Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Seljum í dag og nœstu daga
nokkur lítillega útlitsgöllub
tœki meb góbum afslœtti
/FOniX
GOÐIR SKILMALAR
TRAUST ÞJÓNUSTA
HATUNI6A REYKJAVIK SIMI 552 4420
STEINAR WAAGE
C SKÓVERSLUN
Fóðraðir gönguskór m/Skandiatex
TILBOÐSVERÐ
kr. 3.995
Teg. 3107
Lidr: Sv/ólífugrænt
Stærðir: 39-46
POSTSENDUM SAMDÆGURS
STEINAR WAAGE ^4
SKÓVERSLUN ■í?
SÍMI 551 8519 #
STEINAR WAAGE ,v
SKÓVERSLUN
SÍMI 568 9212 #
Ný sending frá Ubra
Jakkar, buxur, pils,
kjólar síðir og stuttir,
blússur, toppar og pej
Stœrðir 36—48.
Eirvnig korrdð mikið
úrval af heimagöllumíá
peysum og bolurru M
frákl. 10-16.
Giraarion
í DAG
VELVAKAJMDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Frábært fram-
tak hjá for-
setahjónunum
ÁHUGAMAÐUR um for-
vamir gegn ffloiiefhum
hafði samband við Velvak-
anda og vildi koma á fram-
færi ánægju sinni yfir því að
forsetahjónin skulu sýna
vímuefiiavandamálinu áhuga
og vekja athygli á því. Þetta
er ekki lengur aðeins vanda-
mál úti í hinum stóra heimi
heldur er þetta orðið stórt
vandamál í okkar þjóðfélagi.
Hann er sammála um að
gera þyrfti átak í því að
hefta innflutning á vímuefn-
um og að ekki væri nógu
fljótt byrjað á forvömum.
Síðasti bærinn
í dalnum
FORMAÐUR Álfavinafé-
lags Hafnarfjarðar vill
koma á framfæri kæm
þakklæti fyrir prýðilega
skemmtun á leikritinu Síð-
asti bærinn í dalnum.
Henni sýndist þetta vera
góð skemmtun fyrir alla
aldurshópa. Einnig vill hún
hvetja sem flesta til að sjá
sýninguna. Þarna er að
finna þjóðlegan arf í gegn-
um persónur og sviðs-
mynd. Bestu þakkir og til
hamingju með sýninguna.
Erla.
Blaðburðarkona í
meira en 20 ár
SÓLVEIG á Sólvallagöt-
unni hefur borið út Morg-
unblaðið í rúm 20 ár. Hún
fer á fætur á morgnana
laust eftir kl. 4 og tekur á
móti Morgunblaðinu og
Degi sem hún dreifir svo
til áskrifenda í fjómm
blaðburðarhverfum. Auk
þess vinnur hún í fisk-
vinnslu, stundum langt
fram eftir kvöldi.
Blaðburður yfir vetrar-
mánuðina þegar það rignir,
snjóar, eða er hávaðarok,
telst varla skemmtiganga,
að dómi flestra. Við þetta
bætist að póstlúgumar, á
sumum húsum, em svo
þröngar að erfitt reynist að
troða Mogganum inn um
þær. Þetta er sérlega
slæmt ef raki kemst á blöð-
in. Nú auk þess er Morg-
unblaðið alltaf að verða
þykkara blað, og fer víst
enn vaxandi, en póstlúg-
umar em ekki víkkaðar.
Þeir sem bera út Morg-
unblaðið og Dag þurfa
einnig að mkka inn áskrift-
argjaldið. Oft þarf, þvi mið-
ur, að gera fleiri ferðir til
sumra kaupendanna, áður
en greiðslan er innt af
hendi. Þetta er nokkuð
slæmt, en sem betur fer á
þetta bara við um fáa aðila.
Nú er það eftirfarandi
spuming til þeirra hjá
Morguriblaðinu sem
stjóma blaðburðinum og
einnig til þeirra Styrmis
og Matthíasar: Er ekki
viðeigandi að þeir sem
hafa borið út Morgunblað-
ið í 20 ár, séu verðlaunaðir
á einn eða annan hátt?
Með kveðju til Morgun-
blaðsins.
Úlfhéðinn.
Kvennadeild
Landspítalans
GUÐRÍÐUR D. Axels-
dóttir hafði samband við
Velvakanda og vildi koma
á framfæri hversu góð öll
aðstaða og allt annað er á
Kvennadeild 21A á Land-
spítalanum. Þessi deild er
til fyrirmyndar í alla staði.
Þrátt fyrir allan sparnað
og íhaldssemi í heilbrigðis-
kerfinu, sem hlýtur að
bitna á þessari deild eins
og öðmm, er viðmót og
umönnun allra starfs-
manna til fyrirmyndar.
Tapað/fundið
Kvenmannsúr
fannst
KVENMANNSÚR af teg-
undinni Facit með stál-
keðju fannst í Árbæ fyrir
u.þ.b. hálfum mánuði. Eig-
andi hafi samband í s: 557
3041.
Gleraugu
fundust
SJÓNGLERAUGU í
grænu hylki fundust fyrir
utan pósthúsið í Pósthús-
stræti í gær. Eigandi hafí
samband í s: 561 1795 helst
eftir kl. 16.
SKÁK
llinxjon Margcir
Pétursson
ÞETTA endatafl kom upp í
tíundu umferð á stórmótinu
í Linares á miðvikudaginn.
