Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 35
Könnun á stöðu atvinnulífs á Akranesi
Ferðahegðun
34 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
i Styrmir Gunnarsson.
TILLÖGUR
SJÁVARÚTVEGS-
RÁÐHERRA
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, kynnti í fyrradag
tillögur nefndar þeirrar, sem sett var á stofn til þess að
fjalla um ágreiningsefni sjómanna og útgerðarmanna, þegar
verkfalli sjómanna var frestað snemma í febrúar. Sjávarút-
vegsráðherra hefur gert þessar tillögur að sínum og ríkis-
stjórnin sem slík sömuleiðis. Verði þessar tillögur samþykktar
munu þær augljóslega valda ákveðnum þáttaskilum í sjávarút-
vegsmálum.
Hugmyndin um stofnun Verðlagsstofu skiptaverðs, sem á að
þjóna hlutverki eins konar umboðsmanns sjómanna og
tryggja, að ekki verði níðst á þeim með kröfum um þátttöku í
kvótakaupum, er góð og líkleg til þess að leysa að nokkru leyti
þann vanda, sem um er að ræða. Utgerðarmenn hafa þegar
samþykkt þennan þátt tillagnanna og er það fagnaðarefni.
Sú tillaga nefndarinnar, sjávarútvegsráðherra og ríkis-
stjórnar, að sett verði á stofn kvótaþing, þar sem fram fari við-
skipti með aflaheimildir með ákveðnum takmörkunum þó er
sjálfsögð. Það er grundvallarmisskilningur hjá stjórn LIU, að
þar sé um að ræða bann við frjálsum viðskiptum með aflaheim-
ildir og þess í stað komi „lögboðið miðstýrt uppboðskerfi“.
Með kvótaþingi er verið að tryggja, að viðskipti með aflaheim-
ildir fari eftir ákveðnum leikreglum alveg með sama hætti og
viðskipti með hlutabréf og önnur verðbréf fara eftir ákveðnum
leikregium í stað þess að lögmál frumskógarins ráði. Enginn
heldur því fram, að viðskipti með hlutabréf séu ekki frjáls.
Þegar kvótaþing hefur tekið til starfa mun engum detta í hug,
að viðskipti með aflaheimildir séu ekki frjáls. Hins vegar munu
menn fagna því að þau verða nú sjáanleg og fara fram á opnum
vettvangi.
Tillagan um aukna veiðiskyldu er líka sjálfsögð og óþarft að
hafa um hana mörg orð.
Þorsteinn Pálsson lýsti því yfír í fyrradag, að samþykktu
sjómenn þessar hugmyndir mundi ríkisstjórnin beita sér fyrir
lögfestingu þeirra á Alþingi, jafnvel þótt LÍÚ legðist gegn
þeim, sem samtökin hafa nú gert að hluta til. Þessi afstaða ráð-
herrans og ríkisstjórnarinnar er mikilvæg. Með henni rétta
þessir aðilar fram höndina til sjómanna og ætla verður að þeir
muni taka í framrétta hönd í dag.
NÝ SKÓLASTEFNA
BJORN Bjarnason, menntamálaráðherra, kynnti í fyrradag
nýja, samræmda skólastefnu, fyrir grunn- og framhalds-
skóla. Hin nýja skólastefna felur í sér umtalsverðar breytingar
á námi í grunn- og framhaldsskólum, sem virðast flestar vera
til þess fallnar að auka skólastarfið og bæta, samræma það á
milli skólastiga og hafa það að markmiði að skila þjóðfélaginu
betur menntuðum og sjálfstæðari einstaklingum.
Fram kom í máli ráðherrans, þegar hann kynnti nýja skóla-
stefnu, að markmiðið er að styrkja og móta heildstætt skóla-
starf, herða námskröfur, nýta kennslutíma til hins ýtrasta,
auka sveigjanleika og bæta árangur nemenda, jafnt í einstök-
um greinum sem og náminu í heild. Þessi markmið eru öll
góðra gjalda verð, en auðvitað verður það svo undir kennurum,
nemendum, skólastjórnendum og nýjum námskrám komið,
hvort þau nást.
