Morgunblaðið - 05.03.1998, Síða 72

Morgunblaðið - 05.03.1998, Síða 72
72 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM • • Frá A til 0: Hvað er að gerast? Hveri'ir voru hvar? Hvenær eru uppákom Veisla fyrir andann og bragðlaukana Kaffileikhúsið býður upp á margslungna stemmningu fyrir menningarvita sem og rússíbanaunnendur. Guðmundur Ásgeirs- • son fylgdist með Svikamyllu og spáði í kaffíbolla á notalegum stað í miðbænum. KVOSINNI í Reykjavík leynist vinalegt og jafnframt óvenjulegt afdrep frá daglegu amstri borg- arinnar. Kaffileikhúsið fellur heldur illa að hefðbundnum skilgreiningum skemmti- og veitingastaða: kaffihús, matsölustaður, danshús, bar og síð- ast en svo langt því frá síst, leikhús. Eftir að hafa barist gegnum hríðar- kófið var blaðamaður viðstaddur frumsýningu á „Svikamyllu" eftir Anthony Shaffer, eitt kulda- legt fimmtudagskvöld í febr- -y úar. Pað er öllu hlýlegra inni í þessu gamla húsi en úti í gaddinum. Spariklætt fólk tínist að og er fylgt til sætis. Pað er spenna í loftinu. Frumsýningum fylgir sér- stakur hátíðleiki, kyrrlát spenna sem á vel við andann í salnum. En frá eldhúsinu berast hljóð sem benda til þéss að þar sé allt annað en rólegt. Asa Richardsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffileik- hússins, sagði mér að eldhús- ið væri ekki síður mikilvægt en leikhúsið á stundum sem þessum og að óhjákvæmilegt væri að koma þar við til að fá tilfinningu fyrir stemmningu staðar- ins. Hjónin Linda og Jón reka veit- ingafyrirtækið Ut í bláinn og eru einvaldar eldhússins. Þau sérhanna matseðil fyrir hverja sýningu og réttimir sem glöddu frumsýningar- gesti „Svikamyllu“ voru ávaxtafyllt- ur grísahryggur í kókoshjúp með sinnepssósu, brauðskel með ofnbök- uðum kartöflum auk blandaðs græn- metis og á eftir myntuostakaka með skógarberjasósu. Hefð er íyrir að dekra jafnframt við grænmetisætur 'hér á bæ. Fyrir þesslundaða var á boðstólum mexikóskur ofnréttur með salati og sýrðum rjóma. Þegar blaðamaður og ljósmyndari gerðu innrás í eldhúsið var þar allt á suðu- punkti. Voldugir ofnarnir yfirfullir af hverskonar kræsingum og kokkarnir að kýta um plássið. Linda vildi vita hvar hún ætti að setja grænmetis- réttinn, því ofninn var orðinn fullur af kjöti og hún hafði áhyggjur af sínu fólki. Farsæl lausn náðist í ofndeilunni og ekki leið á löngu áður en fríður flokkur tók að bera mat í þakkláta gestina. Vandlega er hugað að vín- fóngum með réttum meistai’anna í eldhúsi Kaffileikhússins. Reglulega er skipt um tegundir á vínseðlinum og eru vín hússins um þessai’ mundir sérpöntuð frá Astralíu. Seppelt Moy- ston Cabernet er rauðvín, ljúft og þægilegt með mjúku berjabragði. Seppelt Moyston Colombard- Chardonney er hvítvín, þurrt, kryddað og svalandi. Önnur vín eru frá Ástralíu, Spáni og Frakklandi. í tilefni af enskri leiksýningu höfðu verið fengnar á barinn sex tegundir af sérinnfluttum breskum bjór af fornri tegund. Rauðvín hússins féll vel að ávaxta- bragðinu af fylltri svínasteikinni og máltíðin var prýðilega heppnuð. Sýn- ishorn af grænmetisréttinum fylgdi að ósk blaðamanns sem óhikað mæl- ir með kokkum Kaffileikhússins við hvern sem er, kjötætur jafnt sem aðra. Að máltíð lokinni sté fram- kvæmdastjórinn á svið og kynnti verkið. Á þeirri stundu kom helsti kostur staðarins í ljós, að geta setið kyrr að loknu borðhaldi og notið leiksýningar án þess að neyðast nokkurntíma út í íslenska veturinn. Ása sagði stuttlega frá sögu „Svika- myllu", sem notið hefur fádæma vin- sælda síðan hún var fyrst sviðsett undir titlinum ,Sleuth“ í Lundúnum árið 1970. Verkið sækir mikið í hefð