Morgunblaðið - 05.03.1998, Síða 67

Morgunblaðið - 05.03.1998, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 67 EF bíll hafnar á hvolfl er inikilvægt að fara rétt úr bflbeltunum, styðja annarri hendinni í þakið svo ekki komi slynkur á hálsinn. Hér sjáum við einn þátttakanda gera þetta rétt. Akstur í hálku, myrkri og lélegu skyggni Frá ungum ökumönnum á nám- skeiði hjá Sjóvá-Almennum: NU ER sá tími þegar aðstæður geta orðið mjög slæmar í umferðinni. Því viljum við benda ykkur á nokkur at- riði sem geta hjálpað ykkur og dreg- ið úr hættunni á að lenda í óhappi. Hálka Aður en við förum af stað skulum við vera viss um að rúður séu vel hreinar. Mikilvægt er að hafa dekkjabúnað í lagi. Ef loftþrýsting- ur er minnkaður, eykst veggrip í hálku. Þegar við erum komin af stað í hálku verðum við að passa bensín- gjöfína og muna eftir að aka mjúk- lega og ekki vera með snöggar hreyfingar á bílnum, t.d. ekki negla niður eða rykkja til stýri, því þá er hætta á að við missum stjórn á hon- um. Hægjum mjög vel á bílnum í beygjum og kúplum frekar niður, ef við erum á beinskiptum bíl, en að bremsa. Bíll með ABS-bremsukerfí er góður valkostur því hann dregur ekki hjólin þótt nauðhemlað sé, en pössum okkur á að fara ekki hraðar, því bíllinn þarf svipaða vegalengd til að stöðva þótt hann sé með ABS- bremsur. I hálku þurfum við að aka mun hægar og hafa meira bil milli bíla en venjulega þar sem stöðvunar- vegalengdin er meii-i. Myrkur og lélegt skyggni Þegar við ökum í myrkri eða lé- legu skyggni er mikilvægt að sjá vel út. Höfum því rúðuþurrkurnar í góðu lagi og góða sýn út um allar rúður. Höfum allan ljósabúnað bíls- ins í góðu lagi og notum hann rétt. Okum ekki of geyst og ef við erum á ferð utan þéttbýlis geta margar hættur leynst í myi’krinu sem öku- menn geta ekki komið auga á. Þá getur verið gott að nýta vel vegstik- ur og fylgjast vel með vegmerking- um, t.d. um blindhæðir. Við skulum nota háu Ijósin, en lækka þau þegar við mætum öðrum bílum. Ekki treysta eingöngu á Ijós á bflnum fyr- ir framan, því hann gæti verið á leið- inni útaf. Við skulum sýna alveg sér- staka varúð við framúrakstur og best væri að sleppa honum alveg þegar aðstæður eru slæmar. Við skulum fara varlega á malarvegum og munum að halda okkur vel vak- andi þegar við erum akandi. Fyrir hönd ungra ökumanna á námskeiði hjá Sjóvá-Almennum, EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnaríulltrúi. Hverra hagsmuna gæta sjálfstæðismenn? Frá Unnari Haraldssyni: UMRÆÐAN um breikkun Gullin- brúar vekur ýmsar spurningar og þá einkum og sér í lagi framkoma nokk- urra sjálfstæðismanna. Það virtist hlakka í Árna Sigfússyni oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn þegar hann blés til blaðamannafund- ar og sagði að líklegast drægust framkvæmdir enn. Það er augljóst að pólitískir hagsmunir vega þyngra hjá borgarfulltrúanum en hagsmunir Grafarvogsbúa. Eins og ekki sé nóg að Grafarvogsbúar gjalda þess að flokksbróðir Árna, ráherra sam- gangna og vegamála, er fyrst og fremst ráðherra Norðurlandskjör- dæmis eystra. Annar sjálfstæðismaður, Friðrik Hansen Guðmundsson, er formaður 'búasamtaka Grafarvogs og hverfa- félags sjálfstæðismanna í Grafar- vogi. Hann virðist engan greinarmun gera á þessum tveimur félögum og ootar íbúasamtökin í