Það er ýmislegt jákvætt sem ráðherrann kynnti í nýrri
skólastefnu, s.s. aukið valfrelsi grunnskólanemenda á síðustu
tveimur námsárunum, þannig að valfög geti orðið um 30% af
námstíma nemenda í 9. og 10. bekk. Sömuleiðis ber að fagna
þeim ásetningi, að afburðanemendur á grunn- og framhalds-
skólastigi, fái í framtíðinni að njóta námshæfileika sinna á
þann veg, að þeir geti lokið grunnskólanámi á níu árum í stað
tíu og stúdentsprófi á þremur árum í stað fjögurra. Afburða-
nemendur hafa löngum verið afgangsstærð í íslensku skóla-
kerfi, sem er miður. Hér virðist ætla að verða ánægjuleg
breyting á.
Jafnframt er ánægjuefni að auka eigi stuðning við þá sem á
sérstakri stuðningskennslu þurfa að halda, auk þess sem
stefnt er að því að bjóða öllum nemendum við upphaf grunn-
skóla upp á lesblindupróf. Greining á lesblindu svo snemma
getur skipt sköpum fyrir nemandann og skólagöngu hans.
Ráðherrann boðar einnig að hann hyggist efna til funda um
allt land á næstunni, þar sem almenningi jafnt sem fagfólki
gefst færi á að kynna sér hina nýju stefnu og gera athuga-
semdir við hana áður en gengið verður endanlega frá nýjum
námskrám fyrir grunn- og framhaldsskóla næsta haust. Þetta
eru skynsamleg vinnubrögð hjá menntamálaráðherra og gefa
fyrirheit um að umræða um nýja skólastefnu og aðaláherslur
geti vaknað um land allt.
Mun opnun Hvalfjarðarganga
hafa áhrifá ferðahegðun
Akranesbúa?
Obreytt
Könnun gerð
meðal farþega
Akraborgar
8% Sjaldnar
Slagurinn
um sorpið
Með auknum kröfum um umhverfisvernd
hefur förgun sorps orðið að vaxandi vanda-
máli. Kristín Gunnarsdóttir kynnti sér
hvernig staðið er að förgun sorps og endur-
vinnslu á höfuðborgarsvæðinu og í ná-
grannabyggðarlögum en þar eru rekin tvö
byggðasamlög um förgun sorps. Hafa stjórn-
völd sett sér það markmið að árið 2000 skuli
urðun á sorpi hafa dregist saman um 50% á
landinu öllu miðað við árið 1990.
UM síðustu áramót ákvað
stjórn Sorpu að hækka
gjaldskrá fyrirtækisins
og var ástæðan m.a.
sögð vera sú að tölu-
verðu af blönduðum úrgangi væri ek-
ið frá höfuðborgarsvæðinu til urðun-
ar á Kirkjuferjuhjáleigu. Hafa íbúar
í Ölfushreppi lýst mikilli óánægju
með þá flutninga.
Sorpa bs. er í eigu sveitarfélaga
allt frá Hafnarfirði að Kjalarnesi og
er tekið á móti flokkuðu og gróf-
flokkuðu sorpi til endurvinnslu. Að
auki tekur Sorpa við úrgangi frá
Akranesi, þar sem enn er óráðið um
urðunarstað í Borgarfirði og frá því í
haust hafa staðið yfir viðræður við
Reykjanesbæ um förgun sorps. Fyr-
irtækið tók til starfa árið 1991 og
hefur reksturinn gengið nokkuð vel
til þessa. Meðal þess, sem fer til end-
urvinnslu er timbur, bylgjupappi,
dagblöð/tímarit, skrifstofupappír,
drykkjarumbúðir úr pappa, botn-
vörpunet án aðskotahluta, garðaúr-
gangur, ávaxta- og grænmetisúr-
gangur og flokkaður kjöt- og slátur-
úrgangur.
Það sorp sem ekki er hægt að end-
urvinna er baggað og urðað í Álfs-
nesi en það land var keypti fyrir 100
milljónir og var böggun sorpsins for-
senda þess að leyfi fékkst til að urða
sorpið í Álfsnesi. Lagður var vegur
að urðunarstaðnum og var það gert á
kostnað fyrirtækisins.
Að sögn Ögmundar Einai-ssonar,
framkvæmdastjóra Sorpu, er nýting
urðunarstaðarins mjög góð eða að
meðaltali 10 tonn á fermetra en 1.400
kg á rúmmetra eða 17 metrar á hæð í
böggum og er notkun aðfluttra jarð-
efna í lágmarki. Um 18 flutningabílar
fara daglega frá Reykjavík um Mos-
fellsbæ. Sagði hann að sorphirða á
höfuðborgarsvæðinu væri óháð veð-
urfari á urðunarstað vegna móttöku-
stöðvarinnar í Gufunesi en reynslan
sýndi að vinna á Álfsnesi liggur niðri
vegna roks í 22 daga á ári, þrátt fyrir
böggun. Þeir dagar hefðu orðið mun
fleiri ef böggun væri ekki beitt.
