Morgunblaðið - 30.04.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 30.04.1998, Síða 42
12 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Israel 50 ára HINN 14. maí 1948, eða fjórða dag Iyar mánaðar árið 5708 eftir tímatali gyðinga, rann upp einn merkasti dagur aldarinnar. Nýtt ríki varð til. Gyðingar sem höfðu verið ofsóttir, hraktir og fyrirlitnir um tvö þúsund ár ..höfðu loks fengið ósk sína og bæn uppfyllta. Þennan dag fæddist land gyðinga sem fékk hið gamla Biblíu- pg sögulega nafn ÍSRAEL. Þetta land varð og er eina lýð- ræðisríkið í Mið-Austurlöndum. Samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá 29 nóv. 1947 leit nú dagsins ljós. Fæðing þessa nýja ríkis átti langan og erfiðan aðdraganda. Ekki mörgum árum áður höfðu nasistar Þýskalands tekist að út- rýma um 6 milljónum gyðinga á hinn hroðalegasta hátt. Þeir sem eftir lifðu í útrýmingarbúðum áttu ’^fcngan samastað. Landið sem kall- að var Palestína var í huga þeirra stöðugt „Fyrirheitna landið“ sem Guð Abrahams ísaks og Jakobs hafði útvalið þeim til handa. Þetta land, sem þeir nauðugir þurftu að yfirgefa fyrir um 1.900 árum og hafði verið undir yfirráðum margra þjóða, var nú aftur þeirra. Arabar tóku landið árið 634 og réðu þar ríkjum þar til krossfar- arnir náðu landinu á sitt vald árið 1099 og réðu því til 1291 þegar eg- ->ypskir múslímar unnu það og réðu þar ríkjum um tvö hundruð ára skeið. Arið 1516 unnu svo Tyrkir landið og stjórnuðu þar til Eng- lendingar unnu það í stríði árið 1917. Frá valdatíma múslíma og undir stjórn þeirra var landið gefið á vald sandauðna og mýrafláka. Hið frjósama land sem áður flaut i mjólk og hunangi var nú nánast eyðimörk. A þeim tíma varð mikil fólksfækkun í landinu sem var af- leiðing langrar vanrækslu og lé- legrar stjórnunar. Fjöldi gyðinga fór að flytja til landsins árið 1882. Með komu þeirra urðu þessar gróðurþausu auðnir að frjósömu landi. I kjölfar þessa jókst inn- flutningur Araba frá nálægum löndum. Gyð- ingum var lofað sam- kvæmt Balfour-sam- þykktinni landinu Pa- lestínu sem sínu ætt- landi, en Palestína var á þeim tíma allt það svæði sem í dag.heitir Jórdanía og ísrael. Upphaf samþykktar- innar var á þessa leið: Ríkisstjórn hans há- tignar horfir með vel- þóknun á stofnun þjóð- arheimilis gyðinga- þjóðarinnar í Palestínu og mun gera hvað sem í hennar valdi stendur til að auðvelda framgang þess verkefnis... 5 árum seinna sviku svo Englendingar þetta loforð og veittu Aröbum 77% af Palestínu sem í dag heitir Jórdanía. Fyrsta samyrkjubú gyðinga var svo stofn- að árið 1909. Þar með höfðu gyð- ingar sannað að hægt væri að Landið sem var auðn og mýraflákar, óbyggilegt, segir —?------------------------ Olafur Jóhannsson, er nú blómstrandi akrar. rækta landið að nýju. Arabaríkin óttuðust nú framgang gyðinga- þjóðarinnar í landinu, en margs- konar hryðjuverk ógnuðu þeim daglega. Barátta gyðinga fyi-ir sínu eigin landi virtist vonlaus. Gleðin var því ólýsanleg 14.