Morgunblaðið - 06.03.1998, Side 60

Morgunblaðið - 06.03.1998, Side 60
*60 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga nýjustu kvikmynd Steven Spielbergs. Hún heitir Amistad og meðal aðalleikenda eru Morgan Freeman, Anthony Hopkins, Nigel Hawthorne, Djimon Hounsou og Matthew McConaughey. Gömlu og nýju dansarnir í kvöld og annað kvöld. Tríó Þorvaldar leikur ásamt söngkonunum Vordísi og Frigg. íA(ceturgaunn ‘Dansfiús, sími 587 6080 Opið föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld Lifandi tónlist fyrir líflegt fólk Sjáumst hress Næturgalinn DJIMON Hounsou leikur Cinque, foringja afrísku þrælanna. Söguleg þræla- uppreisn ANTHONY Hopkins og Morgan Freeman ræða við Steven Spielberg. Tappan (Stellan Skarsgárd) eru slíkir baráttumenn en eini lögfræð- ingurinn, sem þeir geta fengið til liðs við sig, er ungur og lítilsmetinn sérfræðingur í eignarrétti, Roger Baldwin (Matthew McConaughey). En þegar fram vindur sögunni kemur í ljós hve djúpt ágreiningur- inn um þrælahald ristir hjá Banda- ríkjamönnum. Martin van Buren, forseti Bandaríkjanna, (Nigel Hawthorne) er að sækjast eftir endurkjöri og í því skyni að styggja ekki plantekrueigendur í Suður- ríkjunum og spænsk yflrvöld beitir hann sér fyrir því að úrskurði und- irréttar er skotið fyrir sjálfan Hæstai’étt Bandaríkjanna. Þá berst þrælum liðsinni úr annam átt því fyrrverandi forseti landsins, John Quincy Adams, (Anthony Hopkins) tekur að sér að vera málsvari þeirra fyrir Hæstarétti. Það er leikkonan og dansarinn Debbie Allen, sem er manneskjan á bak við myndina Amistad. Hún keypti kvikmyndarétt að bók um uppreisnina fyrir þrettán árum og fór strax að ganga á milli áhrifa- manna í Hollywood að leita sér lið- sinnis við að festa söguna á filmu. Hún segir að sér hafi fundist nauð- synlegt að segja þessa sögu öllum heiminum og bandarískri æsku. Frá 1984 gekk hún milli manna í leit að fjármagni og framleiðendum en það var ekki fyrr en 1994 að hún náði tali af Steven Spielberg, höf- Danssmiðja flermanns Ragnars og Danssktíli Auðar flaralds SÍdphöÍt 25. 105 Reykjarík (Z> 561 9797 & 561 7580 undi 6 af 20 mest sóttu kvikmynda sögunnar. Það tók hana tíu mínút- ur um að sannfæra Spielberg að þessi kvikmynd ætti erindi á hvíta tjaldið. Þar með bættist sagan um þrælaskipið Amistad í hóp E.T., Jaws, Jurassic Park, Schindler’s List, Indiana Jones og allra hinna myndanna sem þessi farsæli kvik- myndaleikstjóri hefur komið nærri frá því að hann hóf feril sinn fyrir um það bil 30 árum. Debbie Allen og Spielberg réðu mann að nafni David Franzoni til að skrifa handrit og þegar það lá fyrir var farið að leita leikara. Spi- elberg segir að Morgan Freeman hafi verið sá fyrsti sem hann leitaði til. Morgan var fenginn til að taka að sér hlutverk hins svarta Theodore Joadson en það er eina skáldaða persónan í hópi aðalper- sónanna. Markmiðið með því að veita honum mikið vægi segja að- standendurnir að hafi verið það að leggja áherslu á þá þýðingu sem barátta svertingja sjálfra hafði varðandi það að binda enda á þrælahald. Freeman er orðinn „senior“ svartra leikara í Banda- ríkjunum, óumdeildur eftir Driving Miss Daisy, Shawshank, Unforgiv- en, Seven og fleiri myndir. Tveir af fremstu leikurum Bret- landseyja, sir Anthony Hopkins og Nigel Hawthoi-ne, (Sir Humphrey í Já, ráðherra; Madness of King Ge- orge) féllust á að leika Bandaríkja- forsetana tvo sem tókust á um mál- efni þrælauppreisnarinnar og unga lögfræðinginn leikur Matthew McOnaughey, sem er að verða stjarna eftir leik í A Time to Kill og Contact. Spielberg segir hins veg- ar að af sinni hálfu hafí það alltaf verið skilyrði þess að myndin yrði gerð að réttur maður fyndist í hlut- verk þrælaforingjans Cinque. Þann mann fundu þau í Djimon Hounsou, Afrikumanni frá Benín. Hann hefur undanfarin ár leikið smáhlutverk í nokkrum kvikmynd- um og stjónvarpsþáttum vestan- hafs en þegar ferill hans hófst í skemmtiiðnaðinum var hann úti- gangsmaður í París. Hann svaf á bekk á almannafæri í París þegar tískukóngurinn og ljósmyndarinn Thierry Mughler uppgötvaði hann og gerði að módeli hjá sér. Fjölmargir þekktir aukaleikarar leika í myndinni, svo sem David Paymer, Pete Postlethwaite og Svíinn Stellan Skarsgárd, að ógleymdum Harry A. Blackmun, háöldruðum dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Morgan Freeman . ' DANSHUSIÐ Artún Vagnhöfða 11, símar 567 4090 og 898 4160. fax 567 4092. AMISTAD fjallar um upp- reisn sem gerð var sumarið 1839 um borð í spænska skipinu La Amistad, sem flutti þræla frá Sierra Leone á vestur- strönd Afríku, vestur um haf til Ameríku. Undan ströndum Kúbu brutu 53 hlekkjaðir þrælar sér leið úr lest- um skipsins, náðu í vopn, tóku völd um borð í skipinu og endurheimtu þannig frelsi sitt. Undir stjórn þrælsins sem Spánverjar kölluðu Cinque (Djimon Hounsou) ætluðu þeir sér að snúa skipinu til Afríku. Afríkumennina brast þekkingu á úthafssiglingu og því þurftu þeir að reiða sig á aðstoð þeii-ra tveggja skipverja sem eftir lifðu. En hvít- ingjarnir reyndust ekki traustsins verðir. A tveggja mánaða hrakn- ingum á sjó bar þá óafvitandi langt upp með austurströnd BandanTíj- anna allt þar til bandaríski flotinn náði til þeirra, færði í land og ákærði fyrir morð og sjórán. Þótt enn væru þá liðlega 20 ár uns afstaðan til þrælahalds skipti Bandaríkjamönnum í stríðandi fylkingar vakti málið mikla athygh í Bandaríkjunum. I fyrstu voru það aðeins þeir sem börðust fyrir af- námi þrælahalds sem tóku málstað þrælanna. Theodore Joadson (Morgan Freeman) og Lewis ít Anthony Hopkins Matthew McConaughey Djimon Hounsou matseðill ... á stað þar sem allir gestir eru tignir gestir ... Opnum alla daga Naustið Vesturgötu 8 - Sími 552 3030 & fax 561 7758 No Name andlit ársins NONAME ..— COSMETICS '■ Snyrtivörukynning í dag kl. 14-18. Silla förðunarfræðingur kynnir og gefur ráðleggingar. SPES, HÁALEITISBRAUT 58-60, SÍMI 581 3525 Frumsýning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.