Gjaldskráin hækkuð
í upphaflegri rekstraráætlun
Sorpu var gert ráð fyrir að stöðin
gæti annað 100 þús. tonn-
um á ári og að hana mætti
reka með 85 þús. tonnum
en kannanir sýna að árlega
megi gera ráð fyrir um 110 ______
þús. tonnum af úrgangi frá
svæði samlagsins.
Nú hefur það gerst að dregið hef-
ur úr sorpi til Sorpu um 15 þús. tonn
miðað við árið 1995 vegna flutninga á
úrgangi af höfuðborgarsvæðinu til
Sorpstöðvar Suðurlands. Eiga þessir
flutningar meðal annars þátt í að
stjóm Sorpu ákvað að hækka al-
menna gjaldskrá um 4,7% frá 1. jan-
úar sl. og fyrir blandaðan úrgang um
4,97 kr. fyrir kg án vsk. en 6,19 kr.
fyrir kg með vsk. og 8,25 kr. án vsk.
fyrir grófan úrgang og 10,27 kr. með
vsk. Þessar hækkanir svara til 5,13%
Kostnaður
falinn í
skattlagningu
hækkunar umfram byggingavísitölu
en frá september 1993 hefur gjald-
skráin tekið breytingum í samræmi
við breytingar á byggingavísitölu.
Frekari lög og reglur
Ögmundur segir að setja þurfi
frekari lög og reglur um leiðir til að
takast á við þetta vandamál sem fórg-
un og endurvinnsla er. „Menn upp-
lifðu nýja tíma eftir að greiða þurfti
fyrir að farga sorpi,“ sagði hann.
„Víða um land er kostnaðurinn falinn
í einhvers konar skattlagningu og
greiðandinn veit ekki hvað hann er að
greiða fyrir. Reykjavíkurborg inn-
heimtir sáralítið gjald en í öðrum
sveitarfélögum er það allt að 10 þús-
und krónur á íbúð. Sú upphæð nær
að sjálfsögðu ekki raunkostnaði en er
þó nær þeirri alþjóðlegu samþykkt,
sem við höfum skrifað undir um að
menn eigi að vita fyrir hvað verið er
að greiða. í nágrannalöndunum er
þróunin í þá átt að kostnaðurinn
verði sýnilegur og er víða greitt eftir
vikt. Þannig gefst möguleiki á að taka
frá þunga hluti eða minnka rúmmál
sorpsins og draga úr kostnaði."
Ögmundur sagðist verða var við að
þær fjölskyldur sem legðu sig fram
um flokkun á sorpi vildu fá umbun
fyi-ir. „Við erum farin að heyra það
og sjá að fólk metur þennan mála-
flokk eins og aðrar veitur svo sem
rafmagns-, hita- og vatnsveitur,"
sagði hann. Benti hann á að gjald-
skrá Sorpu skiptist í nokkra flokka
og að reynt væri að taka mið af því
hversu mikið sorpið væri flokkað.
Mætti lækka gjaldskrána
Ögmundur sagði að ef þessi 15
þús. tonn af úrgangi, sem nú fara
austur kæmu til móttöku hjá Sorpu
þá mætti lækka gjaldskrána um
7-9% eða um 30 milljónir króna í
lækkuðum móttökugjöldum. Spurn-
ingin sé hvort þeir sem losa sig við
úrganginn austur hafi orðið varir við
samsvarandi lækkun á sínum kostn-
aði hjá þeim sem taka úrganginn.
„Sunnlendingar hafa hins vegar
nýtt sér stöðuna og halda sinni gjald-
skrá niðri en hún þyrfti sjálfsagt að
hækka um 80-90% ef þessir flutning-
•ar legðust af,“ sagði Ögmundur.
--------- „Með öðrum orðum eru
fyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu að greiða niður
sorpeyðingarkostnað á
_________ Suðurlandi. Hverju sveit-
arfélagi er ætlað að leysa
umhverfismál sín á sínum forsendum
og uppfylla um leið kröfu stjórnvalda
á hverjum tíma en trúir nokkur því
að framfarir verði í þeim málum ef
hvert svæði getur haft áhrif á lausnir
nærliggjandi sveitarfélaga á pen-
ingalegum forsendum? Það gengur
ekki að sveitarfélög séu að vinna
svona hvert gegn öðru.“
Sorpstöð Suðurlands bs.