-15. maí 1948 eftir okkar tímatali, þeg- ar Davíð Ben Gúríon lýsti yfir sjálfstæðu ríki gyðinga, sem var þó aðeins um 23% af því landi sem hafði verið lofað árið 1917. Fögn- uðurinn tók þó fljótt enda, því snemma morguninn eftir kvein í loftvarnaflautum. Óvinaher var á leiðinni með það eina markmið að eyða landi og þjóð. Egyptaland, Sýrland, Jórdanía, Irak og Saudi- Arabía tóku sameiginlega þátt í þessari árás. Arabar höfðu einnig hvatt sitt fólk á landsvæði ísraels að flýja, það tæki ekki langan tíma að reka gyðingana í hafið, og á eft- ir gætu þeir svo komið aftur til síns heima. En þannig fór þetta nú ekki. Gyðingar héldu velli. Vopna- hléi var komið á fyrir atbeina Sam- einuðu þjóðanna hinn 11. júní. Um- heimurinn hafði ekki haft mikla trú á að þessi fámenna þjóð í hinu nýja landi sínu gæti staðist þessar árásir óvinaþjóðanna, en það varð svo. Var þetta kraftaverk? Flestar þessara Ai-abaþjóða hafa ennþá þetta markmið, að útrýma Israel og endurheimta „land sitt“, eins og þeir segja. Egyptaland og Jórdan- ía hafa undimtað frið við ísrael. Enn þann dag í dag eru þúsundir Araba í flóttamannabúðum og bíða eftir „lokasigrinum"... A þessum 50 árum uppbyggingar og fram- gangs hefur þjóðinni staðið ógn af hryðjuverkum. Fimm styrjaldii- hafa átt sér stað. Israel hefur unn- ið þær allar. Tvær þeiiTa hafa orð- ið mest í minnum, hið svokallaða Sex daga-stríð árið 1967 og Jom- Kippur-stríðið 1973. Á fyrstu fimm mánuðum ársins 1967 höfðu hinar arabísku óvinaþjóðir byggt upp herveldi sín með hjálp Sovétríkj- anna. Árásastríð var undirbúið. Stríðs-vagnar og flugfloti var til- búinn. En áður en til þess kæmi (hinn 5. júní) höfðu ísraelskar flug- vélar grandað nær öllum flugflota Egypta, og innan 100 klukkutíma hrakið Sýrlendinga frá Gólanhæð- unum. Mesti sigurinn fyrir fjölda gyðinga var endurheimting hinnar heitt elskuðu höfuðborgar, Jer- úsalem, en hún hafði verið undir hernámi Jórdaníu frá árinu 1948 og hafði engum gyðingum verið leyft að koma inn í borgina. Nú var austur og vestur Jerúsalem sam- einuð og er það enn í dag. Stór- kostlegur sigur - eða var þetta kraftaverk? Hinn 6 október 1973 réðust óvinaþjóðirnar aftur á land- ið. Þetta var á helgasta degi gyð- inga, Yom-Kippur (friðþægingai’- dagurinn). Á þessum degi lá mest allt athafnalíf niðri. Öll umferð og fjölmiðlar voru í lágmarki. Mestur hluti þjóðarinnar var samankom- inn til bæna- og þakkagjörðar í synagógunum (samkomuhúsun- um). Nú átti að útrýma þessari þjóð og landi í eitt skipti fyrir öll. Enn einu sinni sigraði ísraelska varnarliðið í þessum hildarleik. Ólafur Jóhannsson SÓLARUPPRÁS við Dauðahafið. Hermaður við grátmúrinn. Sýrlendingar og Egyptar voru hraktir til síns heima. Afleiðingar þessa stríðs voru þær að Israelar hafa ekki verið reiðubúnir að skila aftur öllum hernumdu svæðunum frá Sex daga-stríðinu og þannig standa málin enn í dag. Friðarvið- ræður og samkomulag milli Israels og PLO (Frelsissamtaka Palest- ínumanna) hafa því miður ekki leitt til þeirrar farsældar sem æskileg væri. Báðir aðilar kenna hinum um og þrátt fyi’ir að ísra- elsmenn hafi afhent mörg svæði til baka sem þeir hernámu í Sex daga-stríðinu, svo sem Gasa, Jeríkó, Nablús, Ramallah og Bet- lehem, en eiga samkvæmt sam- þykkt að afhenda fleiri. PLO hefur heldur ekki staðið við sinn hluta samningsins. Sjálfsmorðssveitir og aðrir hryðjuverkahópar samtakanna hafa síður en svo haft hægt um sig. Væri hægt að nefna mörg hryllileg dæmi sem undnritaður hefur m.a. orðið vitni að. Á þessu fagnaðarári nær fólksfjöldinn 6 milljónum og af þeim eru 4,7 gyðingar en afgangur- inn, 1,2 Arabar og önnur minni- hluta þjóðarbrot. 