Morgunblaðið - 30.04.1998, Síða 43

Morgunblaðið - 30.04.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ - .£' FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 43 AÐSENDAR GREINAR Rafmagnsöryggismál og laxveiðimál ÞEGAR laxveiðimál Landsbankans kom fram í dagsljósið hvarflaði hugurinn til baka til ársins 1992 og þó sérstaklega til Al- þingis árið 1996. Hér á eftir verður vitnað í nokkrar setn- ingar úr ræðum þing- manna og ráðherra um rafmagnsöryggismál sem skráð eru í Al- þingistíðindi, frá 19. og 20. desember 1996. Ráðgjafarnir! Hæstvirtur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfsson, sagði í umræðum 20. desember 1996 þegar hann með vægðarlausum aðferðum var að keyra frumvarp í gegnum Alþingi, frumvarp sem varð svo að lögum nr. 146/1996 um rafmagnsöryggismál: „Sú leið sem við erum nú að fara - ég var efasemdamaður eins og ég sagði áðan á íyrra kjörtímabili eftir því hvaða upplýsingar ég hafði um hvemig málið var uppbyggt. Eg var ekki sannfærður um að þetta væri rétta leiðin.“ Hann var efasemda- maður er hann var í stjómarand- stöðu, þá var hann á móti því að breyta reglugerð um raforkuvirki. Svo heldur hann áfram og segir: „En eftir að hafa farið mjög nákvæmlega í málið, eftir að hafa fengið ráðgjöf hjá mönnum sem ég treysti mjög vel, eftir að hafa séð nefndarstarfið og hvemig það þróaðist, þá er ég Sigurður Magnússon sannfærður um að við erum á réttri leið. Verði það niðurstaðan að þetta frumvarp verði samþykkt áður en þing fer heim fyrir jól þá er ég sannfærður um að eftir eitt ár búum við við betri stöðu í þessum málum en við gerum í dag.“ Þessi ráðgjöf sem hæstvirtur iðnaðar- og viðskiptaráðherra fékk orsakaði það hrun sem hefur orðið í rafmagns- öryggismálum þjóðar- innar. Enn ein sönnun þess að hæstvirtur iðn- aðar- og viðskiptaráð- herra Finnur Ingólfsson treysti í blindni ráðum ráðgjafa sinna er að ástandið í raftnagnsöryggismálum er slíkt að það er tímaspursmál hvenær næsta dauðaslys verður af völdum þeirra dauðagildrulaga sem hæst- virtur iðnaðar- og viðskiptaráðherra Finnur Ingólfsson mælti fyrir og þrælaði í gegnum Alþingi nóttina 20. desember 1996. (Þingmenn sem tóku þátt í þessum næturumræðum kvörtuðu við hæstvirtan forseta Al- þingis yfir vinnuálagi og þreytu og margítrekuðu að málinu yrði frestað fram yfir jólahátíðina, sem var að ganga í garð. Þeim kvörtunum var ekki sinnt.) Þingflokksformaður fyrir myndun núverandi stjómar Þegar háttvirtur þingmaður og þingflokksformaður Framsóknar- Spyrja má, segír Sigurður Magnússon: Hverjir voru ráðgjaf- arnir sem fengu hæst- virtan iðnaðar- og viðskiptaráðherra til að skipta um skoðun? flokksins Finnur Ingólfsson var í háttvirtri iðnaðamefnd og notaði sína eigin skynsemi til ákvarðana- töku varðandi rafmagnsöryggismál var það gert á grunni eigin athug- ana og rökhyggju. Alls ekki í þeim anda sem hæstvirtur iðnaðar- og viðskiptaráðherra Finnur Ingólfs- son beitti síðar eftir að hann tók við ráðuneytum sínum, eftir að ráðgjaf- ar fyrri ráðherra höfðu tekið frá honum frjálsa og heilbrigða hugsun en gefið honum upp þá stefnu sem þeir höfðu unnið við að skapa í raf- magnsöryggismálum undir stjórn fyrri ráðherra. Hæstvirtur iðnaðar- og viðskiptaráðherra Finnur Ing- ólfsson segir á einum stað í þessum umræðum í desember 1996: „Kjarni málsins er sá að við viljum byggja upp og treysta rafmagnsör- yggismál í landinu. Að því viljum við öll keppa. Við getum örlítið deilt kannsld um það hvaða leið á að fara. Eg er sannfærður um að þeg- ar upp verður staðið, að ári liðnu vona ég, að þá séu allir menn sann- færðir um að hér hafi verið stigið rétt skref.“ í dag er Ijóst að þetta vonarskref hæstvirts iðnaðar- og viðskiptaráðherra Finns Ingólfs- sonar var mjög misráðið, því það lagði nánast allt rafmagnseftirht hér á landi í rúst. Höfðu rafmagns- öryggismál þó verið nógu slæm frá 1993. Ef til vill eru þessi orð hæst- virts iðnaðar- og viðskiptaráðherra merkilegust í ljósi þess að hann var á móti róttækum breytingum á Rafmagnseftirliti ríkisins. Hneykslismál Landsbankans! Hvað er skylt með laxveiðimáli Landsbankans og rafmagnsörygg- ismálum þjóðarinnar? Sá skyldleiki er augljós. I báðum tilvikum byggir hæstvirtur iðnaðar- og viðskipta- ráðherra Finnur Ingólfsson mál- flutning sinn á Alþingi á ráðum ráð- gjafa sinna. Þessi ráðgjöf sem hæstvirtur iðn- aða- og viðskiptaráðherra Finnur Ingólfsson trúði og hélt fram í frumvarpi sínu til rafmagnsörygg- ismála dagana 19.