Morgunblaðið - 06.03.1998, Side 41

Morgunblaðið - 06.03.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 41 3 stk. í pakka IVI ■ QI a I vw stgr. Innifalið í tilboði: • Innbyggingarofn meS 4 eldunaraðgerðum, undir- og yfirhito, grilli og grillteini. • Helluborð með 4 steyptum hellum með eða ón stjórnborðs. • Vifto, 3jo hroðo með Ijósi, sog 375 m2 ó klst. Tllboð Eldunartæki VERSLUN FYRIR ALLA RAOGREIDSLUR Við Fellsmúla • Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud, EUROCAHD raögreiðslur föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Staðreyndir um Gyrði Elíasson Jón Kalman Stefánsson sér ÞAÐ ERU til stað- reyndir og hér er ein; Gyrðir Elíasson er 37 ára rithöfundur, sem á fjórtán árum hefur sent frá sér sextán frum- samdar og sjö þýddar bækur. Makalaus af- köst, eiginlega dæmafá í ljósi þess, að skáld- skapur hans þykir svo vel unninn, smíðaverkið svo fínt, að vart er hægt að hnika til orði. En þetta er ekki allt, ég á við: ekki nóg með að saman fari afköst og vönduð vinnubrögð, því af ófáum er Gyrðir tal- inn meðal okkar fremstu höfunda. Þetta voru staðreyndir og hér kemur önnur; uthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda hefur, annað árið í röð, veitt Gyrði sex mánaða starfslaun. Með öðrum orðum; nefndin hefur ákveðið að eitt virtasta og afkastamesta skáld okk- ar geti unnið að skriftum í hálft ár. Það er nú ágætt, hugsa kannski sumir, að geta setið við skriftir í sex mánuði. Jú, í sjálfu sér er það gott. Ákvörðun nefndarinn- ar, segir Jón Kalman Stefánsson, er ekkert minna en hneyksli. Samt er þessi ákvörðun nefndarinn- ar ekkert minna en hneyksli. Hún ber vitni um ófagleg vinnubrögð. Hún er óafsakanleg. Ég skal segja hversvegna. Og ég skal halda mig við staðreyndir. Á fjórtán árum hefur Gyrðir sent frá sér níu ljóðabækur, fjögur smá- sagnasöfn og þrjár skáldsögur: samtals sextán frumsamdar bækur. Rúm bók á ári. Samt er ekki allt upptalið. Gyrðir hefur nefnilega líka þýtt sjö bækur. Semsagt; 23 bækur á fjórtán árum. Enginn íslenskur höfundur afkastar jafn miklu og Gyrðir Elíasson. Það er staðreynd. Fáir hafa jafn gott vald á íslensku máli og Gyrðir. Enginn getur haldið því fram, að verk Gyrðis, hvorki þýðingar né frumsamin verk, séu flausturslega unnin. Þetta eru staðreyndir. Árið 1989 hlaut Gyrðir Stílverð- laun Þórbergs Þórðarsonar, 1995 viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríldsútvarpsins og árið 1997 Menn- ingarverðlaun DV. Fjórum sinnum hefur Gyrðir verið tilnefndur til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna, einu sinni til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta eru allt staðreyndir sem þremenningunum í úthlutunamefnd launasjóðs rithöfunda, þeim Gunn- laugi Ástgeirssyni, Sigríði Th. Er- lendsdóttur og Sigurði G. Tómassyni, er vel kunnugt um. Með öðrum orðum; það er stað- reynd, að Gyrðir er talinn til okkar helstu höfunda. Það eiga nefndarmenn að gera sér grein fyrir. Þeir eiga líka að vita, að árið 1996 sendi Gyrðir frá sér eina frumsamda ljóðabók og þýddi skáldsögu. Nefndin hef- ur náttúrlega haft pata af því, að ljóðabókin fékk góðar viðtökur og fyrir hana hlaut Gyrðir Menningarverðlaun DV. Þrátt fyrir það ákvað hún að