66.500 nýir inn- flytjendur komu til landsins árið 1997. Þessar tölur sýna að rúmlega 2,6 milljónir innflytjenda hafa kom- ið til landsins síðan 1948. Tugþús- undir ferðamanna sem koma til Israels árlega sjá með eigin augum þetta mikla land kraftavei’kanna. Landið, sem var auðn og mýraflák- ar, óbyggilegt, er nú blómstrandi akrar. Islenskir Israelsvinir líta til baka til landa síns, Thor Thors, fyrir tillögu hans hjá Sameinuðu þjóðunum 1947 um skiptingu Pal- estínu í tvö ríki. Israelsmenn sam- þykktu en Arabar neituðu, því mið- ur. Tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 13 en 6 sátu hjá. Gyðingar vildu að þessar 2 þjóðir gætu unnið saman að uppbyggingu landsins í sátt og samlyndi. Sem kristin þjóð getum við ekki annað en staðið í þakkarskuld við þá þjóð og það land sem hefur gefið okkur Biblíuna og í henni þann boðskap friðarins sem friðarhöfðinginn op- inberaði, gyðingurinn Jesús. Áð endingu hvet ég alla Israelsvini að gleðjast með þjóð og landi krafta- verkanna á þessu merka afmæli og biðja Jerúsalem friðar. Höfundur er formaður félagsins Zíon, vinir ísraels. Flugstöð Leifs Eiríkssonar FLUGSTOÐIN hef- ur lengi verið í umræð- unni og sérstaklega rekstur hennar og fjár- hagur og hverjir eiga að borga þennan gull- mola ferðaþjónustu á Islandi sem flugstöðin er. 95% farþega sem koma til landsins fara ,%m stöðina. Mín skoðun er sú að í upphafi hefði átt að afhenda flugstöðina á núlli til Flugmála- stjómar eins og aðrar ríkisbyggingar, sem síðan hefði leigt við- komandi fyrirtækjum á eðlilegu viðmiðunar- verði, sem var við lýði í landinu á þeim tíma. I stað þess er sett okurleiga á þá aðila sem áttu engra annarra kosta «Ö'öl en að flytja inn í nýbyggða flug- stöð. Fyrirtækin voru Flugleiðir, Fríhöfnin, íslenskur markaður, Póstur og sími, Landsbankinn og Bílaleigur. Póstur og sími greiddi á mánuði 1,2 milljónir króna í húsaleigu og þjónustugjald fyrir 235 fermetra .húsnæði. Það kom að því að loka "^Áarð Pósti og síma, því miður, en það gátu ekki allir lokað. Hverjir skyldu nú njóta tekna af þeim 201.000 erlendu ferða- mönnum sem komu til landsins á liðnu ári? Éru það bara Flugleið- ir og önnur fyrirtæki í flugstöðinni sem hafa tekjur af ferðamönn- um? Yfir 90% af erlend- um ferðamönnum dreifast út um allt land, út á ystu nes, út á mið- in í hvalaskoðun, á hót- el, í bændagistingu. Sagt er að hótelið á Húsavík sjái fram á bjartari framtíð, meðal annars vegna tekna af hvalaskoðun, um 18 þúsund ferða- menn fóru í hvalaskoðun á síðasta ári og búist er við mikilli fjölgun á næstu árum. Tekjur af ferðamönn- um dreifast um allt land, þess vegna á þjóðin öll að bera kostnað af flug- stöðinni. Flugstöðina á að setja inn á föst fjárlög. Tekjur af erlendum ferðamönn- um voru á liðnu ári 22,3 milljarðar og talið er að þeir sem hafa fulla vinnu af ferðamálum séu á bilinu 6 til 8 þúsund. Ferðamönnum á eftir að fjölga verulega á næstu árum, fargjöld fara lækkandi um allan Mín skoðun er sú, segir Jóhann Pélursson, að í upphafí hefði átt að afhenda flugstöðina á núlli til Flugmálastj órnar. heim. Það er ekki ólíklegt að