Morgunblaðið - 05.03.1998, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 57>
ur um að hún hentaði ekki verr til
ræktunar en hvert landsvæði annað
á jörðu. Á síðari árum þótti honum
hvað erfiðast að vanheilsa kom í veg
fyrir að hann gæti sinnt þessu
áhugamáli sínu eins og hann hefði
helst kosið.
Sigurjón verður lagður til hinstu
hvílu í gamla kirkjugarðinum við
hlið systra sinna, Guðfinnu og
Svövu, sem dóu ungar að árum og
voru fjölskyldunni mikill
harmdauði. Ekki vitum við glöggt
hver trú Sigurjóns var. Á liðnum
jólum nefndi hann þó við Jörgen að
hann kysi að barnatrú sín væri rétt
en sagðist stundum óttast að svo
væri kannski ekki. Við trúum því
þó að Sigurjón hafi kvatt jarðlífið
sáttur, óhræddur við að hvíla í
hinni íslensku mold sem hann hafði
sjálfur ræktað af natni árum sam-
an.
Sigurjón sendi okkur sína hinstu
kveðju um jólin. Þetta verður okkar
hinsta kveðja til hans. Við minn-
umst hans með virðingu og gleði yf-
ir að hafa átt samfylgd hans og hug-
ulsemi vísa á liðnum árum.
Aldís Guðmundsdóttir,
Jörgen Pind.
Sérstæður karl. Þrjóskur og
skemmtilega á skjön við umhverfið.
Sigurjón fór á kostum síðast þegar
ég hitti hann. í brúðkaupi Sigga
frænda míns og Hildar seinnipart-
inn í sumar fundu nokkrir syndasel-
ir sér afdrep til að reykja. Þar á
meðal voru þeir bræðurnir; afi og
Sigurjón, baráttumenn gegn reyk-
ingum, og Svavar. Ekki veit ég hvað
dró þá í syndahomið. Kannski voru
menn þar eilítið hressari og töluðu
dálítið hærra, en háværar rökræður
hafa löngum höfðað til þeirra. Ekki
man ég heldur hvað við rökræddum
þessa eftirmiðdagsstund. Það var
enginn að spila vist eða bridge svo
Sigurjón hefur ekki hleypt lífi í
spilamennskuna með yfirveguðum
grunsemdum um svindl. Nei, líklega
var umræðuefnið pólitík og Sigur-
jón hefur á sinn hógværa en ótví-
ræða máta viðrað skoðanir sínar á
mönnum og málefnum, en fæstir
pólitíkusanna fengu háa einkunn
hjá honum.
Samheldnar fjölskyldur geta orð-
ið talsvert íhaldssamar á sig og sína.
Þarf ekki að taka gleitt hliðarspor
af ákjósanlegri braut til að fjöl-
skyldan reyni að kippa manni upp á
hana aftur. Sigurjón leit iðulega
öðrum augum á málin. Frá því að
mig fór að langa til að gera annað
en það sem fyllilega skynsamlegt
þótti hef ég oft átt bandamann í Sig-
urjóni. Hann hélt sínum prinsipp-
um, dálítið óháð mannfólkinu sem í
kringum hann var. Einhverju sinni
var ég að versla í Melabúðinni með
mæðralaunin (sem þá voru) í vesk-
inu. Veskinu var stolið. Ranglætið
fréttist um fjölskylduna og Sigurjón
varð reiður. Ekki, held ég, af því að
ég var frænka hans, heldur í
prinsippinu. Það á ekki að taka af
minni máttar, allra síst áf einstæð-
um mæðrum. Svo reiður að hann lét
buCcenda mér upphæðina sem stolið
var.
