Morgunblaðið - 06.03.1998, Side 30

Morgunblaðið - 06.03.1998, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fyrri frumsýningin verður í kvöld, föstudagskvöld, en þar sem tveir hópar barna koma við sögu verður önn- ur frumsýning annaðkvöld. Auður Bjarnadóttir er leikstjóri og stjóm- ar hún nú í fyrsta sinn hjá Leikfé- lagi Akureyrar, en Guðmundur Óli Gunnarsson er hljómsveitarstjóri. Rúmt ár er frá því að Leikfélag Akureyrar sýndi síðast í Sam- komuhúsinu, en því var lokað á liðnu ári og hafa umfangsmiklar endurbætur verið gerðar innan- dyra, m.a. sett ný sæti, sviði breytt og útbúin hljómsveitargryfja. Nýir litir og form prýða nú þetta gamla og virðulega hús, en það var byggt árið 1906. Söngleikurinn Söngvaseiður var frumsýndur á Broadway í New York fyrir tæpum fjörutíu árum, í nóvember 1959, og gekk uppfærsl- an í þrjú ár samfellt, en sýningar urðu hartnær 1.500 talsins. Sex ár- um eftir frumsýninguna á Broad- way var gerð geysivinsæl kvik- mynd byggð á söngleiknum sem hreppti öll helstu Óskarsverðlaun- in árið 1965, en Julie Andrews og Cristofer Plummer fóru með aðal- hlutverkin í myndinni. Vann hug og hjarta barnanna Söngvaseiður er byggður á æv- intýrale^gri ævi austurrískrar konu, Maríu Agústu Kurscher sem gaf út endurminningar sínar, Söguna af Trapp-fjölskyldusöngvurunum, ár- ið 1949. María fæddist í lest milli Salzburg og Vínar 26. janúar árið 1905, hún missti móður sína ung og ólst upp hjá ströngum fóðurbróður sínum. Komst hún í kynni við jesúítaprest og snerist til kaþólskr- ar trúar á námsárum sínum og ákvað í kjölfarið að gerast nunna og helga ævi sína trúariðkunum. Skömmu eftir að María hóf reynslutíma sinn í klaustrinu var hún ráðin barnfóstra til Georgs von Trapps, kapteins, ekkjumanns og sjö þama fóður. Börnin eru óstýrilát, kæra sig lítið um nýjar og nýjar bamfóstrur og fínna upp á ýmsu til að gera Maríu lífið leitt. En með glaðlyndi og tónlistargáfu tekst henni þó að vinna hug þeirra og hjarta og áður en yfir lýkur bráðna fleiri hjörtu, því þau María og Georg ganga í hjónaband. Fjölskyldan bjó í Aust- um'ki í skugga þeirra ógna sem stöfuðu af vaxandi gengi nasismans á millistríðsámnum. Fjölskyldan flúði landið og settist að í Banda- ríkjunum þar sem María og bömin fóm í hvert söngferðalagið á fætur öðm, einnig setti María á stofn sumartónlistarskóla og síðar hóf hún rekstur skíðahótels í Vermont. Fljótlega eftir að Sagan um Trapp-fjölskyldusöngvarana kom út leituðu kvikmyndafyrirtæki í Hollywood eftir því að kaupa rétt- inn til að kvikmynda söguna, en Maríu gast ekki að hugmyndum kvikmyndarisanna og neitaði öllum tilboðum úr þeirri áttinni. Þýsk mynd var gerð eftir sögunni árið 1956 og varð feykivinsæl, en María lét snuða sig í samningum og bar lítið úr býtum. Sú saga endurtók sig bæði hvað varðar söngleikinn og kvikmyndina, þótt María væri góðum gáfum gædd og legði allt sitt traust á algóðan guð var hinn harði heimur viðskiptanna ekki sá vettvangur sem hún kunni að feta sig á. Tónlistin í Söngvaseiði er eftir Richard Rodgers, söngtextamir eftir Oscar Hammerstein annan og þeir Howard