyggja á byggingu verslunar- og þjónustuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Áhrif spádóma á fólk Útreikningur á fólksflutningum er eflaust ágætur sem vinnuplagg einhverra manna á stofnuninni en spurning er hvort slíkt efni á erindi sem stórfrétt til allra landsmanna. Er kannski mat manna á fjölmiðlum að svona frétt spomi gegn búsetu- þróuninni? Varla, því frétt af þessu tagi gerir ekki annað en veikja trú fólks á sínu búsetusvæði og skapa neikvæða ímynd af búsetu fólks á landsbyggðinni. Fjölmiðlar mega gjaman gera meira af því að fjalla um þá jákvæðu þætti sem fýlgja bú- setu úti á landi frekar en elta sífellt uppi neikvæða hluti. Hið neikvæða fylgir athöfnum okkar en hið já- kvæða ekki síður og því mætti gera mun betri skil m.a. til að koma í veg fyrir þann misskilning sem oft kem- ur upp um búsetu og starfsemi á landsbyggðinni. íbúar landsbyggð- arinnar mega ekki taka framreikn- ing á íbúaþróun sem einhvem stóra sannleik og haga sér samkvæmt því. Þekkt er að fólk á til að taka það mikið mark t.d. á spádómum spákvenna að það fer að haga sér eftir spádómnum. Ef Byggðastofn- un getur raunverulega spáð því hver þróunin verður í íbúaþróun næstu ár er upplagt að fá þá til að líta í kristalskúluna og fó tölumar í lottó næsta laugardagskvöld. Ný öld nálgast Við sem byggjum þennan heim stöndum á þeim tímamótum að ný öld nálgast óðfluga. Slík tímamót verða tilefni ýmissa hugleiðinga um stöðu okkar í samfélagi þjóðanna og okkar litla samfélagi á Islandi. Sú öld, sem senn er á enda, hefur verið tími mikilla framfara í heiminum og ekki síst á Islandi. Öll tækni hefur verið í örri þróun og ekki síst síðari hluta aldarinnar, þróun sem við sjá- um engan veginn fyrir endann á. Við höfum nýtt þessa tækni til að koma okkur vel fyrir í landinu okk- ar og grunngerð samfélagsins er stöðugt að batna þó sífellt megi gera betur. Mikilvægur þáttur í því að ísland sé raunhæfur valkostur til búsetu er að hægt sé að bjóða upp á fjölbreytni í búsetu. Á nýrri öld mun samkeppni íslands við önnur lönd harðna, sérstaklega um fólk. Styrkur íslands í slíkri samkeppni, mun felast í sterku höfuðborgar- svæði en ekki síður í sterkri og fjöl- breyttri byggð á landinu öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri fjórdungssambands Vestfirðinga. Halldór Halldórsson Öld áhrifamikils æsku- lýðsleiðtoga að ljúka Á NÆSTA ári verða merkileg tímamót í sögu Reykj avíkurborg- ar. Því þá verða nefni- lega 100 ár frá stofnun KFUM og KFUK í Reykjavík. Eitt hund- rað ár frá því að æsku- lýðsleiðtoginn mikh, sr. Friðrik Friðriksson, hóf að ganga um götur borgarinnar til þess að boða drengi fyrst í stað og síðar einnig stúlkm' til funda í KFUM og KFUK. Með þessu varð til kristilegt æskulýðsstarf í Reykjavík, en æsku- lýðsstarf í borginni var fábrotið fyrir hundrað árum. Tómstunda- starf eins og þekkist í dag var óþekkt og hvað þá félagsmiðstöðv- ar. Iþróttafélög voru fá og þau elstu rétt að stíga sín fyrstu skref. KFUM og KFUK eru æskulýðs- félög sem staðið hafa fyrir öflugu uppeldis- og æskulýðsstarfí alla þessa öld. Starfi sem byggst hefur á kristnum hugsjónum og gildum. Mannbætandi fyrir líkama og sál og gott nesti út í lífið enda hafa margir notið starfa félaganna ó einhvem hátt í gegnum