Ég hef alltaf öfundað fólkið í við-
tölunum og bókunum sem getur
síterað frá orði til orðs spakmælin
sem það nærðist á í æsku. Ég hef
eflaust verið umvafin heilræðum í
gegnum tíðina en verið lítt mót-
tækileg. Ég man eiginlega bara eft-
ir einu. Það var jóladagskvöld fyrir
fáum árum. Ég keyrði Sigurjón
heim eftir árlega jólaboðið hjá
ömmu og afa. Hann fór að forvitn-
ast um stöðuna í trúlofunarmálun-
um. Ég hló nú bara, hafði nokkur
ár um tvítugt, var ung og lék mér.
Hann hristi höfuðið. Sagði að það
væri sóun að eyða þessum árum
makalaus. Mér brá dálítið við.
Hafði lifað samkvæmt því lögmáli
að lífið mætti ekki fara framhjá
mér. Hvarflaði ekki að mér að ég
væri að missa af neinu. Nokkrum
mánuðum síðar hafði ég fundið
mannsefni, hverjum svo sem það
var að þakka...
Elsku afi, Svavar, Svava, Hrund
og aðrir aðstandendur, samúðar-
kveðjur.
Lóa Aldísardóttir.
GUÐRÍÐUR
BJARNADÓTTIR
+ Guðrxður
Bjarnadóttir
fæddist í Hörgsdal á
Síðu hinn 6. febrúar
1908. Hún lést á Sól-
vangi í Hafnarfirði
21. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru þau hjónin
Bjarni Bjarnason,
hreppstjóri í Hörgs-
dal, og Sigríður
Kristófersdóttir.
Guðríður var sjötta í
röð 11 systkina, sem
fæddust á árabilinu
1902 - 1915, en þau
voru í aldursröð þessi: a) Bjarni,
b) Helga, c) Rannveig, d) Kristó-
fer, e) Jón, f) Guðríður, g- h) tví-
burabræðurnir: Friðrik og Jak-
ob, i) Sigurjóna, j) Þorvarður og
k) Páll. Öll eru þau systkin nú
framliðin, nema elsta systirin
Helga, þriðji bróðirinn í bræðra-
röðinni Jón og tvíburabróðirinn
Friðrik.
Guðríður giftist 15. maí árið
1937 Nikulási Jónssyni, f. 2. febr.
1903, húsasmíðameistara frá
Vorsabæ í Ölfusi, og settu þau
saman heimili í Hafnarílrði og
áttu þar aðsetur allar götur upp
frá því. Árið 1951 fluttust þau inn
í nýbyggt hús sitt í Álfaskeiði 10
°g þjuggu þar æ síðan, þar til
Nikulás féll frá á Þorláksmessu í
desember 1973, en sjálf fór hún
þaðan á dvalarheimilið Sólvang
árið 1989. Þeim hjónum varð
tveggja barna auðið,
sem eru: a) Sigríður,
sem gift er Kjartani
P. Kjartanssyni, og
eiga þau þrjár dæt-
ur: 1) Gerði Hörpu,
sem gift er Gunnari
Sigurðssyni, 2) Auði
Freyju, sem gift er
Benedikt Ámasyni,
og 3) Sólveigu Guð-
finnu, sem er í sam-
búð með Arnari Má
Hrafnkelssyni. b)
Bjarni Jón, sem
kvæntur er Páli'nu
Pálsdóttur, og eiga
þau fjögur börn: 1) Maríu, gifta
Bergþóri Haraldssyni, 2) Bjarn-
dísi, sem er í sambúð með Alvari
Alvarssyni, 3) Bryndísi, sem er í
sambúð með Valgarði Thorodd-
sen og yngstur er 4) Pétur Niku-
lás. Barnabörn Guðríðar eru sjö
talsins og barnabarnabörnin eru
nú einnig orðin sjö að tölu.
Guðríður ólst upp í Hörgsdal
uns hún flutti til Reykjavíkur ár-
ið 1935, en þar m.a. lærði hún
hárgreiðslu hjá frú Karolínu
Kragh og lauk prófum í þeirri
iðngrein 1937. Við hjúskap árið
1937 sneri hún sér alfarið að
heimilisstörfum og uppeldi bama
sinna og leit eixmig, eftir aðstæð-
um, til barnabarnaima, þegar
þau litu dagsins ljós.