Búlgarinn Veselin Topalov
(2.740) var með hvítt, en
Áleksei Shirov (2.710),
Spáni, hafði svart og átti
leik.
Sem sjá má er svartur
tveimur peðum yfir í enda-
tafli, en mislitu biskuparnir
gefa þó hvíti góðar vonir um
að geta varist. Hvítur
undirbýr að stilla
upp varnarvígi með
kónginn fremstan í
flokki á e3. Shirov
hindraði þessa fyrir-
ætlan með glæsileg-
um leik:
47. - Bh3!! 48. gxh3
(Hvítur á ekkert
betra en að taka
biskupinn. Eftir 48.
Kf2 - Kf5 49. Kf3
leikur svartur ein-
faldlega 49. - Bxg2+
og kemst síðan með
kónginn í gegn) 48. - Kf5
49. Kf2 - Ke4! 50. Bxf6
(Staðan er ekki síður von-
laus eftir 50. Ke2 - f5, því
þá eru svörtu frípeðin orðin
þrjú) 50. - d4 51. Be7 - Kd3
52. Bc5 - Kc4 53. Be7 -
Kb3 og Topalov gafst upp,
því svartur nær að vekja
upp nýja drottningu.
Með þessum laglega sigri
endurheimti Shirov foryst-
una á mótinu.
Seinni hluti dcildakeppni
Skáksambands íslands fer
fram um helgina í félags-
heimili Hellis, Þönglabakka
1 í Mjódd. (Hjá Bridssam-
bandinu). Fimmta umferðin
verður tefld í kvöld.
SVARTUR leikur og vinnur
HÖGNI HREKKVÍSI
yffcwÁ' gjetúr ékki úiiíð efétr/tésmarifunn,
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI fékk upphringingu á
dögunum frá manni, sem flaug
með Flugfélagi Islands og íslands-
flugi í nóvember. Hann er ekki sam-
mála Víkverjapistli, sem birtist um
miðjan febrúar um þægindi í flug-
vélum. Honum fannst Islandsflugs-
flugvélin mun þægilegri en flugvél
Flugfélags Islands. Þjónusta og við-
mót var báðum félögunum til sóma,
gott kaffi hjá Flugfélagi íslands og
ágætis súkkulaði hjá íslandsflugi.
xxx
UM SÍÐUSTU helgi var Vík-
verji á árshátíð, sem í sjálfu sér
er vart í frásögur færandi. Hljóm-
sveit lék fyrir dansi og stóð ballið til
klukkan 3 að nóttu. Eitt varð þó
Víkverja til nokkurs angurs og það
voru þau hlé, í hálfa klukkustund,
sem hljómsveitin gerði á leik sínum
undir dansi. Þessi hlé urðu þess
valdandi að um leið og þau komu
datt niður stemmningin á árshátíð-
inni og fólk yfirgaf húsið unnvörp-
um. Eftir síðara hléð voru nær allir
árshátíðargestir famir annað hvort
heim eða, þeir sem yngri vom, á
aðra staði í grennd hússins sem árs-
hátíðin var haldin í.
Það er deginum ljósara, að eigi
hljómsveitir ekki algjörlega að
ganga frá allri stemmningu á böll-
um eða árshátíðum dauðri, verða
þær að stilla þeim hléum, sem þær
fara í, mjög í hóf. Samkeppnin er
orðin svo hörð í þessum bransa, að
fari hljómsveitirnar í hlé, fer fólkið
bara annað til þess að skemmta sér,
þangað sem hljómsveitirnar spila
sleitulaust og era ekki í sífelldum
hléum. Það em aðeins hljómsveitir
á sveitaböllum, sem geta leyft sér
þann munað að fara í hlé, því að oft-
ast er það langt á næsta ball, að það
borgar sig að bíða unz hljómsveitin
byrjar á ný, fremur en þeysa á
næsta ball.
xxx
KUNNINGJAKONA Víkverja
sagði farir sínar ekki sléttar. Á
dögunum bámst fyrirtækinu, sem
maður hennar vinnur í, boðsmiðar á
skemmtun á Vegas. Nokkrir starfs-
félagar eiginmannsins og hann
ákváðu að þekkjast boðið og fara á
skemmtunina. Konan hans hafði þó
ekki áhuga, en lofaði að sækja
mann sinn um ellefuleytið um
kvöldið.
Hún kom á tilsettum tíma og ætl-
aði að ganga inn í húsið til þess að
láta mann sinn vita að hún væri
komin. Var hún þá stöðvuð af dyra-
verði, sem kvaðst ekki geta hleypt
henni inn án þess að hún greiddi að-
gangseyri. Bað hún þá dyravörðinn
að láta mann sinn, sem væri gestur í
húsinu, vita að hún væri komin til
þess að sækja hann. Þessu neitaði
dyravörðurinn alfarið og kvaðst
ekki tmfla gesti hússins. Stóð svo í
stappi unz allt í einu einn félagi eig-
inmannsins birtist og var að yfir-
gefa húsið. Hann fór þá inn og til-
kynnti eiginmanninum að eiginkon-
an biði við dymar, en kæmist ekki
inn.
Eðlilega voru hjónin mjög óánægð
með þessa þjónustu í Vegas og bæði
hétu því að þangað kæmu þau ekki
aftur.