Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 53 ►
i
i
...J
]
j
I
I
:)
J
I
I
1
I
;i
]
j
i
i
i
I
FRÉTTIR
Vinnum með eldri borg-
urum - ekki fyrir þá
í Kópavogi eru uppi ný viðhorf í öldrunar-
málum. Sigurbjörg Björgvinsdóttir for-
stöðumaður sagði Guðrúnu Guðlaugsdótt-
ur frá þessum viðhorfum og félagsstarfí
aldraðra í Kópavogi.
„ÞROSKASKEIÐI ellinnar eru
engin föst takmörk sett og gamall
nýtur sín vel meðan hann gegnir
skyldum sínum og virðir dauðann
að vettugi. Af þessu leiðir að ellin
reynist jafnvel djarfari en æskan.“
Þannig fórstu Marcúsi Túllíusi
Cicerói orð fyrir margt löngu, en
hann dó 45 fyrir Krist. Ekki verðui-
annað séð en oi'ð hans eigi jafnvel
við í dag. í Kópavogi verður nú
senn haldin ráðstefna þar sem
þessi orð eru nánast yfirskrift.
Ráðstefnan nefnist „Hrafnaþing“
og hún er haldin til þess að vekja
athygli á nýjum viðhorfum í öldr-
unarmálum. Þær kenningar sem
þarna verða settar fram eru
byggðar á þeirri reynslu sem feng-
ist hefur í starfi með öldruðu fólki í
Kópavogi. Sigurbjörg Björgvins-
dóttir hefur ásamt fleirum haft
með höndum undirbúing fyiir
þessa ráðstefnu, en hún er for-
stöðumaður Gjábakka og Gull-
smára, þar sem félags- og tóm-
stundastarf aldraðs fólks í Kópa-
vogi fer fram.
Ætti að vera ein samfella
„Líf okkar ætti að vera ein sam-
fella, þar sem upphafið, meginkafl-
inn og lokakaflinn væru í full-
komnu jafnvægi. Það er viður-
kennd staðreynd að þeir einstak-
lingar sem slitna aldrei úr sam-
bandi við æðaslátt samfélagins og
taka þátt í skapa eigið umhverfi og
örlög eldast betur og með meiri
reisn en ella,“ sagði Sigurbjörg
Björgvinsdóttir í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins. „Það vill
enginn sitja aðgerðarlaus með
hendur í skauti á hvíldarbekk í
kvöldhúminu og bíða þess að
ævisólin hnigi til viðar, svo hátíð-
lega sé til orða tekið. Til þess að
koma í veg fyrir slíka þróun teljum
við, sem látum okkur varða velferð
eldra fólks í Kópavogi, að til séu
nokkur góð ráð.
í fyrsta lagi teljum við rétt að
vinna með eldra fólki en ekki fyrir
það. í öði-u lagi þá förum við ekkert
,;með“ eldra fólkið, heldur með því.
I þriðja lagi er markmið starfsem-
innar að endurhæfa og viðhalda
andlegu og líkamlegu atgervi.
Að öllu þessu vinnum við mark-
visst en kannski örlítið ómeðvitað
af þeim sem í starfinu standa. Til
dæmis þurfa eldri borgarar að
sækja sér matinn sjálfir á matar-
tíma, velja hvað þeir vilja borða og
horfast í augu við valið. Með því er
tvennt unnið, þeir hreyfa sig við að
sækja matinn sinn, þeii' hugsa við
að velja og taka ábyrgð á valinu.
Markviss uppbygging
Öll námskeiðin okkar eru mark-
visst uppbyggð til að viðhalda
ákveðnum þáttum líkama og/eða
sálar. Ég get nefnt hér námskeið í
leikfimi sem er byggt upp til að
þjálfa vöðva og stoðkerfi líkamans.
Myndlistin, perlusaumurinn,
tauvinna og leirvinna eru dæmi um
námskeið til að viðhalda styrk
handa og stuðla að því að hugur og
hönd vinni saman. Kóræfingar og
framsagnamámskeið eru til að
styi-kja öndun og talfæri. Það er
mjög mikilvægt að fá nóg súrefni.
Nefna má líka tungumálakennslu,
gönguklúbba og jóga, sem allt mið-
ar að markvissri uppbyggingu.
