Morgunblaðið - 30.04.1998, Page 12

Morgunblaðið - 30.04.1998, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundur Samfok með borgarstjóraefnum R- og D-lista „Kjósum metnað og betri skóla“ SAMBAND foreldrafélaga og for- eldraráða í skólum, Samfok, efndi til fundar um áherslur og framtíðar- sýn framboðslistanna tveggja, er bjóða fram í borgarstjórnarkosn- ingunum í vor, á grunnskólamál borgarinnar. Yfírskrift fundarins var „Kjósum metnað og betri skóla“ og var hann vel sóttur af foreldrum og öðrum áhugasömum, enda ætlað að undir- strika jákvæðar kröfur foreldra til framtíðarþróunar í grunnskólamál- um. Guðbjörg Björnsdóttir formað- ur Samfok skýrði frá því í upphafi fundarins að tímasetning könnunar sem félagið lét gera, um viðhorf for- eldra í Reykjavík til málefna grunn- skólanna, væri ekki tilviljun. Könn- unin hefði verið framkvæmd einmitt nú vegna komandi kosninga og til- komu nýrrar skólastefnu. Hún sagði að fundurinn væri haldinn með það fyrir sjónum að foreldrar grunn- skólabama gætu áttað sig á þeim áherslum sem hvor listi myndi leggja á grunnskólamál ef hann yrði við völd næsta kjörtímabil. _ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni Sigfússon hófu bæði erindi sín með því að fara yfír verk flokka sinna á sviði grunnskólamála þegar þeir voru við völd. Ingibjörg talaði um áherslur R-listans á undanförnu kjörtímabili og Arni um verk D-list- ans á kjörtímabilinu 1990-1994. Bæði tíndu þau ýmislegt til og er greinilegt að ekki hefur verið setið auðum höndum í skólamálum þó áherslur flokkanna hafí verið ólíkar. Ámi Sigfússon sakaði R-listann um metnaðarleysi í málum grannskól- anna í Reykjavík. Meðal þess sem hann tæpti á var svikið loforð listans um öflugra samstarf heimilis og skóla. Ingibjörg benti hins vegar á niðurstöður könnunar Samfoks þar sem 80% foreldra kveðast ánægð með tengsl sín við aðal- eða umsjón- arkennara bamsins. I könnuninni kemur einnig fram að 66% foreldra vilji auka áhrif sín á skólastarfið. Einsetning skóla og sjálfstæði þeirra voru meðal helstu mála sem rædd vora á fundinum auk þess sem fjallað var um það hvernig listarnir sjá fyrir sér framkvæmd grunn- skólastefnu menntamálaráðuneytis- ins. Einsetning grunnskólanna Ingibjörg Sólrún sagði að reiknað væri með því að ljúka einsetningu grunnskóla í Reykjavík haustið 2001 en til þess vantaði eins og málin stæðu nú 150 almennar skólastofur. Húsnæðisskortur stæði því nokkuð í vegi fyrir því að einsetning gæti orð- ið að veruleika nú. Hún sagði að bú- ast mætti við því að verja þyrfti 800- 1000 milljónum á ári næstu fjögur árin vegna einsetningarinnar, og nefndi byggingarframkvæmdir sem helsta kostnaðarliðinn. Arni Sigfússon sagði að sér þætti ekki ástæða til þess að lofa því sem lagaskylda segði til um. Ljúka skyldi einsetningu árið 2002 og það yrði að sjálfsögðu gert. Hann lagði áherslu á vandaða einsetningu. ,Aðalatriðið er ekki að búa til stimpla og hlaupa um og stimpla skóla einsetna, við höfum lært að þannig gerum við það ekki. Um leið og við [Sjálfstæðismenn] vorum að vinna að einsetningunni á síðasta kjörtímabili voram við einnig að huga að öðram málum og huga að gæði menntunar barna okkar. Mun mikilvægara er að huga að innihald- inu og innra starfí skólans. Gæði einsetningarinnar skiptir öllu máli.“ Aukið sjálfstæði skóla mikilvægt Ingibjörg sagði að mikið hefði verið rætt um sjálfstæði skóla og sagðist telja að í því fælist bæði fag- legt og fjárhagslegt sjálfstæði. „Ef við eram spurð að því hvort við vilj- um auka sjálfstæði skóla held ég að við myndum flest svara því játandi. En það er kannski misjafnt hvað við leggjum í það hugtak. Faglegt sjálf- stæði felst í því að skólarnir, starfs- fólk þeirra og foreldramir, setji sér skammtíma- og langtímamarkmið og geri áætlanir sem kynntar eru í sérstakri skólanámsskrá. Fjárhags- legt sjálfstæði skólanna felst í því að hver skóli fær úthlutað einni heild- arapphæð í byrjun árs og getur síð- an ráðstafað upphæðinni í samræmi við markmið skólans, þó vitaskuld innan ramma laga, reglugerða og aðalnámsskrár." Ingibjörg sagðist sjá fyrir sér að foreldrar kæmu meira inn í daglegt skólastarf sem sjálfboðaliðar og að þeir kæmu einnig að forgangsröðun, stefnumót- un