tíðina. Hin síðai- ár hefur æskulýðsstarf KFUM og KFUK færst í auknum mæli inn í kirkjurnar og safnaðar- heimih þeirra og hefur mér vitan- lega tekist hið ákjósanlegasta sam- starf á milli safnaða kirkjunnar og KFUM og KFUK, sem eru jú frjáls leikmannahreyfing innan þjóðkirkjunnar. Sumarbúðastarf félaganna í Vatnaskógi og Vindáshhð er löngu orðið kunnugt mönnum og hafa nokkrir ættliðir notið einstakrar dvalar í flestum tilvikum á þeim blessunarríku stöðum. Sú blessun hefur ennfremur fylgt svo ótal mörgum áfram út í lífið svo ekki verður mælt eða met- ið. Afrakstur af starfi KFUM og KFUK á öldinni sem er að líða er m.a.: Knattspyrnu- félögin Valur og Haukar, sem stofnuð voru af nokkrum fé- lagsmönnum sem höfðu áhuga á knatt- spyrnu að sjálfsögðu með leyfi sr. Friðriks og undir vernd hans. Karlakór KFUM sem síðar varð Karlakór- inn Fóstbræður, skátafélagið Væringj- ar svo eitthvað sé nefnt. Og þá eni ótalin þau beinu og óbeinu áhrif sem sr. Friðrik og KFUM og KFUK hafa haft á þjóð- kirkjuna og allt safnaðarstarf og safnaðar- og trúarskilning á öld- inni. Félög eins og Gídeonfélagið, Samband íslenskra kristniboðsfé- laga, Kristilegt félag heilbrigðis- stétta, Kristileg skólasamtök, Kristilegt stúdentafélag og mörg fleiri eru stofnuð af liðsmönnum KFUM og KFUK að meiru eða minna leyti eða eiga ættir sínar að rekja þangað svo ekki verður ann- að en við kannast. Þá eru nokkrir hinna nýju safnaða eða fríkirkna jafnvel stofnaðir og haldið uppi af fólki sem hlaut uppeldi sitt og þroska að miklu leyti innan veggja KFUM og KFUK þótt síðar hafi skilið leiðir af einhverjum ástæðum sem ekki verður farið út í að reyna að skilgreina hér enda ekki ástæða til. Allt þetta og svo margt margt fleira gefur til kynna hverju starf hins kahaða æskulýðsleiðtoga sr. Friðriks Friðrikssonar og starf KFUM og KFUK hefur komið til leiðar í Reykjavíkurborg og á land- inuöllu. Ég vil leyfa mér að segja að Á næsta ári eru 100 ár liðin frá stofnun KFUM og KFUK. Sigurbjörn Þorkelsson telur að þessi félög hafi átt stóran þátt í að móta Reykjavíkurborg, öllum til blessunar. þessi félög hafi átt stóran þátt í því að móta Reykjavíkurborg og íbúa hennar, einstaklingum og borginni allri til ómetanlegrar blessunar og heilla. Enda voi-u félögin langt framan af öldinni fyrri til á flestum ef ekki öllum sviðum hvað vai’ðar heilbrigt og þroskandi æskulýðs- starf, sem síðam söfnuðimir, borg- in og íþróttafélögin hafa reynt að taka mið af leynt og Ijóst hin síðari ár. Framsækinn maður sr. Friðrik.* Eða öhu heldur einstakur þjónn Guðs, kallaður til góðra og mikilla verka sem hafa orðið svo ótal mörgum til blessunar og ánægju. Sennilega hefur enginn einn maður haft eins mikil áhrif landi og lýð til góðs með lífi sínu og starfí á öldinni sem er að ljúka en æsku- lýðsleiðtoginn mikli sr. Friðrik Ériðriksson. Verði hans og hans veglega starfs og útbreiðslu og áhrifa þess minnst langt fram næstu öld. Þætti mér sérstölr ástæða" til að yfirvöld í Reykjavík sýndu minningu þessa manns sér- stakan sóma og virðingu með því að styðja, styrkja og gera sitt til að efla starfsemi hinna senn hundrað ára gömlu félaga KFUM og KFUK í Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Gfdeonfélagsins á íslandi. Sigurbjörn Þorkelsson Framadagar