pólitískum hrá- skinnaleik. í nýlegri blaðagrein skákar hann í skjóli íbúasamtak- snna, deilir á borgarstjóra en hvít- þvær ráðherrann, flokksbróður sinn, af allri ábyrgð á ástandi þessara *nála. Það er greinilega lenska hjá þessum mönnum að misnota félög þar sem þeim hefur verið trúað fyrir formennsku! En una hverfísbúar því að samasemmerki sé sett á milli íbúasamtakanna og félagsskapai’ sjálfstæðismanna? Það er greinilega hlaupin mikil pólitík í þetta mál sem vonandi verð- ur þó ekki til þess að samgönguráð- herra Norðurlandskjördæmis eystra gangi á bak orða sinna. Enginn efast um að hann er hagmæltur, ráðherr- ann og okkur er í fersku minni þegar hann orti svo til borgarstjóra um mitt síðasta ár: Hættu að gráta góða frú, gættu að mínum ráðum. Ég skal gefa þér GuIIinbrú í Grafarvoginn bráðum. Ég hef ekki staðið borgar- stjórann, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, að öðru en heilindum, bæði í þessu máli og öðrum og vona að það sama megi segja um ráðherrann, Halldór Blöndal, áður en yfir lýkur. í Grafarvogi býr fólk sem á þá virðingu skflið af hálfu sjálfstæðis- manna. Því segi ég við þá, látið ekki stjórnast af pólitískum hagsmunum heldur vinnið af heilindum þegar í húfí eru hagsmunir fjölda fólks, í þessu tilfelli hagsmunir þúsunda Grafarvogsbúa. UNNAR HARALDSSON, Viðarrima 47, Reykjavík. Þeir sem hafa hug á að panta pallhús fyrir sumarið hafið samband við okkur hið fyrsta vegna langs afgreiðslufrests. Höfun enn fjölbreyttara úrval og nýjar gerðir að bjóða. Pallhús sf., Borgartúni 22, símar 553 7730 og 561 0450. Biblíudagurinn og Hið íslenska biblíufélag Frá Konráði Fríðfínnssyni: HINN árlegi Biblíudagur var hald- inn 15. febrúar síðastliðinn. Prestum er þá uppálagt að geta um daginn í predikunum sínum og leggja út af orðunum sem tileinkuð eru deginum, þar sem Frelsarinn segir söguna um sáðmanninn, sem fór út að sá sæði sínu. Þessa frásögu Jesú má lesa í Lúkasarguðspjalli, 8. kafla, í versun- um 5-15. Og hvet ég menn til að kynna sér málið. Biblíudagurinn er annar sunnudagur í níuvikna föstu, áttundi sunnudagur fyrir páska. Mánaðardagurinn er því breytilegur, vegna þess að ekki ber páskana ávallt upp á sama dag, líkt og jólin gera, og svo framvegis. Biblían er fyrir margra hluta sakir merkileg bók. í fyrsta lagi er hún heilagt orð Guðs. í annan stað er hún fóðrið sem trúuðu fólki er nauðsyn- legt að eta af til að geta haldið lífí í sinni trú. Fái maðurinn ekki andlega næringu deyr trúin. Rétt eins og lík- aminn lifir það ekki af að vera án matar um langan tíma. Sagan sem Frelsai’inn sagði lærisveinum sínum, á öllum tímum sem vitnað er í ofar, fjallar á vissan hátt um þetta. Biblían er ekki bai-a merkileg fyrir næringargildi sitt, í andlegum skiln- ingi orðsins. Hún er ekki síður göfug fyrir það að hún er bókin sem er þess valdandi að íslendingar tala ennþá íslensku. En þessari staðhæf- ingu hélt fram fyrir skömmu finnsk- ur fræðimaður sem staddur var á landinu. Sagði hann til grundvallar máli sínu að frá upphafí kristnitök- unnar á Islandi hafa prestar landsins flutt messur sínai’ á íslensku. Fyrir þær sakir hefur íslensk tunga hljóm- að í kirkjunum frá ómunatíð. Þannig má sjá að við eigum íslenskum prest- um og heilögu orði Guðs fremur það að þakka að hér er töluð vönduð