Útför Guðríðar verður gerð frá
Hafnarfj arðarkirkj u í dag og
liefst athöfnin klukkan 13.30.
Við fráfall háaldraðrar tengda-
móður minnar, Guðríðar Bjamadótt-
ur frá Hörgsdal á Síðu, réttra 90 ára
að aldri, - cemur mér fyrst í hug
þakklæti til forsjónarinnar fyrir það
að hún fékk hægt andlát eftir ára-
langa bið.
Þessarar góðu konu vil ég minnast
í örfáum orðum, enda áttum við er-
indi og samskipti saman í yfir hálfan
fjórða tug ára og kom aldrei kengur í
okkar góða samband, enda þótt við
bæði stæðum fast á skoðunum, sem
ekki fóru ávallt að öllu leyti saman.
Fyrst minnist ég hennar tæplega
hálf-sextugrar að aldri árið 1962,
þegar dóttir þeirra hjóna kynnti
mannsefni sitt fyrir móður sinni, og
minnist ég enn hlýs handtaks hennar
en rannsakandi augnaráðs, þegar
hún bauð mér til stofu og góðgerða í
Álfaskeiði, þar sem eiginmaður
hennar, Nikulás Jónsson, húsa-
smíðameistari, byggði þeim myndar-
legt hús árið 1951 og bjó hún þar síð-
an í ekkjudómi í rösk 15 ár eftir
bónda sinn, sem lést á Þorláksmessu
árið 1973, uns hún hvarf í umsjá Sól-
vangs að buguðu þreki um páska ár-
ið 1989.
Tengdamóðir mín var vellimuð,
skolhærð, fríð kona, lágvaxin, eins og
hún átti kyn til, en hnellin og vinnu-
söm. Aldrei sá ég hana verk- eða að-
gerðalausa, en tíma sínum varði hún
til heimilisins, upppeldis barna
sinna, ásamt trúarástundun, en hún
sótti ávallt samkomur í umsjá Guð-
rúnar Jónsdóttur, ljósmóður, sem
gegndi forstöðumannsstarfi í.kristi-
legum söfnuði, sem starfaði bæði í
Hafnafirði og Reykjavík. Hún hafði
og mikið yndi af allri ræktun, bæði
blómum innan dyra, sem garðyrkju
til búsílags og virtist allt vaxa til
þroska, sem hún hlúði að. Sumir
nefna að slíkar konur hafi „græna
fingur“, enda fór saman natni og
reynsla við ræktunina, ásamt gleði
yfir ávexti jarðar.
Það var mér mikið happ að njóta
návista þeirra hjóna fyrstu sex bú-
skaparár mín, en þá leigðum við
hjónin á loftinu hjá þeim Nikulási og
þar ólust upp í frumbemsku eldri
dætur okkar tvær, uns við fluttum til
Englands til langrar dvalar þar í
landi árið 1969. í eftirminnilegri um-
sjá ömmu sinnar, sem leit eftir dæti--
um okkar smáum vegna útivinnandi
móður hér heima, myndaðist strax
innilegt, ævarandi samband milli
hennar og dótturdætranna og einnig
við hæglátan afann, sem aldrei var
langt fjairi við sitt þögula, en trausta
eftirlit. Á móti sýndu þær móðurfor-
eldum sínum einlægni bamsins, sem
báðum var mikill fengur í og komust
þá stundum við. Ég minnist atburða
eins og þegar lítil hnáta sat á sykur-
dúnki og sleginn var gúmmí-hitapoki
í stað gítars og sungnir barnasálmar
eða léttari lög í eldhúsinu hjá ömmu,
þeim hjónum tU skemmtunar. Eins
þegar sauð á keypum og UtUl angi
stappaði niður fæti fyrir framan afa
sinn og bauð: „Farðu bara niður til
hennar ömmu þinnar.“ En svona at-
vik og fieiri mundum við
tengdapabbi með „sálinni" og höfð-
um gaman af, enda krefst lífið bæði
árvekni sem ákveðni.
