Morgunblaðið - 06.03.1998, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LIU leggst eindregið gegn tillögum um kvótaþing
Þrengir stöðu minni
litgerða og landvinnslu
✓ x
Stjórn LIU leggst gegn hugmyndum um
kvótaþing og segir formaður samtaka út-
gerðarmanna í samtali við Egil Ólafsson að
tillögur fískverðsnefndar séu sniðnar að
kröfum sjómanna. Sjómannasamtökin hafa
hins vegar ekki lokið umfjöllun sinni um
tillögurnar. I dag er fundur í samninga-
nefndum allra sjómannasamtakanna og
síðan verður fundur hjá sáttasemjara.
STJÓRN Landssambands íslenskra
útvegsmanna samþykkti ályktun á
fundi í gær þar sem segir að megin-
þungi tillagnanna gangi gegn hags-
munum útgerðar og mun einkum
þrengja stöðu smærri útgerðarfyrir-
tækja og landvinnslu. ^ Kristján
Ragnarsson, formaður LIU, segir að
útgerðin sætti síg hins vegar við til-
lögu um Verðlagsstofu skiptaverðs,
en henni sé aftur á móti ætlað mjög
víðtækt eftirlitshlutverk.
Kristján sagði að tillögur nefndar-
innar væru sniðnar að kröfum sjó-
manna. Þetta væri nokkuð sérstakt
og eins það að skoðanir útvegs-
manna, sem ættu að vinna eftir þess-
um lögum, skiptu ekki máli.
„Við höfum alltaf andmælt þessum
tillögum um kvótaþing. Þær komu
fram fyrir fjórum árum og var þá
hafnað og koma upp núna frá nefnd
sem í sitja sömu menn og setti tillög-
una fram. Menn láta að því liggja að
þetta kvótaþing sé eitthvað hliðstætt
við verðbréfaþing sem er algerlega
rangt. í verðbréfaþingi mega menn
eiga viðskipti utan þings og eru ekki
bundnir af viðskiptum þar, en í
þessu tilfelli eiga engar heimildh- að
geta farið milli skipa nema um sé að
ræða jöfn skipti eða innan sömu út-
gerðar nema yfir kvótaþing. Að okk-
ar mati ógnar þetta minni fyrirtækj-
um og sé mjög í anda stórra fyrir-
tækja og hvetji til sameiningar fyrir-
tækja. Af því höfum við áhyggjur að
þetta muni líka spilla fyrir fisk-
vinnslunni sem átt hefur í góðu sam-
starfi við útgerðina um nýtingu
veiðiheimilda. Nú er lagt upp úr því
að skera á þessi tengsl þannig að við
teljum að fiskvinnslan getið orðið í
ákveðinni hættu," sagði Kristján.
Langt seilst í eftirliti
Kristján sagði varðandi Verðlags-
stofu skiptaverðs að þar væri nokk-
uð langt gengið í eftirlitshlutverki,
en þrátt fyrir það séu útvegsmenn
tilbúnir til að sætta sig við hana.
Þarna væri sett fram leið til að
styrkja úrskurðarnefndina og það
væri jákvætt. Hún væri fallin til að
eyða tortryggni sem væri til staða
milli sjómanna og útgerðarmanna.
Kristján sagði að það mætti ekki
gleyma því að sjómenn hefðu í mörg-
um tilvikum óskað eftir að taka þátt í
að afla skipi kvóta. Dæmi væri t.d.
um bát á Suðurnesjum þar sem sjó-
menn hefðu haft eina milljón í árs-
Morgunblaðið/Golli
FORYSTUMENN útgerðarmanna og sjómanna hafa verið í sviðsljós-
inu undanfarnar vikur og í dag hittast þeir á ný á fundi hjá sáttasemj-
ara. Á myndinni ræðast við fyrir framan myndavélarnar þeir Kristján
Ragnarsson, formaður LÍÚ, og Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé-
lags íslands.
tekjur, en með því að auka aflamark
hans hefðu tekjumar aukist upp í
fjórar milljónir. Hann sagði að sjó-
mannaforystan hefði lagt áherslu á
að rjúfa tengsl milli útgerðar og fisk-
vinnslu um kvótakaup og ef þetta
yrði að lögum kæmi í Ijós hvaða af-
Ieiðingar það hefði fyrir sjómenn og
fiskverkafólk.