og áætlanagerð með setu í for- eldraráði. Það kæmi svo í hlut starfsmanna skólanna að bera ábyrgð á framkvæmd þeirrar stefnumótunar sem foreldrarnir hefðu átt beina aðild að. Árni Sigfússon sagði að kominn væri tími til að gera skólana faglega og fjárhagslega sjálfstæða, „ekki sjálfstæðari heldur sjálfstæða," sagði Árni. „Skólinn á að hafa mun meira svigrúm þó hann starfí að sjálfsögðu innan ákveðins ramma. Grundvöllurinn að því er að sjálf- stæðar stjómir starfí innan skól- anna og þar vil ég sjá foreldra í stjórn, auk starfsmanna skólans og fagmanna frá fræðsluráði. Skólinn sjálfur skal velja námsefni, hann skal fá ákveðna upphæð og hafa frjálst val um hvernig hann úthlutar henni.“. Breytingar með nýrri skólastefnu í nýrri skólastefnu menntamála- ráðuneytisins era sett fram mörg ný atriði. Nokkur þeirra era aukið val elstu nemenda grannskólanna, að skapa sterka einstaklinga, traustur grunnur í íslensku, stærðfræði og náttúrufræði er nauðsynlegur, hlúa þarf að sérþörfum nemenda, byggja þarf námið þannig upp að meira nám náist á skemmri tíma og upp- lýsingatækni skal vera verkfæri í öllum námsgreinum. Ingibjörg sagði að lögð yrði áhersla á að ná því markmiði menntamálaráðherra að 30% náms- efnis í 9. og 10. bekk yrði val. Einnig væri hugmynd um að gera umsjón- arkjarna þar sem umsjónarkennari væri með sínum bekk og nýtti stundirnar að eigin vali. Hún sagði að ráðinn hefði verið sérstakur aðili til að fylgja því eftir að lögð væri áhersla á traustan grunn í íslensku, stærðfræði og náttúrafræðum og í því væri endurmenntun kennara lykilatriði. Hún sagði að búa þyrfti til íslenskt lesblindupróf og benti á mikilvægi þroskaprófa og hreyfí- þroskaprófa við upphaf náms. Ingi- björg sagði að þegar væri hafínn undirbúningur að því að gera nám við upphaf skólagöngu markvissara Morgunblaðið/Ásdís ÁRNI Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fjölluðu um framtíð- arsýn Sjálfstæðisflokksins og Reykjavíkurlistans á grunnskólana í Reykjavík á fundi Samfok á þriðjudagskvöldið. FJÖLDI foreldra og annarra áhugasamra einstaklinga mætti á fund- inn um áherslur listanna á framtíð grunnskólanna í Reykjavík. en það er nú og það markmið hefur verið sett að a.m.k. verði ein nettengd tölva í hverri kennslustofu árið 2000. Ingibjörg lagði mesta áherslu á að hægt yrði að leggja lesblindupróf fyrir íslenska nemendur, nýtt náms- efni væri mikilvægt og hlúa þyrfti að símenntun kennara, til þess að ný skólastefna næði fram að ganga. Árni Sigfússon viðraði hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um hvað þyrfti að gera til að starf innan skólanna yrði öflugara en nú. Hann talaði um að bæta þyrfti samskipti heimila og skóla og kom með þá hugmynd að hver kennari fengi tvo tíma á viku í foreldrasamskipti eða samstarf. Hann sagði að foreldrar ættu að geta komið að stefnumótun fræðslu- ráðs og foreldrar sem stjórnarmenn í skólum ættu að geta haft bein áhrif á sína stofnun. Árni kynnti hugmynd um að Reykjavíkurskólar bjóði tíunda mánuðinn sem val. „Það gengur ekki lengur að við séum að miða okkur við sveitaskólana og sauðburð. Við þurfum það ekki, það er engin ástæða til þess að allir skólar séu eins. Það er kominn tími til að opna þennan möguleika og við leggjum til að tíundi mánuðurinn verði nýttur sem val og tengdur samstarfi við íþróttafélögin, raungreina- og lista- starfsemi." Árni Sigfússon lagði áherslu á upplýsingabyltinguna, að það væri raunhæft markmið að tryggja að tölvur yrðu í öllum kennslustofum innan tveggja ára. „Annar mikil- vægur þáttur er að skólakerfið þarf að ala upp sterkari einstaklinga, ein- staklinga sem þora að segja nei við fíkniefnum. Við þurfum að vinna að þessu máli af meiri hörku og þurfum að útrýma dópsölum af skólalóðum. Við foreldrar sem hér eram vitum að þeir era á skólalóðum og það þarf að útrýma þeim með hörku.“ Loka- punktinn sagði Árni vera öflugri tungumálakennslu, leggja þyrfti áherslu á hana, en sú hugmynd sam- ræmdist einnig nýrri skólastefnu. * Afrýjunarnefnd fellir ur gildi ógildingu samkeppnisráðs á yfírtöku Myllunnar á Samsölubakaríi Lögboðinn frestur útrunninn er ákvörð- un var tekin ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála felldi í gær úr gildi ákvörðun samkeppnisráðs um ógildingu á yf- irtöku Myllunnar-Brauðs hf. á Sam- sölubakaríi hf. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að ákvörðun sam- keppnisráðs hefði verið tekin eftir að tveggja mánaða lögboðinn frest- ur var runninn út. Samkeppnisráð hefur ákveðið að skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar til dómstóla. „Við eram ánægðir með þessa niðurstöðu. Við vonum að okkur gefíst nú friður til að einbeita okkur að starfínu og vinna að því hagræði sem við getum náð fram,“ sagði Kolbeinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Myllunnar-Brauðs hf., eftir að niðurstaða áfrýjunar- nefndarinnar var birt í gær. Yfirvöldum kunnugl, um kaupin af fréttum 19. des. Mjólkursamsalan seldi Myllunni- Brauði hf. öll hlutabréf sín í Sam- sölubakaríi hf. 19. desember sl. Hinn 22. desember bárust Sam- keppnisstofnun gögn um hlutafjár- kaupin og hóf hún í framhaldi af því könnun á þessum viðskiptum. Hinn 20. febrúar ógilti samkeppnisráð svo yfírtöku Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi með þeim rökstuðn- ingi að yfirtakan leiddi til markaðs- yfírráða Myllunnar-Brauðs, hún drægi úr samkeppni og væri and- stæð markmiði samkeppnislaga. Mjólkursamsalan og Myllan-Brauð hf. kærðu ákvörðun sameppnisráðs til áfrýjunamefndar samkeppnis- mála 20. mars sl. og kröfðust þess að Mn yrði felld úr gildi. í niðurstöðum áfrýjunarnefndar er vísað til þess að sagt hafí verið frá yfírtöku Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi í fréttum að kvöldi 19. desember 1997. Hin kærða ákvörðun um ógildingu á yf- irtökunni hafi hins vegar verið kveðin upp 20. febrúar. í 1. mgr. 18. greinar samkeppnislaga segir að ákvörðun um ógildingu skuli taka eigi síðar en tveimur mánuð- um eftir að samkeppnisyfirvöldum varð kunnugt um samrunann eða yfirtökuna. „Telja verður að miða beri við almanaksmánuði þegar umræddur tveggja mánaða frestur er reiknað- ur út. Telja verður ennfremur að samkeppnisyfírvöldum hafí verið kunnugt um yfirtökuna þann 19. desember 1997 í skilningi umrædds ákvæðis. Óumdeilt er í málinu að þann dag hafí fréttir verið fluttar af yfirtökunni í fjölmiðlum. Engin lagaheimild er til þess að líta svo á að frestinn beri að miða við það er formleg tilkynning barst frá aðilum um yfírtökuna," segir í niðurstöðu áfrýjunarnefndar. I úrskurði nefndarinnar segir ennfremur: „Þegar skilyrði 1. mgr. 18. gr. samkeppnislaga eru fyrir hendi heimilar ákvæðið samkeppn- isyfirvöldum að ógilda samruna eða yfirtöku. Ef þetta heimildarákvæði er notað á annað borð verður að taka ákvörðun um það innan þess tveggja mánaða frests sem fyrr greinir. Ógilding samruna eða yfir- töku er íþyngjandi fyrir þau fyrir- tæki sem í hlut eiga auk þess sem réttaróvissa fylgir í kjölfarið ef það dregst að taka slíka ákvörðun. Af þessum sökum ber að líta svo á að það sé gildisskilyrði umræddrar ákvörðunar um ógildingu að ákvörðun um hana sé tekin innan hins lögboðna frests. Af framangreindum sökum ber að fella hina áfrýjuðu ákvörðun úr gildi. Ekki er unnt að verða við kröfu um málskostnað þar sem lagaheimild skortir til þess,“ segir í niðurstöðum áfrýjunarnefndar. Samkeppnisráð gagnrýnir úrskurðinn Samkeppnisráð sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem úrskurður nefndarinnar er gagnrýndur. Telur ráðið að hann muni valda óvissu og erfíðleikum við framkvæmd sam- keppnislaga. „Samkeppnisráð getur ekki fallist á þá túlkun áfíýjunar- nefndar að fresturinn byrji að líða þegar fréttir birtast í fjölmiðlum. I sambærilegum málum hefur alltaf verið litið svo á að frestur byrji að líða þegar samkeppnisyfírvöldum berast gögn sem gera þeim kleift að rannsaka málið. Samkeppnisráð telur að þrátt fyrir þennan skilning áfrýjunar- nefndar um upphafsdag frests hafi samkeppnisráð tekið ákvörðunina um ógildingu innan lögboðins frests. Þetta byggir samkeppnisráð á ákvæðum stjórnsýslulaga um að þann dag sem frestur er talinn frá skuli ekki telja með í frestinum. Fresturinn rann því út 20. febrúar eða sama dag og samkeppnisráð ógilti yfírtökuna. Akvörðunin um ógildinguna var því tekin innan lög- mælts frests," segir m.a. í tilkynn- ingu samkeppnisráðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.