Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Dómsmál um ESB-aðild Danmerkur Hæstaréttarúr- skurður í aprfl Kaupmannahöfn. Reutcrs. HÆSTIRÉTTUR Danmerkur hóf í gær lokaumferð réttarhalda í dóms- máli sem efnt var til 1 þeim tilgangi að fá úr því skorið hvort aðild Dan- merkrn- að Evrópu- sambandinu sam- ræmdist stjórnar- skrá lansins eða ekki. Talsmaður dönsku stjómar- innar sagði að dómur í málinu kynni að liggja fyrir í byrjun apríl. Málið snýst um það að hópur and- stæðinga ESB-aðildar Danmerkur, sem kallar sig „stjórnarskrárnefnd- ina“, kærði aðild Danmerkur að sátt- málum ESB á þeirri forsendu að ráðamönnum landsins væri ekki heimilt samkvæmt stjómarskránni að framselja vald til yfirþjóðlegra stofnana sambandsins. Réttarhöldin fyrir hæstarétti fylgja í kjölfar þess að hópurinn áfrýjaði úr- skurði héraðsdóms í málinu. I nóvem- ber síðastliðnum fékk hópurinn því framgengt að hann fengi aðgang að trúnaðarskjöl- um sem tengdust því hvemig Dan- mörk gerðist aðili að ESB á sínum tíma árið 1973. Þetta seinkaði því að málið yrði tekið til lokaafgreiðslu í hæstarétti. 28. maí næstkomandi verður svo haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um þar breytingar á stofnsáttmála ESB sem samþykktar vora á leiðtoga- fundi sambandsins í Amsterdam í júní í fyrra. Þar mun skera í brýnu milli andstæðinga ESB-aðildar og þeirra sem telja að svo sé ekki. EVRÓPA^ Þýzka þingið fullgildir Amsterdam-sáttmála ÞÝZKA þingið staðfesti í gær þær endurbætur sem gerðar voru á stofnsáttmála Evrópusam- bandsins á leiðtogafundi þess í Amsterdam í fyrrasumar. 561 þingmaður greiddi atkvæði með breytingunum en 34 á móti og 27 sátu hjá. Þar með hefur Þýzka- land fullgilt hinn nýja stofnsátt- mála fyrir sitt leyti. Þingumræðan um málið sner- ist hins vegar upp í umræðu um Evrópustefnu Helmuts Kohls kanzlara. Theo Waigel fjármála- ráðherra sagði að það væri stöð- ugleikasáttmálinn um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) sem skipti mestu máli meðal nýj- unga hins nýja ESB-sáttmála. Honum væri að þakka að nú hefðu ellefu ESB-ríki tekið sér það tak í ríkisfjármálurn sínum sem gerði þeim kleift að gerast stofnaðilar að myntbandalaginu. Reuters NÁMSMENN hlýða á ræðumenn við Háskólann í Jakarta þar sem í gær var haidinn fundur til þess að hvetja til pólitískra og efnahagslegra umbóta í landinu. Námsmenn hafa haldið uppi mótmælum víðs vegar á eynni Jövu undanfarið, og iðulega komið til óeirða. Engar fregnir bárust þó af ólátum í gær. Geng’i rúpíunnar hrynur á ný Jakarta. Reuters. INDÓNESÍSKA rúpían hrandi í verði á mörkuðum í SA-Asíu í gær og fór niður í 10.000 gagnvart Bandaríkjadollar vegna óvissu um umdeildar áætlanir indónesískra stjómvalda um að binda gengi rúpí- unnar með því að koma á svonefndu myntráði, og hvaða áhrif þetta gæti haft á greiðslu væntanlegrar efna- hagsaðstoðar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (IMF) við landið. Rúpían hafði verið stöðug á mörk- uðum í þrjár vikur, skráð á um 9.000 gagnvart dollar, en í gær og fyrra- dag fór að heyrast orðrómur um að áætlanir um myntráðið, sem tryggja á stöðugleika rúpíunnar með því að aldrei verði meira af henni í umferð en nemur gjaldeyrisforða, dolluram, yrðu lagðar á hilluna. Þetta dró úr trú á rúpíuna og gengi hennar féll. Óvissa um næstu greiðslu Þá hafði það einnig áhrif á fjár- festa að fregnir