Elju- og nægjusemi var tengda-
móður minni í blóð borin, enda kom-
in úr stórum bai-nahópi, sem ábyggi-
lega hefir ekki oft verið mikið að
moða hjá, en hún var eitt ellefu
barna þeirra hjóna Bjama Bjarna-
sonar, hreppstjóra í Hörgsdal, og
eiginkonu hans, Sigríðai- Kristófers-
dóttur, og fæddust öll börnin á 13
ára tímabili áranna 1902-1915. í
þessum fjölmenna hópi var einnig tíl
húsa yngri bróðir hreppstjórans, Jón
Bjarnason, kvæntur Ónnu Kristó-
fersdóttur, systur Sigríðar, og áttu
þau hjón fimmtán börn saman á ára-
bilinu 1908-1929 og voru þau öll
fædd á ættarsetrinu Hörgsdal, nema
yngsta dóttirin, fædd 1929 á
Keldunúpi.
Fyrir þá sem ættfræði unna er
rétt að geta þess að faðir Guðríðar
var dóttursonur séra Páls Pálssonar
prófasts í Hörgsdal, sem var alkunn-
ur varaþingmaðui’ þeirra Skaftfell-
inga á sinni tíð og sem stóð ávallt
fast með foringja sínum, Jóni Sig-
urðssyni forseta, bæði á þjóðfundin-
um fræga árið 1851, sem og allai-
götur fyrr og síðar, meðan hann kom
nálægt þjóðmálum. Bar Guðríður
nafn langömmu sinnar, síðari konu
séra Páls, Guðríðar Jónsdóttur á
Kirkjubæjarklaustri Magnússonar,
en hann var eyfirskrar ættar. En af
séra Páli er kominn fjölmennur kyn-
stofn hinna mætustu manna, bæði að
gi-eind sem dagfai-i og má þar m.a.
nefna séra Pál á Kálfafelli og Prest-
bakka, ömmubróður Guðríðar, sem
lauk prestaskólaprófi 1860 með
hæsta prófi, sem þá hafði verið gefið
í skólanum og einungis eftir tveggja
ára nám.
Vart gerði tengdamóðir mín víð-
reist um sína daga, því henni nægðu
örfáar heimsóknir út á land og á
heimaslóðir, - enda ekki lenska á
þeiri’i .tíð að taka sumarfrí, hvorki
um hábjargræðistímann né á öðrum
stundum, - en þó dvaldi hugur henn-
ar löngum heima í Hörgsdal og
þangað sendi hún börn sín bæði til
sumardvalar og sveitarstarfa mörg
þeirra unglingsár. Ellimóð minntist
hún æskuslóðanna með ti-ega og að
fórluðu minni varaði hún börnin sín
bæði við ánni, sem öðnxm viðsjár-
verðum stöðum í nágrenninu, er
henni fannst, sjálfii innandyra á Sól-
vangi, þau öll vera að rækja erindi
um túnin í Hörgsdal. Það er því ekki
að ófyrirsynju að sagt er að „römm
er sú taug“ enda við ramman reip að
draga.
Sú ánægja veittist okkur Sigríðí í
Englandi að fá þau hjón bæði í heim-
sókn og að sýna þeim það markverð-
asta í Lundúnaborg og einnig til
sveita í heimahéraði okkar Essex og
þar á meðal háskólabæinn
Cambridge og þótti Guðríði mikið
koma til kapellu „King’s College",
enda um fagra smíð að ræða. Þar gat
hún einnig dáðst að blómum í landi
í-ósanna, byggingum Lundúnaborgar
og svo ótalmargt annað, sem henni
fannst akkur í.