og metnaðarfull íslenska, en ekki, til að mynda danska, eins og allt útlit var fyrir um tíma, að minnsta kosti, þeg- ar fínt þótti að mæla dönsku á sunnudögum. Hið íslenska biblíufélag, sem stofnað var 1815, er í dag elsta fyrir- tæki landsins. Biblíufélagið hefur einkarétt á útgáfu biblíunnar. Mark- mið félagsins er að sjá til þess að ávallt sé til aðgangur fyrir fólk að Guðs orði. Er enda enginn hörgull á þessari bók í dag og hefur heldur ekki verið um langa hríð. Guði sé lof. Stofnandi Hins íslenska biblíufé- lags var skoskur maður sem kom hingað til lands 1814, Ebeneser Henderson að nafni. Ebeneser sté á land í Reykjavík 14. júlí það ár. Ári síðar stofnar maðurinn félagið sem getið er um. Við komu sína til Reykjavíkur varð Ebeneser var við mikið hungur í Guðs orð. En biblíur voru á þessum árum ekki hvers manns eign, eins og nú tíðkast, held- ur illfáanlegar. Og eru til dæmi um það að prestar hafi gegnt starfi sínu biblíusnauðir, jafnvel áratugum sam- an. En Ebeneser kom með biblíur og Nýja testamenti í farteskinu á ís- lensku. Biblíuútgáfur hans þóttu takast heldur ólukkulega til þar sem mikið var um prentvillur í þeim. Fékk útgáfa Ebenesar því uppnefnið grútarbiblía í munni gárunganna. En uppnefnið kom vegna meinlegrar prentvillu sem slæðst hafí inn í bók Jeremía spámanns. Þar hafði „harmagi’átur“ breyst í „harmagrút“ (tekið úr bókinni „Lifandi steinar“ sem Samband íslenskra kristniboðs- félaga gaf út 1989.) Stóra verkefnið í ranni Biblíufé- lagsins er að það vinnur núna að nýi-ri þýðingu á Orðinu. Og er fyrir- hugað að hún komi út 2000. Margir hafa reyndar efasemdir um að verk- inu verði lokið á tilsettum tíma, vegna fjárskorts. Almenningur getur styrkt verkið með fjárframlögum, ef hann kýs svo. Margt mælir með því að þýðing biblíunnar sé skoðuð með jöfnu millibili. Menn vita að tungan tekur breytingum í áranna rás og er þess vegna ekkert óeðlilegt við það að Guðs orð fylgi straumnum að þessu leyti. Einnig er sífellt unnið að rannsóknum á textum bókarinnar og hefur þar ýmislegt komið í ljós sem varpar birtu á hann sem eykur mönnum væntanlega skilning á inni- haldi orðanna. Hlýtur sú vinna að vera mönnum fagnaðarefni sem unna bókinni og hafa lagt hana sér að hjartastað. Að endingu langar mig til að við hlýðum á orð Jesú þar sem hann segir eftirfarandi: „Jesús svai-aði þeim: - Verið ekki með kurr yðar á meðal. Enginn getur komið til mín, nema faðirinn, sem sendi mig, dragi hann, og ég mun frelsa hann, og ég mun reisa hann upp á efsta degi.“ (Jóh: 6.43-44.) KONRÁÐ FRIÐFINNSSON, Fífuhvammi í, Fellabæ. ANTINKHORNIÐ FJARÐARGÖTU 17, HAFNARFIRÐI Útsala þessa viku Verslunin hættir Kynning í Vesturbæjarapóteki í dag Elizabeth Arden kynnir MODERN SKIN CARE . %4, Húðsnyrtilína sem sinnir þörfum nútímans. 10% kynningarafsláttur . , , , . , VESTURBÆJARAPÓTEK Elizabeth Arden Melha9a20‘22' Sími 552 2190 Útiskilti Vatnsheld og vindþolin Allar stærðir og gerðir Margir litir - gott verð Seljum í dag og nœstu daga nokkur lítillega útlitsgöllub €mjrjwm tœki meb góbum afslœtti d^Ofnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Ratahrauni 13 • Sími 555 6100 GÓÐIR SKILMÁLAR TRAUST ÞJÓNUSTA /ponix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 5 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.