„Okkur finnst þessi veiðiskylda
byggjast á svolitlum misskilningi að
setja hana á hvert ár 50%. Við hefð-
um getað sætt okkur við að fram-
selja ekki meira en 50% sem myndi
virka með algerlega sambærilegum
hætti gagnvart sjómönnum. Skip
sem á eftir heimildir en bilar þegar
fimm mánuðir eru eftir af fiskveiði-
árinu glatar bæði veiðirétti og veiði-
leyfi. Þetta teljum við að séu allt of
ströng viðurlög.“
Breytt ákvæði um fækkun í
áhöfn skilyrði fyrir samningum
Kristján sagðist vera tilbúinn til
að halda áfram viðræðum við sjó-
menn um gerð nýs kjarasamnings.
útvegsmenn hefðu þegar samþykkt
að hækka lágmarkslaun sjómanna til
samræmis við aðra. Þeir hefðu
sömuleiðis samþykkt að hækka
þeirra líftryggingu. Hann sagði að
LÍÚ gerði það sem skilyrði fyrir
undirskrift samninga að sjómenn
féllust á kröfu útvegsmanna um að
þeir myndu njóta ávinnings af því
þegai- fækkað er í áhöfn skipa, en í
dag fer allur ávinningurinn til sjó-
manna.
Kristján sagði að LÍÚ myndi ekki
krefjast þess í upphafi viðræðna hjá
sáttasemjara á morgun af fá að vita
hvort sjómenn ætluðu að aflýsa
verkfalli. Sjávarútvegsráðherra
hefði sett þetta skilyrði og hann
myndi væntanlega fylgja því eftir og
ganga eftir svörum.
Samtök fiskvinnslustöðva ætla að
taka tillögurnar fyrir á stjórnarfundi
í næstu viku. Arnar Sigurmundsson,
formaður Samtakanna, sagði að
stjórnin hefði árið 1994 fjallað um til-
lögur um stofnun kvótaþings og
lagst gegn þeim á þeirri forsendu að
þingið dragi úr frekari hagræðingu í
fiskvinnslu. Hann sagðist ekki geta
svai-að því fyrir víst hvort stjórnin
myndi halda sig við þessa afstöðu.
Hann sagðist telja jákvætt ef stofn-
un Verðlagsstofu skiptaverðs styrkti
úrskurðarnefndina.
Sjómenn með fund á morgnn
Samninganefnd Fai’manna- og
fiskimannasambandsins kom saman
til fundar í gær. Guðjón A. Krist-
jánsson, formaður sambandsins,
sagði að nefndin myndi ljúka um-
fjöllun sinni um málið í dag. Hann
vildi ekki lýsa afstöðu sinni til tillag-
ana nefndarinnar en minnti á að
FFSÍ hefði ekki sett fram kröfu um
kvótaþing eða Verðlagsstofu sjávar-
útvegsins. Sambandið hefði sett
fram kröfu um að veiðiskylda yrði
hækkuð í 90%, en niðurstaðan væri
50%. Hann sagði að sjávarútvegsráð-
herra hefði ekki sett nein skilyrði um
hvenær sjómenn ættu að svara um
afdrif verkfallsins. Sjómenn myndu
taka þann tíma sem þeir þyrftu til að
skpða málið.
I dag er fundur í samninganefnd-
um allra sjómannasamtakanna og
siðan verður fundur hjá sáttasemj-
ara. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru forystumenn þeirra
margir óánægðir með það skilyi’ði
sjávarútvegsráðherra að þurfa að
aflýsa verkfalli áður en þeir hafa
lokið við kjarasamning við útvegs-
menn. Þeir óttast að útvegsmenn
verði ekki viljugir til að fallast á
kröfur þein-a um aðra hluti verði
þeirra að sætta sig við frumvörp
sjávarútvegsráðherra. Sú staða er
hugsanleg að sjómenn fresti verk-
falli og frumvörpin verði samþykkt á
Alþingi, en ekki takist kjarasamn-
ingar milli sjómanna og útgerðar-
innar. Sjómenn eiga þá þann kost að
boða að nýju til verkfalls til að fylgja
eftir kröfum sínum, en það er tals-
vert mikið mál fyrir Sjómannasam-
bandið og Farmanna- og fiski-
mannasambandið að boða til verkfall
í öllum aðildarfélögum sínum. Ekki
er sjálfsagt að slík verkfallsboðun
verði samþykkt í félögunum þegar
búið er að taka á aðalágreiningsmál-
inu í lagafrumvarpi.
