Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Málþing um Sigurð Breiðfjörð FÉLAG íslenskra fræða efnir til mál- þings um Sigurð Breiðfjörð skáld í fyr- irlestrarsal á 2. hæð Þjóðarbókhlöðunnar í dag, laugardag, kl. 14. Tilefnið er að 4. mars voru liðin tvö hundruð ár frá fæðingu Sigurð- ar. Flutt verða þrjú erindi um skáldið, ásamt stuttum inn- gangslestri um ævi Sigurðar og ritstörf. Þórður Helgason, lektor við Kennarahá- skóla Islands, talar um bragform Sigurð- Sigurður Breiðfjörð ar en í samtali við Morgunblaðið sagði Þórður að þar væri ýmislegt hnýsilegt að fínna sem hefur viljað fara frarh hjá mönnum. „Mér sýn- ist að Sigurður hafi komið fram með ýmsar nýjungar á sínum tíma, bæði nýja bragarhætti og svo nýjungar í stuðlasetningu. Sigurður var auðvitað í Danmörku á tíma mikilla hræringa í bók- menntum og ekki óeðlilegt að hann hafi borið hingað heim eitthvað af þeim í skáldskap sínum.“ Dagný Kristjáns- dóttir, dósent við Há- skóla Islands, flytur erindi sem hún kallar „Alþýðuskáldið eina“. „Ég ætla að fjalla um goðsögnina um al- þýðuskáldið, hvemig hún mótast og breytist og fer að endurfram- leiða sig í bókmennta- sögunni. Segja má að þessi goðsögn festist í sessi í Olafi Kárasyni og eftir það birtist hún í ýmsum textum.“ Páll Valsson, bókmenntafræð- ingur, talar um hinn margfræga dóm Jónasar Hallgrímssonar um Sigurð og nefnist erindið „Að yrkja sig út úr bókmenntasög- unni“. „Ég ætla að skoða þennan dóm frá annarri hlið en venjulega, það er frá sjónarhorni Sigurðar. Morgunblaðið/Golli MINNINGARSTUND við bautastein Sigurðar Breiðfjörð í kirkjugarðin- um við Suðurgötu á miðvikudag. Það var Rithöfundasamband Islands sem minntist hans með þessum hætti og kvöldvöku í Gunnarshúsi. Ég ætla að reyna að færa rök að því að þessi dómur hafi verið ósanngjam og hindrað skáld- þroska Sigurðar. Síðan mun ég velta upp ýmsum hlutum sem tengjast þessum dómi og meðal annars leiða rök að því að með IMGAR dagur auglýsinga- pantana er 9.mars Laugardaginn 14. mars nk. gefur Morgunblaðið út hinn árlega blaðauka Fermingar, en um fjögur þúsund ung- menni verða fermd i ár. í blaðaukanum er að finna á einum stað upplýsingar um það sem við kemur undirbúningi fermingardagsins, viðtöl við fermingarbörn og spjallað við þau um undirbúninginn, áhugamál ogfleira. Fjallað verður um fatnað, hárgreiðslu, veisluna ásamt uppskriftum að mat og kökum og skreytingum á fermingarborð- ið. Þekktir íslendingar draga fermingar- myndirnar upp úr pússi sinu, litið verður á sögu fermingarmyndarinnar o.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 9. mars. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á söludeild sérauglýsinga I síma 569 1139. AUGLÝSINGADEILD Sfmi 569 1111 • Bréfaslmi 569 1110 • Netfang augl@mbl.is honum hafi Jónas skrifað undir dánarvottorð Fjölnis." í dag verður einnig opnuð í Þjóð- arbókhlöðunni sýning á nokkrum handritum Sigurðar og frumútgáf- um verka hans, ásamt öðru fróð- legu efni tengdu ritstörfum hans. Fjáröflunar- tónleikar í Lang- holtskirkju TÓNLEIKAR verða í Langholts- kirkju sunnudaginn 8. mars kl. 20.30 og eru til styrktar byggingu Vallar- kirkju í Svarfaðardal sem brann í nóvember 1996. Á tónleikunum munu Signý Sæmundsdóttir, Björk Jónsdóttir og Eiríkur Hreinn Helga- son syngja við undirleik Jóns Stef- ánssonar og Svönu Víkingsdóttur. Þórarinn Eldjám les upp og Júlíus Daníelsson segir frá Vallarkirkju. Það er söfnuður og velunnarar Vallakirkju sem standað að tónleik- unum. Aðgangseyrir er kr. 1.500. Herranótt sýnir Vorið kallar HERRANÓTT Menntaskólans í Reykjavík frumsýnir leikritið Vor- ið kallar eftir Frank Wedekind, 1864-1918, laugardaginn 7. mars kl. 20. Vorið kallar (Friihlings Erwachen) er þriðja verk Frank Wedekind, samið á árunum 1890-91. Það var fyrst gefið út á bók og vakti strax mikla hneykslan og varð mjög umdeilt. Það var því ekki frumsýnt fyrr en fimmtán ár- um síðar í Berlín. Verkið þótti mjög opinskátt og fór svo að lok- um að verkið var bannað. Árið 1912 var það aftur leyft til opin- berra sýninga en þá í ritskoðaðri útgáfu. Oft er þögnin eina svarið í kynningu segir m.a.: „Leikrit- ið fjallar um örlög ungs fólks sem er að þroskast. Það leitar svara við sjálfsögðum spumingum um lífið og tilveruna. Spurningamar em m.a. um ást, kynlíf, samkynhneigð, fóstureyðingu og tilgang lífsins. Oft og tíðum er þögnin eina svarið sem það fær. Bilið sem skapast milli kynslóðanna á þessum ámm virðist óbrúanlegt. Þrátt fyrir að leikritið hafi verið skrifað sem ádeila á samfélagið fyrir heilli öld á það enn fullt erindi til okkar í dag.“ Með helstu hlutverk fara Hulda Dögg Proppé, Wendla; Jóhannes Benediktsson, Morits; og Þor- steinn B. Friðriksson í hlutverld Melkiors. En hann er formaður Herranætur. Leikstjóri sýningar- innar er Hilmar Jónsson. Aðstoð- arleikstjóri Halla Margrét Jóhann- esdóttir. Finnur Amar Amarson er leikmyndahönnuður. Tónlistin er eftir Margréti Örnólfsdóttur. Fyrirhugaðar em a.m.k. átta sýningar á næstu dögum. Löffler nærfatnaður hentar jafnt ungum sem gömlum, Everest-fórum, áköfu útivistarfólki og þeim sem vinna útivinnu. Löffler heldur öllum heitum og þurrum! Hallgrímur Magnússon í hlíðum Everest Rétt lagskipting ullar og gerfiefna hefur gert Löffler nærfatnaðinn ómissandi fyrir allt útivistarfólk. Næst húðinni er polypropylen, sem hleypir rakanum út og heldur líkamanum þurrum. Þar næst er einangrandi ullarlag sem heldur á þér hita í öllum veðrum. iá SPORTHUS REYKJAVÍKUR Laugavegi 44 • Sími 562 2477 www. Hn. Is/skatabudin Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík SlmlSII 2030 -FaxSII 2031 Helldsöludreifing Fæst I helstu sportvöruverslunum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.