Þótt Guðríður sé fædd á fyrsta
tugi þessarar aldar höfðu búskapar-
hættir þess tíma haldist nær
óbreyttir um aldaraðir og vart er
launungarmál að bamamergðin var,
öðrum þræði, vinnuafl sveitanna að
stórum hluta, en þegar þau uxu úr
grasi, reyndust þurftafrekari og
komust á fullorðins ár urðu stúku-
börnin oftast að víkja fyrir ríkjandi
hefðum og leita sér vistar annars
staðar, - giftust þær ekki þá þegar
innansveitar. Þetfa voru þeirra „far-
dagar", enda urðu dætur hrepp-
stjórahjónanna allar fjórar að leita
sér staðfestu utan héraðs og hélt
Guðríður til fjölbýlisins við Faxaflóa
- og í Reykjavík starfaði hún um
nokkurt skeið að almennum störfum,
þar til hún hvarf að námi í hár-
greiðslu hjá frú Karolínu Kragh, en
hjá henni lauk hún prófum og hlaut
iðnréttindi í þeirri grein hinn 16. júní
árið 1937. Bræður hennar sjö sátu
aftur á móti allir eftir í héraði og
urðu þar, hver með sínum hætti, hin-
ir gegnustu Síðumenn og er allfjöl-
mennur ættbogi frá þeim kominn.
En skammt undan, þegar hér var
komið sögu og hún 29 ára, beið
mannsefni hennar, Nikulás Jónsson,
húsasmíðameistari, sem þá þegar
var orðinn vel fulltíða maður, eða 34
ára gamall, og gengu þau í hjóna-
band hinn 15. maí árið 1937. Settu
þau hjón saman bú í Hafnarfirði,
sem varð upp frá því heimabyggð
fjölskyldunnar. Þar uxu úr grasi
dóttir og sonur þeirra hjóna og lutu
aga móður sinnar, sem bar með sér
óvanalega sterka trúarfullvissu, sem
hún hafði eignast mjög snemma.
Aldrei deildum við tvö um trúar-
skoðanir, en vissum bæði að vík
skildi vini í þeim efnum og innilega
þakklátur er ég tengdamóður minni
allar þær bænir og vers, sem hún
kenndi dætrum mínum og viss er ég
um að fyrirbænir hennar fyrir börn-
um sínum, barnabörnum og skyldu-
liði hafa reynst okkur haldbetri eftir-
tekja í lífinu, heldur en mörg verald-
leg sæmdin.
Ellin er oft olnbogabam tímans, -
og því frekar sem aldurinn „tætir"
verr í sundur hug og hönd viðkom-
andi. Því er aðstandendum mest í
mun að foreldri eða ættmenni njóti
sem bestrai- aðhlynningar hjá sér-
hæfðu starfsliði, hvar svo sem aldur-
hnignum er fundinn staður. Elli-
heimilin hafa hér reynst mikil hjálp-
ai-hella og ólíku saman að jafna kjör-
um og aðbúnaði fyrr á öldum og nú.
Á Sólvangi naut tengdamóðir mín,
sem um langan tíma var höll úr
heimi, bestu aðhlynningar í tæp níu
ár, eða tíunda hluta æviskeiðs síns.
Þar var farið um hana mildum kær-
leikshöndum og reyndist allt starfs-
liðið, svo og samvistarfólk, henni ein-
staklega gott og fyrir það vildum við,
aðstandendurnir, nú þakka hjartan-
lega fyrir við ævilok þessarar mætu
konu.
Böi-n hennar, barnabörn, bama-
barnabörn og annað skyldu- og
sifjalið biðja henni blessunar guðs á
Ijóssins leiðum, en sjálfur þakka ég
henni nú á kveðjustund, heilshugar,
allan velgjöi-ning við mig og mína á
liðnum tíma, óska henni fai-arheilla
og bið að guð veiti henni nú raun lofi
betra.
Kjartan P. Kjartansson.