-20. desember 1996 var og er hneyksli og olli því hruni sem orðið er í rafmagnsör- yggismálum þjóðarinnar í dag. Hver er ábyrgur? Spyrja má hverjir voru ráðgjaf- arnir sem fengu hæstvirtan iðnað- ar- og viðskiptaráðherra Finn Ing- ólfsson til að breyta svo snögglega um skoðun? Voru það hagsmunaað- ilar sem sátu í nefndinni sem ráð- herra skipaði? Voru það yfiriýstir óhlutdrægir kunnáttumenn? Sveinn Þorgrímsson, deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, var það ekki. Hann var skipaður formaður nefnd- arinnar og var einn af dyggum stuðningsmönnum frunvarpsins og hafði mótað margt í þvi sem ráð- gjafi fyrri ráðherra. Haukur Ingi- bergsson hjá Hagsýslu ríkisins, sem veitti þessum breytingum for- ustu frá upphafi, að beiðni þáver- andi ráðherra (1991), er í dag stjórnarformaður Löggildingar- stofu. Ágúst Þór Jónsson vélaverk- fræðingur og ráðgjafarverktaki, sem Haukur Ingibergsson kynnti sem aðalhugmynda- og aðferða- fræðing breytinganna, er nú í stjóm Löggildingarstofu. Ágúst Þór sagði á fundi Félags eftirlits- manna með raforkuvirkjum 3. sept- ember 1992 að hann hefði síðastlið- in þrjú ár verið að kynna sér þessi fræði og að þau væru notuð víða um heim. Alvariegast er að þessi hug- mynda- og aðferðafræði Ágústs Þórs Jónssonar hefur rústað raf- magnsöryggismálum landsbyggð- arinnar og landsins í heild. Nú er aðeins að finna fimm til sex rafý magnseftirlitsmenn fyrir allt land- ið, alla staðsetta í Reykjavík. Þar með hafa öll rök og fullyrðingar hæstvirts iðnaðar- og viðskiptaráð- herra Finns Ingólfssonar, sem hann notaði á Alþingi í desember 1996 er hann flutti stjómarfrum- varp sitt um öryggi raforkuvirkja, bmgðist. Er hæstvirtum iðnaðar- og viðskiptaráðherra Finni Ingólfs- syni Ijóst að Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur vanrækt í ára- tugi gamalskoðun á um 25.000 húsveitum hér í Reykjavík og ná- grannasveitarfélögum? Það er rétt að minna á að borgarbúar hafa þeg- ar greitt fyrir þessa þjónustu (hún er reiknuð inn í raforkuverðið) cYfr eiga hana því inni hjá Rafveitunni. Ef ráðherra vill kynna sér málið getur hann snúið sér til flokksbróð- ur síns, Alfreðs Þorsteinssonar, . sem er formaður veitustofnana borgarinnar og málinu því vel kunnugur. Kjósendur velta því fyr- ir sér hvort ráðherrar beri ekki ábyrgð á fullyrðingum sem þeir halda fram á þingfundum Alþingis er þeir mæla fyrir stjórnarfmm- vörpum. ----------------------------------^ Höfundur er fyrrverandi yfirrafmagnseftirlitsmaður. : ■ • •/ :-7' ' * ' u Ífl ■ ' m • * jaþjónustu Glæsileg sýning á því nýjasta og markverðasta á sviði handverks og á íslandi. Dagskráin er mjög íjölbreytt og koma sýnendur hvaðanæva að af landinu. I anddyri verða vinnusýningar alla þrjá dagana, þar sem unnið verður í tré og ull. Þar verður einnig sýning á verðlaunuðum og athyglisverðum tillögum úr minjagripa- samkeppni Átaks til atvinnusköpunar og Handverks & Hönnunar. Utivið mun Stefán í Glóðinni, Keflavík, gera skúlptúra úr ís daglega. Sýningin er opin frá kl. 14:00 - 19:00 1. maí og 10:00 - 19:00 2. og 3. maí. Aðgangseyrir er kr. 300,- Dagdkrá á dviði: í laugardalshttll HðndverH á íslsndi FERÐAMALASAMTOK ÍSLANDS 1.- ]. maí Föstudagur 1. maí Kl. 14:00 Húsið opnar. Kl. 14:15 Rúnar Júlíusson. Kl. 14:30 Tískusýning: Model Magasin. Kl. 15:30 Tískusýning: íslensk prjónhönnun og skinnfatnaður. Kl. 16:30 Tískusýning: Model Magasin. Kl. 17:00 Rimmugígur, bardagasveit úr Hafnarllrði. Kl. 18:00 Afhending viðurkenninga til sýnenda. Laugardagur 2. maí Kl. 12:00 Rimmugígur, bardagasveit úr Hafnarfirði. Kl. 13:00 Tískusýning: íslensk prjónhönnun og skinnfatnaður. Kl. 14:00 Tískusýning: Model Magasin. Kl. 15:00 Tískusýning: íslensk prjónhönnun og skinnfatnaður. Kl. 16:00 Tískusýning: Model Magasin. Kl. 17:00 Hermóður og Háðvör, leikhópur úr Hafnarfirði. Simnudagur 3. maí Kl. 12:00 Rimmugígur, bardagasveit úr Hafnaríirði. Kl. 13:00 Tískusýning: íslensk prjónhönnun og skinnfatnaður. Kl. 14:00 Tískusýning: Model Magasin. Kl. 15:00 Tískusýning: íslensk prjónhönnun og skinnfatnaður. Kl. 16:00 Tískusýning: Model Magasin. Kl. 17:00 Barna-og unglingakór Hallgríms- kirkju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.