Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 33 AÐSENDAR GREINAR Hvað er í matinn, elskan?“ Geirþrúður Kristjánsdóttir aði ég á Þjóðarsálina, þar sem stjórnandi þáttarins vakti athygli á þessum greinaskrif- um með léttu spaugi. Einn karlamður hringdi og kvað hann alla sína vini, og þar með hann sjálfan, taka virkan þátt í heimilis- haldinu, þar væri nú ekki yfir einu að kvarta. Stjórnandi þáttarins, sem er kona, lofaði vinnugleði karla og spurði hvort þeir gerðu ekki líka ýmis- legt sem konur gera ekki, svo sem að fylla út skattaskýrslur eða V FYRIR nokkru birt- ist grein í Morgunblað- inu sem vakti mikla at- hygli. Þessi skrif eru eftir Katrínu Óskars- dóttur og fjalla um svo- nefndar ofurkonur. Þar lýsir Katrín hvernig úti- vinnandi konur með fjölskyldu og börn geti lent í vítahring vinnu- þrælkunar, oftar en ekki hvattar áfram af samfélaginu og tísku- blöðum sem birti jafn og þétt myndir og viðtöl við ofurkvenmenn sem ekkert sé ómögulegt; s.s. rekstur íyrirtækis, heimilishald, barneign- h', uppeldi, líkamsrækt o.fl. Þessi grein hefur vakið mikla athygli og verðskuldaða umræðu enda tími til kominn. í Morgunblaðinu 23. janúar sl. er svo viðtal við Katrínu og Þorstein Njálsson lækni sem lýsir áhyggjum sínum af heilsufari nútímakvenna er séu undir ómanneskjulegu álagi af vinnu og skyldum. Það er eins og mig minni að landlæknir hafi skrifað eitthvað viðlíka fyrir einu eða tveim- ur árum og varað við afleiðingunum. Föstudaginn 6. febrúar sl. hlust- gera við bflinn. Þegar jafnréttismál ber á góma vill umræðan oft verða lík þessu samtali. Mörgum er gjarnt að líta svo á að vegið sé að þeim persónu- lega og bregðast við hart, í stað þess að skoða þetta sem þjóðfélagslegt vandamál sem þyfti leiðréttingar við. Af þeirri yfirþyrmandi samvisku- semi sem konum er svo eiginleg tök- um við líka á okkur ábyrgðina af hlutleysi karla við heimilisstörfin. Við viðurkennum að kannski höfum við bolað þeim frá, víljað endflega Það er reginmunur á því, segir Geirþrúður Kristjánsdóttir, að rétta hjálparhönd við heimilisstörfin af og til eða bera ábyrgð á öllu saman. gera allt sjálfar, ýtt þeim út í félags- störf, stjórnmál og tómstundastörf því að auðvitað þurfa þeir að fylla þann dauða tíma sem verður eftir vinnu, þegar heimihð krefst einskis af þeim og litið er svo á að stjóm þess og störf eigi alfarið að hvfla á herðum konunnar. En nú er ég að al- hæfa, því ég veit svo vel að margir feður og eiginmenn axla sína ábyrgð tfl jafns við eiginkonuna. Lítum samt á staðreyndir. Hvað segja tölur um mun á fjölda kynj- anna í stjórnmálum, félagsstörfum og tómstundastörfum alls konar? Hvað segja kennarar um mætingu karla á foreldrafundum? Hvað segja atvinnurkendur um mun á forfóllum karla og kvenna úr vinnu, vegna veikinda bama sinna? Það er nefni- lega reginmunur að rétta hjálpar- hönd við heimilisstörfin af og til eða bera ábyrgð á öllu saman. Þetta að hjálpa til er svo teygjanlegt hugtak. Vel á minnst, þetta með skatta- skýrsluna sem stjórnandi Þjóð- arsálarinnar talaði um á sínum tíma. Skattaskýrslan er gerð einu sinni á ári og þá ekkert frekar af körlum en konum og margir leita til endurskoðenda. Sama gildir um viðhald bílsins. Það eru ekki allir karlmenn fæddir bílaviðgerðar- menn eða smiðir frekar en konur eru fæddar húsmæður, en við sitj- um samt í flestum tilfellum uppi með ábyrgðina af heimili og börn- um séum við giftar og mæður. Þó höfum við tekið að okkur fyrir- vinnustarfið ásamt karlmönnunum. Ymis ráð eru nefnd til úrbóta, s.s. konum sé borgað fyrir að vera heima og annast börnin, vinnutími þeirra styttur og sitthvað fleira. En af hverju bara konur? Af hverju þurfa þær sem vilja gjaman vera úti á vinnumarkaðnum ganga sér til húðar með tvöfóldu vinnuá- lagi? Þjóðfélagið í dag gerir ráð fyrir launum tveggja tfl að framfleyta heimili en hitt starfið sem líka þarf að vinna lendir yfirleitt á einum. Okkur þykir vænt um karlmenn, þeir eru feður okkar, bræður, eigin- menn og synir. En okkur þykir líka vænt um mæður okkar, systur og dætur og ég sé ekki að annað kynið þurfi að ganga á rétt hins. Við hljót- um að geta unnið saman með jafna möguleika. í dag finnst mér að ævintýrið um Þyrnirós hafi öðlast nýja merkingu. Ég sé fyrir mér örþreytta húsmóður sem leggur sig í von um að eiginmað- urinn vinni heimilisstörfin á meðan og er ákveðin í að fara ekki á fætur fyrr en þeim er lokið. En hún sefur í hundrað ár eða þar til hann vekur hana með léttum kossi og segir: „Hvað er í matinn, elskan?“ Höfundur er skrifstofustjóri hjá Stórstúku íslands. RÆSTIVAGNAR IBESTAI Urvalið er hjá okkur Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 LAUGAVEGI 174, SÍMI 569 5660 og þeir sem mér líst á! Arizona sófi. A "7CT £T A Alcantara. 3ja sæta. | / 0<OlUi" New Port sófi. Polyester. 3ja sæta. 118.620.- Pú getur valið úr yfir 70 tegundum. ufÍCCACMAUAI I IM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.