morð- og leynilögreglusagna og gert er ráð fyrir að áhorf- endur þekki hefðina og flæk- ist því inn í svikamyllu frá- sagnarinnar. Leikurinn ger- ist að kvöldi til á ríkmannlegu sveitasetri og það er drama- tík í loftinu. Áhorfendur eru sérstaklega beðnir að Ijóstra ekki upp um sögulok, svo best er að hafa sem fæst orð um fléttuna. Ég get þess þó að vegna sérstöðu salarins myndaðist ákaflega skemmti- leg stemmning og náin tengsl milli leikara og áhorfepda, sem umkringdu litla leiksvið- ið. Þótt sögupersónur væru aðeins fimm, var leikrýmið nýtt út í ystu æsar og varla pláss fyrir fleiri. I hléinu gengu þjón- ar um með bakka hlaðna af áströlsku eðalfreyðivíni í boði hússins. Að leikslokum ætlaði allt um koll að keyra af fagnaðarlátum sem linnti seint. Allh- leikarar sýningarinnar og aðstandendur tróðust upp á sviðið þar sem þeir voru hyllth’ óspart. Allt hafði lagst á eitt við að skapa ein- staka kvöldstund. Spenna frumsýn- ingarkvöldsins, Ijúfir réttir og hóf- lega drukkið vín. Það var ekki að undra að gestir tíndust út í nóttíha með bros á vör og hlýju í huga þrátt fyrir nístandi kuldann í Kvosinni í Reykjavík. JÓN Snorrason vandaði til verka í eldhúsinu. Morgunblaðið/Halldór STEMMNINGIN er notaleg í Kaffileikhúsinu. ELSA Eiríksdóttir, Ása Richardsdóttir, framkvæmdastjóri, og Erla Diðriksdóttir. SIGRÍÐUR Guðjónsdóttir, Ásta Hrönn Maack, Ásta Maack, Þorbjörg, Anna Ringsted, Sigrún Bjarnadóttir, Annadis Rúdolfsdóttir og Kristrún Heimisdóttir. Frá A til Ö ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Á fimmtudags- kvöld verða tónleikar með KK og Magnúsi Eiríkssyni og hefjast þeir kl. 22. Laugar- dagskvöld leikur rokkhljðmsveitin Gildr- an í íyrsta sinn eftir 5 ára hlé. ■ ÁRTÚN Tríó Þorvaldar ásamt söng- konunum Vordísi og Frigg leikur fóstu- dags- og laugardagskvöld gömlu og nýju dansana. Húsið opnað kl. 22 bæði kvöldin. Húsið opnað kl. 22. ■ 8-VILLT leikur föstudagskvöld á Hótel Mælifelli og á Hótel Læk, Siglufirði, laug- ardagskvöld. ■ BROADWAY Á fostudagskvöld verður sýning á Rokkstjömum Islands þar sem frumherjar rokksins eru heiðraðir, en þá troða upp allar helstu rokkstjömur gull- aldaráranna ásamt hijómsveit undir stjóm Gunnars Þórðarsonar. Kynnir Ragnar Bjarnason. Hljómsveit Geirmundar Val- týssonar leikur til kl. 3. Á laugardags- kvöld verður sýning Björgvins Halldórs- sonar í útvarpinu heyrði ég lag. Kynnir er Jón Axel Ólafsson. Hljómsveitin Skíta- mórall leikur fyrir dansi. ■ BUBBI Á NORÐURLANDI Tónlistar- maðurinn Bubbi Morthens heldur tónleika á Hótel Mælifelli, Sauðárkróki fimmtu- dagskvöld og hefjast þeir kl. 21. Á fóstu- dagskvöld leikur Bubbi á Pollinum, Akur- eyri kl. 21 og á laugardagskvöld verða tón- leikar á Kaffi Menningu, Dalvík, og hefj- ast þeir kl. 22. ■ BÚÐARKLETTUR BORGARNESI Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Bingo frá kl. 23-3. ■ CAFÉ AMSTERDAM Hljómsveitin Sangría leikur fóstudags- og laugardags- kvöld. Hljómsveitina skipa: Hjörtur Howser, James Olsen, Haraldur Þor- steinsson og Rúnar Georgs. ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanóleikar- inn Liz Gammon leikur þriðjudags- til sunnudagskvölds frá kl. 22 íyrir gesti veit- ingahússins. ■ DJASSKLÚBBURINN MÚLINN Á fimm tudagskvöld mun Teena Palmer auk hljómsveitar koma fram í Múlanum Sólon íslandusi. Öll lagasmíð er eftir hana auk þess sem Hilmar Jensson á þarna nokkur lög. í tónlistinni gætir ým- issa áhrifa, s.s. þjóðlagatónlistar og mis- munandi djasstefna. Teena Palmer hefur verið búsett á Islandi um árabil. Hljóm- sveita skipa auk Teenu þeir Hilmar Jens- son, Þórður Högnason og Matthías M.D. Hemstock. Tónleikarnir hefjast stund- víslega kl. 21. ■ DRAGDROTTNING AUSTUR- LANDS verður kjörin á Hótel Egilsbúð, Neskaupstað, laugardagskvöld en sigur- vegari keppir í úrslitum í Reykjavík 9.. maí. Sjö keppendur taka þátt. Einnig koma þátttakendur Fegurðarsamkeppni Austurlands fram í fyrsta sinn og Drag- hópurinn Ice Queen skemmtir. Hljóm- sveitin Sóldögg leikur síðan fyrir dansi. 