Morgunblaðið - 05.03.1998, Page 66

Morgunblaðið - 05.03.1998, Page 66
66 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ A Dýraglens Ljóska Ferdinand Smáfólk CAN A PlANO PLAl'ER. SUPPORT A WIFE UJHO IS U5EPTOALLTHE NICE THIN65 IN LIFE? YOU KNOU), CARS, CL0THE5,A 8EACH H0U5E..THIN6S LIKE THAT.. AgSOLUTELYjPlANO PLAYERS MAKE EN0RM0U5 AM0UNT5 OF MONEYÍTHEIR WIVE5 CAN 8UY ANYTHIN6 THEY LUANT' l‘LL PROBABLY MARRY A VIOLA PLAYEK.. Getur píanóleikari séð fyrir eiginkonu sem er vön öllum lífsþægindum? Þú veist, bílum, föt- um, sumarbústað, þess háttar hlutum. Fullkomlega! Píanóleikarar hafa rosalegar tekjur! Konurnar þeirra geta keypt allt sem þær langar í! Ég giftist sennilega fíðluleikara. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Heppnir ferðalangar Frá Krístni Snæland: SNEMMA sumars árið 1989 um 13. júlí eða svo voru svissneskir ferða- menn á húsbíl akandi um Langadal, upp af Vopnafirði. Ekki tókst betur til en svo að ökumaðurinn, Serge Clapasson, missti vald á bílnum sem rann um stund þversum eftir vegin- um og hafnaði loks utan vegar, fast- ur í snjóskafli. Serge sem er í hjóla- stól og félagar hans voru þarna ráðalausir. Sem þeir höfðu virt fyrir sér ástandið um stund kom íslensk fjölskylda þama að, akandi á sínum fjallabíl. Þetta voru hjón með tán- ingsstúlku og hund. Húsbóndinn sneri sér að björgunaraðgerðum en frúin myndaði aðgerðimar með myndbandsvél. Ekki þarf mörg orð um en á örskotsstundu var húsbíln- um svipt upp á veginn og reyndist hann óskemmdur. Ekki vildu hjónin greiðslu fyrir hjálpina og hefur þessi atburður verið í minnum hafð- ur í Sviss svo og kveðjuorð íslend- ingsins: „Við Islendingar höfum góða vegi en það er æskilegt að halda sig á þeim.“ Erindi þessara lína er svo það, að ná sambandi við þessi hjálpsömu hjón í þeirri von að þau eigi enn myndbandsupptökuna frá óhappinu og björgunarstörfum. Þeir sem gætu gefið upplýsingar vinsamlega hafíð samband við und- irritaðan. KRISTINN SNÆLAND, Engjaseli 65, Reykjavík. Opið bréf til Umhverfís- nefndar Alþingis Frá Krístínu Hreinsdóttur: ER byggðin í Hnífsdal sem stendur á snjóflóðahættusvæði eitthvað verr til þess fallin að vera varin gegn of- anflóðum en aðrar byggðir á íslandi sem em á snjóflóðahættusvæðum? Þegar húsin í Hnífsdal voru keypt af Ofanflóðasjóði þá voru þau þar með orðin snjóflóðavörn og Bæjarstjóm ísafjarðar skuldbundin að sjá um viðhald snjóflóðavam- anna samkv. 10. gr. laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðufóllum. Niðurlag hennar er svohljóðandi: „Sveitarstjóm ber ábyrgð á viðhaldi mannvirkja." Ákvörðun bæjarstjórnar að selja húsin sem sumarhús og að ekki megi byggja þau upp aftur ef snjó- flóð fellur á þau er haldlaus, þar sem eigendur sumarhúsanna í Tungudal fengu að byggja sín sum- arhús upp aftur eftir að snjóflóð hafði fallið á þau 1994. Akvörðun bæjarstjórnar að selja sem flest húsin í Hnífsdal til flutn- ings er eingöngu til að auka á hættu þeirra sem yfír snjóflóðahættu- svæði er nauðugur einn kostur að fara, bæði fótgangandi og akandi, þar sem Hólavallagata er eina gat- an sem íbúar Árvalla geta farið um allra sinna ferða. Ef snjóflóðahættan í Hnífsdal er svona mikil eins og hún er sögð vera, hvers vegna þá að selja í burtu snjóflóðavarnimar sem Hnífsdæl- ingar fengu? í ákvæði til bráða- birgða í 5. tölulið laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum er í skýrslu Veðurstofu íslands nefnt að almennt sé hagkvæmara að reisa varanleg vamarvirki en kaupa eða flytja húseignir. Hvers vegna má ekki verja húsin á snjóflóðahættusvæðinu í Hnífsdal og leyfa þar heilsárs búsetu með þeim skilmálum að íbúar yfirgefí húsin þegar snjóflóðahætta er? Það er nú einu sinni öruggasta vörnin. Fordæmið fyrir að ekki megi verja húseignir eftir að þær hafa verið keyptar af Ofanflóðasjóði er brostið, þar sem húseignir hafa ver- ið keyptar eftir að hafa verið varð- ar, eins og gert var á Flateyri. Vakin er athygli á því að Búðargil í Búðarhymu þar sem úr hafa hlaupið stór snjóflóð er utan núver- andi byggðar i Hnífsdal. KRISTÍN HREINSDÓTTIR, Arvöllum 14, Hnífsdal. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Vi '10 iiv ?h 6i írí in ■ífl iu 3d id 19 ÁO öq U fd Í9 IJJ Iri •ta «í 9l jri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.