Lindsey og Russel Crouse sömdu leikhandritið. Flosi Olafsson þýddi verkið á íslensku. Féll fyrir bíómyndinni Fjöldi listamanna kemur við sögu í uppfærslu Leikfélags Akur- eyrar þar sem söngvarar, leikarar og hljóðfæraleikarar stilla saman strengi. Félagið hefur fengið til liðs við sig gesti með reynslu á leiksviði og í tónlistarsölum í Reykjavík og erlendis frá, en nýtur auk þess styrkra krafta norðlenskra lista- manna og má nefna að fimm söng- Morgunblaðið/Kristján FÖNGULEGUR barnahópur Georgs von Trapps sem í fyrstu fann upp á ýmsu til að gera Maríu lífið leitt, en með glaðlyndi sínu og tónlistargáfu vann hún hug þeirra og hjarta. Söngvaseiður í endur- bættu Samkomuhúsi Leikfélag Akureyrar opnar Samkomuhúsið að nýju með viðamikilli sýningu á einum vin- sælasta söngleik allra tíma, Söngvaseiði, (The Sound of Music). Mar- grét Þóra Þórsdóttir fylgdist með æfingum. konur sem þátt taka í sýningunni hafa hlotið menntun sína í Tónlist- arskólanum á Akureyri. Þóra Einarsdóttir óperusöng- kona fer með aðalhlutverkið, barn- fóstruna Maríu, og er þetta í fyrsta sinn sem hún starfar með Leikfé- lagi Akureyrar, en hún fór á síð- asta hausti með eitt aðalhlutverk- anna í óperunni Cosi fan tutte. Þóra starfaði aðallega í Bretlandi á síðasta ári, þar sem hún fór m.a. með hlutverk Pamínu í uppfærslu Opera Factory á Töfraflautunni á 40 sýningum. „Það hefur verið ævintýralegt að fylgjast með þessu öllu smella sam- an og þetta er að verða alveg heil- mikil fæðing,“ segir Þóra, en auk stífra æfinga, þar sem sýningin hefur smám saman verið að taka á sig mynd, hafa iðnaðarmenn verið á þönum um allt hús, að breyta og bæta, mála, smíða og teppaleggja. „Með góðum vilja hefur samstarfið gengið vel, allir leggja sig fram að gera bæði húsið og sýninguna sem best úr garði,“ segir Þóra. Aður hefur hún einungis sungið óperuhlutverk og segir að hún hafi beðið um smá umhugsunarfrest áð- ur en hún sló til og tók að sér að syngja og leika aðalhlutverkið í þessum sívinsæla söngleik. „Mun- urinn er minni en ég hélt, raddbeit- ingin er svipuð, en stíllinn aðeins með öðrum hætti og það er nýtt fyrir mér að fara með taltexta. Það er ekki óalgengt að ópeimsöngvar- ar fari með hlutverk í söngleik og það er virkilega gaman að spreyta sig á þessu formi,“ segir hún og kveðst full tilhlökkunar að takast á við þetta verkefni. Þóra er ung að árum og segist því ekki muna eftir kvikmyndinni sem sló svo rækilega í gegn á sjö- HINRIK Ólafsson og Þóra Einarsdóttir í hlutverkum von Trapps og Maríu, en bæði starfa þau nú í fyrsta sinn með Leikfélagi Akureyrar. — NASISTARNIR, Jónsteinn Aðalsteinsson og Jón Júlíusson, í hlutverk- um sínum. unda áratugnum. „Ég sá þessa bíó- mynd aldrei og missti af allri stemmningunni í kringum hana. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að þetta væri ósköp væmin bíómynd. Þegar Trausti Olafsson leikhús- stjóri hafði samband við mig vegna þessa hlutverks ráðlagði hann mér endilega að sjá bíómyndina á myndbandi og það er skemmst frá því að segja að ég gjörsamlega féll fyrir henni. Þetta verk er alls ekki væmið, í því er djúpur undirtónn og þama er fjallað um stjórnmála- ástand þess tíma auk þess sem greint er frá lífshlaupi Maríu sem var mjög ævintýralegt," segir Þóra. Tónlistina í verkinu segir hún einnig létta og skemmtilega að sínu mati, lögin séu létt og grípandi en samt ekki þannig að hún verði leið á þeim. Draumahlutverk „Þetta er draumahlutverk, það er gaman að túlka Maríu, hún er afskaplega góð og fylgir ævinlega eigin sannfæringu og er alltaf að gefa af sjálfri sér, hún leitar eftir vilja guðs og vill lúta honum,“ segir Þóra og bætir við, að æfingatíminn hafi verið einstaklega skemmtileg- ur enda allt gengið eins og í sögu undir styrkri stjórn Auðar leik- stjóra. „Það hefur verið mjög gef- andi að starfa með öllu þessu fólki, ekki síst bömunum sem öll em hæfileikarík og skemmtileg, þau em yndisleg hvert og eitt og virki- lega gaman að kynnast þeim,“ sagði Þóra sem auk þess að æfa hlutverkið hefur á sama tíma verið að æfa og syngja með Sinfóníu- hljómsveit Islands og er einnig að undirbúa ljóðatónleika með Helgu Bi-yndísi Magnúsdóttur píanóleik- ara sem þær ætla að efria til bæði á Akureyri og Reykjavík og kannski víðar. „Mér finnst best að hafa mörg jám í eldinum, hafa nóg að gera.“ Hinrik Ólafsson starfar einnig í fyrsta sinn með LA en hann fer með hlutverk Georgs von Trapps. Hrönn Hafliðadóttir og Jóna Fann- ey Svavarsdóttir em einnig nýir kraftar hjá félaginu, Hrönn fer með hlutverk abbadísarinnar og Jóna Fanney leikur Lísu, elstu dóttur von Trapps. Ungur Akureyringur, Hjalti Valþórsson, þreytii’ frum- raun sína á leiksviði í hlutverki bréfberans Rolfs, kærasta Lísu. Fjöldi bama tekur þátt í sýningunni í hlutverkum bamanna verða þær Unnur Helga Möller og Inga Bára Ragnarsdóttir sem skiptast á um að leika Lovísu, Ingimar Davíðsson leikur Friðrik, Hildur Þóra Frankh'n og Helga Valborg Steinarsdóttir leika og syngja Birgittu til skiptis, Mörtu leika og synga þær Helga Margrét Clarke og Rakel Hinriksdóttir, Kurt leika þeir Vilhjálmur B. Bragason og Baldur Hjörleifsson til skiptis og yngstu dótturina, Grétu, munu Audrey Freyja Clarke og Erika Mist Amarsdóttir leika til skiptis. Rósa Kristín Baldursdóttir söngkona verður í hlutverki Elsu Schröder barónessu, keppinauts Maríu um hylli von Trapps, Aðal- steinn Bergdal leikur og syngur Max Detweiler, Þráinn Karlsson verður í hlutverki Frans, einka- þjóns von Trapps, og Guðbjörg Thoroddsen leikur frú Scmitt ráðs- konu hans. Þrjár söngkonur af Norðurlandi, Hildur Tryggvadóttir, Sigrún Arn- grímsdóttir og Þuríður Vilhjálms- dóttir, verða í hlutverkum nunna og aðalskvenna, en aðrir sem þátt taka í sýningunni em Jónsteinn Aðal- steinsson, Jón Júlíusson, Marinó Þorsteinsson og Manfred Lemke. Sýning Leikfélags Akureyrar á Söngvaseiði er unnin í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norður- lands og munu 14 hljóðfæraleikar- ar leika á sýningum undir stjórn Guðmundar Ola Gunnarssonar. Hákon Leifsson útsetti tónlistina, Ingvar Bjömsson hannar lýsingu og Messíana Tómasdóttir er höf- undur leikmyndar og búninga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.