Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Seljum í dag og nœstu daga nokkur lítillega útlitsgöllub tœki meb góbum afslœtti /FOniX GOÐIR SKILMALAR TRAUST ÞJÓNUSTA HATUNI6A REYKJAVIK SIMI 552 4420 STEINAR WAAGE C SKÓVERSLUN Fóðraðir gönguskór m/Skandiatex TILBOÐSVERÐ kr. 3.995 Teg. 3107 Lidr: Sv/ólífugrænt Stærðir: 39-46 POSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE ^4 SKÓVERSLUN ■í? SÍMI 551 8519 # STEINAR WAAGE ,v SKÓVERSLUN SÍMI 568 9212 # Ný sending frá Ubra Jakkar, buxur, pils, kjólar síðir og stuttir, blússur, toppar og pej Stœrðir 36—48. Eirvnig korrdð mikið úrval af heimagöllumíá peysum og bolurru M frákl. 10-16. Giraarion í DAG VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frábært fram- tak hjá for- setahjónunum ÁHUGAMAÐUR um for- vamir gegn ffloiiefhum hafði samband við Velvak- anda og vildi koma á fram- færi ánægju sinni yfir því að forsetahjónin skulu sýna vímuefiiavandamálinu áhuga og vekja athygli á því. Þetta er ekki lengur aðeins vanda- mál úti í hinum stóra heimi heldur er þetta orðið stórt vandamál í okkar þjóðfélagi. Hann er sammála um að gera þyrfti átak í því að hefta innflutning á vímuefn- um og að ekki væri nógu fljótt byrjað á forvömum. Síðasti bærinn í dalnum FORMAÐUR Álfavinafé- lags Hafnarfjarðar vill koma á framfæri kæm þakklæti fyrir prýðilega skemmtun á leikritinu Síð- asti bærinn í dalnum. Henni sýndist þetta vera góð skemmtun fyrir alla aldurshópa. Einnig vill hún hvetja sem flesta til að sjá sýninguna. Þarna er að finna þjóðlegan arf í gegn- um persónur og sviðs- mynd. Bestu þakkir og til hamingju með sýninguna. Erla. Blaðburðarkona í meira en 20 ár SÓLVEIG á Sólvallagöt- unni hefur borið út Morg- unblaðið í rúm 20 ár. Hún fer á fætur á morgnana laust eftir kl. 4 og tekur á móti Morgunblaðinu og Degi sem hún dreifir svo til áskrifenda í fjómm blaðburðarhverfum. Auk þess vinnur hún í fisk- vinnslu, stundum langt fram eftir kvöldi. Blaðburður yfir vetrar- mánuðina þegar það rignir, snjóar, eða er hávaðarok, telst varla skemmtiganga, að dómi flestra. Við þetta bætist að póstlúgumar, á sumum húsum, em svo þröngar að erfitt reynist að troða Mogganum inn um þær. Þetta er sérlega slæmt ef raki kemst á blöð- in. Nú auk þess er Morg- unblaðið alltaf að verða þykkara blað, og fer víst enn vaxandi, en póstlúg- umar em ekki víkkaðar. Þeir sem bera út Morg- unblaðið og Dag þurfa einnig að mkka inn áskrift- argjaldið. Oft þarf, þvi mið- ur, að gera fleiri ferðir til sumra kaupendanna, áður en greiðslan er innt af hendi. Þetta er nokkuð slæmt, en sem betur fer á þetta bara við um fáa aðila. Nú er það eftirfarandi spuming til þeirra hjá Morguriblaðinu sem stjóma blaðburðinum og einnig til þeirra Styrmis og Matthíasar: Er ekki viðeigandi að þeir sem hafa borið út Morgunblað- ið í 20 ár, séu verðlaunaðir á einn eða annan hátt? Með kveðju til Morgun- blaðsins. Úlfhéðinn. Kvennadeild Landspítalans GUÐRÍÐUR D. Axels- dóttir hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri hversu góð öll aðstaða og allt annað er á Kvennadeild 21A á Land- spítalanum. Þessi deild er til fyrirmyndar í alla staði. Þrátt fyrir allan sparnað og íhaldssemi í heilbrigðis- kerfinu, sem hlýtur að bitna á þessari deild eins og öðmm, er viðmót og umönnun allra starfs- manna til fyrirmyndar. Tapað/fundið Kvenmannsúr fannst KVENMANNSÚR af teg- undinni Facit með stál- keðju fannst í Árbæ fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. Eig- andi hafi samband í s: 557 3041. Gleraugu fundust SJÓNGLERAUGU í grænu hylki fundust fyrir utan pósthúsið í Pósthús- stræti í gær. Eigandi hafí samband í s: 561 1795 helst eftir kl. 16. SKÁK llinxjon Margcir Pétursson ÞETTA endatafl kom upp í tíundu umferð á stórmótinu í Linares á miðvikudaginn. Búlgarinn Veselin Topalov (2.740) var með hvítt, en Áleksei Shirov (2.710), Spáni, hafði svart og átti leik. Sem sjá má er svartur tveimur peðum yfir í enda- tafli, en mislitu biskuparnir gefa þó hvíti góðar vonir um að geta varist. Hvítur undirbýr að stilla upp varnarvígi með kónginn fremstan í flokki á e3. Shirov hindraði þessa fyrir- ætlan með glæsileg- um leik: 47. - Bh3!! 