Hugmyndafræðin gerir ráð fyrir
því að það verði engin líffræðileg
breyting á einstaklingi þegar hann
verður sjötugur. Við höfum líka
lagt metnað okkar í að vera með
sem fjölbreytt og vandað efni þeg-
ar við höfum verið ýmsar samkom-
ur. Við höfum t.d. fengið til liðs við
okkur leikara, sagnfræðinga,
hjúkrunarfræðinga og nú síðast
voru hjá okkur söngkonan Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Helga Þórarins-
dóttir fiðluleikai-i. Hugmyndafræð-
in gerir ekki ráð fyrir því að eldri
borgarar séu einsleitur hópur þar
sem öllum henti eitthvað sérstakt,
heldur sé hér þverskurður af þjóð-
félaginu sem hefur ólík markmið
og ólíkar væntingar og mismun-
andi hæfileika.
Sigurbjörg Björgvinsdóttir
í Kópavogi var grunnur að fé-
lags- og tómstundastarfi aldraðra
lagður fyrir all nokkrum árum. Til
dæmis hefur frístundahópurinn
Hana nú starfað í fimmtán ár. Það
má segja að hægt hafi verið að
fylgja eftir þeirri hugmyndafræði
sem bæjaryfirvöld lögðu áherslu á
fyrir tæplega fimm árum, þegar
hið glæsilega félagsheimili Gjá-
bakki var opnað. Með tilliti til
þeirrar reynslu sem fengist hefur
af starfinu í Gjábakka þótti rétt að
nú væri kominn tími til að kynna
þá hugmyndafræði sem unnið er
eftir meðal þeirra sem starfa að
öldrunarmálum á landsvísu. Því
ákváðu bæjaryfirvöld að boða til
ráðstefnu þann 7. mars í hinu nýja
félagsheimili eldri borgara í Gull-
smára 13.
Að ráðstefnunni standa einnig
Félag eldri borgara í Kópavogi og
frístundahópurinn Hana nú. Þar á,
eins og fyrr sagði, að kynna þessa
hugmyndarfræði sem hér hefur
lítillega verið sagt frá. Á ráðstefn-
una eru allir velkomnir sem hafa
áhuga á málefnum eldri borgara
meðan húsnám leyfir.
Opið hús í
leikskólum í
Bakkahverfí
í LEIKSKÓLUNUM Arnar-
borg, Bakkaborg og Fálka-
borg, sem allir eru í Bakka-
hverfi í Breiðholti, verður opið
hús nk. laugardag 7. mars.
Leikskólarnir verða opnir
sem hér segir: Fálkaborg frá
kl. 10-12, Amarborg frá kl.
11- 13 og Bakkaborg frá kl.
12- 14.
Tilgangur með opnu húsi er
að gefa fólki tækifæri á að
skoða leikskólana og kynna sér
starfsemina sem þar fer fram.
Undanfarin ár hafa leikskól-
arnir verið með opið hús sinn
daginn hver en með því að
sameinast um dag er verið að
gera fólki auðveldara fyrir að
fara á milli leikskóla og skoða
hvað er í boði á hverjum stað,
segir í fréttatilkynningu.
Gjaldeyrisþjónusta allan
sólarhringinn í Leifsstöð
FYRIRTÆKIÐ The Change
Jroup Iceland ehf., sem sérhæfir
ág í gjaldeyrisþjónustu fyrir ferða-
nenn, opnar nýtt útibú í Flugstöð
^eifs Eiríkssonar föstudaginn 6.
nars nk.
Gjaldeyrirsþjónustan verður opin
illan sólarhringinn í komusal flug-
itöðvarinnar og mun þessi þjónusta
'æntanlega nýtast bæði erlendum
farþegum við komuna til landsins
og Islendingum sem eru á leið til út-
landa. Hægt verður að panta gjald-
eyi-i sem afhendist við brottför.
Útibúið er hið fjórða _sem The
Change Group opnar á íslandi en
fyrsta útibúið var opnað í Upplýs-
ingamiðstöð ferðamála, Banka-
stræti 2, í júní 1995. Framkvæmda-
stjóri er María Guðmundsdóttir.
AÐALFUNDUR
1998
Aðalfundur Vaka hf. verður haldinn í húsnæði
félagsins að Ármúla 44 í Reykjavík, föstudaginn 13.
mars 1998 og hefst kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta
félagsins.
2. Önnur mál löglega upp borin.
Reikningar félagsins ásamt dagskrá
fundarins og endanlegum tillögum, liggja
frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til
sýnis, viku fyriraðalfund.
Að loknum aðalfundi verða bornarfram léttar
veitingar og starfsemi félagsins kynnt nánar.
Vaki hf.
ÁRMÚLI 44 - 108 REYKJAVÍK - (SLAND
SImi: 568 0855 - Fax: 568 6930 - E-mail: vaki@vaki.is