Amma okkar átti heima á Álfa- *
skeiðinu í stóru fallegu húsi, sem hún
og afi byggðu. Við eldri systurnar
bjuggum ásamt foreldrum okkai- á
efri hæð hússins fyrstu æviárin og
mynduðust þá tengsl við afa og
ömmu, sem aldrei slitnuðu. Afi dó
fyrir 25 árum meðan við fjölskyldan
bjuggum í Englandi og geymum við í
huganum stakar myndir af honum á
Álfaskeiðinu, myndir sem bernskan
hefur fangað af umhyggjusömum og
ástkærum afa.
Afi og amma voru óþreytandi við
að hlusta á bai-nasönginn og taka
virkan þátt í leikjum okkar. Það var
því erfitt að skilja við þau þegar við
fluttum til útlanda ungar að aldri og
á hverju kvöldi fyrst eftir komuna til
Englands kröfðumst við þess að
amma kæmi út til okkar með næstu
flugvél. Það var því tilhlökkunarefni
þegar farið var í stuttar heimsóknir
heim til Islands, enda gistum við
ávallt á Álfaskeiðinu. Amma vissi ná-
kvæmlega hvernig gleðja átti lítil
bamshjörtu og birtist oft með
óvæntan glaðning, sem henni einni
var lagið.
Ávallt sýndi amma daglegri sýslan
okkar systra einlægan áhuga og oft
sátum við kringum eldhúsborðið hjá
henni og þuldum upp eitt og annað
merkilegt sem á daga okkar hafði ,
drifið.
Amma var sérstaklega gestrisin
og var ætíð framborin veisla þegar
gesti bar að garði. Fjöldi kræsinga
leit dagsins ljós og virtist bxirið
hennar ótæmandi uppspretta góð-
gætis. Afurðir matjurtargarðsins
vonx ekki síður vinsælai-, enda lagði
hún mikla alúð við ræktun hans, sem
og við allt annað, sem hún tók sér
fyrir hendur. Sjaldan fórum við tóm-
hentar xlr hennar húsum, því ef það
var ekki eitthvað gott úr eldhúsinu
sem hún læddi að systrunum, þá""
voru það heimaprjónaðar lopapeys-
ur, sokkar eða vettlingar sem hún
gaf okkxir.
Við kveðjum þig nú, elsku amma,
með einni af þeim mörgu bænum
sem þú kenndir okkur og biðjum
góðan Guð að geyma þig:
Vertu nú yfír og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englai' saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Gerður, Áuður og Sólveig.
Elsku Guðríði ömmu höfum við
kvatt í hinsta sinn. Við erum stolt yf-
ir því að hafa orðið þeirrar hamingju
aðnjótandi að kynnast henni og öllu
því heiðarlega, góða og yndislega
sem hún hafði að gefa. Ommu Guð-
ríði viljum við nú þakka góðu stund-
irnar og hvernig hún tók alltaf vel á
móti okkur þegar við komum í heim-
sókn til hennar. Alltaf tók hún á móti
okkur með hlýju og glaðværð. Þegar
við komum fengum við alltaf það
besta sem til var á bænum. Einnig
viljum við þakka fyrir allar góðu og
vönduðu gjafimar sem hún gaf okk-
ur.
Guðríður amma okkar var iðin
kona og var alltaf að. Mörgum
stundum eyddi hún í garðinum sín-
um að rækta eða hlúa að plöntum og
virtist allt dafna eins og best varð á
kosið þar sem hún kom nálægt.
Amma Guðríður var níræð þegar
hún lést. Við barnabörnin á Heið-
vangi 80 munum ávallt sakna hennar
og munum við geyma minningarnar
um hana í hjörtum okkar alla ævi.
Um eilífar aldaraðir
ertu vor guð og faðir
sem best er að biðja og unna.
Leið hina þyrstu og þjáðu
til þinna svalandi brunna.
Lát þú ritningar rætast,
rökin og trúna mætast,
líf vort breytast og batna.
Leið hina þyrstu og þjáðu
til þinna lifandi vatna.
(Dav. Stef.)
Guð geymi þig, amma.
María, Bjarndís, Bryndís,
Pétur Nikulás. 0