Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNB LAÐIÐ BÍLAR FRÁ Mitsubishi kemur fímm manna bíllinn Spacestar í árslok. FORD Focus er framúrstefnulegur fólksbflf sem von er á hingað til lands um áramótin. Hann er í sama flokki og Escort sem verður áfram í boði til ársins 2000. ii'iEraiMfflmfiaTEn KRINGUM 80 gerðir bfla á al- þjóðlegu bílasýningunni í Genf, sem opnuð var almenn- ingi í gær, eru ýmist að koma í fyrsta sinn fyrir augu heimsbyggðarinnar eða eru nú kynntar Evrópubúum fyrst. Aðeins brot af þeim fjölda er væntanlegt á íslenskan markað en hér á eftir verður greint frá nokkrum þeirra. Meðal bfla sem frumsýndir voru má nefna Suzuki Grand Vitara jepp- ann, nýjan lúxusbfl frá Rolls Royce sem nefndur er Silver Seraph, smá- bflinn Tóyota Yaris, Mercedes Benz CLK blæjubfl, endurbættar gerðir af Renault Clio og Nissan Miera, Citroén Xsara langbak, Ford Focus, Kia Kamival sem er 7-9 manna bfll, Mitsubishi Spacestar, smábílinn Dai- hatsu Sirion og fleira. Suzuki Grand Vitara er nýr og nokkru stærri jeppi en Vitara sem verið hefur á markaði hérlendis í all- mörg ár. Nýja gerðin er ívið breið- ari, með ávölum og frísklegum útlín- um og má skipta á fullri ferð úr eindrifi í aldrif þegar á þarf að halda. Hins vegar verður að stöðva bflinn þegar skipta á í lága drifið. Þetta er fimm manna bfll með þokkalegu far- angursrými. Rúmt er að setjast inn bæði í fram- og aftursætin. Umboðið hérlendis, Suzuki bílar, gerir ráð fyr- ir að bfllinn verði kynntur hér í sum- arbyrjun og er það með fyrstu lönd- um í Evrópu. Bfllinn verður boðinn með tveggja lítra og 2,5 lítra vélum og er sú stærri 142 hestöfl. Þá er bíllinn með tveimur líknarbelgjum og möguleiki er á hemlalæsivöm. Spacestar frá Mitsubishi Annar bíll frá Japan, Spacestar frá Mitsubishi, var einnig frumsýndur í Genf. Þetta er fímm manna bíll með langbakssniði og verður án efa stefnt gegn bflum eins og Renault Megané Scenic. Spacestar kemur á markað í lok ársins en hann er sérstaklega hannaður með Evrópu í huga og verður framleiddur í Hollandi. Er ráðgert að framleiða um 50 þúsund bfla af þessari gerð á næsta ári. Bfll- inn verður með sömu 1,8 lítra vélinni og nú er í Carisma en verður einnig fáanlegur með 1,3 lítra vél og verður boðinn með fimm gíra handskiptingu. Bfllinn er 4,03 metra langur, 1,69 m breiður og 1,51 m á breidd. Ford sýndi framtíðarbílinn Focus sem talsmenn fyrirtækisins sögðust ætla að byggja á þeirri hefð sem Escort hefði unnið sér en af Escort hafa selst nærri 20 milljónir bíla. Boðnar verða nýjar 1,6 og 1,8 lítra vélar og staðhæfðu fulltrúar Ford að þær væru um 25% spameytnari en eldri gerðir og mun hljóðlátari. Einnig verður bæði stærri og minni vél í boði og ein gerð af dísilvél. Focus og Escort saman Ford Focus á ekki að taka við af Escort, þó gera megi ráð fyrir því að salan færist mikið til yfir á nýju gerðina, því Escort verður fram- leiddur að minnsta kosti í tvö ár til viðbótar. Focus er verulega laglegur bfll enda ætlar Ford að skáka til hliðar keppinautunum Opel Astra og Volkswagen Golf. Hann er ekkert Nýr og stærri jeppi frá Suzuki Evrópskir, bandarískir og japanskir bílaframleiðendur höfðu margt að sýna á bílasýningunni í Genf sem standa á til 15. mars. Jóhannes Tómasson kynnti sér eitt og annað sem þar bar fyrir augu. Ýmsar nýjungar eru væntanlegar hingað til lands á næstu mánuðum. TOYOTA kynnti meðal annars Yaris, smábfl sem væntanlegur er á markað eftir um það bil ár. líkur Escort nema með góðum vilja má sjá örlítinn svip með vatnskassa- hlífunum. Focus er með mjög boga- dreginn og eiginlega framúrstefnu- legan framenda, líflegt yfirbragð á luktum og brot í hliðum við hjóla- skálar. Talsmenn Ford vildu hins vegar lítið meira segja um bflinn að svo stöddu, sögðu hann kynntan síð- ar í ár og að sala hæfist síðan með haustinu. Von er á bflnum hingað til lands um næstu áramót. Eins og áður státa stjórnendur ■PP' SIRION Per frá Daihatsu og er búist við honum hingað til lands á miðju án. sýningarinnar í Genf sig af vinsæld- um hennar, segja gesti verða kring- um 700 þúsund, sýnendur í ár séu 280 frá 33 löndum og með 1.020 vörumerki. Fyrir utan bfla eru það breytingar og sérstakar útfærslur á bflum, fylgihlutir, verkfæri, hjól- barðar og hvers kyns tækni og allt þetta dreifist á 93 þúsund fermetra svæði. Þá benda þeir einnig á að sýn- ingin sé haldin á hlutlausu svæði, bílaframleiðendur hafi jafna stöðu til að ná athygli gesta og fjölmiðla. ZAFIRA frá Opel er sjö maima langbakur sem er þeim eiginleikum búinn að með fáum handtökum má fella niður farþegasætin og er þá boðið uppá 1.700 lítra flutningsrými. Iiann er væntanlegur á markað á næsta ári. Morgunblaðið/jt GRAND Vitara er forvitnilegur jeppi frá Suzuki sem umboðið ráðgerir að kynna hér í byrjun sumars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.