Morgunblaðið - 06.03.1998, Side 47

Morgunblaðið - 06.03.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. MARZ 1998 I I 1 I 1 I I i ■é :l i i i á i i I j I I I MINNINGAR enginn skyldi þó undan kallinu komast. Þegar góð vinkona er kölluð ótímabært frá eiginmanni og böm- um rifjast upp margar góðar minn- ingar frá langri samvist í sömu sveit. Lífsganga hennar var á þann hátt að það var ekki hávaði eða fyr- irferð í hennar störfum, trú- mennska og skyldurækni var henn- ar lífsmáti. Það er ekki alltaf sem starf kon- unnar er metið sem skyldi. I dags- ins önn vilja oft störf þeirra gleym- ast og verður minna haldið á loft en vera ber, störf konunnar sem eld- inn fól að kveldi og blés í glæðurnar að morgni, sem breytti ull í föt og mjólk í mat, konunnar sem ætíð var fræðandi og uppörvandi og allan vanda leysti í önn og erli dagsins. Þannig er minningin um hjarta- hlýja og heilsteypta konu, konu sem ætíð var reiðubúin að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Heimilið var hennar arinn, þar sem hún varði öllum sínum kröft- um. Umhirða öll bæði utan og inn- an dyra, fáguð, hvort sem var við bæjar- eða gripahús. Samtakamátt- ur þeirra hjóna var á einn veg, bæði höfðu þau þann metnað að starf þeirra var fullnumið fegurð og snyrtimennsku. Húsdýrin fengu frábæra umhyggju enda afurða- semi þeirra mjög góð. Túnið þeirra ætíð svo vel ræktað og hirt, ætíð byrjaði þar heyskapur snemma. Bærinn þeirra Miklaholt II er ný- býli stofnað 1956. Frá Miklaholti sem stendur hátt á mikilli flatneskju er víðsýni gott, þar er kirkjustaður frá 12. öld, í góðu skyggni má sjá þaðan sjö kirkjustaði. Ég hef tínt hér saman fátækleg orð, sem á hugann leita við brottfor Elínar Rósu Valgeirsdóttir. Lífsbók hennar er lögð aftur, engin blaðsíða er þar auð, drengskapur, hjarta- hlýja og góðvild standa þar. Ekki efa ég að fjölmenni verður við útför hennar, frændgarður og vinir munu mæta þar. Vinsemd hennar og við- mót voru þess eðlis að þeir sem kynntust henni fundu traust henn- ar og góðvild. Með þessum fátæk- legu orðum viljum við hjónin kveðja Ellu Rósu með uppáhalds sálmi ömmu minnar: Guð allur heimur, eins í lágu og háu, er opin bók um þig er fræðir mig, já, hvert eitt blað á blómi jarðar smáu er blað, sem margt er skrifað á um þig. (V. Briem) Guð blessi minningu góðs sveit- unga. Aðstandendum vottum við samúð og vonum að þeim hlotnist huggun í sárri sorg. Inga og Páll frá Borg. Vinkona mín Elín Rósa Valgeirs- dóttir hefur kvatt þennan heim eft- ir langa og stranga sjúkdómslegu langt fyi-ir aldur fram. Leiðir okkar lágu saman fyrir tæplega 50 árum eða sumarið 1948, en þá var Ella Rósa (en það var hún ætíð kölluð) 12 ára en ég sex ára. Foreldrar hennar höfðu verið svo væn að taka mig til mánaðardvalar það sumarið. En mánuðimir urðu tveir og sumr- in urðu níu sem ég naut ástríkis fjölskyldunnar í Miklaholti. Hjónin Guðlaug og Valgeir og systumar Ella Rósa og Gyða urðu upp frá því hluti af mínu lífi, og minningarnar frá þeim ámm em svo einstaklega skemmtilegar og bjartar. M skýrt er auga æskumanns og geymir, og allt eins minnið, betur heldur en síðar frk lífsins morgni myndir, ótal sögur. (Bjami Jónsson frá Vogi) Ég man Ellu Rósu vel fyrst þegar ég sá hana. Þær systur höfðu verið á sundnámskeiði í Kolviðarneslaug og komu ekki heim fyrr