Sorpstöð Suðurlands bs. nær yfir
25 af 27 sveitarfélögum í Árnes- og
Rangárvallasýslum og eru einungis
FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 35
Áhrif Hvalfíarðarganganna margvísleg á Akranesi
Úrgangi ekið rúml.
60 km leið í Kirkju-
ferjuhjáleigu í Ölfusi
%
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ
sveitirnar undir Eyjafjöllum utan við
samlagið. Ibúar á svæðinu eru tæp-
lega 15 þús. en á sumrin dvelja þar
að auki um 10 þús. sumarbústaðaeig-
endur að jafnaði.
Sorpstöðin hefur gert leigusamn-
ing til 25 ára um urðun í landi
Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi en það
land er í eigu ríkisins.
Að sögn Þorvarðar Hjaltasonar,
framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Suð-
urlands bs., er eingöngu tekið við
sorpi til urðunar og er það urðað í
urðunarreinum sem eru sérstaklega
þéttar. Þaðan liggur drenlögn sem
tekur við vatni og leiðir í gegnum sí-
unarmannvirki og út í tjörn. Sagði
hann að sérstaklega væri fylgst með
efnum sem safnast í vatnið og að þau
væru innan tilskilinna marka eins og
kveðið væri á um í starfsleyfi stöðv-
arinnar.
„Það eru Hollustuvernd ríkisins og
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, sem
fylgjast með rekstrinum og að starfs-
leyfið sé haldið,“ sagði hann. „Við
höfum fjárfest verulega í þessum
urðunarreinum og í mannvirkjum og
allri aðstöðu á svæðinu. Við lögðum
einnig veginn frá Suðurlandsvegi og
niður að Kirkjuferjuhjáleigu og lögð-
um í raun út fyrir vegalagningunni
að öllu leyti þrátt fyrir að vegurinn
sé að hluta til innansveitarvegur.
Þetta er í heildina um 80 milljóna
króna fjárfesting hjá fyrirtækinu að
meðtöldum troðaranum en eigið fé
stöðvarinnar er 50 milljónir, þannig
að vel hefur gengið að greiða niður
þessa fjárfestingu og fyrirtækið
stendur mjög vel.“
22 þús. tonn á ári
Upphafleg áætlun um sorpmagn af
öllu svæðinu gerði ráð fyrir um 10
þús. tonnum á ári en þær tölur voru
ágiskun að einhveiju leyti, að sögn
Þorvarðar. „Við vitum nákvæmlega
hvað við fáum mikið, þar sem allt
sorp er viktað inn á svæðið," sagði
hann. „Við höfum verið í viðskiptum
við Reykjavík í um tvö ár og fáum í
heildina inn um 22 þús. tonn á ári eða
rúmlega helmingi meira en upphaf-
leg áætlun gerði ráð fyrir.“ Sagði
hann að forsendur hefðu breyst þeg-
ar keyptur var sorptroðari sem gerði
það að verkum að sorpið kæmist fyr-
ir á mun minna svæði miðað við upp-
haflega áætlun. „Við náum 800 kíló-
um á rúmmetra, sem er mun betri
árangur en með venjulegum aðferð-
um,“ sagði hann. „Urðunarreinarnar
verða átta metra háar en þær eru í
lægð og ekki áberandi í landslaginu."
Þorvarður sagði að flokkun á sorpi
sem kæmi til stöðvarinnar færi fram
á móttökustöðvum eða gámasvæðum
sveitarfélaganna þar sem tekið væri
við efni sem ekki mætti urða. Það
sama ætti við um sorp af höfuðborg-
arsvæðinu þar sem í samningum við
hreinsunarfyrirtækin væri kveðið á
um að sorpið væri forflokkað.