Ýmir Björgvin Arthursson sem hafa ég ekki fengið nema aðeins vegna þess að ég lét sjá mig á Framadögum. Það er mjög mikhvægt að koma vel undirbúinn og vita að hverju mað- ur er að leita og spyrja réttra spurninga. Það hefur sýnt sig og verið rannsakað i gegnum tíðina að per- sónuleg viðtöl vega langþyngst þegar um er að ræða ráðningar og því er mjög mikil- vægt að geta átt af- slappaðar viðræður við þá aðila í fyrirtækjum neð ráðningar að gera. í MARS árið 1997 fór ég eins og svo margir aðrir nemend- ur HÍ í Þjóðarbókhlöð- una á Framadaga. Ég var búinn að lesa Framadagabæklinginn línanna á milh og finna út hvaða fyrirtæki það voru sem höfðuðu til mín. Á deginum sjálf- um gekk ég á milli nokkurra fyrirtækja og átti skemmtilegar og áhugaverðar við- ræður við hina ýmsu aðila atvinnulífsins. Fulltrúi EJS orðaði við mig að samtah okkar loknu að koma og leggja inn umsókn hjá þeim og líta í viðtal í leiðinni. Eg fór í viðtal hjá EJS í framhaldi af Framadögum og fékk fastráðningu. Á þessum tíma var ég mjög upp- tekinn við smíði B.A. ritgerðar minnar í heimspeki. Fastráðning min og það að vita hvað tæki við eftir háskólanám mitt, hjálpaði mér mjög mikið. Ég gat eytt öllum kröftum mín- um í að gera ritgerðina sem besta í stað þess að þurfa að eyða dýr- mætum tíma í að leita mér að at- vinnu auk þess sem það er óneit- anlega mjög hvetjandi að ljúka rit- gerðinni á tilsettum tíma þegar fyrir liggur að hefja störf strax að námi loknu. í dag get ég vel við unað, enda ánægður í starfi mínu og ég leyfi mér að fullyrða að þetta starf hefði Það þarf ekki að tíunda hagræð- ingu þess að mæta á Framadaga og ná til allra framsæknustu og öfl- ugustu fyrirtækjanna í dag, á ein- um degi, í stað þess að þurfa að heimsækja hvert og eitt þeirra. Það tæki gríðarlegan tíma og orku að reyna að komast í viðtal hjá þessum fyrirtækjum. Þetta þekkja allir sem hafa verið í skipulegri atvinnuleit. Framadagar höfða til allra, ekki einungis þeirra sem eru í þann mund að ljúka námi heldur einnig til þeirra sem styttra eru komnir. Þarna geta þeir sem styttra eru komnir talað við menn sem eru í hinum ýmsu geirum atvinnulífsins og spurt þá hvemig þeirra nám nýtist. Þetta getur hjálpað nem- endum við að velja sér ákveðna áfanga eða aukafög með tilliti til Það þarf ekki að tíunda * hagræðingu þess, segir Ymir Björgvin Arthursson, að mæta á Framadaga og ná til allra framsækn- ustu og öflugustu fyrirtækjanna væntinga þeirra í framtíðinni að námi loknu. «• Því hvet ég alla nemendur Há- skóla íslands til að láta þetta tæki- færi ekki fram hjá sér fara og ít- reka aftur mikilvægi þess að nem- endur kynni sér Framadagabæk- linginn vel og hvaða fyrirtæki þar eru. Mikilvægt er að nemendur lesi einnig tölulegar staðreyndir og al- mennar upplýsingar um hvert og eitt þessara fyrirtækja. Þetta er nauðsynlegt til þess að glöggva sig á starfsemi þeirra og þá eiga þeir auðvelt með að spyija skynsam- legra og markvissra spurninga. Að lokum vh ég þakka AIESEC'1 fyrir glæsilega framkvæmd Éramadaga og er það mín von að dagamir haldi áfram að þróast í þá átt sem stefnir og verði fyrirtækj- um og nemendum sá akkur sem vonir standa til. Höfundur befur lokið prófi í heim- speki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.