en undir kvöld og hafði ég beðið komu þeirra með dálítilli óþreyju. Ella Rósa var hávaxinn unglingur með mjög ljóst hár, alveg glóbjart, og tvær þykkar fléttur sem ég öfundaði hana strax af. Þær systur leyfðu mér að leika með dúkkurnar sínar og í minning- unni finnst mér ég aldrei hafa séð jafn fallegar dúkkur. Þetta fyrsta sumar mitt í Mikla- holti var sofið í baðstofuherbergi uppi á lofti. Til heimilis var þar einnig Eliveig amma, fósturmóðir Valgeirs. Hún svaf austanmegin á loftinu en við hin vestanmegin. Snarbrattur stigi var úr eldhúsinu upp á loftið. A stigapallinum var oft setið þegar allir voru samankomnir í eldhúsinu og oft var þar glatt á hjalla. Heimil- islífið einkenndist af mikilli sam- heldni og ástúð, kímni og alvöru. Þægindi voru lítil, t.d. var ekkert rennandi vatn, enginn bíll, ekkert rafmagn og eldavélin kynt með mó. Flest var unnið heima, smjörið strokkað, skyrinu hleypt, mysuost- urinn soðinn, brauðið bakað og svo mætti lengi telja. Allt var nýtt sem nýtilegt var og farið vel með alla hluti. Ekki var mikið um skemmtanir á nútíma mælikvarða, en margt var sér til gamans gert sem er mér ógleymanlegt. Ella Rósa spilaði á gítar og söng, hafði fallega söng- rödd. Mörgum frístundum var því eytt við spil og söng. Stundum var farin bæjarleið með gítarinn, t.d. upp í Hólsland, þar sem lagið var teldð með systrunum þar. Þá var ekki síður gaman að taka dansspor- ið á kvöldin. Tekinn var fram forláta „grammófónn" handsnúinn og plöt- umar settar á og síðan var dansað og dansað, vals, polki, djæf, og jafn- vel tjúttað. Viðargólfið brakaði og brast og ég held að húsið hafi oft leikið á reiðiskjálfi. Skemmtiferðir vom famar niður í Hausthús, þar sem Gísli í Haust- húsum þeysti með okkur á hestum eftir fjömnum. I Skógarnes var far- ið eftir kríueggjum og rogast með fullar fötur heim upp flóann. Og ekld var síður gaman þegar hestar vora beislaðir og riðið upp í Hlíðar- hom til berja, með kakóboxin í hnakktöskunum. Jafnvel finnst mér í dag að það hafi verið skemmtiferð að fara niður í Asa í leit að beljun- um sem höfðu rásað þangað. Hins- vegar var það engin skemmtiferð að fara Illasundið ógurlega sem við vorum dauðhræddar við, en það var mikill fúaflóí sem dúaði svo mikið að manni fannst við hvert spor að mað- ur gæti horfið niður í fenið. En auðvitað var lífið ekki bara dans á rósum. Heimilið var fátækt og ung að aldri þurfti Ella Rósa að taka til hendinni og hjálpa til við bú- störfin. Hún lærði því snemma öll handtök innan húss og utan, vann hörðum höndum og hlífði sér hvergi. Skólaganga hennar var ekki löng. Skólaskyldan var frá tíu til 14 ára aldurs eða aðeins fjögur ár. Far- skólafyrirkomulagið var enn við lýði (reyndar fram á miðjan sjöunda áratuginn) og var kennt á mörgum bæjum þar sem húsrými var helst að fá. Hún fór í farskóla að Kleifár- völlum og Gröf. Séra Þorsteinn Lúther sá að mestu um kennsluna. Kennt var í skólanum í hálfan mán- uð en síðan vora nemendur hálfan mánuð heima og sá þá heimilið um heimanámið. Af þessum fjóram ár- um missti Ella Rósa úr næstum heilan vetur. Þegar hún var 11 ára veiktist hún snögglega af botn- langabólgu og þurfti að flytja hana inn í Stykkishólm að vetrarlagi. Hún var borin á böram yfir snjó- skafla langan veg yfir fjallið. Botn- langinn var sprunginn og upp úr þessum