Samningur við
tvö fyrirtæki
Aðildarsveitarfélögin greiða 1.600
ki-ónur fyi-ir tonn af sorpi til urðunar
eða 1,60 krónur fyrir lcílóið en fyrir
sláturúrgang eru greiddar
3,30 krónur fyrir kg. „Við
verðum að taka við sátur-
úrgangi til urðunar,“ sagði
Þorvarður. „Við erum ______________
reyndar í samvinnu við
sláturleyfishafa að kanna möguleika
á að reisa kjötmjölsverksmiðju á
svæðinu og er undirbúningur langt á
veg kominn en þó ekki á ákvörðunar-
stig.“ I Árnessýslu falla til um 2.500
tonn af sláturúrgangi auk þess sem
gert er ráð fyrir að um 2.000 tonn
komi í verksmiðjuna frá Sorpstöð
Rangæinga sem sér um urðun á
flokkuðum úrgangi á Strönd.
Þorvarður vildi ekki gefa upp hvað
hreinsunarfyrirtækin frá höfuðborg-
arsvæðinu greiddu fyrir úrgang sinn
en sagði að 1,60 krónur fyrir kílóið
Hagkvæmur
flutningur fyrir
sorpstöðina
væru nærri lagi. „Við ei-um með
samninga við tvö fyrirtæki um mót-
töku á 10 þúsund tonnum,“ sagði
hann.
„Fyrirtækin telja þennan flutning
hagkvæman og við teljum hann mjög
hagkvæman fyrir sorpstöðina. Með
þessu nýtum við fjárfestingu okkar
betur og höfum af þessu verulegan
hagnað, sem við getum nýtt til ann-
arra verkefna eins og t.d. hugsan-
legrar þátttöku í þessari kjötmjöls-
verksmiðju. Við höfum einnig unnið
að ýmsum úrbótum í þessum mála-
flokki fyrir allt Suðurland, komum á
pappírssöfnun dagblaða og söfnun á
mjólkurfernum, sem Sorpa tekur síð-
an við. Árangur af þessu er mjög
góður og mun betri tel ég en á höfuð-
borgarsvæðinu."
Óánægja í
Olfushreppi
En það eru ekki allir á eitt sáttir
með ui’ðun Sorpstöðvar Suðurlands á
Kirkjuferjuhjáleigu. Hreppsnefnd
Ölfushrepps hefur lýst yfir óánægju
með að tekið sé við sorpi frá höfuð-
borgarsvæðinu og segir Sigurður
Þráinsson, einn hreppsnefndar-
-------- manna, að verið sé að
koma aftan að íbúunum
þegar gróðasjónarmið séu
látin ráða og upphaflegum
_________ markmiðum fórnað.
„Málið snýst fyrst og
fremst um að farið var í þessi sorp-
viðskipti án þess að leita álits hjá Ölf-
usingum,“ sagði hann. „Þetta er
byggðasamlag en ekki gróðafyrir-
tæki og var kynnt sem slíkt þegar
ákveðið var að taka starfsemina inn í
Ölfusið og leysa þannig ákveðinn
samfélagslegan vanda á Suðurlandi.
Við getum ekki sætt okkur við að
komið sé svona aftan að okkur.
Spurningin er hvort yfir 20 sveitarfé-
lög á Suðurlandi geti tekið þá
ákvörðun að flytja allt þetta sorp inn
í Ölfus án þess að tala við okkur.“
Kippur í fasteigna-
sölu að undanförnu
4,97* kr./kg flokkað
8,25* kr./kg grófblandað
Sorpa flokkar úrgang og baggar það sem fer til urðunar
* án vsk.
Baggaður úrgangur frá
Sorpu er urðaður í Álfsnesi,
um 15 km akstur í burtu
Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
greiðir gámafyrirtæki fyrir losun,
10-12 kr./kg
BILHRÆ eru til lýta í náttúrunni um land j
Morgunblaðið/RAX
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
BORN á Akranesi taka fyrstu skóflustunguna að nýjum einsetnum leikskóla. Bæjarsfjórnin vonast til að aukin
nálægð við höfuðborgarsvæðið laði að fleiri barnafjölskyldur.
HVALF JARÐARGÖN GIN munu
hafa mikil áhrif á búsetu og atvinnu-
þróun á Akranesi. Með bættum og
öruggari samgöngum allt árið verður
atvinnusvæði Akurnesinga stærra en
áður og samkeppnishæfni fyrirtækja
á Akranesi eykst.
Búist er við að fasteignaverð
hækki og segir Gísli Gíslason bæjar-
stjóri að undanfarið hafi komið kipp-
ur í fasteignasölu á staðnum. Já-
kvætt væri einnig að Akurnesingar
myndu koma til með að eiga greiðari
aðgang að námi, þjónustu og menn-
ingu í Reykjavík.