Sá kostur er fyrir hendi að sjó-
menn reyni að knýja á um samninga
við útgerðarmenn nú þegar áður en
þeir aflýsa verkfalli. Þar með eru
þeir að taka þá áhættu að útvegs-
menn reyni að koma í veg fyrir sam-
þykkt frumvarpanna með því að
hafna öðrum kröfum sjómanna.
Efnahagslegur ávinn-
ingur er af kvótaþingi
AÐ MATI Þjóðhagsstofnunar er
efnahagslegur ávinningur af því að
koma á kvótaþingi. Þingið muni
jafna aðstöðumun milli fyrirtækja
eftir því hvort þau eiga mikinn eða
lítinn kvóta. Þingið geti skapað
hvata til sérhæfingar og hagkvæmni.
Auk þess megi búast við að kostnað-
ur við viðskipti með kvóta minnki.
Samkvæmt drögum að frumvarpi
um kvótaþing, sem nefnd sem sjáv-
arútvegsráðherra skipaði samdi,
eiga viðskipti um kvótaþing að fara í
svokölluðum „svörtum kassa“,
þ.e.a.s. kaupendur og seljendur
munu leggja fram tilboð án upplýs-
inga frá þinginu um önnur tilboð og
án annarra skilyrða en að tiltaka
tegund, verð, magn og gildistíma.
Hægt er að skilyrða tilboð við ákveð-
ið lágmarksverð.
Þjóðhagsstofnun telur mikilvægt
að undirbúa stofnun kvótaþings vel
og bendir á reynslu af raforku-
skyndimarkaðnum í Noregi og Bret-
Iandi. Stofnunin bendir á að viss
hætta sé á að reynt verði að spila
með markaðsverðið. Bent er á að
það geti verið misjafnt eftir fiskteg-
undum hvernig verðið þróist. Búast
megi við að viðskipti með innfjarðar-
rækju, humar og hörpuskel verð
strjál og það kunni að vera rétt að
nýta sér heimild í frumvarpinu að
undanþiggja viðskipti með aflaheim-
ildir í þessum tegundum frá kvóta-
þingi.
Þjóðhagsstofnun telur að stofnun
kvótaþings leiði til þess að skipta-
verð til sjómanna muni hækka hjá
útgerðum sem blandað hafa saman
kaupum á aflaheimildum og kaupum
á hráefni. Svokölluð tonn á móti
tonni viðskipti verði sýnilegri. Það
verði því ekki eins fýsilegt fyi’ir
útgerðir að stunda þessi viðskipti og
þar með sé líklegt að kvótaverð
lækki, a.m.k. til skamms tíma.
Stofnun kvótaþings komi til með
að draga úr kostnaði útgerða við að
finna mótaðila til að eiga viðskipti
með kvóta. Það verði minni kostnað-
ur við upplýsingaöflun. Hins vegar
verði að gæta þess vel að reglur um
eftirlit og samskipti við Fiskistofu
geri þessi viðskipti ekki óþarflega
þung í vöfum.
Þjóðhagsstofnun segir að stofnun
kvótaþings sé ólíkleg til að útrýma
algerlega samningum um tonn á
móti tonni. Hins vegar verði samn-
ingsstaða sjómanna mun betri. Ekk-
ert sé því heldur til fyrirstöðu að
þriðji aðili komi að fjármögnun
slíkra viðskipta og taki jafnvel
áhættu af verðsveiflum á kvóta að
einhverju eða öllu leyti á sig.
Drög að frumvarpi um kvótaþing
gera ráð fyrir að tilfærslur á afla-
marki innan útgerðar þurfi ekki að
fara um kvótaþing. Það sama á við
þegar um bein skipti á aflaheimild-
um er að ræða.
„Það er hins vegar ljóst að töluvert
af vinnslufyrh’tækjum sem eiga eng-
an kvóta, en eru samt rekin með arði.
Slíkir aðilai’ hafa raunar kvartað und-
an ósanngjörnu forskoti hinna fyrr-
nefndu. Kvótaþingið mun jafna þenn-
an aðstöðumun að einhverju leyti, en
ekki útiýma honum og skapar um
leið þrýsting á vinnslufyrirtæki, sem
eiga kvóta, til aukinnar framleiðni.