bárast um að sendi- nefnd IMF, sem fylgist með fram- kvæmd efnahagsumbóta í Jakarta, kynni að fresta þvi um hálfan mánuð að gera grein fyrir niðurstöðum sín- um í Washington. Því væri óvíst hvað yrði um næstu greiðslu efna- hagsaðstoðar sjóðsins, sem nema á þrem milljörðum dala, til Indónesíu. Þetta kom af stað vangaveltum um að IMF hyggðist fresta greiðslum, en heimildarmenn Reuters segja að töfina megi rekja til þess að indónesísk stjórnvöld séu með allan hugann við Þjóðarráðgjafasamkom- una, sem nú situr, og mun væntan- lega samþykkja endurkjör Suhartos forseta til fimm ára í sjöunda sinn 10. mars. Dollarinn var skráður á um 10.000 rúpíur síðdegis á miðvikudag og í gærmorgun, og sagði miðlari i Singa- pore að búast mætti við þvi að gengið lækkaði enn vegna þess hve óvissan væri mikil. Við lokun markaða í Jakarta í gær var gengi rúpíunnar komið niður í 10.700 gagnvart dollar. -70% afsláttur Ertu að • Viltu breyta? • Þarftu aö bæta? margir litir J^gsettur- Skrautiistar •W-.1 9 l00/° rlttu inn - það hefur ávallt borgað sig! Grensásvegi 18. Síml 581 2444. Oplð: Mánudoga tll föstudaga kl. 9 tíl 18. Laugardaga frá kl. 10 tll 16. Sunnudaga frá kl. 12 tll 16 (Málningadelld). Takiö málin með þaö flýtir afgreiðslu! m d) Góð grelðslukjöri Raðgrclðslur tll allt að 36 mánaða Westen- dorp rekur bæjarstjóra CARLOS Westendorp, friðarer- indreki í Bosníu, rak í gær króat- ískan bæjarstjóra fyrir að koma i veg fyrir að músiimskir flótta- menn gætu snúið aftur til bæjar- ins Stolac. Þetta er í fyrsta sinn sem Westendorp rekur kjörinn embættismann. Ríkin sem komu á friði í landinu veittu honum vald til þess til að framfylgja friðar- samningi. Hörð átök í Kúlumbíu HERINN í Kólumbíu sendi í gær liðsauka til suðurhluta landsins þar sem uppreisnarmenn segjast hafa fellt sjötíu hermenn og tekið átta til fanga. Reynist þessi staðhæfmg rétt er þetta mesta mannfall sem stjómarherinn hefur orðið fyrir í rúmlega þrjátíu ára stríði hans við marxíska uppreisnarmenn. Stríðsglæpa- maður fær mildari dúm Stríðsglæpadómstóllinn í Haag mildaði í gær fangelsisdóm yfir Bosníu-Króatanum Drazen Er- demovic, sem hafði verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir aðild að fjöldamorðum í Srebrenica í Bosn- íu í júlí 1995. Erdemovic þarf nú aðeins að afplána fimm ára fang- elsisdóm. Hann hafði játað sig sek- an um stríðsglæpi en áfrýjunar- dómarar sýknuðu hann af ákæru um glæpi gegn mannkyninu. Atvinnuleysi mótmælt ATVINNULEYSIÐ í Þýska- landi minnkaði lítillega í febrú- ar og er nú 12,6% samkvæmt tölum sem þýsk yfirvöld birtu i gær. Atvinnulaus ungmenni komu saman við höfuðstöðvar stærsta viðskiptabanka lands- ins, Deutsche Bank, í Frank- furt til að láta í ljós óánægju með þessar tölur. Á spjaldinu stendur: „Kohl, kanslari at- vinnuleysisins - reiðin eykst“. Gandhi handtekinn YOGESH Gandhi, kaupsýslumað- ur í Kalifomíu, sem er sakaður um ólögleg fjárframlög í kosningasjóð demókrata, var leiddur fyrir dóm- ara í San Francisco í gær vegna annars máls. Gandhi var handtek- inn á miðvikudagskvöld þegar hann var að leggja af stað í ferð til Indlands. Hann er grunaður um að hafa svikið út greiðslukort fyrir sig og konu sína með því falsa undir- skrift samstarfsmanns síns á um- sóknina. Gandhi var látinn laus gegn tryggingu en má ekki fara frá Kalifomíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.