veikindum fékk hún líf- himnubólgu og var við rúmið langt fram á vor. Gyða systir hennar man eftir því þegar Valgeir faðir þeirra bar Ellu Rósu út í sólskinið um vor- ið. En ekki kom frávera hennar nið- ur á kunnáttu hennar í skólanum, enda var Ella Rósa mjög greind og átti auðvelt með að læra. Þegar Ella Rósa var 18 ára fór hún í Húsmæðraskólann á Varma- landi og var þar einn vetur. Þá var hún þá nýbúin að kynnast verðandi manni sínum Guðbjarti Alexanders- syni frá Stakkhamri í Miklaholts- hreppi. Foreldrar Guðbjarts voru þau Alexander Guðbjartsson af Hjarðarfellsætt, bóndi á Stakk- hamri og kona hans Kristjana Bjarnadóttir, en hún ólst upp á Lax- árbakka og í Seli í Miklaholts- hreppi. Þau hjón vora gott vinafólk hjónanna í Miklaholti. Guðbjartur og Ella Rósa stofnuðu nýbýlið Miklaholt II og er það helmingur úr Miklaholtslandi. Arið 1961 fluttu þau inn í nýtt hús sem þau höfðu byggt sér þar. Ella Rósa gekk alla tíð jafnt að heimilisstörfum sem bústörfum og hlífði sér aldrei. Bæði var að Guð- bjartur var lengi vel húsvörður við félagsheimilið Breiðablik og sá þar um allar framkvæmdir og viðhald og eins var hann um árabil illa hald- inn af liðagigt, þannig að hin dag- legu bústörf hvíldu mikið á hennar herðum, og þar að auki sá hún t.d. um allt skýrsluhald sem varðaði sauðfjárbúskapinn. Þau bjuggu jafnan með kúa- og sauðfjárbúskap. Þau vora ötul við búskapinn, stækk- uðu túnin, byggðu nýtt fjós og fjár- hús. Þau vönduðu til verka. Uppi á hillu í eldhúsinu hjá þeim hjónum er safn af litlum mjólkurbrásum, en það era viðurkenningar fyrir úi-vals mjólkurframleiðslu frá Mjólkur- samlaginu í Borgamesi. Þessa við- urkenningu hlutu þau í fjölda ára. Ella Rósa bjó allan sinn aldur í Miklaholti fyrir utan tvö fýrstu árin. Hún var greind kona, feimin að eðl- isfari og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Skapstór gat hún verið en hafði góða stjórn á skapi sínu. Hún var söngelsk og söng í kirkjukóm- um alla tíð. Síðustu árin starfaði hún einnig með Kvenfélaginu Lilj- unni. Frístundir notaði hún til lestr- ar og á seinni áram vaknaði áhugi hennar fyrir ættfræði. Hún var stálminnug og auðvelt var „að fletta upp í henni“ eins og sagt er. Hún var fyrirmyndar húsmóðir og bóndi. Hún hafði mikið yndi af blómum og hef ég óvíða séð jafnfalleg blóm og vora í stofunni hennar. Fyrir utan húsið hafði hún lítinn blómagarð. Haustið 1996 hættu þau hjón með kúabúið og ætluðu sér að fara að njóta meira frelsis til tómstunda. Arið áður hafði Ella Rósa greinst með krabbamein, sem talið var að væri hægvaxta og viðráðanlegt. En snemma árs 1997 blasti allt önnur mynd við. Meinið hafði breiðst út og varð ekkert við það ráðið. Framan af árinu gekk hún í gegnum erfiðar lyfjameðferðir og um mitt árið var hún alveg að þrotum komin en gat þó verið heima vegna mikillar og góðrar umönnunar eiginmanns síns. Ella Rósa var flutt á St. Fransiskusspítalann í Stykkishólmi 24. nóvember sl. og þar lést hún hinn 26. febráar sl. Veikindastríð hennar þessa síðustu mánuði var mjög erfitt og gekk nærri öllum sem þurftu að annast hana. Ég vil því þakka starfsfólki spítalans í Stykkishólmi fyrir mikla ósérhlífni og frábæra umönnun. Ég kveð Ellu Rósu vinkonu mína og þakka henni samfylgdina. Hún bar mig á höndum sér þegar ég var lítil í bókstaflegri merkingu