Morgunblaðið - 30.04.1998, Síða 27

Morgunblaðið - 30.04.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 27 ERLENT Gingrich þjarm- ar að Clinton NEWT Gingrich, forseti fulltrúa- deildar bandaríska þingsins og repúblikani frá Georgíu, herðir nú róðurinn gegn Bill Clinton forseta. Á þriðjudag ásakaði hann stjórn Clint- ons um að hindra rannsókn þingsins á meintu fjármálamisferli í tengslum við kosningaherferð forsetans, að því er Washington Post greindi frá í gær. Sakaði Gingrich demókrata um að hylma yfir með forsetanum. Frá því um síðustu heigi hafa repúblikanar farið óvenjumikinn í gagnrýni sinni á forsetann, segir fréttaskýi'andi biaðsins. Hafa þeir beint spjótum sínum að mörgum meintum hneykslismálum er tengjast forsetanum, allt frá kosningafjármál- um til tiltekinna atriða í rannsókn Kenneths Starrs, sérstaks saksókn- ara í Whitewatermálinu. „Bandaríska þjóðin á rétt á að geta krafist þess að lög og regla séu hald- in, að enginn sé yfir lögin hafinn,“ sagði Gingrich á þingi á þriðjudag. Hann hefur að undanfórnu gripið hveri tækifæri til að benda á að Bandaríkjamenn muni taka vel í þau skilaboð að forsetaembættið verði að segja sannleikann. Hefur Gingi-ich hvatt repúblikana til að hamra á þessu. Þéttriðið net Iögbrota Gingrich sagði við fréttamenn að aldrei fyn- hefði getið að líta svo þéttriðið net lögbrota sem nú væri sí- fellt að koma betur og betur í ljós. Washington Post hefur eftir heim- ildamönnum sem eru vel kunnugir Gingrich að hann hafi ákveðið að láta til skarar skríða opinberlega gegn Clinton eftir að demókratar höfnuðu því einróma að veita fnðhelgi fjórum vitnum er komu fyrir umbóta- og eft- irlitsnefnd þingsins. Repúblikanar bíða nú skýrslu frá Starr um rannsókn hans á Whitewa- ter og því skiptir miklu hvernig stjórn Clintons bregst við rannsókn- arstörfum þingsins. Gingi’ich tjáði fréttamönnum að hann óttaðist að aðferðir demókratanna kynnu að hafa áhrif á störf dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, ef til þess kæmi að hún þyrfti að rannsaka störf for- setans. I ræðu fyir í vikunni veittist Gingi-ich að forsetanum fyrir að leyfa starfsfólki sínu að hindra störf Starrs. „Ef hann vill ekki reka Ken Starr þá ætti hann að segja starfsfólki sínu að halda kjafti. Mér býður við því hvern- ig það grefur undan stjórnarski-ánni og Bandaríkjunum til þess að vernda skjólstæðing sinn.“ Gingrich beindi spjótum sínum helst að kosningafjáröflun, en ýjaði einnig að tengslum annarra hugsan- legra hneykslismála í Hvita húsinu og því sem hann nefndi víðtækt net hind- rana á réttvísinni. T.d. gaf hann í skyn, að því er fréttaskýrandi Was- hington Post telur, að náinn vinur Clintons og fyrrverandi ráðamaður í dómsmálaráðuneytinu, Webster Hubbell, hefði þegið giæiðslur úr ólöglegum sjóðum. Hubbell hefur ját- að sig sekan um fjárdrátt. Ennfremur gagnrýndi Gingrich það sem kann kallaði misnotkun forsetans á forrétt- indum. Þegar Clinton var spurður um að- dróttanir Gingrichs á þriðjudag hristi hann þær af sér, segir Washington Post. Kvaðst forsetinn ekki telja að það þjónaði neinum tilgangi að hann brygðist við orðum Gingrichs. „Það er nóg um neikvæða stjórnmálaumræðu