skera starfslaun Gyrðis niður úr einu ári í sex mánuði. Þremenningarnir vita jafnframt, að í íyrra sendi Gyrðir frá frumsamið smásagnasafn og tvær þýðingar; smásagnasafn og skáldsögu. Þýðingarnar rómaðar fyrir vandvirkni, frumsamda bókin tilnefnd til Islensku bókmennta- verðlaunanna. Sumir ritdómarar kölluðu Gyrði séní og bókin seldist í vel á annað þúsund eintökum. í sjálfu sér segja hvorki salan né við- tökur nokkurn skapaðan hlut um gæðin, en þið skiljið; ég er bara að halda mig við staðreyndir. Það er líka staðreynd, að í ár fær Gyrðir Elíasson aftur sex mánaða starfslaun. Og þá er að draga ályktanir: Hvað á maður að halda, þegar tæp- lega fertugur rithöfundur, með sextán frumsamdar og sjö þýddar bækur að baki, auk greina um skáld og rithöfunda - hvað á maður að halda þegar úthlutunamefnd launa- sjóðs rithöfunda kveður uppúr með, og það tvö ár í röð, að slíkur höfund- ur eigi ekki heimtingu á meira en sex mánuðum? Er hægt að skilja þetta öði’uvísi en svo, að persónu- legt mat nefndarmanna á skáldskap Gyrðis hafi stýrt niðurstöðum? Ég held ekki. Ég get ekki annað séð en að nefndarmenn telji að Gyrðir sé ofmetinn höfundur og eigi, þrátt fyrir afköstin, ekki heima í hópi þeirra höfunda sem er gert kleift að sinna ritstörfum sínum og engu öðm. Gott og vel, öllum er frjálst að hafa sína skoðum. En fólk í svona nefnd getur ekki leyft sér þann munað, að láta skoðun sína og smekk stýra niðurstöðum. Svona nefnd á fyrst og fremst að taka mið af afköstum, viðtökum og gæðum, séu þau óumdeilanleg eins og í þessu tilviki. Og það er nefnilega það; maður getur haft skoðun á því, hversu góður höfundur Gyrðir er, en hvort hann er góður; það er ein- faldlega staðreynd. Og skoðanir breyta ekki staðreyndum. Það er líka staðreynd, að úthlut- unamefnd launasjóðs rithöfunda bar skylda til að veita Gyrði Elí- assyni starfslaun í minnst eitt ár. Ég endurtek; þetta er ekki skoðun mín, heldui staðreynd: faglegt mat. Röksemdin er þessi: tuttugu og þrjár bækur á fjórtán ámm, ýmsar viðurkenningar, áhrif á aðra höf- unda og hrifning lesenda. Gunnlaugi Astgeirssyni, Sigríði Th. Erlendsdóttur og Sigurði G. Tómassyni er falið töluvert vald, kannski meira en þau hafa gmn um. Þau geta nefnilega haft áhrif á hvaða höfundar fá tíma til að sitja að verki; hvenær og jafnvel hvort verk kemur út. I krafti þessa valds hafa þau gefið út svohljóðandi yfir-^ lýsingu: Gyrðir Elíasson er ofmet- inn höfundur og íslenskar bók- menntir þurfa hvorki á öllu starfs- þreki né skáldskaparhæfileikum hans að halda. Þessvegna hlýtur hann einungis sex mánaða starfs- laun. Aðra ályktun er ekki hægt að draga. Svo er það spurningin hvort við hin samþykkjum þessa niður- stöðu, eða öllu heldur, hvort við metum fremur: skáldskap Gyrðis eða skoðun þremenninganna. Höfundur er rithöfundur. 1 Kynning í Hygeu, Kringlunni, í dag Elizabeth Arden kynnir MODERN SKIN CARE urrmu Húðsnyrtilína sem sinnir þörfum nútímans. 10% kynningarafsláttur H Y G E A Elizabeth Arden Kringlunni, sími 533 4533 1 ’ I ^ - ■—-—. ͧ§ .r ... ( GE ÞVOTTAVEL SNUNINGA RcTT VERÐ 55.900*- TILBOÐIÐ GILDIR Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST, wm . .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.