innan 15 til 20 ára verði ferðamenn sem koma á ári hverju fleiri en lands- menn allir eða um 300.000, og ferða- þjónusta verði þá stærsti atvinnu- vegur landsmanna. I 25 ár hef ég fylgst með þeim fyrirtækjum sem aðsetur hafa í flugstöðinni. Eitt er það fyi-irtæki sem mér finnst hafa skilað ótrúlegum ár- angri. Það er íslenskur markaður. Sem starfsmaður í flugstöðinni fylgdist ég með frá upphafi hvernig markaðurinn þróaðist í að verða stórt fyrirtæki, og sú kynning sem þar fer fram á landi og þjóð er til fyrirmyndar og má þar nefna sölu á úrvals prjónavöru, matvælum, rit- uðu máli, ljósmyndum, póstkortum ásamt mörgu fleira. Ég er sann- færður um að kynning sú sem markaðurinn hefur staðið fyrir á undanförnum árum, sérstaklega hvað varðar viðkomufarþega (transit) sem stoppa í einn til einn og hálfan tíma, segja má að þessir farþegar fái ekki öllu betri land- kynningu umfram það sem þeir fá í flugvélum. Þess vegna er það mjög mikilvægt að einmitt þessir farþeg- ar fái góðar móttökur, með því get- um við vænst þess að þeir komi aft- ur til lengri dvalar. Það hefur stundum verið sagt að sumar vörur séu dýrar í Islenskum markaði. Skyldi nokkurn undra sem til þekkir miðað við þá gífurlegu húsaleigu sem fyrirtækið borgar. Eg hefði ekki viljað hugsa til þess, að í þau 25 ár sem ég starfaði í flug- stöðinni hefði sú landkynning ekki verið fyrir hendi, sem markaðurinn hefur staðið fyrir. Ég held að sumir hafi ekki áttað sig á því hvaða hlutverki íslenskur markaður hefur þjónað í landkynn- ingu á liðnum árum. Flugleiðir hafa um langt árabil eytt gífurlegum fjármunum í land- kynningu. Mér er ekki kunnugt um það að í öllu frjálsræðinu í flugmál- um bíði einhverjir eftir því að taka að sér það áætlunarflug sem Flug- leiðir standa fyrir, við verðum að hafa hér öflugt flugfélag. Það verður ekki gengið framhjá þeirri staðreynd að ferðamál eru nú Jóhann Pétursson þegar orðin annar stærsti atvinnu- vegur landsmanna, og eru á góðri leið með að verða sá stærsti á kom- andi árum. Mér finnst hlutunum vera snúið við. Það fyrirtæki sem hefur það hlutverk að flytja farþega til og frá landinu í áætlunarflugi og þeir sem annast móttöku farþega í flug- stöð, svo sem Fríhöfnin, Islenskur markaður, Landsbankinn, Flug- leiðir og Bílaleigur, hafa verið látnir greiða yfirmáta háa húsa- leigu. Á sama tíma er verið að und- irbúa móttöku farþega um allt land. Allir landsmenn njóta tekna, beinna og óbeinna, af ferðamönn- um. Það á að lækka alla húsaleigu í flugstöðinni. Ég tel mig vita með vissu að það var ekki Flugmálastjórn sem setti þá háu húsaleigu á sínum tíma held- ur voru það hærri stjórnvöld. Enda vissu þeir að flestir áttu ekki ann- arra kosta völ en að flytja inn, þannig var það að minnsta kosti með Póst og síma. Sú umræða sem hefur verið hjá stjórnvöldum um flugstöðina hefur verið fyrir neðan allar hellur, það er talað um flugstöðina eins og eitt- hvert vandræðabarn. 1.089.191 far- þegi fór þar í gegn 1997. Flugstöð- in er lykill að frekari framförum í ferðamálum, og brýnt að öll að- staða verði eins góð og frekast er unnt. Höfundur er fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma í flugstöð Leifs Eiríkssonar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.