I Washington á hverjum einasta degi þótt forsetinn sé ekki að leggja sitt af mörkum," sagði Clinton. Imelda Marcos hættir við framboð í forsetakosningum Býður öðrum stuðning gegn sakaruppgjöf Aukasendingin af Hyundai Elantra 1.6 er komin! Vegna hagstæðra samninga er þessi aukasending nú á ótrúlega góðu verði; kostar aðeins 1.469.000 kr.! Þessi kraftmikli ferðabíll fæst bæði sjálfskiptur og beinskiptur. Gríptu gott tækifærí til að komast áfram. <&> HYunoni — til framtíðar Ármúla 13 Sfmi 575 1220 Skiptiborð 575 1200 Fax 568 3818 Manila. Reuters. IMELDA Marcos, fyrrverandi for- setafrú á Filippseyjum, tilkynnti í gær tái-votum augum, að hún hefði dregið til baka framboð sitt í forseta- kosningunum í næsta mánuði. Haft er eftir heimildum, að hún sé reiðu- búin að styðja annanhvorn þeirra tveggja frambjóðenda, sem mest fylgi hafa, gegn þvi, að sigurvegar- inn, veðji hún á réttan hest, komi í veg fyrir, að hún verði sett í fangelsi fyrir spillingu. Imelda sagði, að allt frá því hún til- kynnti um framboð sitt, hefði hún verið ofsótt á ýmsa lund og nefndi meðal annars 12 ára fangelsisdóm, sem kveðinn var upp yfir henni vegna spillingar. Marcos-fjölskyldan hefur auk þess átt mjög annríkt vegna rúmlega 36 milljarða ísl. kr., sem eru á hennar nafni í svissneskum bönkum, en stjómvöld segja, að um sé að ræða þýfi frá 20 ára valdatíma Ferdinands heitins Marcosar. Leynilegur samningur? Imelda skýrði frá ákvörðun sinni úti fyrir dómshúsi í Manila en innan- dyra var sonur hennar, Ferdinand yngri, að bera vitni í máli, sem snýst um það, að ríkisstjórnin og Marcos- fjölskyldan hafi samið um það á laun að skipta með sér fénu og yrðu þá all- ar ákærur felldar niður. Ríkisstjóm- in neitar þessu. Joseph Estrada, fyrrverandi kvik- myndastjarna, sem litið er á sem frambjóðanda stjórnarandstöðunnar, nýtur mest fylgis samkvæmt skoð- anakönnunum en forsetakosningarn- ar verða 11. maí. Næstur honum Reuters IMELDA Marcos hefur haft lítið fylgi á landsvisu en stuðningsmenn hennar allt að því tilbiðja hana. Hér er hún að tilkynna, að hún sé hætt við forsetaframboðið. kemur Jose de Venecia, forseti þingsins, og nýtur hann stuðnings Fidels Ramos, forseta landsins. Stuðningsmenn Imeldu segja, að báðir sækist eftir stuðningi hennar en líklegt þykir, að hún muni halla sér að Estrada, sem studdi á sínum tíma einræðisherrann, eiginmann hennar. Aðhlátursefni Ferdinand Marcos var steypt af stóli í „byltingu fólksins" 1986 og þremur ámm síðar lést hann í útlegð á Hawaii-eyjum. Imelda, sem notaði meðal annars skothelda brjóstahald- ara og varð fræg um ailan heim fyrir það hve vel hún var skædd, átti meira af skóm en hver meðalstór skóverslun, sneri aftur til Filippseyja að manni sínum látnum og hefur síð- an tekið fullan þátt í stjórnmálunum þar. í heimahéraði sínu nýtur hún mik- ils stuðnings en annars staðar er hún oft höfð að háði og spotti. „Eg er eng- inn kjáni. Hvers vegna er hlegið að mér,“ sagði Imelda þegar hún til- kynnti, að hún væri hætt við fram- boðið. „Minnist þess, að í Víti er vel tekið á móti þeim, sem nfðast á ekkj- um og munaðarlausum.“ mm ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.