Morgunblaðið - 30.04.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.04.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 11 FRÉTTIR Maður um sjötugt dæmdur í sjö mánaða fang- elsi fyrir kynferðisbrot Areitti unglings- stúlku ftrekað HÉ RAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt tæplega sjötugan mann í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, til þriggja ára, fyrir kynferðisbrot gegn stúlku fæddri 1983. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða móður stúlkunnar, fyrir hönd stúlkunnar sem er ófjáiTáða, 430 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur og lögmannsaðstoð, auk samtals 250 þúsund króna í málskostnað. Þungbær framkoma heimilismanns Málavextir eru þeir helstir að stúlkan flutti á bæ í Vestur-Skafta- fellssýslu sumarið 1994, þegar hún var ellefu ára gömul. Samkvæmt frásögn hennar byrjaði ákærði, sambýlismaður ömmu hennar, fljót- lega að angra hana og smátt og smátt gekk hann lengra í áreitni sinni. I upphafí hafí mest borið á kitlum, gægjum, káfi og tvíræðu tali, en veturinn 1996 til 1997 hafi ákærði byrjað fyrir alvöru að þukla líkama hennar undir nærklæðum, snert kynfæri hennar og brjóst og haldið höndum hennar á meðan. Stúlkan taldi að þukl af þessu tagi hefði átt sér stað að minnsta kosti tíu sinnum umræddan vetur, ýmist í íbúðarhúsi eða í útihúsum við bæinn. Eftir á hafí ákærði oft virst miður sín, hann beðið hana af- sökunar og haft á orði að þessu yrði að hætta. Einnig hafði hann á orði að sambýlismaður móður hennar mætti ekki vita af þessu því þá dræpi hann ákærða. Stúlkan greindi frá því að framkoma ákærða hefði reynst henni erfið með ýmsum hætti, sérstaklega í ljósi þess hvern- ig hann tengdist fjölskyldu hennar. Fyrir dómi neitaði ákærði sakar- giftum og kvaðst aldrei hafa sýnt stúlkunni kynferðislega áreitni. í júlí í fyrra hafði stúlkan síma- samband frá Danmörku til íslands og skýrði móður sinni frá því að hún hefði frá hausti 1996 og fram á vor 1997 sætt kynferðislegri áreitni af hálfu ákærða. Hún var til sumar- dvalar ytra hjá ættingjum og hafði skýrt frænku sinni þar einnig frá margítrekaðri kynferðislegri áreitni ákærða í sinn garð, auk þess að skýra vinum sínum frá þessum at- burðum áður en hún hélt til útlanda. Areiðanleg og trúverðug I dóminum kemur fram að sál- fræðingur, sem átti viðtöl við stúlk- una, telji frásögn hennar áreiðan- lega og trúverðuga. Einnig verði að líta til tráverðugs vættis vinkonu stúlkunnar um áreitni ákærða gagnvart þeim báðum. I niðurstöðu héraðdsóms segir að hann velkist ekki í vafa um að stúlkan hafi þolað kynferðislega áreitni af hálfu ákærða. Með refsi- verðri háttsemi sinni hafi ákærði brotið gegn því trúnaðartrausti sem ríkja átti milli hans og stúlkunnar og hoggið jafnframt skarð í trúnaðarsamband hennar við aðra fjölskyldumeðlimi. Er vafalaust að hann hafi valdið stúlkunni sálarangist og þvingað hana smám saman í kynhlutverk sem hún hafði engan veginn þroska til að takast á við. Engu verði þó slegið föstu um varanlegar afleið- ingar af framkomu mannsins á sál- arlíf stúlkunnar. Olafur Börkur Þorvaldsson hér- aðsdómari kvað upp dóminn ásamt Jónasi Jóhannessyni héraðsdómara og Þorgerði Erlendsdóttur, settum héraðsdómara. Ríkisstjórnin styrkir rann- sóknir á Nýfundnalandi þurfa styrk til að ljúka rannsóknum fyrir árið 2000. Farið var þess á leit við ríkis- stjórnina að hún styrkti rannsókn- ina. A ríkisstjórnarfundi á þriðju- dagsmorgun var ákveðið að veita tæplega 470 þúsund íslenskar krón- ur í styrk svo rannsóknum verði lokið fyrir árið 2000, þegar 1000 ára afmælis Vínlandsfundar verður minnst. RIKISSTJORNIN hefur ákveðið að styrkja rannsóknir á eldtinnum í L’Anse aux Meadows á norður- strönd Nýfundnalands um tæplega 470 þúsund krónur. A þessum slóðum hafa fundist vísbendingar um búsetu norrænna manna á tímum víkinga. Kevin P. Smith hefur að undanförnu rann- sakað eldtinnur og steina í þeim í L’Anse aux Meadows og taldi sig FYRSTI Opel Corsa bfllinn af 36 afhentur. Júlíus Vífill Ingvarsson (t.h.) og Grétar Br. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Bflaleigu Flug- leiða, handsala samning fyrirtækjanna. Bílaleiga Flugleiða kaupir 36 Opel Corsa BÍLALEIGA Flugleiða samdi ný- lega við Bílheima ehf. um kaup á 36 Opel Corsa bflum. Á síðasta ári keypti bflaleigan 35 Corsa bfla og er ætlunin að bjóða 60 slíka bfla til leigu í sumar. Opel Corsa er í flokki minni bfla sem Bflaleiga Flugleiða hef- ur ekki haft á boðstólum þar til í fyrra. Júlíus Vífill Ingvarsson, framkvæmdastjóri Bflheima, seg- ist ánægður með að bflaleigan skuli hafa valið Opel bfla og að margir viðskiptavinir bflaleig- unnar hafi í framhaldi af leigu bflanna haft samband við Bfl- heima með hugsanleg kaup í huga. „Bflaleigan hefur líka fengið hrós frá viðskiptavinum fyrir sparneytni bflanna og hversu rúmgóðir þeir eni og það skiptir líka miklu máli að bilana- tíðni þeirra hefur verið lág,“ sagði Július Vífill Ingvarsson. Sameining áformuð í Austur-Húna- vatnssýslu Rætt um að sameina Vind- hælishrepp Skagahreppi VERIÐ er að kanna möguleika á því að sameina Vindhælishrepp í A- Húnavatnssýslu Skagahreppi. Þá yrði til nýtt sveitarfélag með samtals 91 íbúa, miðað við íbúatölur 1. des- ember síðastliðinn. Þá bjuggu 32 íbúar í Vindhælis- hreppi, sem er undir því 50 íbúa lág- marki sem þarf til þess að sveitarfé- lag geti staðið eitt. Samkvæmt upp- lýsingum Sesselíu Árnadóttur, í fé- lagsmálaráðunejúinu er komin fram tillaga um að hreppurinn verði sam- einaður Skagahreppi en í því sveitar- félagi voru 59 íbúar þann 1. desem- ber síðastliðinn. Aðspurð hvort rætt hefði verið að fram færi meiri sameining í hérað- inu, þar sem eru m.a. Blönduós og Skagaströnd, sagði Sesselía að frum- kvæði að slíku yrði að koma frá heimamönnum. Framkvæmdastjóri Ferðafélagsins ósáttur við frumvarp um skipulags- og byggingarmál Dregur ekki nóg úr áhrifum sveitarstjórna FRAMKVÆMDASTJÓRI Ferðafélags ís- lands telur fí-umvarp umhverfisráðherra um breytingu á skipulags- og byggingarlögum ekki ganga nógu langt og því muni sveitarfé- lögin sem land eiga að hálendinu enn ráða því. „Itök þeirra eru mun meiri en ítök þéttbýlis- búa geta nokkurn tímann orðið,“ sagði Krist- ján M. Baldursson, framkvæmdastjóri Ferða- félagsins. „Þessi sveitarfélög eru í miklum meirihluta þó að þéttbýlisbúar fái tvo fulltrúa af 18,“ sagði Kristján ennfremur og telur hann að ekki hafi með því tekist að draga úr áhrifum sveitarfélaganna og því sé málið í slæmri stöðu ennþá. „Hálendið ætti að vera eitt stjórnsýslu- og skipulagssvæði, það er álit okkar og annarra útivistarsamtaka sem hafa lýst áliti sínu. Það verður að tryggja bæði rétt þeirra sem hafa aðstöðu og atvinnustarfsemi á hálendinu og útivistarfólks." Kristján sagði skynsamlegast í stöðunni að fresta afgreiðslu frumvarps til sveitarstjórnar- laga og geyma þá umræðu til hausts ásamt frumvarpi umhverfisráðhen’a. Hann kvað lík- legt að Ferðafélagið og önnur svipuð samtök myndu gefa sameiginlegt álit á stöðu málanna. Þarf breiðari hóp „Ég tel ekki nauðsynlegt að leggja þetta frumvarp fram en það er skynsamlegt til að ná betri sáttum um málið og ég virði þann vilja ríkisstjórnarinnar en ég held að það þurá breiðari hóp til að koma að málinu en þessa 18 manna nefnd sem allt eru sveitastjórnarfull- trúar,“ sagði Árni M. Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um álit sitt á frumvarpi umhverfisráðherra. ,Á hálendinu eru fjölbreyttir hagsmunir og margir sem eiga þar hagsmuna að gæta. Fólk sem býr um landið allt er að nota hálendið á ýmsa vegu og ég held að ráðherra verði að hafa svigi-úm til að skipa í nefndina til að sem allra flest sjónar- mið geti komist að. Það getur hann betur með því að hafa frjálsar hendur.