18 ára aldurstakmark. Verð á mat og dans- leik 2.600 en 1.200 kr. á dansleik. ■ FEITI DVERGURINN Hinir geysi- vinsælu Víkingar frá Hafnarfirði leika fóstudags- og laugardagskvöld. ■ FJARAN Jön Mollcr leikur á píanó fyr- ir matargesti. ■ FJÖRUGARÐURINN Víkingasveitin leikur og syngur fyrir matargesti. Rúnar Þór og hljómsveit leika fyrir dansi. ■ FÓGETINN Seyðfirðingarnir Maggi Einars og Tommi Tomm leika fimmtu- dagskvöld. ■ GAUKUR Á STÖNG Ný íslensk hljómsveit leikur á Gauknum fimmtu- dagskvöld en hún kallar sig Svartur ís. Hljómsveitina skipa þeii’ Harold Burr, SVARTUR ts er ný hljomsveiti sem leikur á Gauknum fimmtudagskvöld. söngur, Sigurgeir Sigmundsson, gítar- leikari, Sigurður Flosason, saxófón- og slagverksleikari, Jóhann Ásmundsson, bassaleikari og Þórir Úlfarsson, píanó- leikari. Á efnisskrá hljómsveitarinnar eru t.d. lög eftir St. Wonder, Simply Red, E.W.A.F., David Bowie o.fl. Einnig verða flutt nokkur frumsamin lög. Á föstudags- kvöld leika Papar og á laugardagskvöld leikur popp-rokksveitin Kirsuber. Á sunnudags- og mánudagskvöld leikur hljómsveitin Spur með Telmu Ágústs- dóltur í broddi fylkingar. Á þriðjudags- og miðvikudagskvöld Ieikur svo hljóm- sveitin Dead Sea Apple. ■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Gunnar Páll leikur og syngur perlur dægurlagatónlist- arinnar fyrir gesti hótelsins fóstudags- og laugardagskvöld frá kl. 19-23. ■ GULLÖLDIN Á fóstudagksvöld leikur dúettinn Svenson & Hallfunkel og á laug- TEENA Palmer og hljómsveit leika á Sólon fslandus fimmtu- dagskvöld. ardagskvöld tekur dúettinn Klappað og klárt við. ■ HAFNARBORG Aðrir tónleikar í tón- leikaröðinni Djass fyrir alla verða fimmtu- dagskvöld. Þá koma fram Blúsmenn Andreu. Kynnir verður Jónatan Garðars- son. Tónleikamir hefiast stundvíslega kl. 21 og eru allir velkomnir. Blúsmenn Andreu skipa: Andrea Gylfadóttir, Guð- mundur Pétursson, Jóhann Hjörleifsson, Haraldur Þorsteinsson og Einar Rúnars- son. ■ HÓTEL SAGA Fimmtudags- og sunnudagskvöld er Mímisbar opinn frá kl. 19-1. Föstudags- og laugardagskvöld opið frá kl. 19-3. Stefán Jökulsson og Ragnar Bjarnason leika um helgina. I Súlnasal verður skemmtidagskráin Ferða-Saga þar sem landsfrægir skemmtikraftar spyrja gesti og gangandi „How do you like Iceland?" Dansleikur með hljómsveitinni Saga Klass til kl. 3. ■ INGÓLFSCAFÉ Páll Óskar ásamt nýju hljómsveitinni leikur á neðri hæðinni og Gunni Gonsales verður í diskótekinu. ■ KAFFI REYKJAVÍK Hljómsveitin Hálft ( hvoru leikur fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagskvöld. Á sunnudags- kvöld leikur Eyjólfur Kristjánsson og á mánudagskvöld þau Ruth Reginalds og Birgir Birgisson. ■ KRINGLUKRÁIN Hljómsveitin SÍN leikur fimmtudags-, föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld. í Leikstofunni föstudags- og laugardagskvöld leikur trú- badorinn Viðar Jónsson. ■ NAUSTIÐ er opið öll kvöld til kl. 1 og fóstudags- og laugardagskvöld til kl. 3. Eldhúsið opnað kl. 19. Hilmar J. Hilmars- son leikur fyrir matargesti og Dj Skugga- Baldur með 60-is diskótónlist við allra hæfi. ■ NAUSTKJALLARINN er opinn föstu- dags- og laugardagskvöld. Lifandi tónlist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.