Göngin verða opnuð 10. júlí og er
það mun fyrr en ráðgert hafði verið.
Akraneskaupstaður hyggst mæta
þessum miklu breytingum og hefur
sérstök verkefnastjórn látið vinna
„stefnumótun vegna verslunar, þjón-
ustu, ferðaþjónustu og afþreyingar á
Akranesi". Einnig var gerð könnun á
viðskiptavenjum Akumesinga, stöðu
atvinnulífs bæjarins og að lokum
vom framkvæmdar markaðs- og
kynningaráætlanir um hvernig mætti
vinna sem best úr breytingunum.
Leiðin styttist
um 60 kílómetra
Leiðin frá Akranesi til Reykjavík-
ur styttist um 60 km og Akurnesing-
ar geta komist í höfuðborgina á hálf-
tfma í stað klukkutíma áður. Ferðir
Akraborgarinnar leggjast af en í
staðinn mun áætlunarbifreið sérleyf-
ishafans Sæmundar Sigmundssonar
aka á milli Reykjavíkur og Aki-aness
um það bil sex sinnum á dag.
Bæjarstjórn Akraness kynnti fyrr-
nefnda stefnumótunarvinnu á mið-
vikudag og í gögnum sem lögð voru
fram kom fram að tilkoma ganganna
myndi hafa bæði jákvæð og neikvæð
áhrif á Akranes. Gísli Gíslason sagði
að með greiningu ógnana og tæki-
færa, eins og það er kallað í
stefnumótunai-vinnu, væri mögulegt
að meta hugsanleg áhrif og bregðast
við þeim. Hins vegar ættu Hvalfjarð-
argöngin sér ekki hliðstæðu í sam-
göngumannvirkjum á Islandi og því
væii vandkvæðum bundið að meta
áhrifin til fulls.
Unnið gegn
neikvæðum áhrifum
Fyrirtæki og þjónusta á Akranesi
munu eiga í aukinni samkeppni við
fyrirtæki og þjónustu á höfuðborgar-
í Kirkjuferjuhjáleigu er
allur úrgangur urðaður
1,60 kr./kg
svæðinu sem gæti haft þau áhrif að
sérhæfð fyrirtæki og verslanir á
Skaganum ættu undir högg að
sækja. Önnur neikvæð áhrif gætu
orðið þau að Akranes yrði of nálægt
höfuðborginni til að vera áfangastað-
ur ferðalanga um Vesturland og að
þónokkur störf tapist þegar Akra-
borgin leggst af.
Bæjarstjórn Akraness hefur þegar
hafist handa við að deyfa neikvæð
áhrif Hvalfjarðarganganna með því
að bæta búsetuskilyrði í bæjarfélag-
inu. Hún stefnir á næstunni að því að
lækka húshitunarkostnað, endur-
bæta holræsakerfið og sinna vatns-
veitumálum, auk þess sem nýr leik-
skóli mun verða byggður.
Flestir
versla í
heima-
byggð
MARKAÐSKÖNNUN sem
Gallup gerði fyrir Akranesbæ
sýndi að Akurnesingar eru *
tryggir neytendur í heimabyggð
sinni.
Rúmlega 67% aðspurðra
sögðu að stærsti hluti innkaupa
heimilisins væri gerður í verslun
Einars Ólafssonar. Rúm 22%
sögðust versla í Skagaveri og
6% í Grtmdavali. Athygli vekur
að einungis.tæp 5% versla utan
Akraneskaupstaðar en þar af
eru 3% sem vérsla í Bónus. Þá
voru bæjarbúaiv almennt
ánægðir með verð og vöniúrval í
verslunum bæjarins. %
Um verslun með fatnað feng-
ust svipaðar niðurstöður. Rúm
63% aðspurðra kaupa megin-
hluta fatnaðar síns á Akranesi
og einungis fjórðungur kaupir
að staðaldri fatnað í Reykjavík.
Þá kom einnig fram að einungis
5% Akurnesinga finnst vanta -
verslanir á Akranes. ®
Mun opnun Hvalfjarðarganga stuðla að aukinni
samkeppni hjá fyrirtækinu?
Samtals svöruðu 88 stjórnendur fyrirtækja á Akranesi
Nei, örugglega ekki
Nei, sennilega ekki
Hlutlaus
Já, sennilega
Já, örugglega
12,5%
31,8%
r-———
13,6%
18,2%
23,9%