“ Á þann veg telur þingmaðurinn að ráðherra geti mótað starfhæfa nefnd en sagði ljóst að sveitastjórnarmenn yrðu að sitja í nefndinni. Hann benti einnig á að þetta gæti ráðherra gert samkvæmt gildandi lögum, heimild þar veiti honum vald yfir skipulagsmálum á há- lendinu. „Menn verða að hafa í huga að skipu- lag er eins konar sáttmáli milli stjórnvalda og fbúa. Á þessum svæðum eru engir íbúar þannig að þarna er um að ræða sáttmála milli stjórnvalda og þeirra sem nota landið en búa annars staðar. Þess vegna þarf að búa öðruvísi um þessa hnúta en gert er í þéttbýlinu,“ sagði Árni M. Mathiesen einnig. Hann k\7að líklegt að unnið yrði áfram að málinu í sumar, þetta frumvarp eða nýtt yi-ði lagt fram í haust og tekið til formlegrar meðferðar. Ekki gætt jafnræðis „í fyrsta lagi er ekki gætt jafnvægis eða jafnræðis milli fulltrúa í samvinnunefndinni um skipulag hálendisins. Gert er ráð fyrir 12 fulltrúum sveitarfélaga með land að hálendinu en mun færri frá öðrum,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður hvað hann sæi helst að frumvarpi umhveiflsráðherra um breytingu á skipulags- og byggingarlögum sem hann kynnti þing- mönnum á þriðjudag. „I öðru lagi eru þessir 12 fulltrúar aðeins frá sveitarfélögum sem hafa land að hálendinu en ekki héraðsnefndum eins og áður var. Þetta þýðir að sveitarfélög sem eiga afrétti á hálend- inu eiga ekki lengur aðild að skipulagi miðhá- lendisins eins og verið hefur þegar allir í við- komandi héruðum eiga aðild. Með frumvarp- inu er þetta aðeins bundið sveitarfélögunum sem lönd eiga að hálendinu." Ólafur kvaðst ekki heldur skilja hvernig fulltrúar sveitarfélaganna 42 ættu að geta komið sér saman um skipan þessara 12 nefnd- armanna, hann sæi ekki fyrir sér þann vett- vang sem ætti velja fulltrúana, hann væri ein- faldlega ekki til. „Við getum til dæmis séð fyr- ir okkur sveitarfélag sem á hugsanlega tekju- möguleika vegna virkjana. Hvernig eiga full- trúar þess að fela fulltrúum annarra sveitarfé- laga að gæta hagsmuna sveitarfélags síns í slíkum málum?“ spurði þingmaðurinn. „I þriðja lagi tel ég þá fulltrúa sem sitja eiga í nefndinni fyrir Reylíjavík, Reykjanes og Vestfirði ekki lýðræðislega kjörna. Þeir eru tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og með því er það komið mjög langt frá kjós- endum, útivistarfólki, náttúruverndarmönnum og öðrum sem vilja hafa um þessi mál að segja, sem ég tel mikinn galla.“ Þingmaðurinn sagði ennfremur slæmt að dregið skuli úr um- boði nefndarinnar. Hún ætti samkvæmt ft-um- varpinu að fjalla um svæðisskipulagið en að sínu mati ætti hún að vinna það án þess þó að verða stjórnsýslustofnun með úrskurðarvald. Hann sagði einnig of veikt að auglýsa ætti deiliskipulag með áberandi hætti, nauðsynlegt væri að áskilja kynningu þess í öllum kjör- dæmum. Ólafur Örn sagði að samvinnunefndin um svæðisskipulag miðhálendisins sem nú væri að störfum hefði unnið gott verk og hún ætti að fá að ljúka því. „En þegar nýja nefndin kemur að málinu á hún að fá sterkari heimildir til að hafa áhrif á skipulagið heldur en gert er í frumvarpinu." Einnig vildi hann tryggja að hagsmunaaðilar ættu að geta komið sterkar inní skipulagið, t.d. bændur, ferðaþjónustan og náttúruverndar- og útivistarfólk. Þingmaðurinn kvaðst vilja að frumvarp í breyttri mynd yrði samþykkt á þessu þingi en ekki aðeins kynnt. Einnig vildi hann fá yfirlýs- ingu frá umhverfisráðheiTa þess efnis að frumkvöðulsréttur manna á hálendinu verði virtur. „Þar er ég til dæmis að hugsa um gangnamannakofa og aðra skála sem menn hafa komið upp gegnum árin. Ég er þó ekki að segja að allt eigi að fá að standa, enda margir reistir í leyfisleysi, en ég vil ekki að sveitarfé- lögin hafi framtíð þessarar aðstöðu í höndum sér.“ Gæta ekki liagsmuna íbúanna Að lokum vildi þingmaðurinn gagnrýna sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fyrir að gæta ekki hagsmuna íbúa sinna. „Þau hafa ekki sóst eftir því að vera inní skipulagningu miðhálendisins og virðast ekki kæra sig um þetta. Samband sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu hefur líka gert samþykkt um það að það sem kallað er þjóðlendur, það sem á sam- kvæmt frumvarpinu um þjóðlendur að falla undir ríkið, verði eign sveitarfélaganna. Þar með hafa samtökin á höfuðborgarsvæðinu úti- lokað sig frá áhrifum á þessu svæði og mér finnst alvarlegt ef þessi sveitarfélög vilja að hálendið verði eign sveitarfélaganna sem liggja að því. Eru þessir menn að gæta hagsmuna kjósenda sinna?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.