Frá efnahagslegu sjónarmiði er þetta
æskileg þróun, því víxlstyrkur milli
greina leiða til þjóðhagslegrar óhag-
kvæmni og framleiðsluþættir eru
ekki nýttir ein vel og kostur er.
Leiguliða- og tonn á móti tonni
viðskipti hafa hvatt til þess að
vinnslufyrirtæki framselji kvóta sinn
til kvótalítilla útgerða. Afnám þess-
ara möguleika munu draga nokkuð
úr hvatanum til slíkra viðskipta og
meira verður um að vinnslan nýti
sínar aflaheimildir sjálf en áður.
Ekki er víst að staða leiguliðanna
muni versna svo mjög því verð á
aflamarki mun lækka í kjölfarið og
það verður minni fyrirhöfn og við-
skiptakostnaður við að afla heimilda
en áður. Kvótaþing skapar því hvata
til aukinnar sérhæfingar og hag-
kvæmni að því leyti,“ segir í áliti
Þjóðhagsstofnunar.
Ályktun stjdrnar
útg’erðarmanna
HÉR fer á eftir í heild ályktun
stjórnar LIU, sem samþykkt var í
gær:
A fundi stjórnar LÍÚ í dag vai’
fjallað um skýrslu nefndar er sjáv-
arútvegsráðherra skipaði til þess að
fjalla um atriði tengd kjaradeilu
sjómanna og útvegsmanna. Að mati
stjórnarinnar gengm’ meginþungi
tillagnanna gegn hagsmunum út-
gerðar og mun einkum þrengja
stöðu smærri útgerðarfyrirtækja
og landvinnslu.
Það atriði í tillögum nefndarinn-
ar, sem mestri röskun getur valdið,
er lögbundið bann við frjálsum við-
skiptum á veiðiheimildum. Þess í
stað er miðað við lögboðið miðstýrt
uppboðskerfi með veiðiheimildir
sem útilokar bein viðskipti með
aflamark. Þessi háttur mun auka
kostnað útgerðar og einkum koma
niður á starfsemi smærri útvegsfyt’-
irtækja. Slíkur markaður mun rjúfa
þau eðlilegu tengsl, sem eni víða
milli útgerðar og fiskvinnslu, og
þannig draga úr möguleikum land-
vinnslu sem hefur átt undir högg að
sækja. Stjórnin telur því að þessi
tilhögun gangi gegn hagsmunum
sjávarútvegsins og mælir eindregið
gegn henni.
Nefndin áréttai’ í áliti sínu mikil-
vægi þess að frjáls verðmyndun
verði áfram á sjávarafla með áhafn-
arbundnum samningum um fisk-
verð. Stjórnin tekur undir þetta
sjónannið og getur því fyrir sitt leyti
fallist á tillögui’ nefndarinnar sem
miða að því að skapa öryggi og sátt
um þessi viðskipti. Þótt gott sam-
komulag sé um fiskverðsmyndun á
öllum þon-a fiskiskipa eni fáein und-
antekningartilvik hins gagnstæða.
Asakanir um óréttmæta viðskipta-
hætti örfárra aðila gi'afa undan
starfsemi vel rekinna útgerðarfyi-ir-
tækja. Ef stofnun Verðlagsstofu
skiptaverðs getiu’ tryggt öryggi í
þessum viðskiptum og eytt öllum
gróusögum um misferli í viðskiptum
útgerðarmanna og sjómanna, þá er
tilvist hennar fyllilega réttmæt.
Þriðji þáttur tillögunnar er að
tvöfalda ái’lega veiðiskyklu fiski-
skipa frá því sem er skv. gildandi
lögum að viðlögðum missi veiðileyf-
is og veiðiréttar. Stjórn LÍÚ er
þeirrar skoðunar að fiskveiðistjórn-
unarkerfið eigi fyi-st og fremst að
miða við þarfir starfandi útgerða.
Stjórnin getur því fallist á það sjón-
ai-mið sem liggur til grundvallar til-
lögu nefndarinnar en á formi tillög-
unnar eru þó óviðunandi meinbugir.
Stjórn LÍÚ bendir á að sama til-
gangi má ná með takmörkun á
framsali aflamarks um sama hund-
raðshluta, án skaðlegra aukaverk-
ana.