þess orðs. Þótt langt væri á milli okkai- slitnaði aldrei vináttan, sem stofnað var til fyrir um hálfri öld. Mér finnst sárt til þess að hugsa að hún fékk ekki að njóta lengri lífdaga, njóta frítímans sem framundan var og þau hjón höfðu hlakkað svo mik- ið tíl. Fyrir hönd Gísla mannsins míns og barna okkar votta ég Guðbjarti eiginmanni hennar, sonunum Alex- ander, Valgeiri og þeirra fjölskyld- um, Rósu Gyðu, sonardótturinni sem var ömmu sinni svo kær, og einkasysturinni Gyðu dýpstu samúð okkar. Guð blessi minningu Elínar Rósu Valgeirsdóttur frá Miklaholti. Katrín Eymundsdöttir. Handrit afmœlis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er œskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, INGIBJÖRG ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR frá Mýrum, áðurtil heimilis á Bragagötu 29A, t Yndisleg dóttir okkar, unnusta, systir okkar, mágkona, frænka og dótturdóttir, GUNNHILDUR LÍNDAL ARNBJÖRNSDÓTTIR, sem lést af slysförum fimmtudaginn 26. febrú- ar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laug- ardaginn 7. mars kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á nýstofnaðan minningarsjóð í hennar nafni til styrktar kvennakörfuboltanum í Keflavík. Sjóðurinn er í vörslu Sparisjóðsins í Keflavík nr. 1109-05-450000. Sólveig Hafdfs Haraldsdóttir, Arnbjörn Óskarsson, Guðlaugur Eyjóifsson, Haraldur Líndal Arnbjörnsson, Þóra Brynjarsdóttir, Bryndís Líndal Arnbjörnsdóttir, Gunnar Pétur Róbertsson, Hafdís Hildur Gunnarsdóttir, Fjóla Eiríksdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORGILS SIGURÐSSONAR fyrrv. stöðvarstjóra Pósts og sfma, Dalvík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dalbæjar fyrir alla þeirra umhyggju, svo og starfsfólk lyfja- deildar FSA. Þórunn Þorgilsdóttir, Sævar Jónatansson, Þorgerður Þorgilsdóttir, Helgi Aðalsteinsson, Rósa Þorgilsdóttir, Valdimar Bragason, Kristín Þorgilsdóttir, Sveinn Bjarman, afabörn og langafabörn. Sigurður G. Kristjánsson, Valur Sigurðsson, Stefanfa Pálsdóttir, Jón Kristján Sigurðsson, Hlff S. Arndal, Rúnar Dagbjartur Sigurðsson, Ingibjörg Kjartansdóttir og barnabörn. verður jarðsungin frá Melstaðarkirkju laugar- daginn 7. mars kl. 14.00. Sætaferðir frá BS( kl. 10.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Dvalarheimilissjóðinn Kvenna- bandið, Hvammstanga. Stefán Ásgeirsson, Guðrún Kristín Antonsdóttir, Halldóra Ásgeirsdóttir, Sigþór Óskarsson, Jóhann Ingi Stefánsson, Þórunn Elfa Stefánsdóttir, Aðalheiður Stella Stefánsdóttir, Óskar Bragi Sigþórsson, Ásgeir Sigþórsson, Ásta Björk Sigþórsdóttir, barnabarnabörn og systkini. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÞÓRARINN ÓLAFSSON frá Neðri-Rauðsdal, Aðalstræti 4, Patreksfirði, sem lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar föstu- daginn 27. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Brjánslækjarkirkju laugardaginn 7. mars kl. 14.00. Svanhvít Bjarnadóttir, Ólafur Bjarnason, Björg Bjarnadóttir, Samúel Bjarnason, Elsa Bjarnadóttir, afebörn og Sigurjón Árnason, Arndís Sigurðardóttir, Karl Höfðdal Magnússon, Kolbrún Ingólfsdóttir, Sigurður Jónsson, iangafabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdmóður og ömmu, SOFFÍU JÓNSDÓTTUR, Lindargötu 57, áður Grettisgötu 73.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.