48. gxh3 (Hvítur á ekkert betra en að taka biskupinn. Eftir 48. Kf2 - Kf5 49. Kf3 leikur svartur ein- faldlega 49. - Bxg2+ og kemst síðan með kónginn í gegn) 48. - Kf5 49. Kf2 - Ke4! 50. Bxf6 (Staðan er ekki síður von- laus eftir 50. Ke2 - f5, því þá eru svörtu frípeðin orðin þrjú) 50. - d4 51. Be7 - Kd3 52. Bc5 - Kc4 53. Be7 - Kb3 og Topalov gafst upp, því svartur nær að vekja upp nýja drottningu. Með þessum laglega sigri endurheimti Shirov foryst- una á mótinu. Seinni hluti dcildakeppni Skáksambands íslands fer fram um helgina í félags- heimili Hellis, Þönglabakka 1 í Mjódd. (Hjá Bridssam- bandinu). Fimmta umferðin verður tefld í kvöld. SVARTUR leikur og vinnur HÖGNI HREKKVÍSI yffcwÁ' gjetúr ékki úiiíð efétr/tésmarifunn, Víkverji skrifar... VÍKVERJI fékk upphringingu á dögunum frá manni, sem flaug með Flugfélagi Islands og íslands- flugi í nóvember. Hann er ekki sam- mála Víkverjapistli, sem birtist um miðjan febrúar um þægindi í flug- vélum. Honum fannst Islandsflugs- flugvélin mun þægilegri en flugvél Flugfélags Islands. Þjónusta og við- mót var báðum félögunum til sóma, gott kaffi hjá Flugfélagi íslands og ágætis súkkulaði hjá íslandsflugi. xxx UM SÍÐUSTU helgi var Vík- verji á árshátíð, sem í sjálfu sér er vart í frásögur færandi. Hljóm- sveit lék fyrir dansi og stóð ballið til klukkan 3 að nóttu. Eitt varð þó Víkverja til nokkurs angurs og það voru þau hlé, í hálfa klukkustund, sem hljómsveitin gerði á leik sínum undir dansi. Þessi hlé urðu þess valdandi að um leið og þau komu datt niður stemmningin á árshátíð- inni og fólk yfirgaf húsið unnvörp- um. Eftir síðara hléð voru nær allir árshátíðargestir famir annað hvort heim eða, þeir sem yngri vom, á aðra staði í grennd hússins sem árs- hátíðin var haldin í. Það er deginum ljósara, að eigi hljómsveitir ekki algjörlega að ganga frá allri stemmningu á böll- um eða árshátíðum dauðri, verða þær að stilla þeim hléum, sem þær fara í, mjög í hóf. Samkeppnin er orðin svo hörð í þessum bransa, að fari hljómsveitirnar í hlé, fer fólkið bara annað til þess að skemmta sér, þangað sem hljómsveitirnar spila sleitulaust og era ekki í sífelldum hléum. Það em aðeins hljómsveitir á sveitaböllum, sem geta leyft sér þann munað að fara í hlé, því að oft- ast er það langt á næsta ball, að það borgar sig að bíða unz hljómsveitin byrjar á ný, fremur en þeysa á næsta ball. xxx KUNNINGJAKONA Víkverja sagði farir sínar ekki sléttar. Á dögunum bámst fyrirtækinu, sem maður hennar vinnur í, boðsmiðar á skemmtun á Vegas. Nokkrir starfs- félagar eiginmannsins og hann ákváðu að þekkjast boðið og fara á skemmtunina. Konan hans hafði þó ekki áhuga, en lofaði að sækja mann sinn um ellefuleytið um kvöldið. Hún kom á tilsettum tíma og ætl- aði að ganga inn í húsið til þess að láta mann sinn vita að hún væri komin. Var hún þá stöðvuð af dyra- verði, sem kvaðst ekki geta hleypt henni inn án þess að hún greiddi að- gangseyri. Bað hún þá dyravörðinn að láta mann sinn, sem væri gestur í húsinu, vita að hún væri komin til þess að sækja hann. Þessu neitaði dyravörðurinn alfarið og kvaðst ekki tmfla gesti hússins. Stóð svo í stappi unz allt í einu einn félagi eig- inmannsins birtist og var að yfir- gefa húsið. Hann fór þá inn og til- kynnti eiginmanninum að eiginkon- an biði við dymar, en kæmist ekki inn. Eðlilega voru hjónin mjög óánægð með þessa þjónustu í Vegas og bæði hétu því að þangað kæmu þau ekki aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.